Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
Leiknir R.
2
2
Grótta
Sólon Breki Leifsson '16 1-0
Sólon Breki Leifsson '34 2-0
2-1 Valtýr Már Michaelsson '51
2-2 Pétur Theódór Árnason '57
Stefán Árni Geirsson '77
30.07.2019  -  19:15
Leiknisvöllur
Inkasso deildin - 1. deild karla
Aðstæður: Nánast eins og best verður á kosið - Völlurinn þó nokkuð ójafnt sleginn
Dómari: Arnar Ingi Ingvarsson
Maður leiksins: Sólon Breki Leifsson - Leiknir
Byrjunarlið:
Eyjólfur Tómasson
Sólon Breki Leifsson ('79)
2. Nacho Heras
3. Ósvald Jarl Traustason
4. Bjarki Aðalsteinsson (f)
6. Ernir Bjarnason ('59)
7. Stefán Árni Geirsson
10. Sævar Atli Magnússon (f)
15. Kristján Páll Jónsson (f)
17. Gyrðir Hrafn Guðbrandsson ('59)
29. Vuk Oskar Dimitrijevic

Varamenn:
30. Brynjar Örn Sigurðsson (m)
5. Daði Bærings Halldórsson ('59)
8. Árni Elvar Árnason ('59)
10. Daníel Finns Matthíasson
10. Ingólfur Sigurðsson
14. Birkir Björnsson
20. Hjalti Sigurðsson ('79)
26. Viktor Marel Kjærnested

Liðsstjórn:
Sigurður Heiðar Höskuldsson (Þ)
Valur Gunnarsson
Gísli Friðrik Hauksson
Diljá Guðmundardóttir
Hlynur Helgi Arngrímsson

Gul spjöld:
Sævar Atli Magnússon ('20)
Stefán Árni Geirsson ('60)

Rauð spjöld:
Stefán Árni Geirsson ('77)
Leik lokið!
Rosaleg skemmtun á Leiknisvelli í kvöld enda tvö stórskemmtileg fótboltalið að mætast!
92. mín
Sævar Atli í svakalegu færi en Óliver Dagur bjargar með hörkutæklingu á ögurstundu!
90. mín
2 mínútur í uppbótartíma.
87. mín
Leiknismenn vilja fá hendi, víti í teignum. Ekkert dæmt.
84. mín
DAUÐAFÆRI!!! ÓTRÚLEG VARSLA!!!

Hákon Rafn með geggjaða vörslu frá Sævari sem var í dauðafæri í teignum! Vel gert hjá ungum markverði Gróttu.
83. mín
Gróttumenn fá hornspyrnu. Þeir eru hrikalega öflugir í föstum leikatriðum en ná ekki að nýta þetta tækifæri.
80. mín
Vuk með lipur tilþrif en hittir svo boltann herfilega. Vel yfir.

Spennustigið hér á Leiknisvelli er rosalegt!
79. mín
Inn:Hjalti Sigurðsson (Leiknir R.) Út:Sólon Breki Leifsson (Leiknir R.)
Varnarskipting eftir rauða spjaldið.
78. mín
Inn:Orri Steinn Óskarsson (Grótta) Út:Valtýr Már Michaelsson (Grótta)
77. mín Rautt spjald: Stefán Árni Geirsson (Leiknir R.)
Stefán Árni fær réttilega sitt annað gula spjald og þar með rautt! Alltof seinn og tekur Gróttumann niður.

Stefán var magnaður í fyrri hálfleik en seinni hálfleikurinn var honum erfiður.
76. mín
Leiknir fékk aukaspyrnu rétt fyrir utan teiginn. Sævar Atli með spyrnuna. Hörkugóð en fór hárfínt framhjá.
75. mín
Furðuleg lína hjá dómaranum. Sá þjálfari sem öskrar hærra þessa stundina virðist fá dómana sín megin. Það þýðir stundum að deila við dómarann.
70. mín
Axel Sigurðarson er kominn inn af bekknum hjá Gróttu.

Þá kemur Stefán Árni Geirsson með hörkusprett hjá Leikni. Sendi fyrir en Hákon gerði vel í markinu og handsamaði knöttinn.

Grótta fer í sókn og gestirnir vilja hendi á Ósvald inní teig en ekkert dæmt!

Nóg að gerast!
60. mín Gult spjald: Stefán Árni Geirsson (Leiknir R.)
59. mín
Inn:Árni Elvar Árnason (Leiknir R.) Út:Ernir Bjarnason (Leiknir R.)
Siggi Höskulds gerir tvöfalda skiptingu á miðjunni.
59. mín
Inn:Daði Bærings Halldórsson (Leiknir R.) Út:Gyrðir Hrafn Guðbrandsson (Leiknir R.)
57. mín MARK!
Pétur Theódór Árnason (Grótta)
Stoðsending: Kristófer Orri Pétursson
Kristófer með geggjaða sendingu á Pétur Theodór í teignum, hann klárar þetta hrikalega vel!

Staðan er orðin jöfn! Þvílík skemmtun hér á Leiknisvelli.
55. mín
Leiknir með hættulega hornspyrnu, Bjarki nær ekki til boltans.
54. mín
Kristófer Orri Pétursson með góðan sprett hjá Gróttu en á skot yfir markið.
53. mín Gult spjald: Bjarki Leósson (Grótta)
51. mín MARK!
Valtýr Már Michaelsson (Grótta)
Stoðsending: Ástbjörn Þórðarson
Grótta minnkar muninn!

Ástbjörn með skot sem Eyjólfur ver en Valtýr er réttur maður á réttum stað og kemur boltanum í netið!
50. mín Gult spjald: Valtýr Már Michaelsson (Grótta)
48. mín Gult spjald: Óliver Dagur Thorlacius (Grótta)
46. mín
Seinni hálfleikur er hafinn - Leiknismenn hófu seinni hálfleikinn.
45. mín
Hálfleikur
Staðan góð fyrir Leiknismenn.
44. mín
Halldór Árnason aðstoðarþjálfari Gróttu lætur dómarann heyra það eftir að dæmt var sóknarbrot eftir hornspyrnu. Rosaleg rödd í Dóra og hún ómar um allt Breiðholtið.

Grótta hefur sótt talsvert síðustu mínútur.
43. mín
Boltinn lendir ofan á þversláni á marki Leiknis eftir hornspyrnu Gróttu!
40. mín
Gyrðir Hrafn í dauðafæri í teignum eftir hornspyrnu Leiknis en náði ekki að koma boltanum í markið.
34. mín MARK!
Sólon Breki Leifsson (Leiknir R.)
Stoðsending: Stefán Árni Geirsson
Frábær undirbúningur hjá Stefáni! Leikur Gróttumenn grátt og rennir boltanum til Sólons í teignum, hann klárar snilldarlega.
33. mín
Kristófer Orri með skottilraun fyrir Gróttu rétt við vítateigsendann en yfir fór boltinn.
28. mín
Vuk virkilega líflegur og kemur sér í skotfæri, skotið beint á Hákon sem ver.
26. mín
Grótta í hættulegri sókn en Kristján Páll bjargar með tæklingu.
25. mín
Sólon Breki nær að koma boltanum aftur í netið en var réttilega flaggaður rangstæður.
20. mín Gult spjald: Sævar Atli Magnússon (Leiknir R.)
16. mín MARK!
Sólon Breki Leifsson (Leiknir R.)
Stoðsending: Vuk Oskar Dimitrijevic
Sævar Atli með geggjaða sendingu á Vuk sem er vinstra megin í teignum, sendir fyrir og þar nær Sólon Breki Leifsson að koma boltanum yfir línuna af stuttu færi. Boltinn hafði viðkomu í varnarmanni Gróttu áður en hann fór í netið.

Frábær sókn hjá heimamönnum.
11. mín
Grótta fékk hornspyrnu og Eyjólfur missti frá sér boltann eftir hættulega fyrirgjöf en Leiknismenn náðu að koma knettinum í burtu.
7. mín
Hættuleg sókn Leiknis og boltinn dettur á Erni Bjarnason sem lætur vaða fyrir utan teiginn en fast skot hans fer í varnarmann Gróttu og í hornspyrnu.

Eftir hornið á Sólon Breki skot rétt framhjá.

Þess má geta að Ernir Bjarnason gat haldið leik áfram.
4. mín
Ernir Bjarnason, leikmaður Leiknis, liggur eftir á vellinum og þarf aðhlynningu.
1. mín
Leikur hafinn
Gróttumenn byrja með boltann en þeir sækja í átt að Breiðholtslauginni.
Fyrir leik
Meðal gæslumanna í kvöld er Sindri Björnsson, fyrrverandi leikmaður Leiknis og núverandi leikmaður ÍBV. Sindri væntanlega fullur sjálfstrausts í gæsluvestinu eftir stoðsendingu á Gary Martin í síðasta leik.

Bróðir hans, Birkir Björnsson, er meðal varamanna Leiknis í kvöld.
Fyrir leik
Fylgist með...

Sævar Atli Magnússon - Leikmaður síðustu umferðar í deildinni. Þessi efnilegi sóknarmaður Leiknis er líklega farinn að banka vel á dyrnar í U21-landsliðinu.

Pétur Theódór Árnason - Sóknarmaður Gróttu. Er markahæsti leikmaður deildarinnar með 10 mörk. Hrikalega öflugur í loftinu og verður væntanlega erfiður ljár í þúfu fyrir heimamenn í föstum leikatriðum.
Fyrir leik
Óskar Hrafn, þjálfari Gróttu, og Hlynur Helgi, aðstoðarþjálfari Leiknis, fallast í faðma. Hlynur hóf tímabilið í þjálfarateymi Gróttu en fór til Leiknis sem aðstoðarþjálfari eftir að Sigurður Heiðar Höskuldsson tók við stjórnartaumunum í Breiðholti.
Fyrir leik
Arnar Ingi Ingvarsson er dómari kvöldsins. Aðstoðardómarar eru Elvar Smári Arnarsson og Guðmundur Ingi Bjarnason. Þeir eru hér að hita upp við dynjandi danstónlist. DJ Þórir er í verðskulduðu fríi en í hans stað er keisarinn Höddi að snúa plötum. Hann er í sumarskapi!
Fyrir leik
Grótta er nýliði í Inkasso-deildinni en liðið hefur verið á svakalegu flugi undir stjórn Óskars Hrafns Þorvaldssonar og Halldórs Árnasonar. Þetta er eitt skemmtilegasta fótboltalið landsins um þessar mundir og liðið hefur ekki tapað síðan föstudaginn 24. maí...

og það tap var gegn Leikni!

Leikar enduðu 2-3 á Seltjarnarnesinu þar sem Vuk Oskar Dimitrijevic, Nacho Heras og Stefán Árni Geirsson komu Leikni þremur mörkum yfir áður en Óliver Dagur Thorlacius og Pétur Theódór Árnason minnkuðu muninn.
Fyrir leik
Spámaður leiksins er enginn annar en Aron Fuego Daníelsson, fyrrum leikmaður Leiknis og núverandi vallarstjóri á glæsilegum Leiknisvelli.

2-1 sigur Leiknis
Stefán Árni skorar sigurmarkið í leiknum.

Starki á völlunum spáði í umferðina fyrir Fótbolta.net og hann spáir því að Grótta vinni öruggan sigur. Smelltu hér til að skoða spá hans fyrir umferðina.
Fyrir leik
Leiknisliðið hefur verið á hörkuskriði að undanförnu, er komið með þrjá sigra í röð og hefur náð að klífa vel upp töfluna. Skyndilega er liðið komið í baráttuna um Pepsi Max-sæti en liðið fer uppfyrir Gróttu með sigri í kvöld.

Sævar Atli Magnússon skoraði tvívegis í síðustu umferð þegar Leiknir vann 2-0 útisigur gegn Njarðvík. Hann var valinn leikmaður umferðarinnar fyrir frammistöðu sína í þeim leik.
Fyrir leik
Heil og sæl!

Verið velkomin með okkur á Leiknisvöllinn þar sem Leiknir og Grótta mætast í 15. umferð Inkasso-deildarinnar.

Gróttumenn hafa mikið verið í umræðunni í sumar en þeir eru í þriðja sæti deildarinnar með 26 stig. Leiknir er í fjórða með 24 stig.
Byrjunarlið:
1. Hákon Rafn Valdimarsson (m)
Pétur Theódór Árnason
Dagur Guðjónsson
Halldór Kristján Baldursson
3. Bjarki Leósson
10. Kristófer Orri Pétursson (f)
19. Axel Freyr Harðarson
21. Óskar Jónsson
22. Ástbjörn Þórðarson
25. Valtýr Már Michaelsson ('78)
29. Óliver Dagur Thorlacius

Varamenn:
12. Theodór Árni Mathiesen (m)
9. Axel Sigurðarson
16. Kristófer Scheving
17. Agnar Guðjónsson
21. Orri Steinn Óskarsson ('78)

Liðsstjórn:
Óskar Hrafn Þorvaldsson (Þ)
Halldór Árnason
Leifur Þorbjarnarson
Leifur Auðunsson
Halldór Jón Sigurður Þórðarson

Gul spjöld:
Óliver Dagur Thorlacius ('48)
Valtýr Már Michaelsson ('50)
Bjarki Leósson ('53)

Rauð spjöld: