FH
2
1
Fylkir
0-1 Ólafur Ingi Skúlason '50
Brandur Olsen '62 1-1
Brandur Olsen '90 2-1
Morten Beck Guldsmed '90
18.08.2019  -  18:00
Kaplakrikavöllur
Pepsi Max-deild karla
Aðstæður: Kaplakriki veldur ekki vonbrigðum frekar en fyrri daginn. Fínt veður bara.
Dómari: Jóhann Ingi Jónsson
Maður leiksins: Brandur Olsen
Byrjunarlið:
24. Daði Freyr Arnarsson (m)
4. Pétur Viðarsson
5. Hjörtur Logi Valgarðsson
7. Steven Lennon
8. Þórir Jóhann Helgason ('66)
10. Björn Daníel Sverrisson (f)
11. Atli Guðnason ('88)
14. Morten Beck Guldsmed
15. Þórður Þorsteinn Þórðarson
16. Guðmundur Kristjánsson
27. Brandur Olsen

Varamenn:
1. Gunnar Nielsen (m)
8. Kristinn Steindórsson
11. Jónatan Ingi Jónsson ('66)
21. Guðmann Þórisson
22. Halldór Orri Björnsson ('88)
30. Arnar Sigþórsson
35. Ásgeir Marinó Baldvinsson

Liðsstjórn:
Ólafur Helgi Kristjánsson (Þ)
Hákon Atli Hallfreðsson
Guðlaugur Baldursson
Eiríkur K Þorvarðsson
Ólafur H Guðmundsson
Styrmir Örn Vilmundarson
Ásmundur Guðni Haraldsson

Gul spjöld:
Brandur Olsen ('90)

Rauð spjöld:
Morten Beck Guldsmed ('90)
Leik lokið!
Þá flautar Jóhann Ingi til leiksloka. Skemmtilegur seinni hálfleikur sem að skilaði FH-ingum sigri.

Viðtöl og skýrsla koma síðar.
90. mín Rautt spjald: Morten Beck Guldsmed (FH)
Jóhann Ingi hugsar sig um og endar á að gefa Morten Beck rautt spjald. Hárréttur dómur að mínu mati þótt þetta hafi að öllum líkindum verið óviljaverk. Ólafur Ingi og Brandur fá síðan gult fyrir sinn þátt í þessu.
90. mín Gult spjald: Ólafur Ingi Skúlason (Fylkir)
90. mín Gult spjald: Brandur Olsen (FH)
90. mín
USSS ÞETTA ER LJÓTT!!!

Morten Beck brýtur hér á Ólafi Inga og stígur svo á andlitið á honum!!!! Ólafur Ingi er gjörsamlega trylltur.
90. mín
Tveimur mínútum bætt við.
90. mín MARK!
Brandur Olsen (FH)
Stoðsending: Halldór Orri Björnsson
Á LOKAMÍNÚTUNNI!!!!!!

Laglegt samspil hjá FH sem endar með að Halldór Orri setur hann út á Brand sem að þrumar honum í nærhornið.
88. mín
Inn:Halldór Orri Björnsson (FH) Út:Atli Guðnason (FH)
Atli búinn að vera fínn í þessum leik.
86. mín
Steven Lennon með fasta fyrirgjöf en því miður fyrir FH er Jónatan 5 cm of lágvaxinn og nær ekki til boltans fyrir opnu marki.
83. mín
Emil Ásmunds með fína tilraun við vítateigslínuna en boltinn endar í fanginu á Daða.
79. mín
Inn:Andrés Már Jóhannesson (Fylkir) Út:Daði Ólafsson (Fylkir)
Síðasta skipting Fylkis í leiknum.
77. mín
GUÐ MINN ALMÁTTUGUR ÞVÍLÍKT DAUÐAFÆRI!!!

Fylkismenn hreinsa boltann frá og skyndilega er Valdimar Þór sloppinn í gegn. Skot hans er fast en beint á Daða sem að stendur vel í markinu. Seinni hálfleikur búinn að vera fjörugur.
75. mín
Inn:Arnór Gauti Ragnarsson (Fylkir) Út:Hákon Ingi Jónsson (Fylkir)
Arnór Gauti kemur með kraft inní sóknarleik Fylkis.
73. mín
HJÖRTUR LOGI Í DAUÐAFÆRI!!!!

FH komast hér inná teig Fylkismanna þar sem að Steven Lennon á skot í varnarmann. Boltinn berst þaðan á Hjört Loga sem að er með opið mark fyrir framan sig en skýtur í stöngina. Algjört dauðafæri.
72. mín
Vááá Valdimar Þór með stæla. Klobbar hér tvo FH-inga í röð áður en að hann á laflaust beint á Daða í markinu. Plís Valdimar farðu varlega, þessir menn eiga fjölskyldur.
69. mín
Inn:Orri Sveinn Stefánsson (Fylkir) Út:Ragnar Bragi Sveinsson (Fylkir)
68. mín Gult spjald: Hákon Ingi Jónsson (Fylkir)
Klaufalegt brot hjá Hákoni þar sem að hann fer með takkanna beint í mittið á Brandi.
66. mín
Inn:Jónatan Ingi Jónsson (FH) Út:Þórir Jóhann Helgason (FH)
Fyrsta skipting leiksins.
65. mín
FH-INGAR Í DAUÐAFÆRI!!!

Atli Guðna fer hér illa með Ólaf Inga og rennir boltanum á Steven Lennon sem að á þrumuskot sem að Ari Leifs kemst fyrir. FH heimta vítaspyrnu en fá ekkert fyrir sinn snúð.
62. mín MARK!
Brandur Olsen (FH)
FH-INGAR JAFNA LEIKINN!!!!

Brandur Olsen er hér að dóla með boltann fyrir utan teig Fylkis og fær alltof mikinn tíma og pláss og þrumar honum í hornið. Spurning hvort að Stefán Logi hefði átt að verja þetta.
58. mín
Brandur tekur hér hornspyrnu á kollinn á Björn Daníel sem skallar boltann yfir. Deja Vu.
57. mín Gult spjald: Ragnar Bragi Sveinsson (Fylkir)
Ragnar Bragi fær hér gult spjald fyrir brot á Brandi og virkar ekkert alltof sáttur með það. Hefur nokkuð til síns máls þar sem að hann virtist bara ná boltanum.
54. mín
Brandur með flotta aukaspyrnu utan af kanti sem að Björn Daníel skallar yfir markið. FH-ingar ákveðnir í að jafna leikinn sem fyrst.
53. mín
FH-INGAR SVO NÁLÆGT ÞVÍ AÐ JAFNA!!!!!

Atli Guðnason með frábæra fyrirgjöf á Morten Beck sem að er aleinn inní vítateig en Stefán Logi er fljótur að bregðast við og ver glæsilega. Þarna á Daninn að skora.
50. mín MARK!
Ólafur Ingi Skúlason (Fylkir)
Stoðsending: Daði Ólafsson
FYLKISMENN ERU KOMNIR YFIR!!!!!

Daði Ólafsson með góða hornspyrnu og fyrirliðinn Ólafur Ingi rís hæst í teignum og stangar boltann inn. Nú verður þetta að alvöru leik.
48. mín
Björn Daníel nær skalla að marki eftir hornspyrnu Brands en hann fer beint á Stefán Loga í markinu.
46. mín
Þá er leikurinn hafinn að nýju. FH byrjar.
45. mín
Hálfleikur
Morten Beck í fínu færi eftir fyrirgjöf Atla Guðna en skot hans er beint á Stefán Loga. Í sömu andrá flautar Jóhann Ingi til hálfleiks.
41. mín
ÞARNA MUNAÐI LITLU!!!

Morten Beck fer hér illa með Ragnar Braga út á kanti og kemur sér inní teig með herkjum. Hann kemur boltanum á Atla sem að skýtur í fyrsta en í slánna fór boltinn. Frábær undirbúningur hjá gullsmiðnum þarna.
40. mín
Emil Ásmunds með góða sendingu inná teig FH þar sem að Sam Hewson lúrir. Hann er hins vegar réttilega flaggaður rangstæður.
39. mín
Þórir Jóhann fær boltann hér í vítateig Fylkis en Ólafur Ingi kastar sér fyrir skot hans. Nú er að lifna yfir þessu.
38. mín
Hér kemur Valdimar á sprettinum í vítateig FH en skot hans er laflaust og Daði handsamar knöttinn.
37. mín
Emil Ásmunds vinnur hér boltann af Þóri Jóhanni við vítateig FH og reynir skot en Daði á ekki í vandræðum með það. Fyrsta skot á markið í þessum leik ef að mér skjátlast ekki.
33. mín
Brandur með fasta fyrirgjöf sem að Stefán Logi hættir við að fara útí. Þarna vantaði bara einn FH-ing og ennið á honum og við værum búin að fá mark.
31. mín
Þetta er alveg einstaklega dapurt. Nákvæmlega ekkert að gerast.
23. mín
FH búið að vinna sig inní leikinn og er líklegri aðilinn þessa stundina.
22. mín
Brandur tekur aukaspyrnuna lengst utan af velli en hún fer langt yfir. Búist er við að boltinn lendi á Leifstöð klukkan 18:55.
21. mín
Hér brýtur á Sam Hewson á Pétri Viðars og FH-ingar kalla eftir spjaldi. Jóhann Ingi lætur hins vegar tiltal duga í þetta skipti.
19. mín
Ásgeir Eyþórs skallar hornspyrnuna frá en ekki langt. Það endar með að Brandur reynir skot sem að Ólafur Ingi kemst fyrir. Hornspyrna Þórðar á hinum kantinum er alveg vonlaus og fer aftur fyrir endamörk.
19. mín
Nú eru það FH-ingar sem að fá hornspyrnu sem að Brandur ætlar að taka.
18. mín
Sam Hewson með fasta hornspyrnu sem að FH-ingar ná að koma frá.
17. mín
Daði tekur aukaspyrnuna en hún fer í vegginn og framhjá.
16. mín
Fylkismenn fá aukaspyrnu á fínum stað eftir að Pétur Viðars brýtur á Emil Ásmunds.
11. mín
Fylkir hefur verið sterkara liðið fyrstu mínúturnar. FH-ingar duglegir að missa boltann á síðasta þriðjungnum og eiga alveg eftir að ógna af einhverju viti.
6. mín
Fylkismenn fá hornspyrnu eftir að Guðmundur Kristjáns skallar fyrirgjöf Daða frá. Eftir hornspyrnuna verður klafs sem að endar með skoti Helga Vals en það fer yfir markið.
4. mín
Þetta fer rólega af stað. Fylkismenn meira með boltann en hafa ekki ennþá komið boltanum í vítateig FH.
1. mín
Leikur hafinn
Þá er leikurinn hafinn. Fylkir byrjar með boltann.
Fyrir leik
Þá er fólk búið að koma sér fyrir og liðin ganga út á völl. Ég spái skemmtilegum leik hérna í Kaplakrika. Og vona.
Fyrir leik
Edda Sif Pálsdóttir, íþróttafréttakona á Rúv, er sérstakur spámaður Fótbolta.net þessa umferðina. Þetta hafði hún um þennan leik að segja.

FH 3 - 1 Fylkir
Það er mikill völlur á FH-ingum núna sem eru búnir að vinna tvo leiki í deildinni í röð og komnir í bikarúrslit. Steven Lennon skorar allavega tvö.
Fyrir leik
Þá eru byrjunarliðin klár.

Heimamenn í FH gera tvær breytingar á liði sínu. Fyrirliðinn Davíð Þór Viðarsson er í banni og þá kemur einnig Cedric D'Ulivio út. Inn í þeirra stað koma þeir Þórður Þorsteinn Þórðarson og Þórir Jóhann Helgason.

Fylkismenn gera aðeins eina breytingu. Geoffrey Castillion er í leikbanni og kemur Emil Ásmundsson inn í stað hans. Castillion er í eigu FH og hefði ekki verið löglegur í þessum leik og fékk því viljandi gult spjald til að taka út leikbannið í dag.
Fyrir leik
Þessi lið mættust í Árbænum fyrr í sumar og lauk þeim leik með 2-2 jafntefli. Hjörtur Logi Valgarðsson og Brandur Olsen skoruðu mörk FH á meðan að Helgi Valur Daníelsson og Kolbeinn Birgir Finnsson skoruðu fyrir Fylki. Kolbeinn Birgir var á láni hjá Fylki frá Brentford fyrri hluta tímabils en nú er útlit að hann sé á leið til þýsku risanna í Borussia Dortmund.
Fyrir leik
Gestirnir frá Árbænum eru í áttunda sæti deildarinnar með 22 stig og eru mitt á milli fallbaráttunnar og Evrópubaráttunar. Sigri þeir leikinn í dag jafna þeir FH af stigum. Algjörlega kexrugluð þessi deild.
Fyrir leik
Heimamenn í FH eru á ágætis siglingu þessa stundina og hafa unnið þrjá síðustu leiki sína í deild og bikar. Það hefur skilað þeim í þriðja sæti deildarinnar og eru þeir með 25 stig. Þrátt fyrir að vera í þriðja sæti eru þeir með -1 í markatölu sem að verður að teljast einstakt.
Fyrir leik
Góðan og blessaðan daginn og veriði hjartanlega velkomin í þessa beinu textalýsingu á leik FH og Fylkis í Pepsi Max-deild karla.
Byrjunarlið:
32. Stefán Logi Magnússon (m)
Daði Ólafsson ('79)
2. Ásgeir Eyþórsson
6. Sam Hewson
8. Ragnar Bragi Sveinsson (f) ('69)
9. Hákon Ingi Jónsson ('75)
11. Valdimar Þór Ingimundarson
16. Emil Ásmundsson
16. Ólafur Ingi Skúlason
23. Ari Leifsson
28. Helgi Valur Daníelsson

Varamenn:
31. Kristófer Leví Sigtryggsson (m)
4. Andri Þór Jónsson
5. Orri Sveinn Stefánsson ('69)
10. Andrés Már Jóhannesson ('79)
13. Arnór Gauti Ragnarsson ('75)
17. Birkir Eyþórsson

Liðsstjórn:
Rúnar Pálmarsson (Þ)
Ólafur Ingi Stígsson (Þ)
Helgi Sigurðsson (Þ)
Óðinn Svansson
Ólafur Ingvar Guðfinnsson
Magnús Gísli Guðfinnsson
Þorsteinn Magnússon

Gul spjöld:
Ragnar Bragi Sveinsson ('57)
Hákon Ingi Jónsson ('68)
Ólafur Ingi Skúlason ('90)

Rauð spjöld: