KA
0
0
Víkingur R.
20.06.2020  -  13:30
Greifavöllurinn
Pepsi Max-deild karla
Aðstæður: Brakandi blíða. Allir á völlinn!
Dómari: Vilhjálmur Alvar Þórarinsson
Áhorfendur: 898
Maður leiksins: Mikkel Qvist
Byrjunarlið:
1. Aron Dagur Birnuson (m)
Hallgrímur Jónasson
5. Ívar Örn Árnason (f)
7. Almarr Ormarsson (f) ('78)
10. Hallgrímur Mar Steingrímsson
11. Ásgeir Sigurgeirsson ('78)
16. Brynjar Ingi Bjarnason
20. Mikkel Qvist
21. Nökkvi Þeyr Þórisson ('65)
22. Hrannar Björn Steingrímsson
77. Bjarni Aðalsteinsson

Varamenn:
12. Kristijan Jajalo (m)
9. Elfar Árni Aðalsteinsson
14. Andri Fannar Stefánsson ('78)
17. Ýmir Már Geirsson
23. Steinþór Freyr Þorsteinsson ('78)
30. Sveinn Margeir Hauksson
33. Guðmundur Steinn Hafsteinsson ('65)

Liðsstjórn:
Óli Stefán Flóventsson (Þ)
Gunnar Örvar Stefánsson
Pétur Heiðar Kristjánsson
Branislav Radakovic
Stefán Sigurður Ólafsson
Sævar Pétursson
Baldur Halldórsson

Gul spjöld:
Hrannar Björn Steingrímsson ('36)
Almarr Ormarsson ('45)
Ívar Örn Árnason ('70)
Steinþór Freyr Þorsteinsson ('82)
Elfar Árni Aðalsteinsson ('83)

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Afar bragðdaufum leik lokið. Jafntefli sanngjörn úrslit í dag.
95. mín
KA fær horn hér í blálokin...
93. mín
Aukaspyrna Óttars er himinhátt yfir markið. Ekkert hefur gengið hjá sóknarmönnum liðanna í dag og þetta er í takt við það.
92. mín
Andri Fannar brýtur á Kristal RÉTT fyrir utan vítateig KA. Þetta er dauðafæri fyrir Óttar Magnús!
91. mín
Logi neglir í hendina á Hrannari og Víkingur fær aukaspyrnu á fínum stað, rétt fyrir utan vítateig KA úti vinstra megin.
91. mín
Fimm mínútum bætt við.
90. mín
Þetta hefur verið mjög gæðalítið í seinni hálfleik. Steindautt satt að segja.
88. mín
Andri Fannar á gjörsamlega glórulausa sendingu aftur á Brynjar Inga sem lendir í kapphlaupi við Nikolaj. Nikolaj vinnur kapphlaupið og kemur boltanum á Ágúst Eðvald. Mikkel Qvist nær að komast í veg fyrir fyrirgjöf Ágústs og ekkert kemur úr sókn Víkings.
87. mín
Ágúst Eðvald með vitlaust innkast. Fannst ég bara þurfa að segja frá því.
84. mín
Hallgrímur Jónasson liggur eftir í vítateig KA eftir fína aukaspyrnu Loga Tómassonar. Hann er þó klár í að halda leik áfram.
83. mín Gult spjald: Elfar Árni Aðalsteinsson (KA)
Eitthvað ósáttur við vinnubrögð dómara.
82. mín Gult spjald: Steinþór Freyr Þorsteinsson (KA)
Alltof seinn og tekur Kristal niður.
80. mín
Inn:Bjarni Páll Linnet Runólfsson (Víkingur R.) Út:Viktor Örlygur Andrason (Víkingur R.)
78. mín
Inn:Steinþór Freyr Þorsteinsson (KA) Út:Almarr Ormarsson (KA)
78. mín
Inn:Ásgeir Sigurgeirsson (KA) Út:Andri Fannar Stefánsson (KA)
75. mín
KA menn höfðu færi á því að sækja hratt, en eru einfaldlega að sækja á of fáum mönnum og Víkingar komast aftur í gott varnarskipulag.
74. mín
Ágúst Eðvald á fínan sprett og kemur honum á Óttar. Hann fær boltann rétt fyrir utan vítateig og lætur vaða með hægri, en Aron Dagur ver það auðveldlega.
71. mín
Aukaspyrna Óttars var ekki fjarri lagi, rétt yfir!
70. mín Gult spjald: Ívar Örn Árnason (KA)
Almarr tekur Nikolaj Hansen og Ívar Örn niður í einu! Almarr þarf að fara farlega, hann er kominn með gult. Víkingur fá aukaspyrnu á fínum stað. Á einhvern óskiljanlegan hátt fær Ívar gula spjaldið!
69. mín
Logi Tómasson hefur komið nokkuð sprækur inn og virðist vera fenginn inn til þess að teygja á KA liðinu.
65. mín
Inn:Guðmundur Steinn Hafsteinsson (KA) Út:Nökkvi Þeyr Þórisson (KA)
Þá kemur Guðmundur Steinn Hafsteinsson inná í sínum fyrsta leik fyrir KA.
64. mín
Góð sókn hjá Víkingum! Logi Tómasson á góða skiptingu á Óttar Magnús, sem setur hann út í skotið á Kristal Mána en Mikkel Qvist hendir sér fyrir skotið og blokkar það!
63. mín
Þreföld skipting hjá Arnari Gunnlaugs!
62. mín
Inn:Nikolaj Hansen (Víkingur R.) Út:Atli Hrafn Andrason (Víkingur R.)
62. mín
Inn:Kristall Máni Ingason (Víkingur R.) Út:Júlíus Magnússon (Víkingur R.)
62. mín
Inn:Logi Tómasson (Víkingur R.) Út:Helgi Guðjónsson (Víkingur R.)
60. mín
Hálftími eftir og enn lítið um opin færi. Mikil værukærð hefur verið yfir sendingum liðanna, þá sérstaklega hjá Víkingsliðinu, sem vilja halda boltanum innan liðsins.
58. mín
Bjarni og Nökkvi spila snyrtilega sín á milli og Bjarni á fast skot sem að Halldór Smári kemst fyrir.
56. mín
Kári Árnason brýtur á Ásgeiri og er brjálaður við Vilhjálm dómara. Þetta virtist samt vera nokkuð augljóst brot. Ásgeir þarfnast aðhlynningar.
54. mín
Ingvar hefur verið ofboðslega öruggur í þessum löngu innköstum Qvist.
53. mín
Mikkel Qvist mætir enn einu sinni á vettvang til að taka langt innkast..
51. mín
Bjarni setur boltann á hausinn á Brynjari, sem skallar að marki og Mikkel Qvist ákveður að láta boltann fara, í staðinn fyrir að ráðast á hann! Ingvar nær boltanum, en þetta var dauðafæri fyrir Qvist ef hann hefði bara stungið fram löpp.
50. mín
Viktor Örlygur nær á einhvern undarlegan hátt að hreinsa í sjálfan sig og aftur fyrir í horn. Mikil barátta myndast inná teignum eftir horn og Ingvar missir boltann, en Víkingar ná að hreinsa aftur í horn!
49. mín
Bjarni Aðalsteinsson tekur snögga aukaspyrnu á Ásgeir, en fyrirgjöf Ásgeirs er slök og Víkingar hreinsa í horn.
48. mín
Víkingar nálægt því að komast í færi en Hallgrímur Jónasson kemst inní sendingu Óttars Magnúsar og Aron Daði nær boltanum.
46. mín
Komið af stað!
45. mín
Hálfleikur
Mikil barátta hefur einkennt þennan fyrri hálfleik. Mjög lítið um opin marktækifæri en Óttar Magnús fékk þó eitt algjört dauðafæri á silfurfati stuttu fyrir leikhlé. Aron Dagur átti þá tilþrif leiksins hingað til og varði skot hans meistaralega. Spennandi seinni hálfleikur framundan!
45. mín Gult spjald: Almarr Ormarsson (KA)
Gerði heiðarlega tilraun til að stoppa skyndisókn Víkinga. Þeir náðu að halda áfram og Hallgrímur var nálægt því að fara í bókina líka, en Vilhjálmur lætur tiltal duga þar.
43. mín
Hallgrímur setur boltann á fjærstöngina, en Brynjar Ingi nær ekki að halda boltanum inná og Víkingur fær markspyrnu.
42. mín
Annað langt innkast frá Qvist, endar í þetta skiptið með horni sem KA fær.
40. mín
Það var afar einkennilega að þessu öllu staðið. Ívar Örn henti boltanum langt aftur til baka á Mikkel Qvist, sem ákvað að eftirláta Hallgrími boltann. Það fór ekki betur en svo að hann missti hann til Helga. KA menn stálheppnir!
39. mín
Óttar Magnús í DAUÐAFÆRI en Aron Dagur ver meistaralega!! Hallgrímur missir boltann afar klaufalega frá sér og Helgi Guðjóns nær boltanum. Hann leggur hann á Óttar sem er einn gegn Aroni og leggur boltann þéttingsfast niðri í fjærhornið. Aron Dagur er fljótur að átta sig og ver boltann glæsilega til hliðar!
38. mín
Hann grýtir boltanum inná teig, en ekkert kemur úr því og Víkingur fær markspyrnu.
38. mín
Mikkel Qvist undirbýr risa innkast...
37. mín
Davíð Örn á fína fyrirgjöf á Helga, sem nær ekki fullu valdi á boltanum en tekst að leggja hann út í skotið á Óttar. Óttar reynir að snúa hann í fjærhornið en boltinn fer langt yfir.
36. mín Gult spjald: Hrannar Björn Steingrímsson (KA)
Stoppar skyndisókn Víkings.
34. mín
Aukaspyrna Hallgríms er ágæt, en fer rétt yfir markið.
33. mín
Júlíus Magnússon tekur Hallgrím niður rétt fyrir utan vítateig Víkings! Hann er brjálaður yfir ákvörðun Vilhjálms, en henni verður ekki haggað. Dauðafæri fyrir Hallgrím.
29. mín
Helgi Guðjónsson virðist sparka í átt að Mikkel Qvist! Mikkel gerði nú ekkert annað en að skýla boltanum aftur fyrir endamörk, stórundarlegt að láta þetta pirra sig!
27. mín
Atli Hrafn og Hrannar Björn skella saman eftir skallaeinvígi. Báðir þurfa smá aðhlynningu en virðast báðir klárir í að halda áfram.
25. mín
Mikkel Qvist á afar máttlitla tilraun beint í varnarvegginn og þetta rennur út í sandinn. Hallgrímur Mar hugsar honum líklega þegjandi þörfina, en hann stóð líka yfir boltanum.
24. mín Gult spjald: Halldór Smári Sigurðsson (Víkingur R.)
Stígur á Bjarna Aðalsteinsson og KA fá aukaspyrnu á vítateigshorninu hægra megin. Gott færi.
22. mín
Frábærlega varið hjá Ingvari!!! Bjarni á flotta hornspyrnu beint á köllinn á Ívari Erni sem stýrir boltanum í fjærhornið, en Ingvar er mættur og ver glæsilega!
21. mín
Uppúr aukaspyrnunni fá KA menn sína fyrstu hornspyrnu og þar mætir Bjarni Aðalsteinsson til að sparka fyrir.
20. mín
Halldór Smári fær á sig aukaspyrnu útá hægri kantinum og liðsmenn Víkings eru allt annað en sáttir. Hallgrímur Mar býr sig undir að taka spyrnuna.
17. mín
Davíð Örn Atlason brýtur aftur á Qvist og hann liggur eftir. Davíð verður að passa sig, hann er á gulu!
15. mín
Nökkvi Þeyr liggur sárþjáður á vellinum. Lendir á Sölva Ottesen. Það er ekkert grín!
14. mín
Snyrtilegt samspil hjá KA fyrir framan vítateig Víkings verður að engu þegar að Almarr reynir að stinga boltanum inná Nökkva. Halldór Smári stígur hann út og Ingvar handsamar boltann.
12. mín Gult spjald: Davíð Örn Atlason (Víkingur R.)
Aðeins of seinn í Ívar Örn og Vilhjálmur Alvar gefur honum gult spjald.
7. mín
Víkingar eiga talsvert auðveldara með að halda í boltann þessar fyrstu mínútur. KA menn freista þess að sækja hratt.
5. mín
Viktor Örlygur tekur spyrnuna inná teig og Óttar Magnús nær lausu skoti sem Aron Dagur ver í horn.
4. mín
Mikkel Qvist brýtur á Viktori úti á hægri kanti og Víkingur R. fær aukaspyrnu á fínasta stað.
Fyrir leik
Leikur hafinn
Óttar Magnús kemur leiknum af stað!
Fyrir leik
Áhorfendur næla sér í góða sólbrúnku í dag. Sólin skín skært og það er heitt í veðri. Magnað!
Fyrir leik
Þegar liðin mættust í fyrra á Greifavellinum buðu þau uppá frábæra skemmtun. Víkingur R. höfðu þar 3-4 sigur í miklum markaleik. Einungis tveir af markaskorurunum úr þeim leik eru í byrjunarliði í dag, það eru Viktor Örlygur Andrason og Ágúst Eðvald Hlynsson, leikmenn Víkings R.
Fyrir leik
KA menn gera tvær breytingar á liði sínu. Mikkel Qvist og Bjarni Aðalsteinsson koma inní byrjunarliðið en Andri Fannar Stefánsson og Ýmir Már Geirsson setjast á bekkinn. Guðmundur Steinn Hafsteinsson er einnig í hóp KA.

Logi Tómasson og Erlingur Agnarsson byrjuðu leikinn gegn Fjölni, en byrja ekki í dag. Logi á bekknum en Erlingur ekki í hóp. Inn fyrir þá koma Helgi Guðjónsson og Atli Hrafn Andrason.
Fyrir leik
Ef marka má spá Ingólfs Sigurðssonar þá vinnur KA nauman 1-0 sigur með skallamarki frá Guðmundi Hafsteinssyni. Hver veit nema það verði raunin?
Fyrir leik
Bæði lið leita að sínum fyrsta sigri en KA menn þurftu að sætta sig við svekkjandi 3-1 tap á Akranesi og Víkingar gerðu 1-1 jafntefli við nýliða Fjölnis.

KA byrjaði mjög vel og komst yfir gegn Skagamönnum en fataðist flugið eftir 20-25 mínútur og þegar Stefán Teitur Þórðarson kom ÍA yfir með stórkostlegu marki var aldrei spurning hvoru megin sigurinn myndi lenda.

Víkingur R. náði einnig forystu í sínum fyrsta leik og var þar á ferðinni Óttar Magnús Karlsson. Fjölnismenn gáfust þó ekki upp og nældu í jöfnunarmark sem reyndist síðasta mark leiksins. Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings R., sagði úrslitin sanngjörn og fannst sínir menn ekki hafa spilað nægilega vel.

Fyrir leik
Góðan daginn! Hér mun fara fram textalýsing á leik KA og Víkings R. í 2. umferð Pepsi Max deildar karla.
Byrjunarlið:
1. Ingvar Jónsson (m)
Sölvi Ottesen
Kári Árnason
8. Viktor Örlygur Andrason (f) ('80)
9. Helgi Guðjónsson ('62)
10. Óttar Magnús Karlsson
12. Halldór Smári Sigurðsson
20. Júlíus Magnússon (f) ('62)
22. Ágúst Eðvald Hlynsson
24. Davíð Örn Atlason
77. Atli Hrafn Andrason ('62)

Varamenn:
16. Þórður Ingason (m)
3. Logi Tómasson ('62)
11. Dofri Snorrason
14. Bjarni Páll Linnet Runólfsson ('80)
17. Atli Barkarson
23. Nikolaj Hansen ('62)
80. Kristall Máni Ingason ('62)

Liðsstjórn:
Arnar Gunnlaugsson (Þ)
Þórir Ingvarsson
Ísak Jónsson Guðmann
Hajrudin Cardaklija
Fannar Helgi Rúnarsson
Guðjón Örn Ingólfsson

Gul spjöld:
Davíð Örn Atlason ('12)
Halldór Smári Sigurðsson ('24)

Rauð spjöld: