Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
Þór
3
0
Fram
Jökull Steinn Ólafsson '30
Aron Elí Sævarsson '38 1-0
Jónas Björgvin Sigurbergsson '67 2-0
Jakob Snær Árnason '88 3-0
05.07.2019  -  18:00
Þórsvöllur
Inkasso deildin - 1. deild karla
Aðstæður: Sólskin, 5° hiti og norðanvindur
Dómari: Arnar Ingi Ingvarsson
Áhorfendur: 603 - Þórsarar eru sáttir með það!
Maður leiksins: Jónas Björgvin Sigurbergsson
Byrjunarlið:
1. Aron Birkir Stefánsson (m)
Sveinn Elías Jónsson ('65)
Orri Sigurjónsson ('79)
Aron Elí Sævarsson
4. Hermann Helgi Rúnarsson
6. Ármann Pétur Ævarsson
8. Jónas Björgvin Sigurbergsson ('86)
10. Sigurður Marinó Kristjánsson
14. Jakob Snær Árnason
23. Dino Gavric
30. Bjarki Þór Viðarsson

Varamenn:
2. Tómas Örn Arnarson
2. Elmar Þór Jónsson
5. Loftur Páll Eiríksson
9. Jóhann Helgi Hannesson ('65)
12. Aron Ingi Rúnarsson
17. Fannar Daði Malmquist Gíslason ('86)
18. Alexander Ívan Bjarnason ('79)
25. Aðalgeir Axelsson

Liðsstjórn:
Gregg Oliver Ryder (Þ)
Sveinn Leó Bogason
Guðni Þór Ragnarsson
Kristján Sigurólason
Perry John James Mclachlan
Helgi Steinar Andrésson

Gul spjöld:
Ármann Pétur Ævarsson ('45)
Sveinn Elías Jónsson ('56)

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Flottur sigur staðreynd hjá Þórsurum. Það hafði óneitanlega mikil áhrif að Jökull Steinn fékk rautt spjald á 38. mínútu, en þetta var fagmannlega gert hjá Akureyrarliðinu og þeir sigldu þessu örugglega heim.
93. mín
Bjarki Þór á lágan og fastan bolta fyrir sem að Marcao hreinsar í horn. En ekkert kemur úr horninu.
92. mín
Hermann Helgi Rúnarsson kveinkar sér lítillega, en er staðinn á fætur. Við höldum áfram.
90. mín
Við erum komin í uppbótartíma hér á Þórsvelli og það styttist í að stuðningsmenn Þórs geti fagnað vel með sínu liði!
88. mín MARK!
Jakob Snær Árnason (Þór )
Stoðsending: Jóhann Helgi Hannesson
ÞAR KOM ÞAÐ HJÁ JAKOBI!! Fær sendingu inn fyrir frá Jóhanni Helga og kemst einn í gegn og klobbar Ólaf í markinu! Glæsilega gert og Jóhann Helgi fær fullt kredit fyrir góðan undirbúning! Game over hér í Þorpinu.
86. mín
Inn:Fannar Daði Malmquist Gíslason (Þór ) Út:Jónas Björgvin Sigurbergsson (Þór )
Fannar leysir magnaðan Jónas Björgvin af hólmi.
84. mín
Jóhann Helgi í dauðafæri!!! Frábær aukaspyrna Jónasar ratar beint á kollinn á framherjanum, en Ólafur Íshólm ver glæsilega í slá og yfir!
81. mín
9 mínútur eftir af venjulegum leiktíma og fátt sem bendir til ævintýralegrar endurkomu hjá Safamýrarliðinu. Fram reynir að byggja upp eitthvað vænlegt, en Þórsarar eru þéttir og vel skipulagðir.
79. mín
Inn:Alexander Ívan Bjarnason (Þór ) Út:Orri Sigurjónsson (Þór )
78. mín
Inn:Magnús Þórðarson (Fram) Út:Helgi Guðjónsson (Fram)
76. mín
Á einhvern stórundarlegan hátt dæmir Arnar Ingi markspyrnu þegar að Jónas Björgvin vill meina að boltinn hafi farið í hendina á varnarmanni og aftur fyrir. Horn hefði verið eðlileg niðurstaða, í öllu falli!
75. mín
Korter eftir og Þórsarar fá hornspyrnu sem að Jónas Björgvin tekur. Hver annar?
73. mín
Inn:Heiðar Geir Júlíusson (Fram) Út:Unnar Steinn Ingvarsson (Fram)
Heiðar Geir mætir til leiks. Hann byrjar á því að leggja upp dauðafæri á Helga sem að setur hann langt yfir, einn gegn Aroni Birki!!
71. mín Gult spjald: Alex Freyr Elísson (Fram)
Sýndist það vera hann, frekar en Tiago!
67. mín MARK!
Jónas Björgvin Sigurbergsson (Þór )
Stoðsending: Jakob Snær Árnason
JÓNAS BJÖRGVIN SKORAR!!!! Jóhann Helgi gerir mjög vel í að taka boltann niður fyrir utan vítateig Fram, leggur hann á Jakob Snæ sem að rennitæklar boltann til Jónasar. Jónas gerir engin mistök og rennir boltanum framhjá Ólafi! 2-0 og það er freistandi að segja leik lokið!
67. mín
Helgi harkar af sér og leikurinn heldur áfram.
66. mín
Helgi Guðjónsson liggur eftir slaasaður og það væri skarð fyrir skyldi ef að hann yrði að fara útaf. Þetta lítur nægilega illa út fyrir Framara, en það væri reiðarslag að missa markahæsta mann liðsins útaf.
65. mín
Inn:Jóhann Helgi Hannesson (Þór ) Út:Sveinn Elías Jónsson (Þór )
Fyrsta skipting Þórs! Jóhann kemur inná með flottan hjálm.
64. mín
Þórsarar vinna boltann ofarlega og Ármann Pétur finnur Jónas í góðu hlaupi, hann kemur sér inní teig og tekur gott skot í skrefinu sem að Ólafur ver í horn!
61. mín
Hún er tekin stutt og Tiago fær svo boltann aftur útá kantinum og kemur með fyrirgjöf sem siglir yfir allan pakkann og aftur fyrir.
60. mín
Fram fær hornspyrnu og Tiago býr sig undir að taka hana...
56. mín Gult spjald: Sveinn Elías Jónsson (Þór )
Sveinn Elías fer í eina hressilega rennitæklingu og tekur Matthías Kroknes niður! Framarar gera sitt besta til þess að þrýsta á Arnar Inga, en gult er sanngjörn niðurstaða að mínu mati.
54. mín
Sveinn Elías sleppur í gegn og reynir að leika á Matthías Kroknes. Hann klippir inn og ætlar að leggja hann út í frítt skot á Jónas Björgvin en sendingin er ekki nákvæm og Jónas nær ekki til boltans. Þarna hefði Sveinn Elías getað gert betur!
51. mín
Frábær sprettur þvert yfir vítateiginn hjá Sigurði Marinó! Hann leggur hann inn fyrir á Svein Elías sem fær frítt skot, en setur hann beint á Ólaf í markinu. Gott færi!
49. mín
Framarar fá aukaspyrnu á hægri kantinum. Helgi Guðjónsson á laflausan skalla á Aron Birki sem að missir boltann frá sér en hoppar strax á hann aftur, rétt áður en Arnór Daði nær að pota tánni í boltann!
47. mín
Alex Freyr lá eftir samskipti sín við Svein Elías en er kominn á fætur.
46. mín
Þórsarar hefja seinni hálfleikinn!
45. mín
Hálfleikur
Fyrri hálfleik lokið! Þetta verður brekka fyrir gestina í seinni hálfleik, þar sem að liðið þarf að reyna að klóra sig aftur inní leik sem þeir spila manni færri. Þetta verður fróðlegt!
45. mín Gult spjald: Ármann Pétur Ævarsson (Þór )
45+2 Brýtur á Tiago, en virtist taka boltann. Ég gæti auðvitað haft kolrangt fyrir mér.
45. mín
45+1 Alex Freyr vinnur aukaspyrnu á hægri kantinum fyrir Fram. Ná þeir að troða inn marki? Svarið er nei!
45. mín
Ég held að Arnar Ingi verði manna fegnastur þegar hann getur flautað til hálfleiks, en leikmenn þurfa að ná andanum og ná áttum. Blóðið er heitt í þeim þessa stundina, þó ekki nándar nærri eins heitt og það er í áhorfendum.
43. mín
Tiago brýtur á Jakobi útá hægri kantinum og Jónas Björgvin mætir að sjálfsögðu á svæðið. Ekkert kemur úr aukaspyrnunni en Unnar Steinn fær höfuðhögg og liggur eftir en virðist í lagi.
40. mín
Það er kominn mikill hiti í fólk og Jakob liggur óvígur eftir í vítateig Framara eftir að viðskipti við Ólaf Íshólm. Ég geri mér ekki grein fyrir því hvað skeði, en markmaðurinn er sakaður um allskyns prakkarastrik í stúkunni! Jakob er staðinnn á fætur og leikurinn hefst að nýju.
38. mín MARK!
Aron Elí Sævarsson (Þór )
DRAUMABYRJUN HJÁ ARONI!! Jónas á flotta aukaspyrnu sem að er skölluð í átt að marki, Ólafur Íshólm nær ekki að halda boltanum og Aron Elí kemur boltanum yfir línuna! 1-0!! Mikil reikistefna eftir markið og Framarar mótmæla því harðlega að þetta mark eigi að standa, en Arnar Ingi dæmir það gott og gilt!
37. mín
Þór fær aukaspyrnu stutt fyrir utan vítateig Fram, hægra megin. Alex Bergmann brýtur á Jakobi og Jónas Björgvin tekur spyrnuna...
36. mín
Eins og við var að búast þá hafa gestirnir fallið mikið neðar á völlinn og leyft Þórsurum að koma á sig.
32. mín
Fram þurfa nú að spila einum færri í klukkutíma. Það er meira en að segja það gegn sprækum Þórsurum.
30. mín Rautt spjald: Jökull Steinn Ólafsson (Fram)
Gjörsamlega straujar Ármann Pétur!!! Arnar Ingi leyfði leiknum að halda áfram og Jónas Björgvin fær boltann ofarlega en er stöðvaður og boltinn fer í innkast. Arnar stoppar leikinn og sýnir Jökli rauða spjaldið við litla hrifningu Framara en stuðningsmenn Þórs fagna ákaft!
28. mín
Alex Bergmann nær ekki að taka á móti einfaldri sendingu og missir boltann undir sig. Jakob sprettir á boltann og æðir í gegn, en á gjörsamlega glatað skot lengst yfir markið! Virtist mögulega vera yfirspenntur.
26. mín
Ármann Pétur er full seinn og brýtur á Unnari. Hann sleppur við gult spjald, þó að það hefði hæglega verið hægt að henda einu slíku á hann. Hann hefur sjarmað dómarann!
25. mín
Hornspyrnan er fín hjá Jónasi inní þéttan pakkann í vítateignum og það var Orri Sigurjónsson, að mér sýndist, sem átti skalla yfir markið.
23. mín
Jónas Björgvin kemst upp að endamörkum og á hættulega fyrirgjöf þvert fyrir teiginn, boltanum er hreinsað frá og Sigurður Marinó á bylmingsskot sem fer ekki langt framhjá! Og nú vinna Þórsarar hornspyrnu...
22. mín
Framarar eru dyggilega studdir af fulltrúum sínum á N1 mótinu. Þeir láta vel í sér heyra!
17. mín
Jökull og Tiago tengja ágætlega saman og Tiago gefur svo stungusendingu á Alex Frey. Alex reynir skot í fyrsta en það er ekki gott og langt framhjá, rétt fyrir utan vítateig.
15. mín
Jakob í ágætis færi!! Ármann Pétur vinnur boltann ofarlega á vellinum og boltanum er stungið inn fyrir á Jakob sem stingur vörn Fram af og er nánast einn á einn gegn Ólafi. Hann nær skoti á Ólaf en það er slakt þar sem að Jakob hafði verið eltur uppi af Alex Bergmann.
12. mín
Aukaspyrnan var slök en boltinn barst útá vinstri kant á Unnar Stein sem að átti fína fyrirgjöf á kollinn á Marcao sem náði ekki að stýra boltanum á markið og Þór nær að hreinsa.
11. mín
Framarar fá aukaspyrnu á ágætis stað þegar að Hilmar Freyr er tæklaður, en mér sýndist boltinn hafa verið tekinn frekar en maðurinn. Marcao býr sig undir að negla!
10. mín
Þórsarar hafa verið aðeins grimmari þessar fyrstu 10 mínútur, en liðin eru enn að þreifa fyrir sér og lítið um vænlegar opnanir.
7. mín
Fín pressa Sveins Elíasar skilar sér í því að boltinn fellur fyrir Jakob Snæ, sem að klippir inn og á skot sem að er blokkað í horn en ekkert kemur úr því.
2. mín
Fram fær aukaspyrnu útá vinstri kantinum, eftir að Sveinn Elías keyrði í bakið á Alex Frey. Framarar taka hana stutt og spila úr henni, frekar en að hrúga mönnum inní box.
1. mín
Leikur hafinn
Framarar hefja leik!
Fyrir leik
Leikmenn hafa tekist í hendur og gera sig nú klára í slaginn. Vonandi fáum við hörkuleik!
Fyrir leik
Það vantar bæði Nacho Gil og Alvaro Montejo í lið Þórs, en Spánverjarnir hafa gegnt lykilhlutverki hjá liðinu og skorað samanlagt 10 mörk í sumar. Alvaro hefur skorað sjö og Nacho þrjú stykki. Eins og kom fram áðan að þá tekur Fred Saraiva út leikbann en hann hefur skorað sex mörk fyrir Fram í sumar og munar um minna þar. Markahæsti leikmaður liðsins, Helgi Guðjónsson, er þó á sínum stað og vonast til þess að bæta við þau tíu mörk sem að hann hefur nú þegar skorað á tímabilinu.
Fyrir leik
Aðalsteinn Aðalsteinsson er skráður þjálfari Fram í dag, þar sem að Jón Þórir Sveinsson tekur út leikbann eftir að hafa fengið rautt spjald í síðasta leik. Aðspurður sagðist hann hafa sparkað í brúsastand, sem að ofbauð dómurum leiksins og þeir sögðu honum að drífa sig uppí stúku.
Fyrir leik
Aron Elí Sævarsson kemur beint inní byrjunarlið Þórs, það gerir reynsluboltinn Ármann Pétur Ævarsson einnig. Það eru nokkrar breytingar á liði Fram frá síðasta leik. Fred Saraiva er í leikbanni, eftir að hafa fengið rautt spjald og Jökull Steinn Ólafsson kemur inní liðið sem og Alex Bergmann Arnarsson. Það eru einungis 4 varamenn hjá Safamýrarliðinu, sem að verður að teljast nokkuð sérstakt.
Fyrir leik
Framarar voru líka sniðugir að benda á það að leikurinn er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport fyrir þá sem að sjá sér ekki fært að mæta á Þórsvöll.
Fyrir leik

Fyrir leik
Eins og Þórsarar taka fram á Twitter að þá er glás af fólki í bænum, nú þegar bæði Pollamót Þórs og N1 mót KA manna fer fram. Vonandi fáum við flotta mætingu á völlinn og dúndrandi stemningu!
Fyrir leik



Fyrir leik
Aron Kristófer Lárusson yfirgaf Þór nýverið þegar hann gekk til liðs við ÍA og Akureyringar styrktu sig með því að fá nafna hans, Aron Elí Sævarsson á láni frá Val út tímabilið. Fram nældu sér í varnarmanninn Gunnar Gunnarsson, en hann hafði ekki átt uppá pallborðið hjá Þórhalli Siggeirssyni, þjálfara Þróttar R. og fékk að rifta samningi sínum við liðið í síðasta mánuði.
Fyrir leik
Góðan daginn! Hér verður lýst leik Þórs og Fram í Inkasso deild karla. Leikurinn er afar mikilvægur báðum liðum, en Þórsarar eru í 4. sæti deildarinnar með 16 stig á meðan Fram er sæti ofar með 17 stig. Safamýrarliðið getur nælt sér í smá andrými með sigri, en Þórsarar vilja væntanlega kvitta snarlega fyrir 4-0 tap gegn Fjölni í síðasta leik.
Byrjunarlið:
1. Ólafur Íshólm Ólafsson (m)
Matthías Kroknes Jóhannsson
3. Unnar Steinn Ingvarsson ('73)
6. Marcao
9. Helgi Guðjónsson ('78)
11. Jökull Steinn Ólafsson
13. Alex Bergmann Arnarsson
16. Arnór Daði Aðalsteinsson
20. Tiago Fernandes
22. Hilmar Freyr Bjartþórsson
71. Alex Freyr Elísson

Varamenn:
3. Heiðar Geir Júlíusson ('73)
5. Haraldur Einar Ásgrímsson
11. Magnús Þórðarson ('78)
14. Hlynur Atli Magnússon

Liðsstjórn:
Halldór Hermann Jónsson
Daði Guðmundsson
Marteinn Örn Halldórsson
Bjarki Hrafn Friðriksson
Aðalsteinn Aðalsteinsson
Magnús Þorsteinsson

Gul spjöld:
Alex Freyr Elísson ('71)

Rauð spjöld:
Jökull Steinn Ólafsson ('30)