Nettóvöllurinn
mánudagur 15. júlí 2019  kl. 19:15
Pepsi-Max deild kvenna
Aðstæður: Blautt með dass af vind til að krydda tilveruna
Dómari: Steinar Berg Sævarsson
Áhorfendur: 175
Maður leiksins: Sveindís Jane Jónsdóttir
Keflavík 2 - 0 Fylkir
1-0 Sophie Mc Mahon Groff ('39)
2-0 Sveindís Jane Jónsdóttir ('59)
Byrjunarlið:
1. Aytac Sharifova (m)
2. Þóra Kristín Klemenzdóttir
3. Natasha Moraa Anasi (f)
5. Sophie Mc Mahon Groff
7. Maired Clare Fulton
8. Sveindís Jane Jónsdóttir
11. Kristrún Ýr Holm
16. Ísabel Jasmín Almarsdóttir ('64)
17. Katla María Þórðardóttir
21. Íris Una Þórðardóttir ('87)
24. Anita Lind Daníelsdóttir ('77)

Varamenn:
12. Katrín Hanna Hauksdóttir (m)
4. Eva Lind Daníelsdóttir ('87)
10. Dröfn Einarsdóttir ('64)
15. Arndís Snjólaug Ingvarsdóttir ('77)
18. Gyða Dröfn Davíðsdóttir
20. Dagmar Mýrdal Gunnarsdóttir
26. Amelía Rún Fjeldsted
28. Kara Petra Aradóttir

Liðstjórn:
Marín Rún Guðmundsdóttir
Margrét Ársælsdóttir
Ljiridona Osmani
Gunnar Magnús Jónsson (Þ)
Ómar Jóhannsson
Haukur Benediktsson

Gul spjöld:
Íris Una Þórðardóttir ('43)
Sophie Mc Mahon Groff ('48)
Kristrún Ýr Holm ('73)
Gunnar Magnús Jónsson ('73)
Sveindís Jane Jónsdóttir ('94)

Rauð spjöld:
@Stefanmarteinn7 Stefán Marteinn Ólafsson
95. mín Leik lokið!
Sannfærandi sigur Keflavíkur staðreynd.
Voru betri frá upphafi til enda.
Eyða Breyta
94. mín Gult spjald: Sveindís Jane Jónsdóttir (Keflavík)
Fyrir að tefja
Eyða Breyta
93. mín
Stefanía Ragnarsdóttir í flottu færi en Aytac blakar boltanum yfir markið.
Eyða Breyta
91. mín
Keflavíkurstúlkur eru að sigla þessu heim.
Eyða Breyta
87. mín Eva Lind Daníelsdóttir (Keflavík) Íris Una Þórðardóttir (Keflavík)

Eyða Breyta
86. mín
SKALLI Í SLÁ!
Sveindís Jane á skalla í slá eftir hornið.
Eyða Breyta
86. mín
Langt innkast frá Sveindísi Jane vinnur horn fyrir Keflavík.
Eyða Breyta
83. mín
Hætta upp við mark Keflavíkur en heimakonur ná að bægja hættunni frá.
Eyða Breyta
77. mín Bryndís Arna Níelsdóttir (Fylkir) Þórdís Elva Ágústsdóttir (Fylkir)

Eyða Breyta
77. mín Arndís Snjólaug Ingvarsdóttir (Keflavík) Anita Lind Daníelsdóttir (Keflavík)

Eyða Breyta
76. mín
Hulda Hrund með gott skot en Aytac grípur boltann.
Eyða Breyta
75. mín
Keflavík að komast í gott færi en íris Una reynir sendingu frekar en að skjóta og Fylkisstelpur komast fyrir.
Eyða Breyta
73. mín Gult spjald: Gunnar Magnús Jónsson (Keflavík)
Gunnar Magnús eitthvað ósáttur á hliðarlínunni.
Eyða Breyta
73. mín Gult spjald: Kristrún Ýr Holm (Keflavík)
Líklega uppsafnað.
Eyða Breyta
66. mín Marija Radojicic (Fylkir) Margrét Björg Ástvaldsdóttir (Fylkir)

Eyða Breyta
64. mín Dröfn Einarsdóttir (Keflavík) Ísabel Jasmín Almarsdóttir (Keflavík)

Eyða Breyta
60. mín
Fylkir hafði átt frábært færi fyrir markið þar sem Kyra Taylor hefði getað jafnað en skallinn frá henni var rétt framhjá.
Eyða Breyta
59. mín MARK! Sveindís Jane Jónsdóttir (Keflavík)
Keflavík tvöfaldar!
Fylkisstúlkur ráða ekkert við Sveindísi Jane!
Sá ekki hver átti átti sendinguna á Sveindísi en maður lifandi hvað hún gerði þetta vel! Stakk vörnina af og hamraði hann svo yfir Cecelíu í marki Fylkis.
Eyða Breyta
57. mín
Íris Una með flottan bolta fyrir markið þar sem Sveindís Jane fellur í teignum áður en boltinn barst á Anitu Lind sem átti gott skot sem Cecelía varði virkilega vel.
Það verður að viðurkennast að það var lykt af þessu og hefði vel verið hægt að flauta þarna en Fylkir sleppur með skrekkinn í tvígang.
Eyða Breyta
55. mín
Sveindís Jane með frábært hlaup og vinnur horn.
Eyða Breyta
48. mín Amy Strath (Fylkir) Berglind Rós Ágústsdóttir (Fylkir)

Eyða Breyta
48. mín Gult spjald: Sophie Mc Mahon Groff (Keflavík)
Fyrir brot á Berglindi Rós.
Eyða Breyta
47. mín
Ída Marín að koma sér í gott færi en Natasha kemst fyrir.
Eyða Breyta
46. mín
Sveindís Jane byrjar síðari hálfleikinn.
Eyða Breyta
45. mín Hálfleikur
+2
Keflavíkurstúlkur leiða verðskuldað í hálfleik. Verið heilt yfir sterkari aðilinn.
Eyða Breyta
43. mín Gult spjald: Íris Una Þórðardóttir (Keflavík)
Fyrsta gula spjald leiksins fá Keflavíkingar.
Eyða Breyta
39. mín MARK! Sophie Mc Mahon Groff (Keflavík), Stoðsending: Sveindís Jane Jónsdóttir
Keflavík er komið yfir!!

Sveindís Jane þræðir Sophie frábærlega innfyrir og þrátt fyrir smá örðuleika náði Sophie að koma knettinum inn! Hljóp framhjá Cecelíu með herkjum og kom knettinum inn úr þröngu færi.
Eyða Breyta
35. mín
Sveindís Jane gerir vel inní teig Fylkis og leggur boltan út á Maired Fulton sem á skot hátt yfir.
Eyða Breyta
33. mín
Sveindís Jane með flottan sprett og vinnur horn.
Ekkert verður hinsvegar úr horninu.
Eyða Breyta
27. mín
Sveindís Jane með flott langt innkast en boltinn skoppar afturfyrir Natöshu sem hefði verið komin í flott færi.
Eyða Breyta
22. mín
Keflavík með flotta sókn, sending upp völlinn sem Maired Fulton nær og sendir fyrir markið Natasha og Sigrún Salka í baráttunni sem endar með að Sigrún Salka liggur eftir og Steinar dæmir brot.
Eyða Breyta
20. mín
Anita Lind með lúmskt skot en beint á Cecelíu í marki Fylkis.
Eyða Breyta
17. mín
Skemmtilega útfærð hornspyrna en það sent lágt út að vítateigsboga og Maired Fulton kemur á ferðinni og nær flottu skoti en Cecilía er með þetta.
Eyða Breyta
16. mín
Keflavík fær kærlaust horn. SKot utan af velli sem Cecilía missir útaf.
Eyða Breyta
14. mín
Margrét Björg með aukaspyrnu og Aytac og Hulda Hrund skella saman.
Ekkert alvarlegt og leikurinn heldur áfram.
Eyða Breyta
8. mín
Ída Marín í fínu færi en skotið framhjá.
Eyða Breyta
7. mín
Keflavík byrjaði leikinn af miklum krafti en Fylkisstelpurnar hafa verið að komast meira í takt síðustu mínútur.
Eyða Breyta
1. mín
Þá er þetta farið af stað. Það eru Fylkisstelpur sem byrja leikinn.
Eyða Breyta
Fyrir leikEyða Breyta
Fyrir leik
Fylkisstúlkur hafa verið með fínasta tak á Keflavík í síðustu rimmum en þær hafa unnið þær síðustu þrjú skipti með markatöluna 6-1.
Spurning hvort það breytist í kvöld.
Eyða Breyta
Fyrir leik
Bæði þessi lið mættu ofjörlum sínum í síðustu umferð en Keflavíkurstúlkur fengu Valskonur í heimsókn á meðan Fylkisstúlkur heimsóttu Breiðablik.
Eftir góðan fyrrihálfleik þar sem Keflavíkurstúlkur leiddu 1-0 á móti Val settu Valskonur í annan gír í seinni hálfleik og völtuðu yfir Keflavíkurstúlkur í þeim seinni og lokatölur 1-5 fyrir Val.
Fylkisstúlkur voru í fullu fangi með Breiðablik og töpuðu á endanum 5-0
Eyða Breyta
Fyrir leik
Þessi lið mættust í fyrstu umferð Pepsí Max deildarinnar en þá fóru Fylkisstúlkur með sigur af hólmi 2-1 þar sem Ída Marín og Marija Radojicic skoruðu mörk Fylkis og Sveindís Jane skoraði mark Keflavíkur.
Eyða Breyta
Fyrir leik
Heil og sæl lesendur góðir og verið hjartanlega velkomin/nn að skjánum þar sem bein textalýsing frá Nettóvellinum í Keflavík fer fram. Heimakonur í Keflavík fá Fylkisstúlkur í heimsókn þegar flautað verður til leiks og klárað 9.Umferð Pepsí Max deild kvenna.
Eyða Breyta
Byrjunarlið:
1. Cecilía Rán Rúnarsdóttir (m)
3. Kyra Taylor
4. María Björg Fjölnisdóttir
5. Ída Marín Hermannsdóttir
8. Hulda Hrund Arnarsdóttir
11. Sæunn Rós Ríkharðsdóttir
15. Stefanía Ragnarsdóttir
20. Margrét Björg Ástvaldsdóttir ('66)
21. Berglind Rós Ágústsdóttir (f) ('48)
22. Sigrún Salka Hermannsdóttir
26. Þórdís Elva Ágústsdóttir ('77)

Varamenn:
28. Brigita Morkute (m)
7. Thelma Lóa Hermannsdóttir
9. Marija Radojicic ('66)
10. Sunna Baldvinsdóttir
13. Amy Strath ('48)
16. Kristín Þóra Birgisdóttir
17. Birna Kristín Eiríksdóttir
19. Bryndís Arna Níelsdóttir ('77)

Liðstjórn:
Kjartan Stefánsson (Þ)
Rakel Leósdóttir
Þorsteinn Magnússon
Viktor Steingrímsson
Hilmar Þór Hilmarsson
Tinna Björk Birgisdóttir

Gul spjöld:

Rauð spjöld: