Arsenal á góða möguleika á að fá Rodrygo - Atletico leggur allt kapp á að fá Romero - West Ham hafnaði tilboði í Kudus
Svíþjóð U21
5
0
Ísland U21
Mattias Svanberg '22 1-0
Viktor Gyökeres '38 2-0
Dejan Kulusekvski '51 3-0
Dejan Kulusekvski '60 4-0
August Erlingmark '75 5-0
12.10.2019  -  13:45
Olympia - Helsingborg
Undankeppni EM U21
Dómari: Lawrence Visser (Belgía)
Byrjunarlið:

Varamenn:

Liðsstjórn:

Gul spjöld:
Mattias Svanberg ('31)
Viktor Gyökeres ('56)

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Strákarnir mæta síðan Írlandi á þriðjudaginn á Víkingsvelli. Þar verður liðið að sýna betri frammistöðu.
88. mín Gult spjald: Daníel Hafsteinsson (Ísland U21)
82. mín
Inn:Jónatan Ingi Jónsson (Ísland U21) Út:Stefán Teitur Þórðarson (Ísland U21)
81. mín
Lokasprettur leiksins.
75. mín MARK!
August Erlingmark (Svíþjóð U21)
Ljótt er það orðið.

Erlingmark skallar af nærstönginni yfir Patrik eftir horn.
63. mín
Inn:Valdimar Þór Ingimundarson (Ísland U21) Út:Jón Dagur Þorsteinsson (Ísland U21)
63. mín
Inn:Alex Þór Hauksson (Ísland U21) Út:Kolbeinn Birgir Finnsson (Ísland U21)
60. mín MARK!
Dejan Kulusekvski (Svíþjóð U21)
Kulusekvksi skoraði. Við töpuðum boltanum mjög klaufalega, þeir fóru upp og skoruðu mark.
57. mín
Brynjólfur Darri með skottilraun en hittir ekki á rammann.
56. mín Gult spjald: Viktor Gyökeres (Svíþjóð U21)
55. mín
Inn:Hörður Ingi Gunnarsson (Ísland U21) Út:Sveinn Aron Guðjohnsen (Ísland U21)
55. mín
Inn:Brynjólfur Willumsson (f) (Ísland U21) Út:Willum Þór Willumsson (Ísland U21)
54. mín Gult spjald: Willum Þór Willumsson (Ísland U21)
51. mín MARK!
Dejan Kulusekvski (Svíþjóð U21)
Svíar gera endanlega út um þetta. Skot sem fer í Ara Leifsson og inn.
50. mín Gult spjald: Ísak Óli Ólafsson (Ísland U21)
48. mín
Þegar tölfræðin yfir marktilraunir er skoðuð er staðan 11-1 fyrir Svíþjóð... það segir sitt.
46. mín
Seinni hálfleikur hafinn
45. mín
Hálfleikur
Íslenska liðið byrjaði leikinn vel og var líklegra fyrstu tíu mínúturnar eða svo. Svíar unnu sig þá inn í leikinn og hafa verið betri síðan. 2-0 í hálfleik og ærið verk framundan hjá íslenska liðinu ætli það sér að ná í úrslit í dag.
44. mín
Irandust í hörkufæri til að koma þessu í 3-0. Flott fyrirgjöf en boltanum stýrt framhjá.
41. mín
Gyokeres hendir sér niður í teignum. Kolbeinn Birgir í baráttunni - aldrei víti.
38. mín MARK!
Viktor Gyökeres (Svíþjóð U21)
Svante Ingelsson með sendingu á Gyokeres sem skorar með föstu skoti meðfram jörðinni framhjá Patrik í markinu.
31. mín Gult spjald: Mattias Svanberg (Svíþjóð U21)
Markaskorarinn brýtur illa á Daníel á miðjum vallarhelmingi íslenska liðsins.
25. mín
Svíar í fínum færum, skot í tréverkið og Patrik ver einnig vel.
22. mín MARK!
Mattias Svanberg (Svíþjóð U21)
Svíar komnir yfir. August Erlingmark með fína sendingu inn á Svanberg sem klárar vel úr teignum.
17. mín
Svíar verið líklegri undanfarnar mínútur. Patrik gert vel í að koma í veg fyrir miklar hættur.
9. mín
Sveinn Aron dæmdur rangstæður. Þetta var held ég ekki rétt! Sveinn hefði komist í dauðafæri þarna.
4. mín
Vel gert hjá íslenska liðinu. Stefán Teitur fær boltann í miðjum teignum eftir sendingu frá Jóni Degi og skýtur að marki. Frábær tækling sem kemur í veg fyrir að skotið fari á markið.
1. mín
Leikur hafinn
Farið af stað í Helsingborg!
Fyrir leik
Fyrir leik
Daníel Hafsteinsson sem kemur inn í liðið frá síðasta leik ætti að kannast vel við leikvanginn sem leikið er á í dag því hann er á mála hjá Helsinborg í sænsku Allsvenskan.
Fyrir leik
Alexander Isak, leikmaður Real Sociedad, var í hópnum hjá Svíum í septemberleikjunum en hann var valinn í A-landsliðshópinn í þessum glugga og íslenska liðið þarf því ekki að eiga við hann í dag.
Fyrir leik
Finnur Tómas Pálmason og Valdimar Þór Ingimundarson eru á varamannabekknum í dag og geta leikið sinn fyrsta U21 árs landsleik í dag.
Fyrir leik
Byrjunarliðin eru komin inn.

Ein breyting er gerð frá 6-1 sigrinum gegn Armenum í síðasta leik liðsins sem fram fór í september.

Daníel Hafsteinsson kemur inn fyrir Alex Þór Hauksson. Liðið var í einhvers konar 4-1-4-1 í síðasta leik með Svein Aron Guðjohnsen fremstan. Búast má við svipuðu í leiknum í dag.
Fyrir leik
Athugið! Ekki er um að ræða ítarlega textalýsingu úr leiknum í Svíþjóð heldur meira úrslitaþjónustu sem unnin er upp úr upplýsingum frá UEFA og samfélagsmiðlum

U21 ára landslið karla mætir Svíþjóð í dag í undankeppni EM 2021. Leikurinn fer fram á Olympia í Helsingborg og hefst kl. 13:45.

Ísland hefur unnið tvo fyrstu leikina sína í riðlinum, gegn Lúxemborg og Armeníu, á meðan Svíþjóð tapaði gegn Írlandi í eina leik sínum í keppninni til þessa.

Strákarnir mæta síðan Írlandi á þriðjudaginn á Víkingsvelli.

Svona er leikmannahópur U21:

Patrik Sigurður Gunnarsson (Brentford)
Elías Rafn Ólafsson (Aarhus Fremad)
Alfons Sampsted (Breiðablik)
Jón Dagur Þorsteinsson (AGF)
Mikael Neville Anderson (Midtjylland)
Ari Leifsson (Fylkir)
Alex Þór Hauksson (Stjarnan)
Willum Þór Willumsson (BATE)
Hörður Ingi Gunnarsson (ÍA)
Stefán Teitur Þórðarson (ÍA)
Daníel Hafsteinsson (Helsingborg)
Kolbeinn Birgir Finnsson (Borussia Dortmund)
Sveinn Aron Guðjohnsen (Spezia)
Guðmundur Andri Tryggvason (Víkingur R.)
Jónatan Ingi Jónsson (FH)
Brynjólfur Darri Willumsson (Breiðablik)
Ísak Óli Ólafsson (SonderjyskE)
Þórir Jóhann Helgason (FH)
Finnur Tómas Pálmason (KR)
Valdimar Þór Ingimundarson (Fylkir)
Byrjunarlið:
13. Patrik Sigurður Gunnarsson (m)
2. Alfons Sampsted
5. Ísak Óli Ólafsson
8. Daníel Hafsteinsson
9. Stefán Teitur Þórðarson ('82)
10. Mikael Anderson
11. Jón Dagur Þorsteinsson ('63)
17. Sveinn Aron Guðjohnsen ('55)
18. Willum Þór Willumsson ('55)
20. Kolbeinn Birgir Finnsson ('63)
23. Ari Leifsson (f)

Varamenn:
1. Elías Rafn Ólafsson (m)
12. Daði Freyr Arnarsson (m)
4. Torfi Tímoteus Gunnarsson
6. Alex Þór Hauksson ('63)
7. Jónatan Ingi Jónsson ('82)
7. Finnur Tómas Pálmason
8. Kolbeinn Þórðarson
9. Brynjólfur Willumsson (f) ('55)
15. Valdimar Þór Ingimundarson ('63)
16. Hörður Ingi Gunnarsson ('55)
19. Guðmundur Andri Tryggvason
21. Þórir Jóhann Helgason

Liðsstjórn:
Arnar Þór Viðarsson (Þ)
Eiður Smári Guðjohnsen (Þ)

Gul spjöld:
Ísak Óli Ólafsson ('50)
Willum Þór Willumsson ('54)
Daníel Hafsteinsson ('88)

Rauð spjöld: