Man City setur verðmiða á Cancelo - Simons eftirsóttur - Lille hafnar Liverpool
Í BEINNI
Fótbolti.net bikarinn
KFA
LL 6
3
ÍH
Valur
2
2
Breiðablik
Margrét Lára Viðarsdóttir '12 1-0
Hlín Eiríksdóttir '26 2-0
2-1 Berglind Björg Þorvaldsdóttir '38
2-2 Alexandra Jóhannsdóttir '88
03.07.2019  -  19:15
Origo völlurinn
Pepsi-Max deild kvenna
Aðstæður: Fínasta veður, milt og gott
Dómari: Egill Arnar Sigurþórsson
Áhorfendur: 828
Maður leiksins: Margrét Lára Viðarsdóttir
Byrjunarlið:
12. Sandra Sigurðardóttir (m)
Ásgerður Stefanía Baldursdóttir
4. Guðný Árnadóttir
7. Elísa Viðarsdóttir
9. Margrét Lára Viðarsdóttir (f)
10. Elín Metta Jensen
11. Hallbera Guðný Gísladóttir (f) ('75)
14. Hlín Eiríksdóttir
21. Lillý Rut Hlynsdóttir
22. Dóra María Lárusdóttir ('69)
23. Fanndís Friðriksdóttir

Varamenn:
2. Auður Sveinbjörnsdóttir Scheving (m)
6. Mist Edvardsdóttir ('69)
15. Bergdís Fanney Einarsdóttir ('83)
17. Thelma Björk Einarsdóttir ('75) ('83)
18. Málfríður Anna Eiríksdóttir
23. Guðrún Karítas Sigurðardóttir
31. Vesna Elísa Smiljkovic

Liðsstjórn:
Pétur Pétursson (Þ)
Eiður Benedikt Eiríksson (Þ)
Ásta Árnadóttir
Rajko Stanisic
Thelma Guðrún Jónsdóttir
Hallur Freyr Sigurbjörnsson

Gul spjöld:

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Þá er toppslagnum lokið og 2-2 jafntefli niðurstaðan.

Viðtöl og skýrsla síðar í kvöld
90. mín
+4
Valsstúlkur fá hér aukaspyrnu á stórhættulegum stað. Rétt utan við teig hægra megin. Ömurleg aukaspyrna sem fer langt yfir markið
90. mín
5 mínútur í uppbótartíma. Ætli við fáum sigurmark?
90. mín
Inn:Hildur Þóra Hákonardóttir (Breiðablik) Út:Áslaug Munda Gunnlaugsdóttir (Breiðablik)
88. mín MARK!
Alexandra Jóhannsdóttir (Breiðablik)
Stoðsending: Karólína Lea Vilhjálmsdóttir
BLIKAR ERU BÚNAR AÐ JAFNA. Karólína Lea með sendingu á Alexöndru á fjærstönginni sem klárar af öryggi. Rangstöðulykt af þessu marki
85. mín
Blikastelpur fá hér hornspyrnu, taka hana stutt. Boltinn berst svo á Áslaugu Mundu sem kemur með fyrirgjöf yfir allan pakkan og beint útaf. Markspyrna
83. mín
Inn:Bergdís Fanney Einarsdóttir (Valur) Út:Thelma Björk Einarsdóttir (Valur)
Thelma Björk sem er nýkomin inn á þarf líka að fara útaf eins og Hildur eftir höfuðhöggið
81. mín Gult spjald: Berglind Björg Þorvaldsdóttir (Breiðablik)
Fær hér gult spjald fyrir brot á Ásgerði
80. mín
Fanndís næstum því komin í gegn en Kristín nær að renna sér fyrir boltann og Sonný sparkar langt í burtu
79. mín
Inn:Sólveig Jóhannesdóttir Larsen (Breiðablik) Út:Hildur Antonsdóttir (Breiðablik)
Hildur þarf að fara útaf vellinum eftir höggið
76. mín
Hildur Antons og Thelma Björk skella hér allhressilega saman og Egill dómari kallar strax á sjúkraþjálfara liðanna
Þær reyndu báðar að renna sér í boltann og skalla hvora aðra í leiðinni
75. mín
Inn:Thelma Björk Einarsdóttir (Valur) Út:Hallbera Guðný Gísladóttir (f) (Valur)
Hallbera eitthvað tæp, búin að leggjast niður og teygja á síðustu mínúturnar
75. mín
Hildur Antons á hér ágætis skot langt fyrir utan teig sem fer rétt framhjá
74. mín
Agla á hér sendingu fyrir markið og boltinn fer í höndina á Guðnýju sýnist mér og blikar vilja víti. Egill segir nei
70. mín
Inn:Karólína Lea Vilhjálmsdóttir (Breiðablik) Út:Andrea Rán Snæfeld Hauksdóttir (Breiðablik)
Hér kemur fyrsta skipting Breiðabliks í leiknum. Sóknarmaður inn á fyrir varnarmann enda þurfa blikar að skora
69. mín
Inn:Mist Edvardsdóttir (Valur) Út:Dóra María Lárusdóttir (Valur)
Sama skipting og venjulega hjá Pétri
65. mín
Búið að vera rólegt síðustu mínúturnar en nú fær Breiðablik horn. Boltinn berst út til Selmu sem á ágætis skot en Sandra ver
61. mín
Hildur Antons reynir nú sendingu inn fyrir vörn Vals en Berglind Björg er enn og aftur rangstæð!
60. mín
Agla reynir hér sendingu inn fyrir vörn Vals á Berglindi en Sandra nær boltanum. Berglind var svo dæmd rangstæð aftur svo það hefði aldrei neitt orðið úr þessu
54. mín
Agla María á hér frábæra sendingu inn fyrir vörn Valsara en Berglind Björg er rangstæð
52. mín
Hlín Eiríks á góða sendingu inn í teig Breiðabliks og Margrét Lára nær góðu skoti en Sonný ver frábærlega í markinu
50. mín
Selma Sól hleypur upp völlinn og á góða sendingu inn í teig og Agla María á skot en Sandra ver vel
49. mín
Alexandra prjónar sig hér í gegnum vörn Vals en á skot vel framhjá
47. mín
Hlín Eiríks á hér ágætis sendingu inn í teig en Kristín Dís kemur boltanum í burtu
46. mín
Blikastúlkur sækja hér horn strax á fyrstu sekúndunum. Valur kemur boltanum strax í burtu
46. mín
Leikur hafinn
Þá er seinni hálfleikur hafinn og blikastúlkur byrja nú með boltann
45. mín
Hálfleikur
Engu bætt við fyrri hálfleikinn hér í dag og ganga leikmenn nú til búningsherbergja. Valur með 2-1 forystu í leikhlénu
45. mín
Fanndís með sprett inn í teig og á sendingu út á Elínu Mettu sem stendur ein en hún er of lengi að átta sig og blikastelpur koma þessu frá
43. mín
Þá er aftur komið að Blikastelpum en Berglind Björg á hér hörkuskot sem Sandra ver aftur út í teig, Hildur nær frákastinu en hleypur langt til hliðar og endar boltinn út af.
41. mín
Valsstúlkur fara svo beint í sókn og Fanndís heimtar vítaspyrnu.
38. mín MARK!
Berglind Björg Þorvaldsdóttir (Breiðablik)
Stoðsending: Ásta Eir Árnadóttir
Ásta Eir með geggjaðan bolta inn í teig á Berglindi sem skorar af öryggi framhjá Söndru. Sandra hefði þarna löngu átt að vera komin út í boltann
36. mín
Selma Sól sækir hér horn fyrir Blika. Hornspyrnan fer yfir allan pakkann og Valsvörnin potar boltanum svo í innkast
33. mín
Blikar fá hér aukaspyrnu rétt fyrir utan vítateig hægra megin eftir brot á Berglindi. Sandra kýlir boltann strax í burtu og kemur hættunni frá
32. mín
Valur fær aftur aukaspyrnu á svipuðum stað og áðan en Blikar ná að hreinsa
30. mín
Valur fær aukaspyrnu soldið fyrir utan vítateig eftir að dæmd var hendi á Kristínu Dís. Hlín Eiríksdóttir nær til boltans en skýtur framhjá.
26. mín MARK!
Hlín Eiríksdóttir (Valur)
Stoðsending: Fanndís Friðriksdóttir
Valskonur tvöfalda hér forystu sína. Fanndís hleypur hér upp völlinn og gefur hann á Hlín Eiríks sem tekur skot rétt fyrir utan vítateiginn. Boltinn virðist hafa viðkomu í Kristínu Dís en breytir þó ekki um stefnu. Sonný stendur bara og horfir á þetta allt gerast í markinu
22. mín
Jæja loksins fer boltinn yfir á hinn vallarhelminginn og blikastelpur fá hornspyrnu. Þær ná ekki að nýta hornið og Elín Metta kemur boltanum í burtu
21. mín
Fanndís á utanfótar skot á markið frá vítateigslínunni en það fer rétt framhjá
20. mín
Blikastelpur hafa aðallega verið í því að dúndra fram þegar þær fá boltann og það kemur ekkert úr því
19. mín
Hallbera með ágætis sendingu inn í teig og nær Hlín til boltans en skýtur framhjá
17. mín
Valsstúlkur að fá enn eina hornspyrnuna hér. Sonný kýlir boltann í burtu og Andrea Rán tekur við honum og kemur honum fram
16. mín
Klúður í vörn Blika. Andrea nær boltanum en er í vandræðum með að losa hann og gefur hann beint á Fanndísi sem nær ekki að nýta þetta og skýtur langt yfir
12. mín MARK!
Margrét Lára Viðarsdóttir (Valur)
Stoðsending: Fanndís Friðriksdóttir
Fanndís með sendingu og Blikavörnin nær ekki að hreinsa og Margrét Lára skorar af öryggi úr stuttu færi í teignum
10. mín
Elín kemur með sendingu inn í teig sem Sonný missir af en Fanndís skýtur yfir!
10. mín
Hlín Eiríks með góða sendingu inn í teig á Elínu Mettu en Sonný ver í horn
8. mín
Berglind á hér frábæra sendingu inn fyrir vörn Vals á Hildi Antons sem kemur honum á Öglu Maríu en skotið er varið
6. mín
Færi! Agla María á hér skot sem fer í Lillý og þaðan í slánna! Blikar fá svo horn sem ekkert kemur úr
3. mín
Þetta fer frekar rólega af stað hérna á Origo-vellinum. Bæði lið líklega að passa sig á að gera engin mistök
1. mín
Jæja þá er þetta farið af stað! Heimakonur byrja með boltann.
Fyrir leik
Jæja það er korter í stórleikinn. Liðin eru að hita upp og áhorfendur eru hægt og rólega farnir að koma sér fyrir í stúkunni.
Hvet alla sem hafa tök á að drífa sig á völlinn og reynum að búa til alvöru stemningu!
Fyrir leik
Byrjunarliðin eru komin inn og má sjá þau hér til hliðanna

Valur gerir eina breytingu frá síðasta deildarleik en Dóra María kemur inn í stað Mistar Edvardsdóttur. Breiðablik gerir að sama skapi eina breytingu en Berglind Björg kemur inn í liðið á ný á kostnað Karólínu Leu.
Fyrir leik
Skoðum nú aðeins hvernig síðustu leikir liðanna hafa farið:

2019
3-1 fyrir Val í riðlakeppni Lengjubikar
1-3 fyrir Blikum í úrslitum Lengjubikars

2018
Breiðablik 1 - Valur 0
Valur 3 - Breiðablik 2

2017
Breiðablik 3 - Valur 0
Valur 2 - Breiðablik 0

2016
Breiðablik 1 - Valur 1
Valur 1 - Breiðablik 0

2015
Breiðablik 6 - Valur 0
Valur 0 - Breiðablik 6
Fyrir leik
Valur teflir fram gríðarlega reyndu liði á þessu keppnistímabili. Meðalaldur byrjunarliðsins í fyrstu 7 leikjunum er rétt rúmlega 27 ár á meðan meðalaldur Blikastúlkna er rétt rúmlega 22 ár. Aldur er svo sem afstæður eins og bæði KR í karlaflokki og Valur í kvennaflokki eru að sýna okkur þessa dagana en bæði sitja í toppsætum Pepsi Max-deildanna.

13 leikmenn Vals hafa leikið A-landsleiki (þ.á.m. Vesna Elísa Smiljkovic 77 leiki fyrir Slóvakíu) og alls 680 leiki á meðan 9 Blikastúlkur hafa leikið 108 A-landsleiki.
Fyrir leik
Í þessum leik mætast sigursælustu lið Íslandsmótsins frá upphafi. Breiðablik hefur oftast allra liða orðið Íslandsmeistari eða 17 sinnum (síðast 2018) og Valur hefur 10 sinnum hampað titlinum (síðast 2010).

Þessi tvö lið hafa leikið flesta leiki frá því Íslandsmótið hófst árið 1972 og Breiðablik er með níu leikjum meira en Valur. Breiðablik lék sinn 600. leik í efstu deild þegar liðið vann 2:1-sigur á HK/Víkingi í 7. umferðinni og varð fyrsta félagið sem nær þeim áfanga.
Fyrir leik
Í síðustu umferð í deildinni sem spiluð var 23. og 24. júní sigraði Valur á útivellli gegn ÍBV með 3 mörkum gegn 1 og Blikar unnu HK/Víking á heimavelli 2:1 með sigurmarki í uppbótartíma.

Valsstelpur áttu svo leik á laugardaginn í Mjólkurbikarnum þar sem þær lutu í lægra haldi gegn Þór/KA. Þetta þýðir að tvö langefstu liðin í Pepsi Max-deildinni eru nú dottin út úr bikarkeppninni í ár sem gerir þennan fyrri úrslitaleik deildarinnar bara ennþá meira spennandi.
Fyrir leik
Bæði lið hafa verið í algjörum sérflokki í sumar og hafa unnið alla sína leiki í deildinni og eru því með 21 stig eftir 7 umferðir. Þetta eru einnig liðin sem hafa skorað mest og fengið fæst mörk á sig.

Markatala liðanna í deildinni:
Valur - 26:4
Breiðablik - 20:5
Fyrir leik
Góða kvöldið kæru lesendur og verið hjartanlega velkomin í þessa beinu textalýsingu frá stórleik Vals og Breiðabliks í Pepsi Max-deild kvenna.

Leikurinn hefst klukkan 19:15 á Origo-vellinum.
Byrjunarlið:
Andrea Rán Snæfeld Hauksdóttir ('70)
Sonný Lára Þráinsdóttir
7. Agla María Albertsdóttir
8. Heiðdís Lillýardóttir
10. Berglind Björg Þorvaldsdóttir
13. Ásta Eir Árnadóttir (f)
16. Alexandra Jóhannsdóttir
18. Kristín Dís Árnadóttir
20. Áslaug Munda Gunnlaugsdóttir ('90)
21. Hildur Antonsdóttir ('79)
27. Selma Sól Magnúsdóttir

Varamenn:
26. Ásta Vigdís Guðlaugsdóttir (m)
2. Sóley María Steinarsdóttir
9. Karólína Lea Vilhjálmsdóttir ('70)
14. Berglind Baldursdóttir
21. Sólveig Jóhannesdóttir Larsen ('79)
24. Hildur Þóra Hákonardóttir ('90)

Liðsstjórn:
Þorsteinn H Halldórsson (Þ)
Ragna Björg Einarsdóttir
Fjolla Shala
Ólafur Pétursson
Jóhanna Kristbjörg Einarsdóttir
Særún Jónsdóttir
Aron Már Björnsson

Gul spjöld:
Berglind Björg Þorvaldsdóttir ('81)

Rauð spjöld: