Rodrygo íhugar að fara frá Real Madrid - Man Utd og Juventus á eftir Ederson - Kane ætlar að vera áfram hjá Bayern
„Það verða læti í okkur, það er alveg klárt"
Gunnar Heiðar: Verður gaman að fá þá á grasið okkar
Nik: Hún hefði í raun ekki átt að spila neitt en hefur gert frábærlega
Óskar Smári eftir 7-1 tap: Furðulegt en satt þá líður mér bara vel
Bjarni Mark: Ég er bara svona kartafla
Túfa um gagnrýni á Val: Ég skil ekkert í þessari umræðu
Viktor Freyr um markmannsmálin: Þetta kom alveg á óvart
Magnús Már: Vantaði meiri áræðni í teignum og meiri grimmd
Rúnar: Náðum aðeins að hrista upp í þeim og hræða þá
Sölvi Geir: Okkur fannst dómgæslan halla gegn okkur
Bjarki Björn: Lítið annað í stöðunni en að smella honum í fjær
Láki: Sagði mér að drulla mér bara í burtu
Jökull: Raunveruleikinn er sá að við áttum ekkert skilið
Luke Rae: Það halda allir að ég sé vélmenni
Jón Þór: Niðurstaðan er bara hræðileg
Óskar Hrafn eftir fimm marka sigur: Við eigum töluvert inni
Heimir Guðjóns: Þýðir ekki að mæta hingað og vera pínulitlir
Aron Sig: Nýt þess að spila og bara geggjað að vera kominn aftur
Haddi: Erum gott lið sem mun vaxa inn í mótið
Jóhann Kristinn: Ætli við höfum ekki skorað megnið af þessum mörkum sjálf
   fim 01. ágúst 2019 11:00
Arnar Daði Arnarsson
Rúnar Páll: Ætlum að reyna að stríða þeim
Rúnar Páll.
Rúnar Páll.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson
Stjarnan fær spænska úrvalsdeildarfélagið, Espanyol til sín á Samsung-völlinn í Garðabænum í kvöld í seinni leik liðanna í forkeppni Evrópukeppninnar.

Fyrri leikurinn lauk með 4-0 sigri Espanyol eftir að staðan hafi verið markalaus í hálfleik. Rúnar Páll Sigmundsson þjálfari Stjörnunnar er spenntur fyrir verkefninu sem framundan er.

„Það verður erfitt að komast áfram en við erum hrikalega gíraðir í þennan leik. Það er gaman að taka þátt í þessu og fá svona stórlið á okkar heimavöll, það er frábær viðurkenning fyrir okkar starf," sagði Rúnar Páll sem viðurkennir að fyrri leikurinn hafi verið erfiður út á Spáni.

„Við komum heim með 4-0 tap á bakinu en við ætlum að reyna stríða þeim hérna heima, það er ekkert annað hægt. Við verðum að hafa trú á því að við getum strítt þeim og spilað góðan fótboltaleik, um það snýst þetta."

Rúnar Páll segir það vera forréttindi að taka þátt í svona leik og í Evrópukeppninni yfirhöfuð.

„Menn vilja vera í þessu á hverju einasta ári og við höfum verið heppnir og staðið okkur vel síðustu ár og komist í Evrópukeppnina. Á morgun erum við búnir að spila 20 Evrópuleiki frá því að við byrjuðum að taka þátt í þessu fyrir 5-6 árum síðan. Við höfum verið heppnir og náð árangri til að spila þessa leiki og auðvitað vilja leikmenn, þjálfarar og félagið ná þeim árangri sem þarf til að taka þátt í þessu," sagði Rúnar Páll sem segist ætla stilla upp sínu sterkasta liði sem völ er á, í leiknum í kvöld.

Þó séu einhver meiðsli í hópnum en Rúnar segir að það verði allir klárir fyrir leikinn gegn Víkingi á miðvikudaginn í næstu viku í Pepsi Max-deildinni.

„Við klárum þennan leik og síðan taka við leikir í ágúst mánuði í deildinni sem eru hrikalega erfiðir. Það eru fimm leikir í Pepsi Max-deildinni í ágúst og þú mátt ekkert misstíga þig í þeim mánuði til að ná árangri. Við erum meðvitaðir um það en við erum ekkert að pæla í því á morgun. Við stillum upp sterku liði og síðan kemur Verslunarmannahelgi og þá fá menn að hvíla lúin bein og síðan er leikur gegn Víkingi á miðvikudaginn og við mætum galvaskir í þann leik."

„Það eru einhverjir laskaðir en við stillum upp sterku liði. Það verða allir klárir gegn Víkingi á miðvikudaginn," sagði Rúnar Páll þjálfari Stjörnunnar að lokum.

Leikur Stjörnunnar og Espanyol hefst klukkan 19:15 í kvöld og verður í beinni textalýsingu á Fótbolta.net.
Athugasemdir
banner
banner