Würth völlurinn
mánudagur 24. júní 2019  kl. 19:15
Pepsi-Max deild kvenna
Dómari: Þórður Már Gylfason
Maður leiksins: Ída Marín Hermannsdóttir
Fylkir 1 - 1 Selfoss
0-1 Hólmfríður Magnúsdóttir ('22)
1-1 Ída Marín Hermannsdóttir ('45, víti)
Myndir: Fótbolti.net - Einar Ásgeirsson
Byrjunarlið:
1. Cecilía Rán Rúnarsdóttir (m)
3. Kyra Taylor
5. Ída Marín Hermannsdóttir
6. Hulda Sigurðardóttir
7. Thelma Lóa Hermannsdóttir ('56)
9. Marija Radojicic ('78)
15. Stefanía Ragnarsdóttir
16. Kristín Þóra Birgisdóttir ('45)
18. Margrét Eva Sigurðardóttir
21. Berglind Rós Ágústsdóttir (f)
26. Þórdís Elva Ágústsdóttir

Varamenn:
28. Brigita Morkute (m)
4. María Björg Fjölnisdóttir
10. Bryndís Arna Níelsdóttir
20. Margrét Björg Ástvaldsdóttir ('78)
22. Sigrún Salka Hermannsdóttir
24. Lilja Vigdís Davíðsdóttir

Liðstjórn:
Tinna Bjarndís Bergþórsdóttir
Hulda Hrund Arnarsdóttir
Sæunn Rós Ríkharðsdóttir
Björn Metúsalem Aðalsteinsson
Tinna Björk Birgisdóttir
Sigurður Þór Reynisson
Kjartan Stefánsson (Þ)
Viktor Steingrímsson

Gul spjöld:

Rauð spjöld:
@MistRunarsdotti Mist Rúnarsdóttir
93. mín Leik lokið!
Þetta er búið og liðin sættast á sitthvort stigið. Þau sitja þá í 6. og 7. sæti með 7 stig eftir 7 umferðir. Selfoss enn með betri markatölu.

Ég segi takk í bili og minni á viðtöl og skýrslu síðar í kvöld.
Eyða Breyta
92. mín
FRÍÐA!!!

Aðdragandinn að þessu fór alveg framhjá mér en Fríða er allt í einu komin ein gegn Cecilíu. Setur boltann að markinu en hann lekur framhjá fjærstönginni!
Eyða Breyta
90. mín
Anna María tekur hornið en setur æfingabolta í fangið á Cecilíu sem er fljót að koma boltanum í leik. Einhver Selfyssingurinn þvælist reyndar aðeins fyrir henni við litla gleði heimafólks.
Eyða Breyta
89. mín
Obbosí. Berglind Rós fær boltann í höndina einhverjum 5 metrum utan teigs og Selfoss fær aukaspyrnu.

Magdalena er harðákveðin í að taka hana og á fínt skot sem Cecilía nær að verja í horn.
Eyða Breyta
85. mín
Enn og aftur eru gestirnir að fá aukaspyrnur úti á miðjum vallarhelmingi Fylkis. Anna María setur boltann inn á teig en beint í fangið á Cecilíu.

Við í blaðamannastúkunni erum viss um að við fáum sigurmark í þennan leik!

Hvoru megin? Ekki hugmynd.
Eyða Breyta
84. mín
Unnur Dóra byrjar á að vinna horn. Anna María skokkar yfir til hægri til að taka.

Setur boltann inn á markteig. Cecilía reynir við boltann en nær ekki almennilega til hans. Úr verður mikil barátta í teignum en Fylkiskonur ná að hreinsa.
Eyða Breyta
81. mín Magdalena Anna Reimus (Selfoss) Barbára Sól Gísladóttir (Selfoss)
Tvöföld skipting hjá gestunum. Það á að fá ferska fætur í sóknina síðustu mínúturnar.
Eyða Breyta
81. mín Unnur Dóra Bergsdóttir (Selfoss) Eva Lind Elíasdóttir (Selfoss)

Eyða Breyta
80. mín
Nú er Fylkisfólk ekki kátt. Þóra og Stefanía eru í baráttunni og falla báðar við rétt utan við vítateig Selfoss. Kannski erfitt að sjá hvar brotið byrjaði en Selfyssingar líklega heppnar að Þórður dæmir á Fylki.
Eyða Breyta
78. mín Margrét Björg Ástvaldsdóttir (Fylkir) Marija Radojicic (Fylkir)
Þriðja skipting Fylkis. Marija virðist hafa meiðst og liggur fyrir utan hliðarlínuna. Margrét Björg kemur inná. Fer út til vinstri.
Eyða Breyta
75. mín
DAUÐAFÆRI!

Ída Marín sendir boltann fyrir. Áslaug gleymir sér í að horfa á boltann og tekur ekki eftir Berglindi Rós sem kemur á hlaupinu fyrir aftan hana. Berglind nær skoti en það er beint á Kelsey sem hafði komið vel út á móti.

Stórhættulegt.
Eyða Breyta
72. mín
Stórhættulegt hjá Selfoss!

Fríða fær stungu, stingur varnarmenn Fylkis af og kemst upp að endalínu. Leggur boltann þá út í teig á Grace sem gerir virkilega vel í að snúa af sér varnarmann áður en hún reynir skot með vinstri sem fer rétt framhjá fjær.

Þvílík íþróttakona sem Hólmfríður Magnúsdóttir er. Er komin í þrusuform þrátt fyrir að hún hafi snúið aftur á völlinn fyrir tiltölulega stuttu síðan eftir barneignarfrí. Hún er enn að hlaupa af sér Fylkiskonur hér á 74 mínútu!
Eyða Breyta
70. mín
Þetta var alvöru sprettur hjá nýliðanum!

Það hefur ekki farið mikið fyrir Kyra Taylor en hérna sýndi hún að hún er eldfjót með boltann. Brunaði einhverja 20 metra með hann áður en hún lék framhjá Þóru og reyndi markskot undir pressu í teignum. Setti boltann rétt yfir.
Eyða Breyta
65. mín
Stórhættuleg sókn hjá Fylki!

Ída Marín hljóp upp hægri kantinn og kom boltanum svo fyrir. Stefanía var mætt eins og gammur á markteiginn en náði ekki góðu skoti og boltinn endaði í höndunum á Kelsey.
Eyða Breyta
63. mín
Eva Lind vinnur horn fyrir Selfoss. Anna María tekur að vanda. Setur háan bolta á markteig en Cecilía Rán stígur vel út og grípur boltann örugglega. Vel gert.
Eyða Breyta
62. mín
Cassie er búin að jafna sig og kemur aftur inná.
Eyða Breyta
60. mín
Hólmfríður á fallega sendingu upp í hægra hornið á Barbáru. Hún hleypur Huldu Sig af sér og leggur boltann út í teig. Hættuleg sending en þarna vantaði samherja á fjær.
Eyða Breyta
57. mín
Ég sá ekki hvað gerðist en Cassie liggur eftir á miðjum vellinum. Missteig sig mögulega. Leikurinn er stopp á meðan hún fær aðhlynningu.
Eyða Breyta
56. mín Hulda Hrund Arnarsdóttir (Fylkir) Thelma Lóa Hermannsdóttir (Fylkir)
Önnur skipting Fylkiskvenna. Hulda Hrund kemur inn fyrir Thelmu Lóu.
Eyða Breyta
55. mín
Eva Lind kemst á fleygiferð inn á teig en er alltof lengi að finna skotið og Berglind Rós bjargar í horn á síðustu stundu.

Anna María tekur hornið en það verður ekkert úr því.
Eyða Breyta
52. mín
Nú vill Selfoss víti. Það er nartað aftan í hælinn á Grace Rapp sem fellur við í teignum. Rétt hjá Þórði að sleppa þessu.
Eyða Breyta
48. mín
Selfoss fær aukaspyrnu úti vinstra megin á miðjum vallarhelmingi Fylkis. Anna María setur boltann inn á teig. Cecilía fer út í boltann en það er brotið á henni.
Eyða Breyta
45. mín Sæunn Rós Ríkharðsdóttir (Fylkir) Kristín Þóra Birgisdóttir (Fylkir)
Fylkir gerir breytingu í hálfleik. Sæunn fer í hægri bakvörðinn fyrir Kristínu Þóru.
Eyða Breyta
45. mín Hálfleikur
Selfoss rétt nær að taka miðju áður en Þórður Már flautar til leikhlés.

Blaut tuska framan í gestina sem hafa verið flottar í fyrri hálfleiknum og fá svo dæmda á sig ansi ódýra vítaspyrnu.

Alfreð þjálfari er eðlilega mjög ósáttur og fer beint að ræða málin við tríóið.

En það breytir því ekki að staðan er 1-1 og við fáum því galopinn seinni hálfleik þar sem bæði lið þurfa að sækja til sigurs.
Eyða Breyta
45. mín Mark - víti Ída Marín Hermannsdóttir (Fylkir)
Ída Marín skorar af öryggi úr vítaspyrnunni!
Eyða Breyta
45. mín
Víti!

Þórdís Elva á geggjaða sendingu inn á Ídu Marín. Ída Marín er ótrúlega fljót þegar hún kemst á ferðina og leikur inn á teig. Þar þvælist boltinn hinsvegar fyrir henni og hún skilur hann eftir áður en hún hleypur á Kelsey.

Ég gat ekki séð að þetta hafi verið víti en Þórður Már er handviss í sinni sök og bendir á punktinn!
Eyða Breyta
43. mín
Ekkert að frétta af marktækifærum. Fylkisliðið hefur aðeins gírað sig upp eftir að hafa lent undir en Selfyssingum virðist líða nokkuð vel og ætla fara með 1-0 forystu inn í hálfleikinn.
Eyða Breyta
37. mín
Fylkisliðinu hefur tekist að halda boltanum ágætlega þessar síðustu mínútur en ná ekki að skapa sér opin færi.
Eyða Breyta
32. mín
Illa farið með hornið. Fylkiskonur setja boltann beint aftur fyrir.
Eyða Breyta
31. mín
Aftur er Barbára að komast upp hægra megin. Finnur Hólmfríði úti í teig en hún finnur ekki skotið og Fylkiskonur snúa vörn í sókn.

Marija brunar upp vinstra megin og þræðir boltanum svo á milli miðvarða Selfoss og í hlaupið hjá Ídu Marín. Anna María gerir virkilega vel í að loka á skotfótinn á Ídu og koma boltanum aftur fyrir í horn.
Eyða Breyta
27. mín
Fylkiskonur hóta jöfnunarmarki!

Ída Marín kemst inná teig og upp að endalínu vinstra megin. Er með tvo samherja með sér í teignum en freistar þess að skora sjálf á nær. Það gengur þó ekki upp og boltinn aðeins framhjá.

Stóra systir lætur hana eflaust heyra það.
Eyða Breyta
26. mín
Geggjuð tækling ala Hulda Sig. hérna. Stoppar Barbáru sem ætlaði sér upp hægri kantinn.
Eyða Breyta
22. mín MARK! Hólmfríður Magnúsdóttir (Selfoss), Stoðsending: Anna María Friðgeirsdóttir
Fríða er búin að koma gestunum yfir!

Hún er búin að vera hrikalega flott í byrjun leiks. Fær boltann rétt utan teigs, tekur Margréti Evu úr leik með einni hreyfingu og setur boltann svo fastan í nærhornið!

Virkilega vel gert hjá reynsluboltanum!
Eyða Breyta
18. mín
Stefanía reynir skot utan teigs fyrir Fylki en það fer vel yfir.
Eyða Breyta
13. mín
Það er að lifna yfir þessu. Hólmfríður var að komast í gegn hægra megin. Var komin í fínt skotfæri en negldi beint í Cecilíu af stuttu færi.

Hinum megin á vellinum bruna heimakonur í sókn sem endar á því að Karitas hreinsar eftir að Marija hafði sett hættulegan bolta út í teig frá vinstri.
Eyða Breyta
13. mín
Aftur fær Selfoss aukaspyrnu á miðjum vallarhelmingi Fylkis og aftur reyna þær sömu uppskrift. Anna María setur háan bolta á fjærsvæðið. Í þetta skiptið er enginn samherji hennar nálægt því að komast í boltann.
Eyða Breyta
12. mín
Cecilía aftur vel með á nótunum. Var eldsnögg út í teiginn og vann boltann eftir að Hólmfríður hafði flikkað boltanum inn fyrir á Barbáru sem var nálægt því að leggja boltann fyrir sig í skot.
Eyða Breyta
11. mín
Selfoss fær aukaspyrnu á miðjum vallarhelmingi Fylkis. Anna María fyrirliði tekur spyrnuna og lyftir boltanum á fjær. Þar eu Hólmfríður og Margrét Eva í baráttunni en Margrét nær að koma boltanum útaf.
Eyða Breyta
9. mín
Ágætur séns hjá Selfossi. Barbára fékk boltann og lék að teignum hægra megin. Reyndi þar ágætis skot en boltinn framhjá fjærstönginni.
Eyða Breyta
8. mín
Bæði lið búin að reyna að setja boltann aftur fyrir varnir andstæðinganna en það hefur ekki enn tekist.

Klassískar fyrstu mínútur með tilheyrandi stöðubaráttu og áþreifingum.
Eyða Breyta
5. mín
Lið Fylkis:

Cecilía
Kristín Þóra - Berglind Rós - Margrét Eva - Hulda Sig.
Kyra - Þórdís
Ída - Stefanía - Marija
Thelma Lóa
Eyða Breyta
4. mín
Selfoss stillir svona upp:

Kelsey
Bergrós - Áslaug - Cassie - Anna María
Þóra - Karitas
Barbára - Grace - Eva Lind
Hólmfríður
Eyða Breyta
1. mín
VÁ!

Fínasti séns strax í byrjun. Áslaug Dóra sendir flottan bolta upp í hægra hornið á Barbáru. Henni tekst að renna boltanum fyrir á Hólmfríði en Cecilía markvörður gerir vel í að henda sér á boltann áður en Hólmfríður finnur skotið.
Eyða Breyta
1. mín
Allt klárt og við erum farin af stað. Gestirnir byrja og leika í áttina frá Árbæjarlaug.
Eyða Breyta
Fyrir leik
Ef við skoðum innbyrðisviðureignir liðanna þá hefur Fylkir haft betur að undanförnu með fjóra sigra og jafntefli í 5 síðustu leikjum.

Liðinu sem tekst að vinna hér í dag tekst að rífa sig aðeins frá þéttum botnpakkanum og því til mikils að vinna.
Eyða Breyta
Fyrir leik
Byrjunarliðin eru klár eins og sjá má hér til hliðar.

Fylkir steinlá fyrir Val, 6-0 í síðustu umferð og Kjartan gerir eina breytingu á byrjunarliði sínu. Bandaríski leikmaðurinn Kyra Taylor er loksins mætt í Árbæinn og byrjar inná. María Björg fer á bekkinn.

Selfoss tapaði með einu marki gegn Þór/KA í 6. umferð. Alfreð þjálfari setur Hólmfríði Magnúsdóttur í byrjunarliðið í dag á kostnað Magdalenu Önnu sem fór meidd útaf í síðasta leik en er á bekknum í dag. Hjá Selfoss er engin Darian Powell en bandaríski sóknarmaðurinn þótti ekki standa undir væntingum og var send aftur heim.
Eyða Breyta
Fyrir leik
Það er gullfallegt boltaveður í Árbænum. Sól og létt hliðargola. Liðin á fullu í upphitun nú þegar 20 mínútur eru þar til að Þórður Már dómari flautar til leiks.
Eyða Breyta
Fyrir leik
Góðan dag og verið velkomin í beina textalýsingu frá leik Fylkis og Selfoss í Pepsi Max deildinni. Um er að ræða leik í sjöundu umferð deildarinnar.

Fyrir leik eru bæði lið með 6 stig. Selfyssingar í 6. sæti með -6 í markatölu en Fylkir í 8. sæti með níu mörk í mínus.
Eyða Breyta
Byrjunarlið:
1. Kelsey Wys
4. Grace Rapp
6. Bergrós Ásgeirsdóttir
7. Anna María Friðgeirsdóttir (f)
10. Barbára Sól Gísladóttir ('81)
14. Karitas Tómasdóttir
19. Eva Lind Elíasdóttir ('81)
21. Þóra Jónsdóttir
24. Áslaug Dóra Sigurbjörnsdóttir
26. Hólmfríður Magnúsdóttir
29. Cassie Lee Boren

Varamenn:
13. Friðný Fjóla Jónsdóttir (m)
5. Brynja Valgeirsdóttir
8. Ásta Sól Stefánsdóttir
9. Halla Helgadóttir
15. Unnur Dóra Bergsdóttir ('81)
18. Magdalena Anna Reimus ('81)
25. Halldóra Birta Sigfúsdóttir

Liðstjórn:
Svandís Bára Pálsdóttir
Hafdís Jóna Guðmundsdóttir
Alfreð Elías Jóhannsson (Þ)
Óttar Guðlaugsson
Stefán Magni Árnason

Gul spjöld:

Rauð spjöld: