Keflavík
1
1
Haukar
Dagur Ingi Valsson '41 1-0
1-1 Ásgeir Þór Ingólfsson '90 , víti
04.07.2019  -  19:15
Nettóvöllurinn
Inkasso deildin - 1. deild karla
Aðstæður: Norðanátt, sól á köflum og völlurinn lítur vel út
Dómari: Valdimar Pálsson
Maður leiksins: Davíð Snær Jóhannsson
Byrjunarlið:
1. Sindri Kristinn Ólafsson (m)
2. Ísak Óli Ólafsson
5. Magnús Þór Magnússon (f) (f)
6. Adolf Mtasingwa Bitegeko
7. Davíð Snær Jóhannsson
10. Dagur Ingi Valsson
16. Sindri Þór Guðmundsson
18. Cezary Wiktorowicz
24. Adam Ægir Pálsson
28. Ingimundur Aron Guðnason
45. Tómas Óskarsson ('80)

Varamenn:
12. Þröstur Ingi Smárason (m)
6. Viðar Már Ragnarsson
17. Hreggviður Hermannsson
19. Gunnólfur Björgvin Guðlaugsson
25. Frans Elvarsson
38. Jóhann Þór Arnarsson ('80)

Liðsstjórn:
Eysteinn Húni Hauksson Kjerúlf (Þ)
Ómar Jóhannsson
Þórólfur Þorsteinsson
Falur Helgi Daðason
Jón Örvar Arason
Anton Freyr Hauks Guðlaugsson
Milan Stefán Jankovic

Gul spjöld:
Sindri Þór Guðmundsson ('21)

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Þetta er búið.

Gestirnir sleppa með stigið héðan eftir vægast sagt vafasaman vítadóm en að því er ekki spurt.
90. mín
Búinn að horfa margoft á vítadóminn hjá Keflavík TV og tel að ekki sé hægt með nokkru móti að réttlæta það að þetta sé víti.
90. mín Gult spjald: Daníel Snorri Guðlaugsson (Haukar)
90. mín Mark úr víti!
Ásgeir Þór Ingólfsson (Haukar)
Setur Sindra í vitlaust horn og skorar.

Dýrt
89. mín
Adolf með hendur samsíða líkamanum og fær boltann vissulega í upphandlegginn en var í náttúrlegri stöðu.
89. mín
Haukar fá víti!!!!!!

Að ég tel rangur dómur!!!!!!
86. mín
Sindri Þór með prýðistakta á hægri væng Keflavíkur og á fyrirgjöf en Davíð nær ekki góðum skalla.
85. mín
Gunnlaugur með skallann en nær ekki að stýra honum á markið.
85. mín
Gestirnir að pressa stíft en finna ekki færið. Fá annað horn.
84. mín
Haukar fá horn. Tíminn að renna frá þeim.
80. mín
Inn:Stefán Ómar Magnússon (Haukar) Út:Ísak Jónsson (Haukar)
80. mín
Inn:Jóhann Þór Arnarsson (Keflavík) Út:Tómas Óskarsson (Keflavík)
80. mín
Haukar fengu horn úr þessu en ekkert kom úr því.
78. mín
ÚFF þetta hefur verið vont. Haukar í sókn og að mér sýnist Daði Snær reynir skot sem fer beint í höfuð Ísaks sem fellur flatur. Stendur samt fljótt upp og er í lagi.
72. mín
Dauuðafæri hjá Keflavík. Tómas Óskarsson með góða fyrirgjöf með jörðinni en ég veit ekki hvort Adam steig viljandi yfir boltann og lét hann fara eða hreinlega hitti hann ekki. Var í góðri stöðu til að setja hann í netið og fara langt með að klára þennan leik.
71. mín
Inn:Daði Snær Ingason (Haukar) Út:Þórður Jón Jóhannesson (Haukar)
69. mín Gult spjald: Gunnlaugur Fannar Guðmundsson (Haukar)
Uppsafnað.
67. mín
Sjálfur Travolta hefði orðið stoltur af þessum snúning hjá Adam Ægi í D-boganum. Skotið var ekki alveg af sama gæðaflokki og Sindri Þór ekki í teljandi vandræðum með það.
62. mín
Adam sækir horn fyrir heimamenn sem ekkert verður úr. . Boltinna aftur fyrir þar sem Adam Ægir smyr hann í samskeytinn úr léttum hjólhest!!!!!!!! En var fyrir innan því miður og rangstaða dæmd hefði verið sturlað mark.
60. mín
Alexander aftur í action. Faðmar Adam aftanfrá við litla hrifningu Valdimars.
59. mín
Inn:Oliver Helgi Gíslason (Haukar) Út:Aron Freyr Róbertsson (Haukar)
59. mín
Sindri liggur eftir og fær aðhlynningu en stendur upp og virðist í lagi.
59. mín Gult spjald: Alexander Freyr Sindrason (Haukar)
Fer í Sindra eftir að hann handsamar boltann. Óþarfa spjald að fá hefði alveg getað forðast hann.
54. mín
Davíð með fyrirgjöf en mér fannst Tómasi skorta trú að hann kæmist í boltann. Virtist reyna af hálfum hug.
51. mín
Já ég er á lífi. Það er bara ekkert að gerast sem vert er að tala um. Stöðubarátta og klafs.
46. mín
Seinni Hálfleikur hafinn

Haukar hefja hér leik í síðari hálfleik.

Vonum nú að næstu 45 verði fjörugri en þær fyrri.
45. mín
Hálfleikur
Mjög dapurt framan af en það færðist sem betur fer fjör í þetta undir lok hálfleiksins. Heimamenn halda til búningsherbergja sáttir með stöðuna.
45. mín
Slök spyrna Davíðs siglir yfir allt og alla og afturfyrir
45. mín
Gunnlaugur brýtur af sér og Keflavík á aukaspyrnu á fínum stað.
44. mín
Færist fjör í heimamenn. Önnur snögg sókn sem endar með skoti frá Degi í fínu færi en nokkuð beint á Sindra sem ver.
41. mín MARK!
Dagur Ingi Valsson (Keflavík)
Stoðsending: Davíð Snær Jóhannsson
Maaaaark!!!!!

Snörp sókn Keflavíkur skilar marki,

Boltinn gengur frá hægri til vinstri þar sem Davíð er 1 á 1. Hann tekur varnarmanninn á og nær skoti sem Sindri ver en nær frákastinu og leggur boltann á Dag sem skóflar honum yfir línunna af stuttu færi.
38. mín
Valdimar svolítið að taka leikinn yfir sem er ekki gott. Fannst hann byrja leikinn mjög vel á flautunni en hefur heldur dalað.
37. mín
Sindri Þór að leika sér að eldinum. Fer í tæklingu og beint í manninn. Hefði alveg getað verið gult
36. mín
Gunnlaugur reynir einn Ragga Sig hérna, Hjólhestur í teignum. Ekki alveg jafn tignarlegur og um árið en tilrauninn var góð,
33. mín
Markskot sem hittir rammann. Eftir ágætan undirbúning Sean á Ísak skot að marki sem er beint á Sindra sem grípur.
29. mín
Haukar fá horn.
27. mín
Það er svo sem ágætt að Fótbolti.net er eini fulltrúi fjölmiðla hér í blaðamannaboxinu. Meira kaffi fyrir mig og veitir ekki af. Þetta er hreinlega ekki skemmtilegur leikur á að horfa.
22. mín
Davíð Snær í færi í teignum en mér sýnist Gunnlaugur henda sér fyrir skot hans og boltinn í horn. Keflvíkingar svo brotlegir.
21. mín Gult spjald: Sindri Þór Guðmundsson (Keflavík)
Brýtur af sér þegar Haukar fara af stað í skyndisókn. Valdimar beitir hagnaði en spjaldar hann síðan.
17. mín
Miðað við fyrstu 17 mínútur þessa leiks ætlar Tómas að hafa rétt fyrir sér. Afar tíðindalítið. En jæja Haukar fá horn.
11. mín
Dagur Ingi með góða tilraun en skot hans af D-boganum siglir yfir markið.
9. mín
Vinstri fótar sending með jörðinni fer af varnarmanni fyrir fætur Birgis Magnús sem á skot sem rúllar í gegnum teiginn og endar í stönginni að mér sýnist.
8. mín
Haukar fá aukspyrnu á hægri væng við teiginn.
7. mín
Sindri Kristinn tæpur í marki Kef. Hittir boltann mjög illa er hann hyggst hreinsa fram völlinn, er ekki refsað fyrir það svo hann er heppinn.
6. mín
Tómas Óskarsson með fyrirgjöf frá hægri fyrir fætur Davíðs Snæs sem á skot í varnarmann og horn. Hornið skallað frá.
5. mín
Markskot frá gestunum. Sean Da Silva á það en vel framhjá.
3. mín
Fyrsta skot leiksins er heimamanna. Adam Ægir á það eftir aukaspyrnu frá hægri. hittir boltann illa sem rúllar fram hjá.
1. mín
Leikur hafinn
Þetta er farið af stað. Heimamenn hefja leik.
Fyrir leik
Fyrir áhugasama sem eiga ekki heimangengt er að sjálfsögðu vert að benda á að leikurinn er í beinni útsendingu á youtube rás Keflavíkur Keflavík TV
Fyrir leik
Verið að kynna liðin til leiks og fyrirliðar liðanna að heilsast. Ekki eftir neinu að bíða byrjum þetta.

Vonumst að sjálfsögðu eftir fjörugum og skemmtilegum leik.
Fyrir leik
Mættur á völlinn í Sunny Kef sem stendur svo sannarlega undir nafni í kvöld. Sólin skín skært en jafnframt er talsverð gola.

Byrjunarliðin eru mætt hér til hliðar og kemur lánsmaðurinn Gunnlaugur Fannar beint inn í byrjunarlið gestanna.
Fyrir leik
Tómas Þór spáir í 10. umferðina í Inkasso

Keflavík 1 - 1 Haukar (í kvöld 19:15)
Hvorugt liðið á frábærum stað en Haukarnir þó í smá gír núna undir stjórn Búa. Keflavík hefur gengið illa að skora og halda hreinu upp á síðkastið þannig jafntefli í tíðindalitlum leik er ekki ólíklegt.

Við vonum svo sannarlega að Tómas hafi rangt fyrir sér og að við fáum opin og skemmtilegan leik með fullt af mörkum í kvöld.
Fyrir leik
Liðin hafa mæst alls 17 sinnum í mótum á vegum KSÍ frá aldamótum og er tölfræðin heimamönnum í hag. 10 sigrar hafa fallið í skaut Keflavíkur, 3 sinnum hafa liðin gert jafntefli og 4 sinnum hafa Haukar farið með sigur af hólmi.
Markatalan er 40-20 Keflavík í vil.

Liðin hafa mæst einu sinni áður i sumar en þau mættust í 2.umferð Mjólkurbikarsins í apríl síðastliðnum. Leikurinn sem fram fór í Reykjaneshöllinni endaði með 1-0 sigri Keflavíkur en Ingimundur Aron Guðnason skoraði mark þeirra undir lok fyrri hálfleiks.
Fyrir leik
Gengi Keflavíkur hefur verið brokkgengt að undanförnu eftir góða byrjun á mótinu. Eftir fína útileiki gegn Víkingi Ó og Þór þar sem 4 stig söfnuðust var brotlendingin harkaleg fyrir viku síðan þegar Leiknir kom í heimsókn á Nettóvöllinn og hirti öll 3 stigin með sanngjörnum 1-3 sigri.
Fyrir leik
Félagaskiptaglugginn opnaði í byrjun vikunar eins og flestir ættu að vita og fengu Haukar ágætan bita á láni frá Pepsi Max deildar liði Víkings þegar Gunnlaugur Fannar Guðmundsson gekk til liðs við sitt gamla félag
Fyrir leik
Haukarnir gestaliðið hér í kvöld mæta aðra umferðina í röð til Reykjanesbæjar en þeir mættu Njarðvík hér suður með sjó í síðustu umferð. Það er óhætt að segja að Haukar hafi farið góða ferð á Reykjanesbrautina það kvöld en þeir héldu heim á Ásvelli með stiginn 3 eftir 1-5 sigur á lánlausum Njarðvíkingum.

Haukarnir sitja í 9.sæti deildarinnar með 9 stig og eru aðeins 2 stigum frá fallsvæðinu svo sigur myndi gera mikið fyrir þá í kvöld.
Fyrir leik
Gott kvöld kæru lesendur og verið hjartanlega velkomin í þessa beinu textalýsingu Fótbolta.net frá leik Keflavíkur og Hauka í Inkasso deildinni.
Byrjunarlið:
12. Sindri Þór Sigþórsson (m)
Ásgeir Þór Ingólfsson
4. Gunnlaugur Fannar Guðmundsson
6. Þórður Jón Jóhannesson ('71)
7. Aron Freyr Róbertsson ('59)
8. Ísak Jónsson (f) ('80)
11. Arnar Aðalgeirsson
14. Sean De Silva
16. Birgir Magnús Birgisson
17. Daníel Snorri Guðlaugsson
22. Alexander Freyr Sindrason (f)

Varamenn:
1. Viðar Aron Jónsson (m)
12. Óskar Sigþórsson (m)
2. Kristinn Pétursson
9. Fareed Sadat
10. Daði Snær Ingason ('71)
13. Arnór Pálmi Kristjánsson
16. Oliver Helgi Gíslason ('59)

Liðsstjórn:
Búi Vilhjálmur Guðjónsson (Þ)
Hilmar Rafn Emilsson
Hafþór Þrastarson
Þórarinn Jónas Ásgeirsson
Sigmundur Einar Jónsson
Stefán Ómar Magnússon

Gul spjöld:
Alexander Freyr Sindrason ('59)
Gunnlaugur Fannar Guðmundsson ('69)
Daníel Snorri Guðlaugsson ('90)

Rauð spjöld: