Mainoo, Konate og Mac Allister eftirsóttir - Tonali með heimþrá - Semenyo til Liverpool?
Davíð Smári: Markmiðið var að vera í efstu deild
Arnar: Þarf lítið til svo allt fari til fjandans
„Stórt að einn besti hafsent deildarinnar velji að spila fyrir okkur"
Auðveld ákvörðun að velja Grindavík/Njarðvík - „Væri til í að byrja á morgun"
Hlín Eiríks: Kíktum í balletkennslu í gær í staðinn fyrir æfingu
Steini: Hún er bara orðin gömul og þreytt
Thelma Karen: Gærdagurinn eitt mesta bull sem ég hef lent í á ævinni
Emilía Kiær: Geggjaður bónus að geta fengið sitt fyrsta landsliðsmark
Birnir Snær: Það er alvöru framleiðsla í Garðabænum
Sjáðu það helsta úr ítalska: Napoli fór á toppinn og Albert skoraði
Sjáðu það helsta úr spænska: Real Madrid vann El Clasico
Ragnar Bragi: Sýnir að klúbbnum sé alvara
Heimir setur titlasöfnun til hliðar: Núna er að búa til eitthvað
Jökull: Endar ekki í efstu þremur nema hafa unnið fyrir því
Örvar tvöfaldaði markafjölda sinn: Ég var óheppinn þá
Höskuldur: Hefur verið geðshræringavika
Ólafur Ingi: Eins og þú sérð þá er þetta frábært lið
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
Matti Villa: Geggjaður endir á frábæru tímabili og mínum ferli
Sölvi um Pablo og Matta Villa: Þetta eru algjörir sigurvegarar
   fim 01. ágúst 2019 11:00
Arnar Daði Arnarsson
Rúnar Páll: Ætlum að reyna að stríða þeim
Rúnar Páll.
Rúnar Páll.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson
Stjarnan fær spænska úrvalsdeildarfélagið, Espanyol til sín á Samsung-völlinn í Garðabænum í kvöld í seinni leik liðanna í forkeppni Evrópukeppninnar.

Fyrri leikurinn lauk með 4-0 sigri Espanyol eftir að staðan hafi verið markalaus í hálfleik. Rúnar Páll Sigmundsson þjálfari Stjörnunnar er spenntur fyrir verkefninu sem framundan er.

„Það verður erfitt að komast áfram en við erum hrikalega gíraðir í þennan leik. Það er gaman að taka þátt í þessu og fá svona stórlið á okkar heimavöll, það er frábær viðurkenning fyrir okkar starf," sagði Rúnar Páll sem viðurkennir að fyrri leikurinn hafi verið erfiður út á Spáni.

„Við komum heim með 4-0 tap á bakinu en við ætlum að reyna stríða þeim hérna heima, það er ekkert annað hægt. Við verðum að hafa trú á því að við getum strítt þeim og spilað góðan fótboltaleik, um það snýst þetta."

Rúnar Páll segir það vera forréttindi að taka þátt í svona leik og í Evrópukeppninni yfirhöfuð.

„Menn vilja vera í þessu á hverju einasta ári og við höfum verið heppnir og staðið okkur vel síðustu ár og komist í Evrópukeppnina. Á morgun erum við búnir að spila 20 Evrópuleiki frá því að við byrjuðum að taka þátt í þessu fyrir 5-6 árum síðan. Við höfum verið heppnir og náð árangri til að spila þessa leiki og auðvitað vilja leikmenn, þjálfarar og félagið ná þeim árangri sem þarf til að taka þátt í þessu," sagði Rúnar Páll sem segist ætla stilla upp sínu sterkasta liði sem völ er á, í leiknum í kvöld.

Þó séu einhver meiðsli í hópnum en Rúnar segir að það verði allir klárir fyrir leikinn gegn Víkingi á miðvikudaginn í næstu viku í Pepsi Max-deildinni.

„Við klárum þennan leik og síðan taka við leikir í ágúst mánuði í deildinni sem eru hrikalega erfiðir. Það eru fimm leikir í Pepsi Max-deildinni í ágúst og þú mátt ekkert misstíga þig í þeim mánuði til að ná árangri. Við erum meðvitaðir um það en við erum ekkert að pæla í því á morgun. Við stillum upp sterku liði og síðan kemur Verslunarmannahelgi og þá fá menn að hvíla lúin bein og síðan er leikur gegn Víkingi á miðvikudaginn og við mætum galvaskir í þann leik."

„Það eru einhverjir laskaðir en við stillum upp sterku liði. Það verða allir klárir gegn Víkingi á miðvikudaginn," sagði Rúnar Páll þjálfari Stjörnunnar að lokum.

Leikur Stjörnunnar og Espanyol hefst klukkan 19:15 í kvöld og verður í beinni textalýsingu á Fótbolta.net.
Athugasemdir
banner
banner
banner