Stjarnan
1
3
Espanyol
0-1 Adrià Pedrosa '5
Hilmar Árni Halldórsson '19 , misnotað víti 0-1
0-2 Borja Iglesias '52
0-3 Facundo Ferreyra '79
Baldur Sigurðsson '87 1-3
01.08.2019  -  19:15
Espanyol vann fyrri leikinn 4-0
Forkeppni Evrópudeildarinnar
Aðstæður: Sólin skín og gleðin við völd
Dómari: Dumitri Muntean (Moldavía)
Áhorfendur: 1.020
Byrjunarlið:
Haraldur Björnsson
2. Heiðar Ægisson
4. Jóhann Laxdal
6. Þorri Geir Rúnarsson ('70)
9. Daníel Laxdal
10. Hilmar Árni Halldórsson ('65)
11. Þorsteinn Már Ragnarsson ('70)
18. Sölvi Snær Guðbjargarson
19. Martin Rauschenberg
20. Eyjólfur Héðinsson
29. Alex Þór Hauksson (f)

Varamenn:
23. Guðjón Orri Sigurjónsson (m)
2. Brynjar Gauti Guðjónsson
3. Jósef Kristinn Jósefsson
7. Guðjón Baldvinsson
8. Baldur Sigurðsson ('70)
14. Nimo Gribenco ('65)
22. Guðmundur Steinn Hafsteinsson ('70)

Liðsstjórn:
Rúnar Páll Sigmundsson (Þ)

Gul spjöld:
Eyjólfur Héðinsson ('79)

Rauð spjöld:
Leik lokið!
TAKK fyrir samfylgdina í kvöld!
91. mín
Það er spanderað í 3 mínútur í uppbótartíma.
90. mín
Wu Lei með frábæran sprett en Stjörnumenn stöðva hann á síðustu stundu!
87. mín MARK!
Baldur Sigurðsson (Stjarnan)
Stoðsending: Nimo Gribenco
ÞARNA! VIÐ FENGUM STJÖRNUMARK!!!

SMALINN!

Nimo með fyrirgjöfina, Baldur skallaði, boltinn fór af varnarmanni og inn en var á leið á rammann svo Baldur á þetta mark.
85. mín
Það eru um fimm mínútur eftir af Evrópuþátttöku íslenskra félagsliða þetta árið... ekki merkilegt ár á þeim vettvangi verður að segjast.
82. mín
Wu Lei með skot beint á Halla Björns.
79. mín MARK!
Facundo Ferreyra (Espanyol)
Stoðsending: Óscar Melendo
JÁ OK!!! Mögnuð skottækni!

Tók boltann á lofti bara við vítateigsendann og setti boltann í stöng og inn.

Afskaplega huggulegt mark!
79. mín Gult spjald: Eyjólfur Héðinsson (Stjarnan)
78. mín
Javi Puado með skot fyrir utan teig. Laust skot og beint á Halla Björns.
71. mín
Áhorfendur á Samsung vellinum í kvöld eru 1.020.
70. mín
Inn:Guðmundur Steinn Hafsteinsson (Stjarnan) Út:Þorsteinn Már Ragnarsson (Stjarnan)
70. mín
Inn:Baldur Sigurðsson (Stjarnan) Út:Þorri Geir Rúnarsson (Stjarnan)
70. mín
Inn:Javi Puado (Espanyol) Út:Adrià Pedrosa (Espanyol)
66. mín
Inn:Ander Iturraspe (Espanyol) Út:Borja Iglesias (Espanyol)
66. mín
Inn:Wu Lei (Espanyol) Út:Victor Sanchez (Espanyol)
Inn kemur markahæsti leikmaður í sögu kínversku úrvalsdeildarinnar, hvorki meira né minna! Hefur skorað 102 deildarmörk þar.

Kom til Espanyol í janúarglugganum á þessu ári.
65. mín
Inn:Nimo Gribenco (Stjarnan) Út:Hilmar Árni Halldórsson (Stjarnan)
64. mín
Espanyol þessa stundina í léttri sendingaæfingu, láta boltann ganga manna á milli. Victor Sanchez búinn að vera afskaplega góður í að dreifa spilinu á miðjunni.

HEYRÐU STÖNGIN! Allt í einu á Dídac Vila skot í stöngina. Enginn mætti honum hann lét vaða í stöngina.
60. mín Gult spjald: Victor Sanchez (Espanyol)
Sparkaði boltanum í burtu eftir að aukaspyrna var dæmd.
55. mín
Aftur fyrirgjöf sem verður að skottilraun hjá Stjörnunni! Var þetta æft fyrir leik? Diego Lopez blakar boltanum aftur yfir.
52. mín MARK!
Borja Iglesias (Espanyol)
Stoðsending: Victor Sanchez
Victor Sanchez með magnaða sendingu á Borja sem skaut sér leið milli miðvarða Stjörnunnar og kom sér í dauðafæri, kláraði færið eins og sannur listamaður.
50. mín
Guðni Th. forseti er heiðursgestur á leiknum. Var að mæta í sætið sitt núna. Það þarf að kreista hverja mínútu úr VIPpinu í hálfleik.
47. mín
NAUJJJ!!! Sölvi með fyrirgjöf sem verður að skoti... Diego Lopez þarf að blaka boltanum yfir markið.

Ekkert bitastætt kemur úr hornspyrnunni.
46. mín
Seinni hálfleikur hafinn

Ekkert að frammistöðu Stjörnunnar í leiknum hingað til. Vonandi heldur það áfram á þeirri braut. Flóðgáttir brustu í seinni hálfleik í fyrri leiknum eins og frægt er...

Espanyol hóf seinni hálfleikinn. Engar breytingar í hálfleik.
45. mín
Hálfleikur
Alveg ljóst að þessu einvígi er lokið, en það væri skemmtilegt að fá eins og eitt Stjörnumark í seinni hálfleikinn. Espanyol er að taka þessu frekar rólega svo það er algjörlega möguleiki á að fá Stjörnumark.
42. mín
FLOTT SKOTTILRAUN!!!

Eftir góða sókn á Alex Þór flott skot fyrir utan teig. Diego Lopez náði að reka fingur í boltann og yfir fór hann.

Ekkert kemur út úr hornspyrnunni.
39. mín
Stjörnuborgarinn stendur alltaf fyrir sínu. Allir í fréttamannastúkunni skelltu sér eðlilega á börger. Bætir upp vallarborgarann sem ég fékk mér á Fjölnisvellinum í gær, hann olli miklum vonbrigðum. Off-dagur hjá grillurunum í Grafarvogi.
37. mín
Didac Vila með fyrirgjöf beint á kollinn á Borja Iglesias. Boltinn virtist á leið inn en á einhvern ótrúlegan hátt varði Halli Björns. Borja hitti boltann ekki eins vel og manni sýndist fyrst.
34. mín
Stjarnan kallar eftir öðru víti!

Boltinn skoppar upp í hendina á Didac Vila. Ekkert dæmt.
32. mín
Alveg ljóst að Espanyol er ekki á fullu gasi hérna, skiljanlega. Ætla að klára þetta bara þægilega og forðast meiðsli. Lítið í gangi þessar mínútur.
26. mín
Góð rispa hérna frá Stjörnunni, náðu að skapa smá hættu við mark Espanyol en betur má ef duga skal.
21. mín
Silfurskeiðin stendur með Hilmari og syngur hástöfum honum til heiðurs. Skiljanlega enda hefur Hilmar komið með beinum hætti að yfir helmingi marka liðsins á tímabilinu.
19. mín Misnotað víti!
Hilmar Árni Halldórsson (Stjarnan)
NEEEIIII!!!! Hilmar skaut yfir úr vítinu!!!

Hann er ekki að ná að nýta vítin í Evrópuleikjunum.
18. mín
VÍTI!!! STJARNAN FÆR VÍTI!!!!

Leikmaður Espanyol brýtur á Heiðari Ægissyni rétt fyrir innan teiginn.
18. mín
Stjarnan fékk horn. Hilmar Árni með spyrnuna en æfingabolti fyrir Diego Lopez vin okkar í markinu.
16. mín
Borja Iglesias með bjartsýnisskot af löngu færi en hitti ekki markið.

Spurning hver fær treyjuna hans eftir leikinn?
11. mín
Katalónska liðið stýrir leiknum algjörlega, eins og við var búist. Láta boltann ganga hratt sín á milli.
8. mín
Dídac Vila með stungusendingu en Halli Björns á tánum í markinu, kemur út og handsamar knöttinn.
5. mín MARK!
Adrià Pedrosa (Espanyol)
LEIKUR SÉR AÐ STJÖRNUVÖRNINNI!!!

Pedosa fékk boltann fyrir utan teig og fór bara í gegnum hjarta varnarinnar, inn í teiginn og skoraði örugglega. Garðbæingar litu út eins og skólastrákar þarna.

Nokkrir leikmenn Stjörnunnar sem tóku það á sig að líta hrikalega út þarna.
2. mín
Alex Þór Hauksson fellur rétt fyrir utan teig!... nei engin aukaspyrna segir dómarinn frá Moldavíu.
1. mín
Leikur hafinn
Espanyol er í varabúningum sínum í dag. Grænar treyjur og hvítar stuttbuxur. Stjarnan hóf leik.
Fyrir leik
Andri Yrkill á Morgunblaðinu er spámaður okkar að þessu sinni. Hann spáir 1-4 fyrir Espanyol. Sjálfur ætla ég að spá 1-2. Hilmar Árni með mark Stjörnumanna.

Liðin eru mætt út á völlinn!
Fyrir leik
Arnar Þór Viðarsson, yfirmaður fótboltamála hjá KSÍ, er búinn að koma sér fyrir í stúkunni. Silfurskeiðin er einnig að koma sér fyrir. Upphitun á Dúllubarnum að baki og nú fer alvöru partíið að byrja.
Fyrir leik
Það er mikið fjör á Samsung-vellinum. Nóg af fyndnum spænskum fjölmiðlamönnum hér, kringum 15 manns. Nóg af útvarpsmönnum og svaka stuð. Leikurinn er sýndur beint á Stöð 2 Sport og Gummi Ben er að búa sig undir viðtal við Rúnar Pál úti á miðjum vellinum.
Fyrir leik
Það vakti athygli í fyrri leik Stjörnunnar og Espanyol að Hilmar Árni mætti hárlaus og hress til leiks. Samkvæmt öruggum heimildum Fótbolta.net gaf hann Sölva Snæ í afmælisgjöf réttinn til að raka af sér hárið og kætti það Sölva mikið. Mjög eðlileg afmælisgjöf.
Fyrir leik
Allt í ljómandi standi í Garðabænum. Sólin skín, Dúllan er í spariskyrtunni, grill-lyktin liggur yfir öllu og Sigrún María vallarþula er mætt. Sigrún ætti að negla framburðinn í kvöld enda bjó hún um tíma á Spáni.

Engu til sparað en Ómar Smárason fjölmiðlafulltrúi KSÍ er mættur til að aðstoða. Stóru spjótin tíðkast í kvöld enda lið úr La Liga í heimsókn!
Fyrir leik
Rúnar Páll Sigmundsson gerir tvær breytingar á liðsvalinu frá fyrri leiknum. Guðmundur Steinn Hafsteinsson og Brynjar Gauti Guðjónsson fara út. Inn koma Þorri Geir Rúnarsson og Sölvi Snær Guðbjargarson.
Fyrir leik
Rúnar Páll Sigmundsson, þjálfari Stjörnunnar:
Það verður erfitt að komast áfram en við erum hrikalega gíraðir í þennan leik. Það er gaman að taka þátt í þessu og fá svona stórlið á okkar heimavöll, það er frábær viðurkenning fyrir okkar starf. Við komum heim með 4-0 tap á bakinu en við ætlum að reyna stríða þeim hérna heima, það er ekkert annað hægt. Við verðum að hafa trú á því að við getum strítt þeim og spilað góðan fótboltaleik, um það snýst þetta.
Fyrir leik
Gott og gleðilegt kvöld! Verið hjartanlega velkomin með okkur í Garðabæinn þar sem Stjarnan mætir Espanyol í seinni viðureign liðanna í forkeppni Evrópudeildarinnar.

Spænska liðið, sem hafnaði í sjöunda sæti í La Liga á síðasta tímabili, er með öll spil á hendi eftir 4-0 sigur í fyrri leiknum. Staðan var markalaus í hálfleik í Katalóníu en því miður fyrir Stjörnuna opnuðust flóðgáttir í seinni hálfleik.
Byrjunarlið:
13. Diego Lopez (m)
3. Adrià Pedrosa ('70)
4. Victor Sanchez ('66)
5. Naldo
7. Borja Iglesias ('66)
9. Facundo Ferreyra
12. Dídac Vilà
14. Óscar Melendo
16. Javi Lopez (f)
20. Bernardo Espinosa
21. Marc Roca

Varamenn:
1. Andrés Prieto (m)
6. Lluís López
8. Ander Iturraspe ('66)
10. Sergi Darder
11. Javi Puado ('70)
23. Esteban Granero
24. Wu Lei ('66)

Liðsstjórn:
David Gallego (Þ)

Gul spjöld:
Victor Sanchez ('60)

Rauð spjöld: