JÁVERK-völlurinn
miðvikudagur 21. ágúst 2019  kl. 18:00
Pepsi-Max deild kvenna
Aðstæður: Logn og milt síðsumarveður.
Dómari: Steinar Berg Sævarsson
Áhorfendur: 311
Maður leiksins: Hlín Eiríksdóttir
Selfoss 0 - 1 Valur
0-1 Hlín Eiríksdóttir ('65)
Myndir: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Byrjunarlið:
0. Áslaug Dóra Sigurbjörnsdóttir ('81)
1. Kelsey Wys
2. Hrafnhildur Hauksdóttir
4. Grace Rapp
5. Brynja Valgeirsdóttir ('64)
7. Anna María Friðgeirsdóttir (f) ('74)
10. Barbára Sól Gísladóttir
15. Allison Murphy
18. Magdalena Anna Reimus
21. Þóra Jónsdóttir
29. Cassie Lee Boren

Varamenn:
13. Dagný Pálsdóttir (m)
8. Ásta Sól Stefánsdóttir
9. Halla Helgadóttir ('64)
11. Anna María Bergþórsdóttir ('74)
16. Selma Friðriksdóttir ('81)
20. Helena Hekla Hlynsdóttir
22. Erna Guðjónsdóttir
26. Hólmfríður Magnúsdóttir

Liðstjórn:
Hafdís Jóna Guðmundsdóttir
Elías Örn Einarsson
Svandís Bára Pálsdóttir
María Guðrún Arnardóttir
Stefán Magni Árnason
Alfreð Elías Jóhannsson (Þ)

Gul spjöld:
Grace Rapp ('58)

Rauð spjöld:
@MistRunarsdotti Mist Rúnarsdóttir
95. mín Leik lokið!
Þetta er búið. Hörkuleikur tveggja góðra liða endar með eins marks sigri Vals.

Það var engin bikarþynnka í Selfyssingum sem stóðu sig vel en tókst ekki að sækja stigin sem þær hefðu þurft til að klifra upp í 3. Sætið.

Valskonur halda sigurgöngu sinni áfram með enn einum sigrinum! Líður vel í toppsætinu.
Eyða Breyta
94. mín
Kelsey markvörður með háan bolta inn á teig. Grace er í baráttunni og nær að vinna skallann en flikkar boltanum í raun bara í fangið á Söndru.
Eyða Breyta
94. mín
Allison liggur eftir, fékk boltann í höfuðið. Er vonandi í lagi. Búin að vera mjög kröftug.
Eyða Breyta
93. mín
Barbára stoppar Málfríði Önnu og Valur fær horn. Málfríður Anna tekur sjálf. Spilar stutt á Elínu Mettu og Valskonur vinna með klukkunni.
Eyða Breyta
92. mín
Við erum komin í uppbótartíma. Fáum við dramatík?
Eyða Breyta
89. mín Málfríður Erna Sigurðardóttir (Valur) Margrét Lára Viðarsdóttir (Valur)
Valskonur þétta pakkann síðustu mínúturnar.
Eyða Breyta
88. mín
FÆRI!

Selfoss býr sér til stórhættulegt færi!

Magdalena nær að lauma boltanum í skotfæri fyrir Önnu Maríu Bergþórsdóttur. Hún er undir pressu frá varnarmanni og setur boltann yfir!

Dauðafæri en taugarnar eflaust þandar hjá leikmanninum unga.
Eyða Breyta
86. mín Málfríður Anna Eiríksdóttir (Valur) Fanndís Friðriksdóttir (Valur)
Önnur skipting Vals. Málfríður Anna kemur á vinstri kantinn fyrir Fanndísi sem er búin að vera spræk í dag.
Eyða Breyta
82. mín
Það verður ekkert úr hornspyrnunni en stuttu síðar mundar Margrét Lára skotfótinn úti á velli og lætur Kelsey hafa fyrir hlutunum.

Kelsey gerir vel í að verja í horn. Selfyssingar verjast horninu og mér sýnist Magdalena skalla aftur fyrir en Selfoss fær markspyrnu.
Eyða Breyta
81. mín Selma Friðriksdóttir (Selfoss) Áslaug Dóra Sigurbjörnsdóttir (Selfoss)
Selma kemur inná í sínum fyrsta meistaraflokksleik. Mér sýnist hún fara í vinstri bakvörðinn og Barbára færir sig yfir til hægri.
Eyða Breyta
80. mín
Halla gerir vel í að stoppa Elínu Mettu sem var að komast í fínan séns í teignum. Setur boltann í horn.

Áslaug Dóra virtist meiðast þegar hún fór upp í skallabolta í aðdragandanum og hún er á leið af velli.
Eyða Breyta
76. mín Gult spjald: Hallbera Guðný Gísladóttir (Valur)
Steinar sýnir Hallberu gult. Ég held að hafi ekki verið fyrir brotið. Mögulega hafa einhver orðaskipti átt sér stað.
Eyða Breyta
76. mín
Magdalena vinnur aukaspyrnu upp við hornfána eftir að Hallbera brýtur á henni. Tekur spyrnuna sjálf en Lillý hreinsar frá.
Eyða Breyta
74. mín Anna María Bergþórsdóttir (Selfoss) Anna María Friðgeirsdóttir (Selfoss)
Nöfnuskipting. Anna María Bergþórsdóttir fer uppá topp og Magdalena fer á hægri kantinn.

Bergþórsdóttir er efnilegur sóknarmaður, fædd 2003.
Eyða Breyta
72. mín
FANNDÍS!

Margrét Lára spilar boltanum utanfótar út til vinstri og í hlaupið hjá Fanndísi. Hún hleypur inn á völlinn, fer framhjá þremur varnarmönnum Selfoss áður en hún lætur vaða en setur boltann yfir.
Eyða Breyta
67. mín Thelma Björk Einarsdóttir (Valur) Dóra María Lárusdóttir (Valur)
Thelma kemur djúp fyrir Dóru.
Eyða Breyta
65. mín MARK! Hlín Eiríksdóttir (Valur), Stoðsending: Hallbera Guðný Gísladóttir
MAAAARK!

Hver önnur en Hlín er búin að koma Valskonum yfir?

Hallbera átti fyrirgjöf frá vinstri. Cassie reyndi að skalla frá en kom boltanum ekki lengra en á fjærsvæðið þar sem Hlín var mætt eins og gammur til að skila boltanum á lofti í netið.
Eyða Breyta
64. mín Halla Helgadóttir (Selfoss) Brynja Valgeirsdóttir (Selfoss)
Halla leysir Brynju af í miðverðinum.
Eyða Breyta
63. mín
Brynja brýtur á Margréti á miðjum vallarhelmingi Selfoss. Dóra María lyftir boltanum á Elínu Mettu í teignum. Elín Metta spilar út til hægri á Elísu sem neglir að marki. Mér sýndist það vera Margrét Lára sem fékk boltann í sig og lagði hann svo út á Elínu Mettu sem dúndraði framhjá!
Eyða Breyta
60. mín
Aftur er Fanndís að ógna. Hún finnur skotið vinstra megin í vítateig Selfoss en neglir rétt framhjá.
Eyða Breyta
59. mín
Nú losnar um Fanndísi. Hún kemst upp að endamörkum og reynir að koma boltanum fyrir en Kelsey stígur vel af línunni og grípur fyrirgjöfina.
Eyða Breyta
58. mín Gult spjald: Grace Rapp (Selfoss)
Loksins fá Valskonur aukaspyrnu. Grace tekur Margréti Láru niður með hálfgerðu glímubragði á miðjum vellinum og vinnur fyrir spjaldi.
Eyða Breyta
56. mín
Barbára reynir skot utan teigs en setur boltann beint á Söndru. Um að gera að reyna.

Valskonur ekki búnar að finna taktinn sinn hér í seinni hálfleik.
Eyða Breyta
55. mín
Brotið á Elínu Mettu úti á miðjum velli en ekkert dæmt. Valskonur eðlilega ósáttar. Sérstaklega þegar dæmt er á þær stuttu síðar á sama stað þegar Cassie brotið er á Cassie.

Vantaði samræmið þarna.
Eyða Breyta
52. mín
Þá er komið að Valskonum að sækja. Elín Metta og Hlín gera sig líklegar í vítateig Selfoss en finna ekki skotið.
Eyða Breyta
50. mín
Aftur fær Selfoss aukaspyrnu út á miðjum velli. Þessi er þó aðeins aftar en spyrnan sem var dæmd hér rétt áðan.

Aftur tekur Anna María og aftur reynir hún skot. Setur boltann rétt framhjá!

Selfoss er að byrja seinni hálfleikinn vel.
Eyða Breyta
48. mín
Grace Rapp er búin að vera lífleg á miðjunni hjá Selfoss. Nú vinnur hún heldur soft aukaspyrnu á miðjum vallarhelmingi Vals.

Anna María tekur spyrnuna og reynir skotið! Sandra þarf að hafa sig alla við að slá boltann í slánna og grípur svo frákastið sjálf.

Hættulegt.

Lillý er annars komin aftur inná svo inná eru 11 á móti 11.
Eyða Breyta
46. mín
Þetta er ekki gott. Magdalena reynir fyrirgjöf sem smellur beint á höfðinu á Lillý sem steinliggur eftir. Ásta Árna sjúkraþjálfari er fljót inná til að kíkja á Lillý sem er vonandi í lagi.
Eyða Breyta
46. mín Leikur hafinn
Jæja. Þá förum við af stað aftur. Sömu leikmenn hefja síðari hálfleik og þann fyrri. Við erum einhverjum 5-6 mínútum á eftir áætlun.
Eyða Breyta
45. mín
Það verður smá töf á að síðari hálfleikur hefjist. Elvar Smári aðstoðardómari er farinn að gera við annað marknetið. Betra að hafa slíkt í lagi áður en leikurinn verður flautaður á að nýju.
Eyða Breyta
45. mín Hálfleikur
Hálfleikur.

Steinar flautar til hálfleiks. Hér er enn markalaust en bæði lið hafa fengið fín færi. Þá sérstaklega Valskonur sem hafa náð að finna þónokkur skot í vítateig Selfoss.

Við tökum okkur kaffipásu og sjáumst aftur eftir korter.
Eyða Breyta
44. mín
STÖNGIN!

Elín Metta leggur boltann út í teig á Ásgerði Stefaníu sem er í draumafæri!

Neglir að marki, boltinn fer af Cassie og lekur í stöngina áður en Kelsey nær til hans. Þarna mátti engu muna.
Eyða Breyta
42. mín
Það munar litlu í tvígang að Hrafnhildur Hauks nái að senda liðsfélaga sína í gegn en Valsvörnin betur með á nótunum en samherjarnir.
Eyða Breyta
40. mín
VÓ!

Hér er færið sem við vorum að bíða eftir!

Elín Metta leggur boltann út í skot á Fanndísi. Hún setur fastan bolta á markið, Kelsey ver og boltinn dettur fyrir Dóru Maríu.

Dóra reynir skotið en aftur ver Kelsey!
Eyða Breyta
35. mín
Þetta hefur aldeilis dottið niður. Fengum frábærar fyrstu 20 mínútur en tempóið hefur lækkað og færunum fækkað.
Eyða Breyta
28. mín
Við höfum ekki fengið færi í þetta í nokkrar mínútur en nú fær Selfoss dæmda aukaspyrnu á miðjum vallarhelmingi Vals þegar brotið er á Þóru.

Anna María tekur spyrnuna en hún er slök og setur boltann aftur fyrir. Það hefði verið hægt að nýta þetta betur.
Eyða Breyta
21. mín
Þetta er hraður og skemmtilegur leikur. Valskonur meira með boltann en bæði lið búin að skapa sér færi.
Eyða Breyta
18. mín
Hættulegur séns!

Þarna átti Grace Rapp að gera betur.

Anna María stingur boltanum út til hægri á Magdalenu. Valskonur vilja rangstöðu en það fer ekkert flagg á loft og Magda laumar eitruðum bolta á nærsvæðið. Þar er Grace mætt en setur boltann laflaust á Söndru. Þarna hafði hún meiri tíma og pláss en hún hélt.
Eyða Breyta
15. mín
ALLISON!

Virkilega fínt uppspil hjá Selfyssingum. Grace Rapp spilar út til hægri í hlaupið hjá Allison sem kemur á blússandi ferð. Kemst framhjá Hallberu sem lét grípa sig á útsölu þarna, lék í átt að teignum og negldi svo í hliðarnetið.

Kraftur í Alli.
Eyða Breyta
12. mín
Að því sögðu eru Selfyssingar að finna Magdalenu vel í fremstu línu. Hún er búin að eiga þrjú markskot hér í byrjun leiks. Hefur þó ekki náð að setja nægan kraft í þau til að valda Söndru og samherjum teljandi vandræðum.
Eyða Breyta
11. mín
Sóknarþungi Vals er ansi mikill. Þær eru að finna fullt af plássi í teignum hjá Selfossi. Cassie var líklega að bjarga marki með því að komast fyrir skot Elínar Mettu úr teignum.
Eyða Breyta
10. mín
Byrjunarlið Vals:

Sandra

Elísa - Guðný - Lillý - Hallbera

Ásgerður - Dóra María

Hlín - Margrét Lára - Fanndís

Elín Metta
Eyða Breyta
6. mín
Það er áhugavert að skoða uppstillinguna hjá Selfyssingum. Alfreð hefur þurft að færa til í fjarveru lykilmanna.

Wys

Áslaug Dóra - Brynja - Cassie - Barbára

Anna María - Allison - Þóra - Hrafnhildur

Grace - Magdalena
Eyða Breyta
5. mín
Kelsey!

Elín Metta gerir vel í að finna skot rétt utan teigs. Setur fastan bolta niðri við stöngina sem Kelsey Wys gerir vel í að verja í horn.

Hornspyrnan endar svo í höndunum á Kelsey.
Eyða Breyta
4. mín
Áhugavert. Steinar dómari skokkar að varamannabekk Selfoss. Þar sýnist mér hann fá kælisprey á fótinn. Vonandi er hann í lagi því hér er enginn varadómari til staðar. Ekki einu sinni eftirlitsdómari.
Eyða Breyta
2. mín
Þetta byrjar á háu tempói. Valskonur freista þess að keyra á Selfosskonur sem eru mögulega ekki með eins ferska fætur eftir framlengdan leik á laugardaginn.

Bæði lið vilja víti hér strax í upphafi. Fyrst féll Margrét Lára við eftir litla snertingu. Síðan var snertingin öllu meiri hinu megin þegar Hallbera virðist brjóta á Magdalenu.

Magdalena hafði rétt áður komist í mjög fínan séns þegar hún fékk boltann á milli hafsenta Vals. Lék á varnarmann og hefði getað látið vaða með vinstri. Ákvað hinsvegar að reyna að leggja boltann yfir á hægri og við það tapaðist tími og færið rann út í sandinn.
Eyða Breyta
1. mín
Og aftur tveir hættulegir sénsar í vítateig Selfoss strax á fyrstu mínútunni. Litlu munar að Hlín og Elín Metta finni skot í teignum eftir laglega spretti Fanndísar upp vinstra megin.
Eyða Breyta
1. mín
Dauðafæri strax á 15. sekúndu. Rangstöðugildra Selfoss bregst og Fanndís kemst inn fyrir vinstra megin. Rennir boltanum fyrir en Hlín hittir boltann ekki af markteig!
Eyða Breyta
1. mín Leikur hafinn
Steinar er búinn að flauta leikinn á. Elín Metta tekur upphafsspyrnuna fyrir Val.
Eyða Breyta
Fyrir leik
Valskonur hafa ákveðið að standa heiðursvörð um nýkrýnda bikarmeistara Selfoss og eru búnar að stilla sér upp. Vel gert hjá þeim.

Liðin eru nú bæði komin út á völl. Heimakonur í sínum vínrauðu treyjum og gestirnir í grænu. Það tekur smá tíma að venjast því.
Eyða Breyta
Fyrir leik
Það styttist heldur betur í leik. Liðin eru að hita upp og leikmenn beggja liða virðast einbeittir. Ekki furða, mikið í húfi.

Það er fallegt fóboltaveður og völlurinn iðagrænn. Nú bíðum við bara spennt.
Eyða Breyta
Fyrir leik
Hjá Val heldur Pétur Pétursson sig eðlilega við sama byrjunarlið og vann 7-0 sigur á HK/Víking í síðustu umferð.
Eyða Breyta
Fyrir leik
Það er áhugavert að sjá byrjunarlið Selfoss en þar er engin Hólmfríður Magnúsdóttir. Spurning hvort hún sé meidd? Alfreð gerir þar að auki tvær breytingar frá bikarleiknum. Vinnuþjarkurinn Karitas Tómasdóttir er í banni og Bergrós Ásgeirsdóttir er farin aftur út til Bandaríkjanna en henni var flogið sérstaklega heim fyrir bikarúrslitin. Þær Þóra Jónsdóttir, sem skoraði sigurmarkið í bikarnum, Hrafnhildur Hauksdóttir og Cassie Boren koma inn í liðið.
Eyða Breyta
Fyrir leik
Það verður gaman að sjá hvernig liðin mæta stemmd til leiks. Selfyssingar geta komist upp í 3.sæti með sigri og Valskonur ætla sér auðvitað sigur og halda toppsætinu.

Verður bikarþynnka á Selfossi eða fáum við hörkuspennandi toppslag?
Eyða Breyta
Fyrir leik
14. umferð Pepsi Max lýkur í kvöld með tveimur leikjum. Annar þeirra er leikur nýkrýndra bikarmeistara Selfoss og toppliðs Vals en hér verður hægt að fylgjast með beinni textalýsingu frá leiknum.
Eyða Breyta
Byrjunarlið:
1. Sandra Sigurðardóttir (m)
5. Guðný Árnadóttir
7. Elísa Viðarsdóttir
9. Margrét Lára Viðarsdóttir (f) ('89)
10. Elín Metta Jensen
11. Hallbera Guðný Gísladóttir
14. Hlín Eiríksdóttir
21. Lillý Rut Hlynsdóttir
22. Dóra María Lárusdóttir ('67)
27. Ásgerður Stefanía Baldursdóttir
32. Fanndís Friðriksdóttir ('86)

Varamenn:
2. Auður Sveinbjörnsdóttir Scheving (m)
4. Málfríður Erna Sigurðardóttir ('89)
17. Thelma Björk Einarsdóttir ('67)
18. Málfríður Anna Eiríksdóttir ('86)
23. Guðrún Karítas Sigurðardóttir
26. Stefanía Ragnarsdóttir
31. Vesna Elísa Smiljkovic

Liðstjórn:
Pétur Pétursson (Þ)
Ásta Árnadóttir
Eiður Benedikt Eiríksson (Þ)
Karen Guðmundsdóttir
María Hjaltalín
Ólöf Sigríður Kristinsdóttir
Rajko Stanisic

Gul spjöld:
Hallbera Guðný Gísladóttir ('76)

Rauð spjöld: