Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
Í BEINNI
Lengjubikar kvenna - A-deild úrslit
Valur
0' 0
0
Breiðablik
Kári
0
2
Selfoss
0-1 Hrvoje Tokic '26
0-2 Hrvoje Tokic '54
21.09.2019  -  14:00
Akraneshöllin
2. deild karla
Aðstæður: Logn, 10 stiga hiti og völlurinn geggjaður
Dómari: Arnar Ingi Ingvarsson
Maður leiksins: Hrvoje Tokic(Selfoss)
Byrjunarlið:
1. Gunnar Bragi Jónasson (m)
Andri Júlíusson
3. Sverrir Mar Smárason (f)
4. Gylfi Veigar Gylfason
5. Arnar Freyr Sigurðsson
10. Ragnar Már Lárusson
11. Indriði Áki Þorláksson ('83)
14. Auðun Ingi Hrólfsson ('65)
20. Benedikt Valur Árnason ('70)
23. Guðlaugur Þór Brandsson
37. Guðfinnur Þór Leósson ('46)

Varamenn:
8. Óliver Darri Bergmann Jónsson ('70)
10. Jón Vilhelm Ákason
17. Eggert Kári Karlsson
37. Ingimar Elí Hlynsson ('46)

Liðsstjórn:
Aron Ýmir Pétursson (Þ)
Teitur Pétursson
Sveinbjörn Geir Hlöðversson
Haraldur Sturlaugsson
Arnar Már Guðjónsson
Albert Hafsteinsson
Hallur Freyr Sigurbjörnsson

Gul spjöld:
Indriði Áki Þorláksson ('34)
Ragnar Már Lárusson ('42)
Ingimar Elí Hlynsson ('51)
Arnar Freyr Sigurðsson ('67)
Andri Júlíusson ('68)

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Leiknum er lokið með 0-2 sigri Selfoss en því miður fyrir þá það dugar það ekki til að fara upp.
90. mín
90 mín á klukkuni og Þór Llorens með skot en varið. Selfoss að sigla þessu heim en það dguar ekki til þar sem Leiknir F. og Vestri eru að vinna sína leiki.
87. mín
Inn:Valdimar Jóhannsson (Selfoss) Út:Þorsteinn Daníel Þorsteinsson (Selfoss)
85. mín
Inn:Ingi Rafn Ingibergsson (Selfoss) Út:Ingvi Rafn Óskarsson (Selfoss)
83. mín
Inn:Haraldur Sturlaugsson (Kári) Út:Indriði Áki Þorláksson (Kári)
82. mín
Káramenn alveg brjálaðir! Vilja víti en ekkert dæmt!
79. mín
TOKIC!!!! Þorsteinn með geggjaða sendingu inn fyrir vörn Kára og Tokic einn á moti Gunnari en Gunnar ver frábærlega!!
77. mín
Frábær skyndisókn hjá Kára og Aron Ýmir með hörkuskot en Þorkell ver. Horn sem ekkert verður úr.
76. mín
Kári sækir meira þessa stundina án þess að skapa sér alvöru færi.
70. mín
Inn:Óliver Darri Bergmann Jónsson (Kári) Út:Benedikt Valur Árnason (Kári)
68. mín Gult spjald: Andri Júlíusson (Kári)
67. mín Gult spjald: Arnar Freyr Sigurðsson (Kári)
66. mín
Leiknir F. er komið yfir á móti Fjarðarbyggð þanngi að eins og staðan er núna dugar þetta Selfyssingum ekki.
65. mín
Inn:Aron Ýmir Pétursson (Kári) Út:Auðun Ingi Hrólfsson (Kári)
62. mín
Enn er Turudija að skjóta yfir. Tokic leggur boltann fyrir hann en skotið vel yfir.
57. mín
Frábær skyndisókn hjá Selfossi. Tokic fer illa með Gylfa, sendir á Þór sem er í fínu færi en sendir fyrir á Turudija í frábæru færi en skýtur hátt yfir. Þarna átti hann bara að skora!!
56. mín
Gummi Tyrfings með skemmtileg tilþrif og skot en beint á Gunnar markinu. Kári beint í sókn og skot á markið en Þorkell ver.
54. mín MARK!
Hrvoje Tokic (Selfoss)
Stoðsending: Þór Llorens Þórðarson
Alvöru sókn, alvöru framherja afgreiðsla og alvöru dómgæsla!! Selfoss á fleygiferð upp völlinn og brotið á Gumma T. en boltinn á Þór Llorens og Arnar með frábæran hagnað. Þór með geggjaða fyrirgjöf og Tokic með alvöru hlaup á nær og klárar mikilli yfirvegun.
51. mín Gult spjald: Ingimar Elí Hlynsson (Kári)
50. mín Gult spjald: Ingvi Rafn Óskarsson (Selfoss)
49. mín
Gunnar Bragi með rosalega vörslu! Turudija með hörkuskot en geggjaður úlnliður hjá Gunnari. Horn!
46. mín
Inn:Ingimar Elí Hlynsson (Kári) Út:Guðfinnur Þór Leósson (Kári)
46. mín
Seinni hálfleikur er hafinn. Selfyssingar byrja.
45. mín
Hálfleikur
Staðan í hálfleik er áhugaverð. Vestri er að vinna Tindastól 4-0, Selfoss að vinna hérna 0-1 og Leiknir F er að tapa 1-0. EF þetta fer svona fara Vestri og Selfoss upp! En það eru 45mín eftir og allt getur gerst!
42. mín Gult spjald: Ragnar Már Lárusson (Kári)
36. mín
Nú eru Tokic og Arnar Freyr eitthvað að kítast. Kæmi ekkert á óvart ef við sæjum rautt kort í dag!
34. mín
Vel gert hjá Arnari dómara. Stoppar þetta rugl strax með því að spjalda báða!
34. mín Gult spjald: Arnar Logi Sveinsson (Selfoss)
34. mín Gult spjald: Indriði Áki Þorláksson (Kári)
34. mín
Arnar Logi fer eitthvað í Indriða og það stefnir allt í vesen. Indriði kassar hann og þetta gæti orðið eitthvað.
32. mín
Flott sókn hjá Kára en Andri með ranga ákvörðun og tekur skot í staðinn fyrir að renna honum á Auðun sem var að taka hlaupið í gegn.
30. mín
NAUUUUUU!!! Selfoss svo nálægt því að bæta við!! Geggjuð fyrirgjöf og Turudija rétt missir af honum. Númeri stærri skór og hann hefði nát þessum.
28. mín
Kári fær aukaspyrnu á hættulegum stað en ofboðslega vond útfærsla og beint í varnarmann.
26. mín MARK!
Hrvoje Tokic (Selfoss)
Stoðsending: Guðmundur Tyrfingsson
Frábær hröð sókn hjá Selfossi. Sending inn fyrir vörn Kára á Gumma sem stingur allt og alla af og sendir beint í fætur á Tokic sem getur ekki annað en skorað!
18. mín
Gummi Tyrfings!!! Fyrirgjöf frá Gylfa og Tokic missar boltanum en Gummi með skot réééétt framhjá!
13. mín
Úffff. Káramenn með fyrirgjöf og Indriði skallar boltann niður í teiginn en Andri Júl kemst ekki í boltann. Fannst bara vantar meiri greddu í Andra! Selfoss beint í sókn og Turudija með skall rétt framhjá.
9. mín
Selfyssingar hársbreidd frá því að ná forystu. Góð aukaspyrna inná teiginn og boltinn berst á Jökull sem skýtur í varnarmann og aftur fyrir en Arnar dæmir markspyrnu.
6. mín
Ragnar Már við það að prjóna sig í gegnum vörn Selfoss en þeir bjarga á síðustu stundu.
4. mín
1. mín
Tokic fær hér tiltal strax á fyrstu mínútu. Fer heldur frjálslega með olnbogann í leikmann Kára í skallaeinvígi.
1. mín
Leikur hafinn
Þá er þetta farið af stað hjá okkur! Káramenn í hefðbundnum rauðum og svörtum búningum en Selfyssingar í varabúning sem hvít/blá röndótt treyja og svartar buxur. Minnir mikið á Argentínu búning fyrri ára. En það eru Káramenn sem byrja með boltann og sækja frá vinstri til hægri séð úr stúkunni.
Fyrir leik
Hér eru bæði lið að hita upp á fullu og allt eins og það á að vera. Byrjunarliðin má sjá hérna til hliðar. Við eigum örugglega eftir að fá fjörugan leik hérna í logninu í Akraneshöllinni. Selfoss verður að vinna og ég veit að Káramenn ætla ekki að gefa neitt eftir hérna í síðasta leiknum í sumar.
Miðill fyrir fólkið í landinu!
Fyrir leik
Dómari leiksins heitir Arnar Ingi Ingvarsson og honum til aðstoðar eru þeir Steinar Stephensen og Guðni Freyr Ingvason. Eftirlitmaður KSÍ er Þórður Georg Lárusson.
Fyrir leik
Staða efstu þriggja
1. Leiknir F. 43 stig +23
2. Vestri 42 stig +8
3. Selfoss 41 stig +27

Leiknir F. heimsækir Fjarðarbyggð á meðan Vestri fær Tindastól í heimsókn.
Fyrir leik
Það er aðra sögu að segja af Selfyssingum. Þessi leikur er mjög mikilvægur fyrir þá því að með hagstæðum úrslitum úr öðrum leikjum geta þeir laumað sér uppí Inkasso-deildina. Selfyssingar sitja í þriðja sæti með stigi minna en Vestri og tveimur stigum minna en Leiknir F. Sigri Selfoss og annað af þessum tveimur liðum misstígur sig fara Selfyssingar upp.
Fyrir leik
Leikurinn kemur ekki til með breyta miklu fyrir Kára en þeir eru í 10. deildarinnar og öruggir með sæti deildinni á næsta ári. En þó geta þeir með sigri hugsanlega endað í 8.sæti deildarinnar. Síðasti leikur Kára var á Sauðárkróki um síðustu helgi og tapaðist 3-2.
Fyrir leik
Góðan og gleðilegann laugardag kæru lesendur og velkominn í beina textalýsingu frá Akraneshöllinni þar sem við ætlum að fylgjast með leik Kára og Selfoss í lokaumferð 2.deildarinnar.
Byrjunarlið:
Þorsteinn Daníel Þorsteinsson ('87)
Þorkell Ingi Sigurðsson
3. Gylfi Dagur Leifsson
4. Jökull Hermannsson
8. Ingvi Rafn Óskarsson ('85)
9. Hrvoje Tokic
18. Arnar Logi Sveinsson
20. Guðmundur Tyrfingsson (f)
22. Adam Örn Sveinbjörnsson
23. Þór Llorens Þórðarson
24. Kenan Turudija

Varamenn:
1. Stefán Þór Ágústsson (m)
2. Guðmundur Axel Hilmarsson
7. Arilíus Óskarsson
17. Valdimar Jóhannsson ('87)
21. Aron Einarsson
27. Tomasz Luba

Liðsstjórn:
Dean Martin (Þ)
Ingi Rafn Ingibergsson
Einar Ottó Antonsson
Arnar Helgi Magnússon
Óskar Valberg Arilíusson
Antoine van Kasteren

Gul spjöld:
Arnar Logi Sveinsson ('34)
Ingvi Rafn Óskarsson ('50)

Rauð spjöld: