Kaplakrikavöllur
sunnudagur 21. júní 2020  kl. 19:15
Pepsi Max-deild karla
Aðstæður: Viðrar vel til knattspyrnu!
Dómari: Helgi Mikael Jónasson
Áhorfendur: 1547
Maður leiksins: Jónatan Ingi Jónsson
FH 2 - 1 ÍA
1-0 Jónatan Ingi Jónsson ('51)
2-0 Steven Lennon ('57)
2-1 Tryggvi Hrafn Haraldsson ('84, víti)
Myndir: Fótbolti.net - J.L.
Byrjunarlið:
1. Gunnar Nielsen (m)
2. Hörður Ingi Gunnarsson
5. Hjörtur Logi Valgarðsson
6. Daníel Hafsteinsson ('71)
7. Steven Lennon
8. Baldur Sigurðsson
9. Jónatan Ingi Jónsson ('85)
10. Björn Daníel Sverrisson (f) ('66)
14. Morten Beck Guldsmed
16. Guðmundur Kristjánsson
21. Guðmann Þórisson

Varamenn:
24. Daði Freyr Arnarsson (m)
4. Pétur Viðarsson
11. Atli Guðnason ('71)
15. Þórður Þorsteinn Þórðarson
26. Baldur Logi Guðlaugsson ('85)
29. Þórir Jóhann Helgason ('66)
34. Logi Hrafn Róbertsson

Liðstjórn:
Ólafur Helgi Kristjánsson (Þ)
Ásmundur Guðni Haraldsson
Guðlaugur Baldursson
Ólafur H Guðmundsson
Hákon Atli Hallfreðsson
Fjalar Þorgeirsson
Helgi Þór Arason

Gul spjöld:
Jónatan Ingi Jónsson ('34)

Rauð spjöld:
@Stefanmarteinn7 Stefán Marteinn Ólafsson
94. mín Leik lokið!
+3
Helgi flautar af heldur sannfærandi sigur FH-ing. Skagamenn voru ekki góðir í dag verður að segjast, áttu þó ágætis lokakafla en sigur FH staðreynd!
Eyða Breyta
92. mín Gult spjald: Ólafur Valur Valdimarsson (ÍA)
Brýtur á Atla Guðna.
Eyða Breyta
90. mín
3 mínútum bætt við.
Eyða Breyta
89. mín
FH í DAUÐAFÆRI!!
Komast 4 á 1 en Steven Lennon tekur afleita ákvörðun að reyna vippa fyrir markið og Skagamenn ná að hreinsa.
Eyða Breyta
88. mín Sigurður Hrannar Þorsteinsson (ÍA) Steinar Þorsteinsson (ÍA)

Eyða Breyta
87. mín
Baldur Logi gerði vel í pressunni og vann boltan af varnarlínu ÍA og sendir fyrir en Steven Lennon sem nær boltanum flaggaður rangstæður.
Eyða Breyta
85. mín Baldur Logi Guðlaugsson (FH) Jónatan Ingi Jónsson (FH)
Besti maður vallarins í kvöld fer af velli.
Eyða Breyta
84. mín Mark - víti Tryggvi Hrafn Haraldsson (ÍA)
Sendir Gunnar í rangt horn.
Eyða Breyta
83. mín
VÍTI!!!
ÍA fær vítaspyrnu!! Sá ekki alveg hvað gerðist þarna en Helgi bendir á punktin!
Eyða Breyta
83. mín
Steinar Þorsteins núna með hörkuskot sem Gunnar ver vel. Skagamenn aðeins að ógna.
Eyða Breyta
82. mín
HÖRKUSKOT!
Gísli Laxdal smellhittir boltann en Gunnar Nielsen vandanum vaxinn og nær að verja.
Eyða Breyta
81. mín
Gísli Laxdal með fínan sprett upp vænginn og á sendingu fyrir sem varnarlína FH misreiknar en koma boltanum í horn.
Ekkert varð hinsvegar úr horninu.
Eyða Breyta
76. mín
Jónatan Ingi með skemmtilega tilraun, sér að Árni er ekki inná sínum markteig og reynir skot rétt fyrir framan miðju en skotið framhjá.
Eyða Breyta
75. mín Marcus Johansson (ÍA) Óttar Bjarni Guðmundsson (ÍA)

Eyða Breyta
73. mín
Þórir Jóhann í hörkufæri en skotið yfir markið!
Eyða Breyta
71. mín Atli Guðnason (FH) Daníel Hafsteinsson (FH)

Eyða Breyta
70. mín Gult spjald: Óttar Bjarni Guðmundsson (ÍA)
Fyrir brot á Morten Beck og lætur hann heyra það í kjölfarið
Eyða Breyta
69. mín
Tryggvi Hrafn við það að sleppa í gegn en Guðmann gerir vel og hendir sér á boltann og Gunnar Nielsen nær honum
Eyða Breyta
66. mín Þórir Jóhann Helgason (FH) Björn Daníel Sverrisson (FH)

Eyða Breyta
63. mín
STÖNGIN!!!
AFLEIT! markspyrna frá Árna endar beint á Morten Beck en hann leggur boltann í stöngina!! ÍA er í ruglinu í þessum leik!
Eyða Breyta
61. mín
Steven Lennon sleppur einn í gegn og keyrir inn á teig, leggur boltann út á Daníel sem kemur með seinni bylgjunni og skotið fast niðri en rétt framhjá.
Eyða Breyta
59. mín Gísli Laxdal Unnarsson (ÍA) Bjarki Steinn Bjarkason (ÍA)

Eyða Breyta
57. mín MARK! Steven Lennon (FH), Stoðsending: Daníel Hafsteinsson
MAARK!

Frábært spil hjá FH endar með að Daníel rennir Steven Lennon í gegn og hann setur hann framhjá Árna í marki ÍA.
Eyða Breyta
56. mín
Jónatan Ingi verið frábær í kvöld.
Eyða Breyta
51. mín MARK! Jónatan Ingi Jónsson (FH), Stoðsending: Guðmann Þórisson
MAARK!!

Þvílíkt mark hjá stráknum!! keyrir inn af kanntinum og úr virkilega þröngu færi rennir hann boltanum silkimjúkt framhjá Árna í marki ÍA
Eyða Breyta
46. mín
Farið í gang aftur.
Eyða Breyta
46. mín Ólafur Valur Valdimarsson (ÍA) Aron Kristófer Lárusson (ÍA)

Eyða Breyta
45. mín Hálfleikur
+2
Liðin fara jöfn inn í hálfleikinn en ÍA fara líklega sáttari til búningsklefa en FH hafa verið vægast sagt betri aðilinn í þessum fyrri hálfleik.
Eyða Breyta
45. mín
Fáum 2 mín í uppbótartíma í fyrri hálfleik.
Eyða Breyta
44. mín
Steinar Þorsteins með hörkuskot rétt framhjá marki FH! Aron Kristófer með fínasta sprett upp völlinn og leggur hann út á Steinar sem er rétt fyrir utan vítateig FH.
Eyða Breyta
40. mín
Jónatan Ingi með magnaða sendingu á Steven Lennon sem er kominn í frábært marktækifæri en skotið er slakt og beint á Árna í marki ÍA.
Eyða Breyta
38. mín
Hjörtur Logi með flotta fyrirgjöf á Morten Beck en skallinn tilturlega beint á Árna.
Eyða Breyta
36. mín
Það er hiti í þessu, FH fær aðra aukaspyrnu og stúkan er orðin vel æst.
Eyða Breyta
35. mín Gult spjald: Aron Kristófer Lárusson (ÍA)
Fékk gult fyrir fíaskóið hérna.
Eyða Breyta
34. mín Gult spjald: Jónatan Ingi Jónsson (FH)

Eyða Breyta
34. mín
Allt að sjóða uppúr hérna!
Jónatan Ingi með fallegan sprett inn á teigen missir boltann svolítð frá sér og fer í Steinar Þorsteins.
Eyða Breyta
33. mín
Flott sókn hjá ÍA, Tryggvi Hrafn með flottan bolta fyrir á Viktor Jóns sem kassar hann niður og leggur hann út á Stefán Teit sem kemur á ferðinni og reynir skotið en það fer rétt framhjá.
Eyða Breyta
31. mín
Vandræðagangur í öftustu línu ÍA kemur Árna í vandræði en hann nær að lúðra boltanum fram.
Eyða Breyta
30. mín
Nóg af hornum hjá FH í þessum leik, enn ekki skilað árangri þó.
Eyða Breyta
27. mín
Daníel með fínt skot en það fer rétt framhjá markinu.
Eyða Breyta
24. mín
Hörður Ingi með fallegan bolta fyrir marki sem Daníel Hafsteins skallar framhjá, Jónatan Ingi og Sindri Snær lenda í einhverjum minniháttar ágreningi fyrir aftan markið en Helgi fljótur að koma reglu á þá félaga.
Eyða Breyta
22. mín
Jónatan Ingi með flottan sprett upp hægri vænginn og vinnur hornspyrnu fyrir FH en ekkert verður úr henni.
Eyða Breyta
20. mín
FH hæglega getið verið búnir að taka forystuna hérna í kvöld.
Eyða Breyta
17. mín
SLÁIN!!
FH með besta færið hingað til en boltanum er rennt innfyrir á Jónatan Inga sem vippar yfir Árna og í slánna
Stuttu seinna vinnur Björn Daníel boltann af Óttari Bjarna og rennir boltanum rétt framhjá!
Eyða Breyta
15. mín
Guðmann og Viktor Jóns lenda í samstuði og aftur þarf að huga að Guðmanni.
Eyða Breyta
14. mín
Fínasta barátta í báðum liðum og ágætis jafnræði með liðunum, FH þó verið ögn líklegri.
Eyða Breyta
10. mín
Helgi Mikael stöðvar leikinn, Guðmann Þórisson þarfnast aðhlynningar.
Eyða Breyta
7. mín
FH fær fyrsta færi leiksins en Steven Lennon vinnur boltann vinsta meginn og keyrir inn á teig með sendingu út á Daníel Hafsteinsson sem á hörkuskot í varnarmann ÍA og FH fær fyrsta horn leiksins sem ekkert varð úr.
Eyða Breyta
6. mín
Baulað á Hörð Inga Skagameginn í stúkinni.
Eyða Breyta
3. mín
ÍA með flotta sókn en fyrirgjöfin fer yfir Viktor Jóns í teig FH.
Eyða Breyta
1. mín
Þetta er byrjað! Steven Lennon sparkar þessu af stað.
Eyða Breyta
Fyrir leik

Eyða Breyta
Fyrir leik
FH gerir eina breytingu á liði sínu frá síðasta leik en Atli Guðnason dettur úr úr liðinu fyrir Daníel Hafsteinsson á meðan ÍA gerir engar breytingar á sínu byrjunarliði frá sigrinum gegn KA.
Eyða Breyta
Fyrir leik
Helgi Mikael Jónasson sér um flautuleikinn í kvöld en honum til aðstoðar verða Jóhann Gunnar Guðmundsson og Þórður Arnar Árnason.
Arnar Þór Stefánsson verður þá til taks ef eitthvað kemur uppá hjá dómaratríóinu sem við vonum að sjálfsögðu að komi ekki til.
Þá mun Guðmundur Sigurðsson sjá um eftirlitið í dag.
Eyða Breyta
Fyrir leik
Steven Lennon og Stefán Teitur Þórðarson hafa báðir byrjað tímabilið vel en þeir skoruðu báðir 2 mörk í síðasta leik og því áhugavert að sjá hvort þeir ná að halda uppteknum hætti hér í kvöld.
Eyða Breyta
Fyrir leik
Ingólfur Sigurðsson, leikmaður KV og einn af meðlimum Innkastsins, spáir í spilin fyrir aðra umferðina.

FH 1 - 2 ÍA
Óvæntustu úrslit umferðarinnar. Tryggvi Hrafn með tvennu eftir að FH kemst yfir.
Eyða Breyta
Fyrir leik
Þessi lið unnu sitthvorn heimaleikinn síðasta sumar en þegar þessi lið mættust í Kaplakrika höfðu FH betur 1-0 með marki frá Steven Lennon.
ÍA höfðu þá haft betur í fyrri umferðinni uppi á Skaga 2-0 en bæði mörk Skagamanna skoraði Bjarki Steinn Bjarkason en í þeim leik fékk Pétur Viðarsson að líta rauða spjaldið.
Eyða Breyta
Fyrir leik
Bæði þessi lið hófu leiktíðina á sigrum en FH sigraði HK í kórnum 3-2 í áhugaverðum leik á meðan ÍA skellti KA 3-1 þar sem Stefán Teitur kom sá og sigraði.
Eyða Breyta
Fyrir leik
Komið sæl og blessuð kæru lesendur nær og fjær og verið hjartanlega velkominn í þessa beinu textalýsingu frá leik FH og ÍA.
Eyða Breyta
Byrjunarlið:
12. Árni Snær Ólafsson (m)
3. Óttar Bjarni Guðmundsson ('75)
4. Aron Kristófer Lárusson ('46)
6. Jón Gísli Eyland Gíslason
7. Sindri Snær Magnússon
9. Viktor Jónsson
10. Tryggvi Hrafn Haraldsson
16. Brynjar Snær Pálsson
18. Stefán Teitur Þórðarson
19. Bjarki Steinn Bjarkason ('59)
22. Steinar Þorsteinsson ('88)

Varamenn:
1. Aron Bjarki Kristjánsson (m)
14. Ólafur Valur Valdimarsson ('46)
17. Gísli Laxdal Unnarsson ('59)
21. Marteinn Theodórsson
24. Hlynur Sævar Jónsson
25. Sigurður Hrannar Þorsteinsson ('88)
93. Marcus Johansson ('75)

Liðstjórn:
Páll Gísli Jónsson
Ingibjörg Ásta Halldórsdóttir
Jóhannes Karl Guðjónsson (Þ)
Daníel Þór Heimisson
Ingimar Elí Hlynsson
Arnór Snær Guðmundsson
Hlini Baldursson

Gul spjöld:
Aron Kristófer Lárusson ('35)
Óttar Bjarni Guðmundsson ('70)
Ólafur Valur Valdimarsson ('92)

Rauð spjöld: