Watkins orðaður við United - Bayern sýnir Díaz áhuga - Arsenal hefur rætt við Eze
Kiddi Freyr: Ég kann þetta ennþá
Jökull: Ætluðum okkur alla leið en gerðum ekki nóg
Túfa: Lagt mikla vinnu til að verða liðið sem keppir aftur um titla
Óskar: Alltaf gaman að vera í besta liðinu á Íslandi
Bjarni Jó: Mikil reisn í þessu hjá Jóni Daða
Formaðurinn í skýjunum: Stærstu skipti í sögu félagsins
Tómas Þórodds: Jón Daði ekta karakter til að koma heim
Ítarlegt viðtal við Jón Daða - „Sú tilhugsun sat ekki nægilega vel í mér"
Þakklátur Fram fyrir tækifærið - „Sé mig spila lengur á Íslandi"
„Simon er eitthvað rugl góður og Fred líka"
Vann kapphlaupið við tímann - „Búin að leggja ógeðslega mikið á mig"
Gætu ekki beðið um betra umhverfi - „Sagði við Hafrúnu að núna væri þetta að gerast"
Eru fjórar hjá sama félaginu - „Er heppin með það"
Karólína Lea gefur ekkert upp þrátt fyrir háværar sögur
Maggi Már: Mér fannst við vera betri
Óskar Hrafn: Vonaði að það væri undantekningin sem sannaði regluna
Sölvi um Óskar Borgþórs: Bara "no comment"
Nikolaj Hansen: Ég er framherji og vil skora mörk
Heimir Guðjóns: Eigum ekki að fá á okkur mörk úr föstum leikatriðum
Morten Ohlsen eftir tap Vestra: Okkur var refsað
   fim 01. ágúst 2019 11:00
Arnar Daði Arnarsson
Rúnar Páll: Ætlum að reyna að stríða þeim
Rúnar Páll.
Rúnar Páll.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson
Stjarnan fær spænska úrvalsdeildarfélagið, Espanyol til sín á Samsung-völlinn í Garðabænum í kvöld í seinni leik liðanna í forkeppni Evrópukeppninnar.

Fyrri leikurinn lauk með 4-0 sigri Espanyol eftir að staðan hafi verið markalaus í hálfleik. Rúnar Páll Sigmundsson þjálfari Stjörnunnar er spenntur fyrir verkefninu sem framundan er.

„Það verður erfitt að komast áfram en við erum hrikalega gíraðir í þennan leik. Það er gaman að taka þátt í þessu og fá svona stórlið á okkar heimavöll, það er frábær viðurkenning fyrir okkar starf," sagði Rúnar Páll sem viðurkennir að fyrri leikurinn hafi verið erfiður út á Spáni.

„Við komum heim með 4-0 tap á bakinu en við ætlum að reyna stríða þeim hérna heima, það er ekkert annað hægt. Við verðum að hafa trú á því að við getum strítt þeim og spilað góðan fótboltaleik, um það snýst þetta."

Rúnar Páll segir það vera forréttindi að taka þátt í svona leik og í Evrópukeppninni yfirhöfuð.

„Menn vilja vera í þessu á hverju einasta ári og við höfum verið heppnir og staðið okkur vel síðustu ár og komist í Evrópukeppnina. Á morgun erum við búnir að spila 20 Evrópuleiki frá því að við byrjuðum að taka þátt í þessu fyrir 5-6 árum síðan. Við höfum verið heppnir og náð árangri til að spila þessa leiki og auðvitað vilja leikmenn, þjálfarar og félagið ná þeim árangri sem þarf til að taka þátt í þessu," sagði Rúnar Páll sem segist ætla stilla upp sínu sterkasta liði sem völ er á, í leiknum í kvöld.

Þó séu einhver meiðsli í hópnum en Rúnar segir að það verði allir klárir fyrir leikinn gegn Víkingi á miðvikudaginn í næstu viku í Pepsi Max-deildinni.

„Við klárum þennan leik og síðan taka við leikir í ágúst mánuði í deildinni sem eru hrikalega erfiðir. Það eru fimm leikir í Pepsi Max-deildinni í ágúst og þú mátt ekkert misstíga þig í þeim mánuði til að ná árangri. Við erum meðvitaðir um það en við erum ekkert að pæla í því á morgun. Við stillum upp sterku liði og síðan kemur Verslunarmannahelgi og þá fá menn að hvíla lúin bein og síðan er leikur gegn Víkingi á miðvikudaginn og við mætum galvaskir í þann leik."

„Það eru einhverjir laskaðir en við stillum upp sterku liði. Það verða allir klárir gegn Víkingi á miðvikudaginn," sagði Rúnar Páll þjálfari Stjörnunnar að lokum.

Leikur Stjörnunnar og Espanyol hefst klukkan 19:15 í kvöld og verður í beinni textalýsingu á Fótbolta.net.
Athugasemdir
banner