Kópavogsvöllur
þriðjudagur 16. júlí 2019  kl. 18:00
Pepsi-Max deild kvenna
Aðstæður: Úrhellis rigning en nánast logn
Dómari: Ásmundur Þór Sveinsson
Áhorfendur: 253
Maður leiksins: Berglind Björg
Breiðablik 9 - 2 ÍBV
1-0 Karólína Lea Vilhjálmsdóttir ('18)
2-0 Agla María Albertsdóttir ('27)
3-0 Agla María Albertsdóttir ('28)
4-0 Berglind Björg Þorvaldsdóttir ('32)
5-0 Berglind Björg Þorvaldsdóttir ('38)
6-0 Áslaug Munda Gunnlaugsdóttir ('64)
7-0 Alexandra Jóhannsdóttir ('66)
7-1 Emma Rose Kelly ('67)
8-1 Alexandra Jóhannsdóttir ('76)
9-1 Berglind Björg Þorvaldsdóttir ('82)
9-2 Cloé Lacasse ('87)
Byrjunarlið:
0. Sonný Lára Þráinsdóttir
0. Andrea Rán Snæfeld Hauksdóttir
7. Agla María Albertsdóttir ('53)
8. Heiðdís Lillýardóttir
9. Karólína Lea Vilhjálmsdóttir
10. Berglind Björg Þorvaldsdóttir
13. Ásta Eir Árnadóttir (f) ('46)
16. Alexandra Jóhannsdóttir
18. Kristín Dís Árnadóttir
21. Hildur Antonsdóttir ('74)
27. Selma Sól Magnúsdóttir

Varamenn:
26. Ásta Vigdís Guðlaugsdóttir (m)
2. Sóley María Steinarsdóttir ('46)
6. Isabella Eva Aradóttir ('74)
14. Berglind Baldursdóttir
20. Áslaug Munda Gunnlaugsdóttir ('53)
24. Hildur Þóra Hákonardóttir

Liðstjórn:
Þorsteinn H Halldórsson (Þ)
Jóhanna Kristbjörg Einarsdóttir
Særún Jónsdóttir
Ragna Björg Einarsdóttir
Fjolla Shala
Ólafur Pétursson (Þ)

Gul spjöld:

Rauð spjöld:
@brynjad93 Brynja Dögg Sigurpálsdóttir
90. mín Leik lokið!
Aukaspyrnan það síðasta sem við fáum að sjá í þessum leik. Selma Sól tók hana, en Guðný varði boltann í horn.
Eyða Breyta
90. mín Gult spjald: Ingibjörg Lúcía Ragnarsdóttir (ÍBV)
+3

Fyrir brotið á Berglindi.
Eyða Breyta
90. mín
+3
Berglind fær boltann upp við teiginn og snýr varnarmann ÍBV af sér, en svo er brotið á henni. Aukaspyrna sem Blikar eiga rétt fyrir utan teiginn vinstramegin!
Eyða Breyta
90. mín
+2
Fín sókn hjá Blikum eftir hornspyrnu, sem endar með skoti frá Karólínu en Guðný ver.
Eyða Breyta
87. mín MARK! Cloé Lacasse (ÍBV), Stoðsending: Kristín Erna Sigurlásdóttir
Kristín Erna með skot frá hægri kantinum sem Sonný ver út, þar var Cloé fyrst mætt og klárar í autt markið!
Eyða Breyta
82. mín MARK! Berglind Björg Þorvaldsdóttir (Breiðablik)
Varnarmaður ÍBV reynir að hreinsa en boltinn berst á Berglindi sem hleypur með boltann inn í teig og klárar auðveldlega.
Eyða Breyta
81. mín
Selma Sól tekur á rás upp allan völlinn, gefur á Berglindi sem gefur hann út á Ísabellu sem skýtur langt yfir markið.
Eyða Breyta
76. mín
Frábær sending frá miðjunni og út á kantinn á Emmu, en hún með skot langt yfir!
Eyða Breyta
76. mín MARK! Alexandra Jóhannsdóttir (Breiðablik), Stoðsending: Berglind Björg Þorvaldsdóttir
Með sendinguna úr teignum og inn fyrir á Alexöndru sem klárar af stuttu færi!
Eyða Breyta
76. mín Helena Jónsdóttir (ÍBV) Margrét Íris Einarsdóttir (ÍBV)

Eyða Breyta
74. mín Isabella Eva Aradóttir (Breiðablik) Hildur Antonsdóttir (Breiðablik)
Fyrsti leikur hennar fyrir Breiðablik!
Eyða Breyta
67. mín MARK! Emma Rose Kelly (ÍBV), Stoðsending: Clara Sigurðardóttir
ÞVÍLÍKT MARK! Emma fær boltann á vítateigs horninu og þrumar honum í slánna og inn!
Eyða Breyta
66. mín MARK! Alexandra Jóhannsdóttir (Breiðablik), Stoðsending: Hildur Antonsdóttir
Margrét nálægt því að skora sjálfsmark þarna! Hildur með skotið í Margréti og boltinn í stöngina, Alexandra fyrst að átta sig og klárar í markið.
Eyða Breyta
64. mín MARK! Áslaug Munda Gunnlaugsdóttir (Breiðablik)
Fær sendingu á miðjum vellinum og stingur alla varnarmenn ÍBV af og nú klárar hún!
Eyða Breyta
63. mín Ingibjörg Lúcía Ragnarsdóttir (ÍBV) Mckenzie Grossman (ÍBV)
Mckenzie virðist hafa meiðst og þarf því skiptingu.
Eyða Breyta
63. mín Kristín Erna Sigurlásdóttir (ÍBV) Hafdís Bára Höskuldsdóttir (ÍBV)

Eyða Breyta
62. mín
Berglind vinnur boltann af Caroline í vörninni sendir hann inn fyrir á teiginn, þar var Áslaug mætt í dauðafæri en hamrar yfir!
Eyða Breyta
59. mín
Áslaug nú með sendingu frá vinstri kantinum inn í teig á Berglindi sem skýtur langt yfir markið.
Eyða Breyta
58. mín
Hildur Antons með hörku skot utan af velli! Boltinn hinsvegar rétt yfir.

Gengur illa hjá Blikum að hitta almennilegu skoti á rammann þessa stundina en þær eru þó stanslaust í sókn.
Eyða Breyta
55. mín
Enn og aftur klikkar Margrét í vörninni og Berglind kemst ein í gegn og skýtur á markið. Skotið hinsvegar beint á Guðnýju.
Eyða Breyta
53. mín Áslaug Munda Gunnlaugsdóttir (Breiðablik) Agla María Albertsdóttir (Breiðablik)
Agla verður því miður að fara hér af velli, búin að eiga frábæran leik!
Eyða Breyta
51. mín
Berglind með sendinguna fyrir og Hildur í fínu færi til að bæta við marki en hittir hann illa.
Eyða Breyta
48. mín
Agla maría liggur eftir, virðist hafa fengið gat á hausinn.
Eyða Breyta
47. mín
Fín sókn hjá Breiðablik. Karólína og Berglind með frábært spil sín á milli hér hægra megin en Karólína náði ekki nógu skoti á markið.
Eyða Breyta
46. mín Sóley María Steinarsdóttir (Breiðablik) Ásta Eir Árnadóttir (Breiðablik)
Blikar gerðu eina skiptingu í hálfleik.
Eyða Breyta
46. mín Leikur hafinn
Jæja þá er búið að flauta þetta aftur á og nú eru það ÍBV sem byrja með boltann.
Eyða Breyta
45. mín Hálfleikur
Ég væri ekki til í að vera leikmaður í ÍBV klefanum í þesu leikhléi.

Þær byrjuðu leikinn þó ágætlega en duttu gjörsamlega niður eftir fyrsta markið og síðan þá hefur þetta verið einstefna.
Eyða Breyta
45. mín
Aðeins rólegra yfir leiknum núna eftir markaregnið áðan en ÍBV eru alls ekki líklegar þó. Blikar halda bara boltanum og bíða þolinmóðar eftir tækifærum.
Eyða Breyta
38. mín MARK! Berglind Björg Þorvaldsdóttir (Breiðablik), Stoðsending: Kristín Dís Árnadóttir
Kristín Dís neglir boltanum fram þar sem Berglind kemst ein í gegn og vippar honum yfir Guðnýju í markinu!

Margrét varnarmaður ÍBV með skelfileg mistök og missir boltann yfir sig í aðdragandanum.

Blikar greinilega komnar með nóg af því að narta í hælana á Valstúlkum og gera hér atlögu að markatölunni.
Eyða Breyta
32. mín MARK! Berglind Björg Þorvaldsdóttir (Breiðablik), Stoðsending: Agla María Albertsdóttir
Blikar bara að klára þennan leik hér strax á fyrsta hálftímanum!

Kristín Dís með sendingu út úr vörninni á Öglu Maríu. Agla hljóp upp kantinn vinstra megin og leggur hann svo út í teig á Berglindi sem klárar auðveldlega.
Eyða Breyta
28. mín MARK! Agla María Albertsdóttir (Breiðablik)
ANNAÐ MARK!

Sá ekki hvaða Bliki var með fyrra skotið í átt að markinu en ÍBV náðu að hreinsa það frá. Það tókst þó ekki betur en svo að boltinn berst á Öglu maríu sem klárar með föstu skoti í fjær hornið.
Eyða Breyta
27. mín MARK! Agla María Albertsdóttir (Breiðablik), Stoðsending: Selma Sól Magnúsdóttir
Selma vinnur boltann af McKenzie og kemur honum á Öglu sem keyrir upp kantinn og klárar í nærhornið!

Blikar fljótar að refsa fyrir minnstu mistök
Eyða Breyta
26. mín
Agla María nálægt því að komast fram hjá McKenzie sem kemur boltanum í horn.

Blikar taka hornið stutt og ná fínni sókn en ÍBV hreinsa í innkast.
Eyða Breyta
18. mín MARK! Karólína Lea Vilhjálmsdóttir (Breiðablik)
Þarna kom markið sem hún er búin að vera að bíða eftir!

Karólína tók bara á rás sjálf upp völlinn og engin sem mætir svo hún hamrar boltanum inn, frábært mark!
Eyða Breyta
16. mín
Cloé með sprett upp allan völlinn og nær ágætu skoti sem Sonný ver út á fjærstöngina. Þarna vantaði einhverja úr ÍBV til að klára á fjærstönginni.
Eyða Breyta
9. mín
Hildur Antons með sendingu inn fyrir á Karólínu sem var komin í gott færi hægra megin í teignum en skotið beint á Guðnýju og aftur fyrir.
Eyða Breyta
6. mín
Alexandra með lúmskt skot eftir ágætis sókn hjá Blikum en það var laust og Guðný í engum vandræðum.
Eyða Breyta
4. mín
Emma Kelly í dauðafæri!
Boltinn barst út á hana frá Sonný og hún í frábæru færi en Sonný gerir vel og ver frá henni.

Eyða Breyta
1. mín Leikur hafinn
Jæja þá er búið að flauta þetta á!
Eyða Breyta
Fyrir leik
Byrjunarliðin eru klár og þau má sjá hér til hliðar.

Hildur Antonsdóttir kemur inn í byrjunarliðið í stað Áslaugar Mundu hjá Breiðablik. Mckenzie kemur svo beint frá Svíþjóð og inn í liðið hjá ÍBV.
Eyða Breyta
Fyrir leik
Liðin mættust síðast í opnunarleik Pepsi-Max deildarinnar sem lauk með 2-0 sigri Breiðabliks. Bæði mörkin skoraði Agla María Albertsdóttir, markahæsti leikmaður Blika og fjórði hæsti markaskorari deildarinnar.

ÍBV á einnig markaskorara í sínum röðum en Cloé Lacasse er fimmta á listanum.
Eyða Breyta
Fyrir leik
Breiðablik áttu frábæra fyrri umferð og hafa enn ekki tapað leik í deildinni. Fyrir leikinn eru þær í 2.sæti, 3 stigum á eftir Val sem léku sinn leik í 10. umferð í gær á móti Þór/KA. Með sigri hér í dag geta Breiðablik komist við hlið þeirra á toppnum.

Gengi ÍBV hefur verið upp og ofan og situr liðið í 6. sæti, en með sigri fara þær upp fyrir Stjörnuna og taka 5. sætið. Þær eru þó einungis 2 stigum frá fallsæti, en samkeppnin um að halda sér í deildinni hefur sjaldan verið jafn spennandi.
Eyða Breyta
Fyrir leik
Góðan daginn og verið velkomin í beina textalýsingu frá leik Breiðabliks og ÍBV sem hefst kl 18:00 á Kópavogsvelli.
Eyða Breyta
Byrjunarlið:
30. Guðný Geirsdóttir (m)
2. Ragna Sara Magnúsdóttir
4. Caroline Van Slambrouck
5. Mckenzie Grossman ('63)
6. Sesselja Líf Valgeirsdóttir
8. Sigríður Lára Garðarsdóttir (f)
9. Emma Rose Kelly
10. Clara Sigurðardóttir
15. Hafdís Bára Höskuldsdóttir ('63)
18. Margrét Íris Einarsdóttir ('76)
20. Cloé Lacasse

Varamenn:
1. Rakel Oddný Guðmundsdóttir (m)
7. Þóra Björg Stefánsdóttir
11. Kristín Erna Sigurlásdóttir ('63)
14. Anna Young
19. Ingibjörg Lúcía Ragnarsdóttir ('63)
23. Shaneka Jodian Gordon
24. Helena Jónsdóttir ('76)

Liðstjórn:
Jón Ólafur Daníelsson
Óskar Rúnarsson
María Guðjónsdóttir
Sigþóra Guðmundsdóttir
Sonja Ruiz Martinez
Richard Matthew Goffe
Márcio Santos

Gul spjöld:
Ingibjörg Lúcía Ragnarsdóttir ('90)

Rauð spjöld: