Liverpool vill Guehi næsta sumar frekar en að gera janúartilboð - Man Utd dreymir um að fá McTominay aftur - Everton hefur áhuga á leikmönnum Man Utd
17 ára á toppnum í Danmörku - „Finnst ég vera á sama getustigi ef ekki betri“
Ísak Andri tók fund með meisturunum - „Skoða alla möguleika núna í janúar“
Fótbolta nördinn - Draumaliðið vs KR
Kristall Máni: Hef alltaf vitað að fótboltahæfileikarnir hverfa ekki
Jóladagatalið: Stólar fullir af hálfvitum
Jóladagatalið: „Vonandi hefur Gummi Ben eitthvað lært af þessu“
Kominn í grænt eftir eitt tímabil í Svíþjóð - „Eftir það tók ég ákvörðun um að fara annað“
Ætlaði ekki að koma heim - „Þegar ég talaði við Óskar lá þetta fyrir“
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
Jóladagatalið: Auðunn Blöndal og Gaui Þórðar í geitungavandræðum
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Jóladagatalið: Allir á þjóðhátið, það er skylda hjá mér!
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
Jóladagatalið: Þið vitið aldrei neitt um okkur
„Láki tengdi okkur við góðan mann erlendis"
Ævintýraþjálfari Völsungs: Þegar þú ferðast um heiminn verður þú að taka ákvarðanir hratt
Ólafur Ingi: Heilt yfir stoltur en fannst við vera pínu klaufar
Margt í gangi í hausnum á Damir fyrir leikinn - „Spurðu þá sem stjórna klúbbnum“
Höskuldur: Þau eru ekkert verðugri en við að vera þarna
Anton Ari: Sannaði fyrir mér að við áttum alveg erindi hingað
   fim 01. ágúst 2019 11:00
Arnar Daði Arnarsson
Rúnar Páll: Ætlum að reyna að stríða þeim
Rúnar Páll.
Rúnar Páll.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson
Stjarnan fær spænska úrvalsdeildarfélagið, Espanyol til sín á Samsung-völlinn í Garðabænum í kvöld í seinni leik liðanna í forkeppni Evrópukeppninnar.

Fyrri leikurinn lauk með 4-0 sigri Espanyol eftir að staðan hafi verið markalaus í hálfleik. Rúnar Páll Sigmundsson þjálfari Stjörnunnar er spenntur fyrir verkefninu sem framundan er.

„Það verður erfitt að komast áfram en við erum hrikalega gíraðir í þennan leik. Það er gaman að taka þátt í þessu og fá svona stórlið á okkar heimavöll, það er frábær viðurkenning fyrir okkar starf," sagði Rúnar Páll sem viðurkennir að fyrri leikurinn hafi verið erfiður út á Spáni.

„Við komum heim með 4-0 tap á bakinu en við ætlum að reyna stríða þeim hérna heima, það er ekkert annað hægt. Við verðum að hafa trú á því að við getum strítt þeim og spilað góðan fótboltaleik, um það snýst þetta."

Rúnar Páll segir það vera forréttindi að taka þátt í svona leik og í Evrópukeppninni yfirhöfuð.

„Menn vilja vera í þessu á hverju einasta ári og við höfum verið heppnir og staðið okkur vel síðustu ár og komist í Evrópukeppnina. Á morgun erum við búnir að spila 20 Evrópuleiki frá því að við byrjuðum að taka þátt í þessu fyrir 5-6 árum síðan. Við höfum verið heppnir og náð árangri til að spila þessa leiki og auðvitað vilja leikmenn, þjálfarar og félagið ná þeim árangri sem þarf til að taka þátt í þessu," sagði Rúnar Páll sem segist ætla stilla upp sínu sterkasta liði sem völ er á, í leiknum í kvöld.

Þó séu einhver meiðsli í hópnum en Rúnar segir að það verði allir klárir fyrir leikinn gegn Víkingi á miðvikudaginn í næstu viku í Pepsi Max-deildinni.

„Við klárum þennan leik og síðan taka við leikir í ágúst mánuði í deildinni sem eru hrikalega erfiðir. Það eru fimm leikir í Pepsi Max-deildinni í ágúst og þú mátt ekkert misstíga þig í þeim mánuði til að ná árangri. Við erum meðvitaðir um það en við erum ekkert að pæla í því á morgun. Við stillum upp sterku liði og síðan kemur Verslunarmannahelgi og þá fá menn að hvíla lúin bein og síðan er leikur gegn Víkingi á miðvikudaginn og við mætum galvaskir í þann leik."

„Það eru einhverjir laskaðir en við stillum upp sterku liði. Það verða allir klárir gegn Víkingi á miðvikudaginn," sagði Rúnar Páll þjálfari Stjörnunnar að lokum.

Leikur Stjörnunnar og Espanyol hefst klukkan 19:15 í kvöld og verður í beinni textalýsingu á Fótbolta.net.
Athugasemdir
banner
banner