Retegui orðaður við Man Utd - Spurs reyna að endurheimta Kane - City og Chelsea vilja Anderson
Jói Bjarna: Erum að smella í gang
Haukur Andri: Höfum verið óheppnir með úrslit
Þorsteinn opnar nýjan kafla: Ágætis tímapunktur til að skipta út og gera breytingar
„Vonandi að fólk sjái að maður geti spilað gegn svona leikmönnum“
Ógeðslega erfitt að horfa frá bekknum - „Fannst ég ná að stríða og djöflast í þeim“
Sverrir Ingi um baráttuna við Mateta - „Ógnarsterkur náungi“
Daníel Tristan: Það er miklu erfiðara finnst mér
Stærsta augnablikið á ferlinum til þessa - „Það voru allir trylltir"
Hákon Arnar: Verður áhugavert hvað menn segja núna
Ísak: Höfðum getað vorkennt sjálfum okkur og haldið að þetta væri búið
Elías notaði orð sem Arnar elskar - „Verður líka að kunna það"
Daníel Leó: Þú verður ekki þreyttur þegar það er þannig
Líður vel í Stockport - „Draumur frá því að maður var lítill“
„Aftur sami Eggert Aron sem að fólk þekkir“
Ólafur horfir enn á 2. sæti riðilsins - „Verðum hreinlega að fá þrjú stig“
Bergdís Sveins: Ætlum að koma geggjaðar inn í næsta tímabil
Óli Kristjáns: Vitum alveg hvernig þetta er búið að vera
Einar Guðna: Við þurfum að vinna næsta leik bara 3-2, þá er ég sáttur
Kom liðinu sínu í Meistaradeildina - „Ég er himinn lifandi, vá!”
Jóhannes Karl: Þurfum sigur á móti Víking
   fim 01. ágúst 2019 11:00
Arnar Daði Arnarsson
Rúnar Páll: Ætlum að reyna að stríða þeim
Rúnar Páll.
Rúnar Páll.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson
Stjarnan fær spænska úrvalsdeildarfélagið, Espanyol til sín á Samsung-völlinn í Garðabænum í kvöld í seinni leik liðanna í forkeppni Evrópukeppninnar.

Fyrri leikurinn lauk með 4-0 sigri Espanyol eftir að staðan hafi verið markalaus í hálfleik. Rúnar Páll Sigmundsson þjálfari Stjörnunnar er spenntur fyrir verkefninu sem framundan er.

„Það verður erfitt að komast áfram en við erum hrikalega gíraðir í þennan leik. Það er gaman að taka þátt í þessu og fá svona stórlið á okkar heimavöll, það er frábær viðurkenning fyrir okkar starf," sagði Rúnar Páll sem viðurkennir að fyrri leikurinn hafi verið erfiður út á Spáni.

„Við komum heim með 4-0 tap á bakinu en við ætlum að reyna stríða þeim hérna heima, það er ekkert annað hægt. Við verðum að hafa trú á því að við getum strítt þeim og spilað góðan fótboltaleik, um það snýst þetta."

Rúnar Páll segir það vera forréttindi að taka þátt í svona leik og í Evrópukeppninni yfirhöfuð.

„Menn vilja vera í þessu á hverju einasta ári og við höfum verið heppnir og staðið okkur vel síðustu ár og komist í Evrópukeppnina. Á morgun erum við búnir að spila 20 Evrópuleiki frá því að við byrjuðum að taka þátt í þessu fyrir 5-6 árum síðan. Við höfum verið heppnir og náð árangri til að spila þessa leiki og auðvitað vilja leikmenn, þjálfarar og félagið ná þeim árangri sem þarf til að taka þátt í þessu," sagði Rúnar Páll sem segist ætla stilla upp sínu sterkasta liði sem völ er á, í leiknum í kvöld.

Þó séu einhver meiðsli í hópnum en Rúnar segir að það verði allir klárir fyrir leikinn gegn Víkingi á miðvikudaginn í næstu viku í Pepsi Max-deildinni.

„Við klárum þennan leik og síðan taka við leikir í ágúst mánuði í deildinni sem eru hrikalega erfiðir. Það eru fimm leikir í Pepsi Max-deildinni í ágúst og þú mátt ekkert misstíga þig í þeim mánuði til að ná árangri. Við erum meðvitaðir um það en við erum ekkert að pæla í því á morgun. Við stillum upp sterku liði og síðan kemur Verslunarmannahelgi og þá fá menn að hvíla lúin bein og síðan er leikur gegn Víkingi á miðvikudaginn og við mætum galvaskir í þann leik."

„Það eru einhverjir laskaðir en við stillum upp sterku liði. Það verða allir klárir gegn Víkingi á miðvikudaginn," sagði Rúnar Páll þjálfari Stjörnunnar að lokum.

Leikur Stjörnunnar og Espanyol hefst klukkan 19:15 í kvöld og verður í beinni textalýsingu á Fótbolta.net.
Athugasemdir