Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
Grindavík
2
2
Valur
0-1 Haukur Páll Sigurðsson '15
Sigurður Bjartur Hallsson '40 1-1
Aron Jóhannsson '69 2-1
2-2 Sigurður Egill Lárusson '81
22.09.2019  -  14:00
Mustad völlurinn
Pepsi Max-deild karla
Aðstæður: Verum ekkert að flækja þetta það er skítaveður
Dómari: Helgi Mikael Jónasson
Maður leiksins: Sigurður Bjartur Hallsson
Byrjunarlið:
24. Vladan Djogatovic (m)
Marinó Axel Helgason
4. Rodrigo Gomes Mateo
8. Gunnar Þorsteinsson (f)
9. Josip Zeba
11. Elias Tamburini
13. Marc Mcausland (f)
18. Stefan Ljubicic
22. Primo
23. Aron Jóhannsson (f) ('85)
33. Sigurður Bjartur Hallsson ('76)

Varamenn:
4. Pálmar Sveinsson
5. Nemanja Latinovic
11. Símon Logi Thasaphong
14. Diego Diz ('76)
19. Hermann Ágúst Björnsson ('85)
20. Dagur Ingi Hammer Gunnarsson

Liðsstjórn:
Srdjan Tufegdzic (Þ)
Maciej Majewski
Arnar Már Ólafsson
Guðmundur Ingi Guðmundsson
Haukur Guðberg Einarsson
Gunnar Guðmundsson
Srdjan Rajkovic
Tómas Gunnar Tómasson

Gul spjöld:
Josip Zeba ('23)
Primo ('72)

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Þetta er búið!

Grindavík er formlega fallið úr Pepsi Max deildinni.
93. mín
Ég hef ekki undan!!!!


Grindavík veður í færum en Hannes er á eldi!!!!!!

Skallað í slá eftir horn!!!!

Hvað er í gangi þeir fengu 5-6 dauðafæri á rúmri mínútu!
92. mín
Gunnar með skot yfir.
92. mín
Fáum við sigurmark?
90. mín
Grindvíkingar verja sjálfir á línu hjá Val!!!!!!

Hermann með skot sem er á leið inn en Primo fær boltann í sig!
89. mín
Grindavík fær hornspyrnu.
88. mín
Valsmenn skora en Pedersen vel fyrir innan þegar hann stýrir skot Emils inn.
88. mín
Inn:Kristinn Ingi Halldórsson (Valur) Út:Andri Adolphsson (Valur)
87. mín
ZEBA!!!!!!!!!


Primo með fyrirgjöf sem ratar beint á ennið á Zeba sem skallar boltann í stöngina og rúllar boltinn svo eftir línunni áður en Valsmenn hreinsa.
86. mín
Valur á horn.
85. mín
Inn:Hermann Ágúst Björnsson (Grindavík) Út:Aron Jóhannsson (Grindavík)
84. mín
Gunnar með skot í varnarmann sem Hannes grípur svo.
82. mín
Grindavík fær horn.
81. mín MARK!
Sigurður Egill Lárusson (Valur)
Annað hvort klikkaði veggurinn eða Vladan í markinu. Siggi setur boltann niðri framhjá veggnum og í hornið.

Er þetta markið sem fellir Grindavík?
80. mín
Valur á aukaspyrnu á ágætis stað. Það er ef vindurinn væri ekki svona rosalega á móti þeim.
77. mín
Inn:Emil Lyng (Valur) Út:Ívar Örn Jónsson (Valur)
76. mín
Inn:Diego Diz (Grindavík) Út:Sigurður Bjartur Hallsson (Grindavík)
75. mín
Einar Karl með slakt skot.
72. mín Gult spjald: Primo (Grindavík)
69. mín MARK!
Aron Jóhannsson (Grindavík)
Stoðsending: Stefan Ljubicic
Maaaark!!!!!

McAusland með fyrirgjöf langt utan af velli sem Valsmenn missa af á klaufalegan hátt. Stefán kemur honum áfram á Aron sem að leggur boltann í hornið framhjá Hannesi.
67. mín
Og Vladan að verja vel hinum meginn frá Pedersen.
66. mín
Hannes bjargar vel þegar Primo er við það að komast í gegn.
64. mín
Vladan ver laust skot frá Patrick eftir horn.
62. mín
Hannes missir auðveldar fyrirgjöf afturfyrir Grindavík fær horn.
60. mín
Valur á horn.
57. mín
Hannes í smá vandræðum með skot af löngu færi frá Gunnari.
52. mín
Ívar Örn mundar skotfótinn en skot hans talsvert frá markinu.
50. mín
Inn:Orri Sigurður Ómarsson (Valur) Út:Haukur Páll Sigurðsson (Valur)
49. mín
Haukur Páll að fara af velli á börum svo hann hefur lokið leik.
49. mín
Haukur Páll liggur eftir á vellinum og virðist þjáður. Vonandi að hann sé ekki meiddur.
46. mín
Seinni hálfleikur hafin.

Gestirnir hefja leik hér í síðari. Óvenju fjörugur fyrri hálfleikur í Grindavík og vonandi að það haldi áfram.
45. mín
Hálfleikur
Helgi flautar hér til hálfleiks, Ég held án gríns að Grindavík hafi átt fleiri skot í þessum fyrri hálfleik heldur en í allt sumar til þessa.
45. mín
Hvar hefur þessi sóknarleikur verið í sumar!!!!!!!


Grindavík í stórsókn en Valsmenn ná að henda sér fyrir og bjarga í tvígang á línu!
44. mín
Hannes með frábæra björgun eftir hornið á Zeba skot sem Hannes ver, Boltinn aftur fyrir en Valsmenn hreinsa með herkjum.
44. mín
Grindavík bara betra. Fá hér horn.
42. mín
Tamburinin með hraustlega tæklingu á Hauk, sleppur við spjaldið en Haukur fann fyrir þessu.
40. mín MARK!
Sigurður Bjartur Hallsson (Grindavík)
Maaaark!!!!!!

Eiður Aron í bullinu á auðvelda hreinsun fyrir höndum en hittir ekki boltann. Sigurður hirðir boltann og keyrir í átt að marki. Hittir boltann illa en í netið fer hann og Grindavík þar með búið að jafna.
39. mín
Grindavík skorar eftir snarpa sókn og klaufagang í teignum. En flaggið á loft.
37. mín
Stefán kemst inn á teig Vals eftir snarpa sókn og á skot sem Hannes ver og Valsmenn hreinsa í horn.
35. mín
Vladan tók enga sénsa núna og leggst á boltann eftir slappt skot utan af velli.
30. mín Gult spjald: Andri Adolphsson (Valur)
Brot alltof seinn í tæklingu
27. mín
Grindavík á horn.
23. mín Gult spjald: Josip Zeba (Grindavík)
Dúndrar Sigga niður á miðjum vallarhelmingi Grindavíkur. Sumir hér vilja meina að hann sé heppinn að sleppa með gult.
21. mín
Primo sleppur í gegn og er kominn einn gegn Hannesi. Valsari nær honum og kemst fyrir hann en tekur boltann augljóslega með hendinni. Helgi veifar áfram með leikinn þrátt fyrir kröftug mótmæli Grindvíkinga.
19. mín
Valsmenn að hressast, Birkir Már með skot yfir af talsverðu færi.
15. mín MARK!
Haukur Páll Sigurðsson (Valur)
Stoðsending: Birkir Már Sævarsson
Maaaark!!!!!!

Sprellimark af bestu gerð!!!!!!!!!!

Birkir með fyrirgjöf sem Haukur Páll skallar af vítateigslínunni, skallinn er laus og beint á Vladan sem gerir sér lítið fyrir og missir auðveldan bolta milli fóta sér.
13. mín
Það er akkurat ekki neitt að gerast í þessum leik. Lið í bölvuðu basli með aðstæður.
6. mín
Grindavík að byrja ögn betur hér í upphafi.
2. mín
Grindvíkingar taka þátt í endurheimt votlendis á Íslandi miðað við völlinn. Hann er á floti.
1. mín
Leikur hafinn
Þetta er farið af stað. Heimamenn hefja leik. Og boltinn strax í innkast. Þau verða mörg í dag.
Fyrir leik
Það er mínútuklapp fyrir leik til að minnast Grétars Einarssonar og Gunnlaugs Úlfars Gunnlaugsonar sem létust í vikunni
Fyrir leik
Jæja þetta fer að fara af stað. Svona 20 manns mættir í stúkuna í þessu yndislega veðri.
Fyrir leik
Dómari leiksins er Helgi Mikael Jónasson. Helgi er auðvitað einn umtalaðasti dómari landsins þetta sumarið og er hann yfirleitt í essinu sínu þegar hann mætir til Grindavíkur. Vonum að sjálfsögðu að hann eigi toppleik eins og leikmenn í dag.
Fyrir leik
Fyrir áhugamenn um veðurfræði er veðurspáin fyrir leik upp á talsverðan vind og grenjandi rigningu. Hressandi svona þegar langt er liðið á september en á ekki von á því að áhorfendamet verði slegið í Grindavík í dag.
Fyrir leik
Fyrri Viðureignir

Liðin hafa leikið 33 leiki innbyrðis í efstu deild til þessa.

Grindavík hefur fagnað sigri 10 sinnum, Valur er með 17 sigra og 6 leikjum hefur lokið með jafntefli.

Markatalan er 50-38 Val í vil.
Fyrir leik
Heimamenn úr Grindavík spila sömuleiðis upp á stoltið. Tölfræðilega geta þeir bjargað sér frá falli en það er bara allt of margt sem þarf að gerast til þess að það sé raunhæft.

Sóknarleikur er það sem varð Grindavík að falli í sumar en þeir hafa aðeims skorað 15 mörk í leikjunum 20 sem er alls ekki líklegt til árangurs og fall því næstum því staðreynd.
Fyrir leik
Gestirnir af Hlíðarenda mæta hér í dag til að spila upp á stoltið. Íslandsmeistarar síðustu tveggja ára hafa átt afleitt sumar og sitja fyrir leik í 8.sæti deildarinnar sem verða að teljast gífurleg vonbrigði þar sem talsvert púður og peningar voru sett í Valsliðið á undirbúningstímabilinu.
Fyrir leik
Góðan dag kæru lesendur og verið hjartanlega velkomin til leiks í beina textalýsingu Fótbolta.net frá leik Grindavíkur og Vals í 21.umferð Pepsi Max deildarinnar.
Byrjunarlið:
1. Hannes Þór Halldórsson (m)
Haukur Páll Sigurðsson ('50)
2. Birkir Már Sævarsson
3. Ívar Örn Jónsson ('77)
4. Einar Karl Ingvarsson
6. Sebastian Hedlund
9. Patrick Pedersen
10. Kristinn Freyr Sigurðsson
11. Sigurður Egill Lárusson
17. Andri Adolphsson ('88)
23. Eiður Aron Sigurbjörnsson

Varamenn:
25. Sveinn Sigurður Jóhannesson (m)
8. Kristinn Ingi Halldórsson ('88)
20. Orri Sigurður Ómarsson ('50)
21. Bjarni Ólafur Eiríksson
24. Valgeir Lunddal Friðriksson
28. Emil Lyng ('77)
77. Kaj Leo í Bartalsstovu

Liðsstjórn:
Ólafur Jóhannesson (Þ)
Rajko Stanisic
Sigurbjörn Örn Hreiðarsson
Halldór Eyþórsson
Fannar Gauti Dagbjartsson
Einar Óli Þorvarðarson
Kristófer Sigurgeirsson

Gul spjöld:
Andri Adolphsson ('30)

Rauð spjöld: