Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
Breiðablik
5
2
Keflavík
0-1 Sophie Mc Mahon Groff '5
Alexandra Jóhannsdóttir '13 1-1
Hildur Antonsdóttir '15 2-1
Agla María Albertsdóttir '44 , víti 3-1
Selma Sól Magnúsdóttir '77 4-1
Alexandra Jóhannsdóttir '83 5-1
5-2 Sophie Mc Mahon Groff '89 , víti
27.07.2019  -  14:00
Kópavogsvöllur
Pepsi-Max deild kvenna
Aðstæður: Létt gola, blautur völlurinn , heitt en skýjað! Aðstæður upp á 10 fyrir góðan fótboltaleik.
Dómari: Gunnar Freyr Róbertsson
Maður leiksins: Ásta Eir Árnadóttir (Breiðablik)
Byrjunarlið:
Andrea Rán Snæfeld Hauksdóttir ('78)
Sonný Lára Þráinsdóttir
7. Agla María Albertsdóttir
8. Heiðdís Lillýardóttir
9. Karólína Lea Vilhjálmsdóttir ('63)
10. Berglind Björg Þorvaldsdóttir ('84)
13. Ásta Eir Árnadóttir (f)
16. Alexandra Jóhannsdóttir
21. Hildur Antonsdóttir
24. Hildur Þóra Hákonardóttir
27. Selma Sól Magnúsdóttir

Varamenn:
26. Ásta Vigdís Guðlaugsdóttir (m)
2. Sóley María Steinarsdóttir ('78)
6. Isabella Eva Aradóttir
14. Berglind Baldursdóttir
18. Kristín Dís Árnadóttir
19. Esther Rós Arnarsdóttir ('84)
20. Áslaug Munda Gunnlaugsdóttir ('63)

Liðsstjórn:
Þorsteinn H Halldórsson (Þ)
Ragna Björg Einarsdóttir
Fjolla Shala
Ólafur Pétursson
Særún Jónsdóttir
Aron Már Björnsson

Gul spjöld:
Agla María Albertsdóttir ('58)

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Leik Lokið!

Breiðablik vinna sannfærandi sigur á Keflavík

Viðtöl og skýrsla á leiðinni!
90. mín
+3

Blikar fá horn.

Þær taka hornið stutt og svo reynir Áslaug fyrirgjöf sem Keflavík bjarga nánast á línu!
90. mín
+1

Keflvíkingar eru að hrauna yfir Gunnar dómara þegar hann talar við Gunna þjálfara sem er búin að vera öskra á hann allan leikinn.

Gunnar hefur ekki dæmt þennan leik illa, það er bara oft þannig að lið og stuðningsmenn eru ósátt þegar þau eru að tapa og finnst oft halla meira á þau.
90. mín
Uppbótartími þegar Blikar fá hornspyrnu.

Áslaug tekur spyrnuna sem endar ofan á þverslánni!
89. mín Mark úr víti!
Sophie Mc Mahon Groff (Keflavík)
Stoðsending: Sveindís Jane Jónsdóttir
Tíunda mark Sophie Groff í sumar! Setur boltann í hægra hornið og Sonný virtist varla nenna skutla sér í hina áttina.
88. mín
KEFLAVÍK FÁ VÍTI!

Heiðdís réði illa við Sveindísi og dettur á hana en Sveindís reynir að halda áfram en nær ekki að gera neitt markvert úr þessu og Gunnar dæmir víti!

Hárréttur dómur hjá Gunnari.
87. mín
Inn:Eva Lind Daníelsdóttir (Keflavík) Út:Anita Lind Daníelsdóttir (Keflavík)
Ég verð eiginlega bara segja loksins loksins! Tvíbura skipting hjá Keflavík. Aníta er búin að vera á öðrum fætinum nánast allan síðari hálfleikinn!
87. mín
Natasha með sterkan sprett og fer á milli varnarmanna áður en hún tekur skot sem fer framhjá markinu!
85. mín
Það eru fimm mínutur eftir af þessum leik. Fyrir leik sagði Bjari kolleggi minn hjá MBL að þessi leikur færi 5-1 fyrir Breiðablik og Keflavík myndu komast yfir.
84. mín
Inn:Esther Rós Arnarsdóttir (Breiðablik) Út:Berglind Björg Þorvaldsdóttir (Breiðablik)
83. mín MARK!
Alexandra Jóhannsdóttir (Breiðablik)
Stoðsending: Ásta Eir Árnadóttir
THIS GIRL IS ON FIRE! Hljómar í græjunum þegar Alexandra skorar sitt annað mark í leiknum!

Frábær fyrirgjöf frá Ástu Eir þar sem Alexandra kemur á fleygiferð og skallar boltann niður í fjærhornið!
80. mín
Sveindís Jane er með boltann rétt fyrir utan vítateig og reynir að koma sér í skotfæri. Hún nær því að lokum skotið er máttlaust og Sonný ver það auðveldlega.
78. mín
Inn:Sóley María Steinarsdóttir (Breiðablik) Út:Andrea Rán Snæfeld Hauksdóttir (Breiðablik)
Selma fer inn á miðjuna og Selma í vinstri bakvörð.
77. mín MARK!
Selma Sól Magnúsdóttir (Breiðablik)
Stoðsending: Agla María Albertsdóttir
VÁVÁVÁVÁ!!!

Þetta var sturlað mark hjá Selmu Sól. Þær taka innkast stutt og spila á milli sín hún og Agla að okkur sýndist í boxinu sem endar með geggjuðu skoti frá Selmu fyrir utan teig í fjærhornið og Aytac átti ekki BREIK!
77. mín
Inn:Ísabel Jasmín Almarsdóttir (Keflavík) Út:Kristrún Ýr Holm (Keflavík)
Tvöföld skipting hjá Keflavík!
77. mín
Inn:Arndís Snjólaug Ingvarsdóttir (Keflavík) Út:Dröfn Einarsdóttir (Keflavík)
76. mín
Langt innkast frá Sveindís Jane sem Sonný kemur út í og hirðir eftir að Natasha skallar boltann upp í loftið!
74. mín
Breiðablik með geggjaða sókn þar sem þær færa boltann frá hægri yfir á vinstri og aftur inn á miðjuna og er Hildur við það að sleppa ein í gegn en touchið hennar var ekki gott og boltinn rennur í fangið á Aytac
73. mín
Það er byrjað að rigna svo fólk færir sig aðeins ofar í stúkunni.

Keflavík taka langt innkast sem Blikar ná að hreinsa frá. Það væri mjög skemmtilegt fyrir leikinn ef Keflavík næðu að setja inn eitt mark!
71. mín
GEGGJUÐ VARSLA VÁ!

Selma Sól tekur spyrnuna yfir vegginn og í bláhornið en Aytac ver þetta meistaralega í markinu!
69. mín
nei nei nei! Gunnar þetta er ekki aukaspyrna!

Agla kemur með fyrirgjöf sem endar með því að skoppa út fyrir teig þar sem Hildur er að koma á fleygiferð og ætlar að hamra boltann í netið en Natasha kemur með sturlaða tæklingu og nær boltanum áður en Hildur tekur skot og Hildur bombar í hann og liggur eftir.

Gunnar dæmir aukaspyrna og þessi aukaspyrna er á stórhættulegum stað.
68. mín
Berglind með flottan snúning og kemur sér framhjá varnarmanni Keflavíkur og leggur boltann svo fyrir sig í skot. Skotið er hinsvegar ekki nógu gott og fer yfir markið.
66. mín
Agla María reynir skot sem er auðvelt fyrir Aytac í markinu og hún slær boltann bara til hliðar.

Breiðablik vinnur boltann samt alltaf jafnóðum aftur.
63. mín
Inn:Áslaug Munda Gunnlaugsdóttir (Breiðablik) Út:Karólína Lea Vilhjálmsdóttir (Breiðablik)
Karó fékk högg áðan.

59. mín
Skemmtileg hreyfing hjá Nathösu fyrir utan teig og kemur sér í skot eftir að hafa leikið á varnarmann en skot hennar fer rétt framhjá markinu.

Keflavík verið líklegar og ógnað síðustu mínútur.
58. mín Gult spjald: Agla María Albertsdóttir (Breiðablik)
Stúkan brjáluð og þjálfarateymi Keflavíkur líka þau vilja fara fá aukaspyrnur og brot á Blikanna og fá það núna þegar Agla faðmar Sophie á miðjum vellinum.
57. mín
Sveindís Jane við það að sleppa ein í gegn en Siggi Schram flaggar hana rangstæða. Ég er ekki viss um að þetta hafi verið rétt!
57. mín
Mér sýnist Aníta bara ekki geta haldið leik áfram hún er draghölt og ætlaði reyna fyrirgjöf núna sem misheppnaðist þar sem hún getur varla hlupið né sparkað í boltann!
55. mín
Sveindís vinnur aukaspyrnu fyrir Keflavík út á vinstri vængnum og mér sýnist Sophie Groff ætla taka spyrnuna.

Natasha skokkar aftur inn á og vera í lagi, sem eru góð tíðindi fyrir Keflavík.

Spyrnan frá Sophie var hinsvegar arfa arfa arfaslök!
54. mín
Natasha reynir skot sem að fer rétt framhjá markinu og liggur svo eftir! Það yrði gríðarlegt áfall ef hún þyrfti að fara af velli!
52. mín
Aníta liggur eftir á vellinum og virðist sárþjáð. Sýnist það vera hnéð á henni sem hún kveinkar sér undan.
51. mín
Orri Sigurður leikmaður Vals er mættur í stúkuna að fylgjast með kæurstunni sinni henni Arndísi hjá Keflavík.

Orri er mikill fagmaður og líka með einstaklega fallegt nafn. Mæli með að fylgja honum á twitter hann talar ekki vitleysuna þar!
50. mín
Natasha reynir skemmtilegt skot á lofti fyrir utan teig og það endar ofan á þaknetinu! Hefði verið geggjað mark ef þessi hefði endað inni.
48. mín
Aníta reynir fyrirgjöf sem að endar í fanginu á Sonný í markinu.

Ég hef ekki ennþá séð Hilmar "Big Glacier" í stúkunni og það eru vonbrigði. Rakst hinsvegar á Rúnar unnusta Nathösu og Harper dóttir þeirra í stúkunni svo það bætti það upp að Hilmar sé ekki hér!
46. mín
Breiðablik fær aukaspyrnu á fínum stað sem Agla ætlar að taka.

Klukkan á vellinum fór alltof seint af stað og kolleggi minn hjá Vísir sagði "Standard takk" en hún er komin af stað núna.

Agla tekur spyrnuna sem fer yfir markið.
46. mín
Síðari hálfleikur er komin af stað.

Vonandi verður síðari hálfleikur jafn skemmtilegur og sá fyrri!
45. mín
Hálfleikur
Breiðablik leiðir 3-1 í hálfleik og verður það að teljast nokkuð sanngjarnt miða við gang leiksins.

Ég fékk skemmtilegt snap úr Keflavíkur stúkunni áðan og vil þakka þeim meisturum sem voru að tala um mig þar kærlega fyrir það!

Ég ætla skella mér í smá göngutúr um húsið og völlinn. Heyrumst í seinni
45. mín
Keflavík í fínni sókn þegar Dröfn kemur með fyrirgjöf sem Sveindís Jane missir af en Aníta er við það að mæta og hamra boltanum í netið þegar varnarmenn Blika hreinsa frá á síðustu stundu.
44. mín Mark úr víti!
Agla María Albertsdóttir (Breiðablik)
Stoðsending: Ásta Eir Árnadóttir
Hnitmiðað og öruggt niðri í vinstra hornið!
43. mín
VÍTI!!

Breiðablik fær víti þegar Kristrún tekur Ástu Eir niður í teignum.
41. mín
Keflavík fá aukaspyrnu á álitlegum stað sem Aníta tekur.

Spyrnan henanr fer hinsvegar yfir markið.
39. mín
Breiðablik fær hornspyrnu eftir að Aytac ver skot frá Hildi Antons.

Agla tekur hornspyrnuna út fyrir teiginn þar sem Andrea reynir skot en það fer af varnarmanni og Keflavík hreinsa en ekki langt.

Agla keyrir á Dröfn og kemur sér í skotæfir en skotið er laust og Aytac ver það auðveldlega í markinu!
38. mín
Breiðablik hljóta að fara bæta við marki! Núna kemur boltinn aftur fyrir frá hægri vængnum á Öglu sem að tekur skotið en það fer yfir markið!
37. mín
Agla María fer framhjá varanarmönnum Keflavíkur trekk í trekk og núna endar það með skoti í hliðarnetið! Þær verða að finna leið til þessa að stoppa hana.
35. mín
BERGLIND BJÖRG!!

Dauðafæri hjá Berglindi sem á að hitta á ramman þarna ég bara ætlast til þess af henni! Frábær sókn Blika þar sem þær færa boltan út á hægri vænginn á Karólínu sem að rennur honum út í teig á Alexöndru sem að hittir boltann illa og hann endar hjá berglindi sem að reynir skot í fyrsta úr alvöru færi en skotið fer yfir markið!
35. mín
Sveindís Jane með langt innkast sem Aníta nær að skalla en skallinn frá henni fer yfir markið og lítil hætta skapast.
33. mín
HÖRKUFÆRI!

Agla María er að fara illa með Írisi í hægri bakverðinum og keyrir framhjá henni auðveldlega og kemur svo með fyrirgjöf sem að Karólína tekur í fyrsta en rétt yfir markið!
32. mín
Karólína með skot sem að fer framhjá markinu. Keflavík taka útspark og Blikar vinna boltann. Sú sókn endar svo með því að Selma Sól reynor skot sem að fer framhjá markinu.
29. mín
Keflavík reyna langt innkast sem Sveindís tekur. Natasha skallar boltann up í loftið og hann endar hjá Fulton fyrir utan teig sem reynir skot sem fer í varnarmann og svo annað skot sem fer rétt framhjá markinu.
27. mín
Það er létt "beef" milli Sveindís Jane og Heiðdísar þær kítast aðeins í einvígi þegar þær hlaupa á eftir boltanum og svo stuttu seinna fer Sveindís harkalega inn í Heiðdísi þegar hún er að skalla frá.
26. mín
Agla tekur boltann fallega niður með kassanum upp við hliðarlínu og keyrir á Íris Unu og stingur hana af áður en hún leggur boltann fyrir markið á Alexöndru sem að skýtur framhjá markinu með varnarmann í sér.

Ég veit ekki um leikmann sem er betri í að koma sér í færi en Alexandra, hún er bara alltaf í færum!
25. mín
Breiðablik fær aukaspyrnu á miðjum vallarhelmingi Keflavíkur.

Karólína ætlar að taka spyrnuna, spyrnan er ágæt en Keflvíkingar skalla boltann frá og hreinsa að lokum.
24. mín
Frábært spil upp vinstri kantinn hjá Breiðablik. Selma Sól fer svo í þríhyrning við Hildi Antons og lætur vaða fyrir utan teig en skotið fer yfir markið!
21. mín
Blikar fá horn.

Það kemur góð fyrirgjöf frá Ástu beint á Öglu Maríu sem nær skalla sem Aytac slær í horn. Fannst hún geta gripið þennan en ég er ekki markmaður.

Agla tekur hornið sem Aytec slær út úr teignum. Sóknin heldur svo áfram og endar með því að Heiðdís reynir skot af löngu færi í fyrsta og það fór vel yfir markið.
20. mín
Þvílíkar fyrstu 15 mínútur sem við fengum í þessum leik! Keflavík byrjaði þetta af krafti ná inn marki snemma en Blikar svara því með tveimur mörkum!

Sagði að þetta yrði stór skemmtilegur leikur og hingað til stenst hann allar væntingar og meira til!
17. mín
DAUÐAFÆRI!!!

Blikar eru hvergi nærri hættar. Núna kemur bolti inn fyrir vörnina sem að Alexandra rétt nær áður en boltinn fer aftur fyrir og rennur honum út á Berglindi. Berlgind nær skotinu eftir jörðinni en Aytac ver þetta mjög vel í markinu og heldur boltanum!
15. mín MARK!
Hildur Antonsdóttir (Breiðablik)
Stoðsending: Berglind Björg Þorvaldsdóttir
Tvær mínútur og tvö mörk hjá Blikum!

Berglind Björg gerir virkilega vel þegar hún nær að flikka boltanum á Hildi sem að tekur hann framhjá Kötlu í vörninni og er komin ein í gegn. Hún snýr boltann svo framhjá Aytac og yfir Kristrúnu og í fjærhornið. Þetta var geggjað finish!
13. mín MARK!
Alexandra Jóhannsdóttir (Breiðablik)
Stoðsending: Ásta Eir Árnadóttir
ÞÆR ERU BÚNAR AÐ JAFNA!!

Þær taka innkast og Ásta Eir keyrir svo bara inn á teiginn og leggur boltann fyrir Alexöndru sem að kemur sér alltaf í færi. Hún hittir boltann ekki alveg nógu vel en hann lekur í fjærhornið með góðum snúningi!
10. mín
Berglind Björg kemur með geggjaða fyrirgjöf en Alexandra rétt missir af boltanum en hún var ein á móti Aytac í markinu og hefði bara þurft að setja tánna í boltann til að ná honum á markið!
7. mín
Þvílík byrjun á þessum leik! Keflavík byrjar af svakalegum krafti og þær halda bara áfram!

Hvernig svara breiðablik þessari tusku!
5. mín MARK!
Sophie Mc Mahon Groff (Keflavík)
Stoðsending: Anita Lind Daníelsdóttir
KEFLAVÍK ER KOMIÐ YFIR!!

Aníta kemur með fyrirgjöf sem virðist hættulítil en Sonný slær boltann og hann endar á fjærstönginni þar sem Sophie Groff fær boltann í sig og í stöngina og inn!

Boltinn fór ekki langt yfir línuna en aðstoðardómarinn var fullviss að þessi væri inni!
4. mín
Keflavík með langt innkast sem Sveindís Jane tekur og Aníta nær skallanum en hann fer yfir markið.

Geggjuð byrjun á þessum leik!
3. mín
Færi hinum megin!

Frábær fyrirgjöf frá Ástu sem endar hjá Alexöndru en skot hennar fer beint í varnarmann og Keflavík hreinsa!
3. mín
DAUÐAFÆRI!!!! Keflavík á fyrsta færi leiksins!

Sveindís Jane kemst í gegn og Sonný fer út á móti henni og selur sig illa þegar Sveindís fer auðvleldega framhjá henni en skot hennar fer í hliðarnetið!

Algjör Dedddari eins og kolleggi minn sagði!
1. mín
Leikur hafinn
GAME ON!! Það eru gestirnir frá Keflavík sem að byrja með boltann og sækja í átt að Fífunni.
Orri er ekki sattur, hann a samt nog til og hann er med kort sem veitir honum fritt a leiki en hann talar fyrir almenninginn!
Fyrir leik
Liðin hafa lokið upphitun og það styttist í leik. Ég fékk burgerinn minn og þakka Big Glacier kærlega fyrir að skrifa hann á sig.

Fólk er aðeins farið að týnast í stúkuna en mættu vera fleiri.
Fyrir leik
Ég trui ekki öðru en að fólk fjölmenni á völlinn í dag og horfi á stórskemmtilegan leik. Það eru hamborgarar á grillinu og allt að frétta.

Ég væri til í einn svoleiðis ef það væri hægt að skjótast með einn upp í fjölmiðlaboxið og það má skrifa hann á Hilmar "Big Glacier" en hann hélt upp á afmælið sitt í gær og á nóg til eftir það.
Fyrir leik
Byrjunarliðin eru klár og má sjá þau hér til hliðar!

Hjá Breiðablik er markadrottninginn Berglind Björg á sínum stað ásamt Öglu Maríu sem hefur verið frábær á þessu tímabili. Hildur Þóra er einnig í liðinu fyrir Kristínu Dís sem hefur verið að glíma við meiðsli en er á bekknum í dag. Hún kemur líklega ekki við sögu í dag en mun a- öllum líkindum koma aftur í byrjunarliðið gegn Þór/KA

Hjá Keflavík byrjar fyrirliðin Natasha Moraa Anasi að sjálfsögðu en hún hefur verið stórkostleg í liði Keflavíkur þar sem af er sumri. Sveinds Jane hefur verið að finna sinn takt og leiðir framlínuna og þá er Sophie Groff einnig á sínum stað en hún hefur verið dugleg að skora í sumar!
Fyrir leik
Aðstæðurnar í dag eru upp á 10! Það er létt gola og skýjað en það er vel heitt og völlurinn er rennandi blautur eftir rigninguna í dag. Aðstæðurnar verða eiginlega ekki betri fyrir góðan fótboltaleik!

Gunnar Freyr Róbertsson er dómari þessa leiks en hann kemur úr Breiðholtinu og er því klár í alla hörkuna sem mun vera í þessum leik. Gunni lætur sér nægja að blása í flautu á meðan bróðir hans Andri Björn notar lungun meira í söng sem bass-baritón.

Vonandi dettur þessi færsla inn í "Algjörlega óahugaverðar fótbolta upplýsingar" á feisbok.
Fyrir leik
Breiðablik hafa virkað óstöðvandi það sem af er tímabili í deildinni og sitja í 2.sæti deildarinnar með jafnmörg stig og Valur sem er í efsta sæti með betri markatölu.

Keflavík sitja hinsvegar í 7.sæti deildarinnar með 10 stig líkt og KR og Fylkir sem sitja í 8. og 9. sæti deildarinnar.

Fyrri leikur þessara liða fór 0-3 fyrir Breiðablik þar sem Agla María, Hildur Antonsdóttir og Berglind Björg skoruðu Mörk Blika.
Fyrir leik
Góðan og blessaðan daginn og verið velkomin í beina textalýsingu frá leik í 12.umferð Pepsi Max Deildar kvenna þar sem Breiðablik og Keflavík eigast við.

Leikurinn hefst klukkan 14:00 á Kópavogsvelli.
Byrjunarlið:
1. Aytac Sharifova (m)
2. Þóra Kristín Klemenzdóttir
3. Natasha Anasi (f)
5. Sophie Mc Mahon Groff
7. Maired Clare Fulton
8. Sveindís Jane Jónsdóttir
10. Dröfn Einarsdóttir ('77)
11. Kristrún Ýr Holm (f) ('77)
17. Katla María Þórðardóttir
21. Íris Una Þórðardóttir
24. Anita Lind Daníelsdóttir ('87)

Varamenn:
7. Kara Petra Aradóttir
15. Arndís Snjólaug Ingvarsdóttir ('77)
16. Ísabel Jasmín Almarsdóttir ('77)
20. Eva Lind Daníelsdóttir ('87)
20. Dagmar Mýrdal Gunnarsdóttir
22. Helena Aradóttir

Liðsstjórn:
Gunnar Magnús Jónsson (Þ)
Ómar Jóhannsson
Haukur Benediktsson
Ástrós Lind Þórðardóttir
Amelía Rún Fjeldsted
Valdís Ósk Sigurðardóttir
Herdís Birta Sölvadóttir
Ingibjörg Ásta Halldórsdóttir

Gul spjöld:

Rauð spjöld: