Arsenal endurnýjar áhuga á Luiz - Man Utd reynir við Todibo - Tottenham vill Sudakov
Afturelding
1
2
ÍBV
0-1 Víðir Þorvarðarson '21
Hafliði Sigurðarson '76 1-1
1-2 Telmo Castanheira '79
28.06.2020  -  16:00
Fagverksvöllurinn Varmá
Lengjudeild karla
Aðstæður: Logn og blautur völlur. Frábært fótboltaveður
Dómari: Aðalbjörn Heiðar Þorsteinsson
Maður leiksins: Hafliði Sigurðarson (Afturelding)
Byrjunarlið:
1. Jon Tena Martinez (m)
3. Ísak Atli Kristjánsson
6. Alejandro Zambrano Martin ('83)
6. Aron Elí Sævarsson (f)
7. Hafliði Sigurðarson
8. Kristján Atli Marteinsson
9. Andri Freyr Jónasson
10. Jason Daði Svanþórsson (f)
11. Gísli Martin Sigurðsson (f) ('73)
19. Eyþór Aron Wöhler ('59)
34. Oskar Wasilewski

Varamenn:
13. Jóhann Þór Lapas (m)
10. Kári Steinn Hlífarsson ('83)
16. Aron Daði Ásbjörnsson
17. Valgeir Árni Svansson ('59)
21. Elmar Kári Enesson Cogic
25. Georg Bjarnason ('73)

Liðsstjórn:
Magnús Már Einarsson (Þ)
Alexander Aron Davorsson (Þ)
Aðalsteinn Richter
Þórunn Gísladóttir Roth
Ingólfur Orri Gústafsson
Enes Cogic
Sævar Örn Ingólfsson

Gul spjöld:

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Leik lokið!

Eyjamenn sigra hér 1-2

Viðtöl og skýrsla á leiðinni
88. mín
Inn:Róbert Aron Eysteinsson (ÍBV) Út:Víðir Þorvarðarson (ÍBV)
88. mín
Inn:Eyþór Orri Ómarsson (ÍBV) Út:Gary Martin (ÍBV)
Gary tekst ekki að skora hér í dag.
85. mín
Tómas Bent sendir Gary í gegn og á skot með vinstri sem Jon ver í hornspyrnu sem ekkert verður úr
83. mín
Inn:Kári Steinn Hlífarsson (Afturelding) Út:Alejandro Zambrano Martin (Afturelding)
79. mín MARK!
Telmo Castanheira (ÍBV)
MAAAAAARK

Eyjamenn komast yfir á nýjan leik

Telmo Ferreira setur hann í netið, sá ekki alveg aðdragandan en mikill heppnisstimpill yfir þessu
77. mín
Víðir og Eyjamenn vilja víti!!!!

Ísak virðist brjóta á Víði en ekkert dæmt og við það trompast Víðir

Þarna að mínu mati gat Aðalbjörn bent á punktinn
76. mín MARK!
Hafliði Sigurðarson (Afturelding)
Stoðsending: Ísak Atli Kristjánsson
MAAAAAAAARK!!!

Ísak á fyrirgjöf frá hægri og Hafliði klippir hann inn.

Sturlað mark! 1-1
75. mín
Aron Elí kemur boltanum fyrir á Andra sem reynir að leggja hann á Jason sem rétt missir af honum.
74. mín
Inn:Tómas Bent Magnússon (ÍBV) Út:Sito (ÍBV)
73. mín
Inn:Georg Bjarnason (Afturelding) Út:Gísli Martin Sigurðsson (Afturelding)
72. mín
Víðir á gott skot en boltin rétt yfir markið.
69. mín
Afturelding leitar að jöfnunarmarkinu.

Andri fær boltan í hendina en ekkert dæmt og Andri finnur Hafliða sem vinnur hornspyrnu sem Halldór grípur.
66. mín
DAUÐAFÆRI AFTURELDING

Hafliði og Jason Daði leika skemmtilega á milli sín og það endar með að Hafliði finnur Jason Daða sem kemst einn í gegn en skot hans yfir markið.

Þarna hefði staðan getað orðið 1-1.
65. mín
Guðjón Ernir fær boltan hægra meginn og kemur með fastan bolta fyrir en Jon Tena gerir vel og grípur boltan
63. mín
Telmo kemur með langan bolta inn á Gary sem tekur hann niður og á skot yfir en flaggaður rangstæður
60. mín
FÆRI ÍBV!!

Gary Martin fær boltan frá Sito úti vinstramegin leikur á Gísla og kemur honum út á Víði sem á skot rétt framhjá.
59. mín
Inn:Valgeir Árni Svansson (Afturelding) Út:Eyþór Aron Wöhler (Afturelding)
58. mín
Afturelding að undirbúa sína fyrstu skiptingu. Valgeir Árni er að gera sig kláran í að koma inn.
57. mín
Alejando fær allan tíman í heiminum fyrir utan teig og kemur boltanum út á Aron Elí sem á fyrirgjöf sem fer í gegnum allan pakkann
56. mín
Lítið að gerast þessa stundina. Köllum eftir fleiri mörkum í þetta
52. mín
Furðulegur dómur.

Gísli Marteinn fellur inn í teig ÍBV eftir samskipti sín við Jón Ingason en aukaspyrna dæmd á Gísla, líklega fyrir dýfu
48. mín
Sito reynir skot en boltin af Ísaki og afturfyrir í hornspyrnu sem Aron Elí hreinsar
46. mín
Víðir reynir skot á mark fyrir utan teig en Óskar Wasilewski kemst fyrir
46. mín
Seinni hálfleikur hafinn

Víðir á upphafsspyrnu síðari hálfleiks
45. mín
Hálfleikur
Eyjamenn fara með 0-1 forskot inn í hálfleik

Skemmtilegum fyrrihálfleik lokið og vonandi fáum við sömu skemmtun í þeim síðari.
44. mín
Alejandro á hornspyrnu og hornið tekið stutt á Jason sem setur hann aftur á Alejandro sem setur hann fyrir en Halldór kemst í boltan

Skemmtileg taktík sem kemur beint frá æfingasvæðinu.
40. mín
Brotið á Hafliða rétt fyrir utan teig

Alejandro spyrnir fyrir sem endar með að rangstæða er dæmd á Aftureldingu.
38. mín
VEL VARIÐ HJÁ JON TENA!

Felix Örn fær boltan vinstramegin í teignum og á skot sem Jon Tena ver vel!
33. mín
Sigurður Arnar brýtur á Jasoni Daða og Afturelding fær aukaspyrnu á góðum stað

Alejandro spyrnir og boltin af varnarmanni ÍBV og í horn sem Alejandro tekur frá vinstri en Eyjamenn hreinsa
28. mín Gult spjald: Óskar Elías Zoega Óskarsson (ÍBV)
Brýtur á Jasoni Daða
26. mín
Alejandro keyrir upp hægri kantinn og á fyrirgjöf en engin rauðtreyja mætir til að skalla boltan og boltin afturfyrir
21. mín MARK!
Víðir Þorvarðarson (ÍBV)
Stoðsending: Gary Martin
MAAAAAAAARK!!

Gary Martin fær boltan frá Sito frá hægri og á skot sem Jon Tena ver mjög vel en boltin endar hjá Víði sem setur hann í netið!!

0-1.
17. mín
Eyþór kemur með góðan bolta frá hægri þar sem Jason Daði var en skalli hans yfir markið

Það er stutt í fyrsta markið hérna kæru lesendur, spurning hvorumegin það verður en færi á báða boga
14. mín
Jason Daði!!!!!

Nálægt því að setja hann þarna einhver miskilningur milli Jóns og Halldórs og Jason kemst framfyrir Jón en setur hann beint á Halldór í marki ÍBV.
12. mín
FÆRI ÍBV!!

Bjarni Ólafur kemur með fastan bolta fyrir á Gary sem nær ekki að stýra honum á markið og skallar framhjá
8. mín
ÍBV fær hornspyrnu sem Bjarni Ólafur spyrnir fyrir en Aron Elí skallar boltan burt.
7. mín
Telmo Castanheira reynir að finna Gary í góðu hlaupi en Jon vel á verði og kemst á undan Gary í boltan
5. mín
Gary Martin sleppur í gegn, sá ekki hver átti sendinguna en Gary setur hann beint á John Tena í markinu hjá Aftureldingu.

Mikið fjör í þessu í byrjun
4. mín
DAUÐAFÆRIIII HJÁ AFTURELDINGU

Kristján keyrir af stað á vörn ÍBV og setur hann á Andra sem sleppur einn í gegn og leikur á Halldór en setur hann í hliðarnetið og vilja heimamenn fá víti, líklega hefur Halldór eitthvað komið við Andra þegar hann lék á hann, en ekkert dæmt!
2. mín
Aron Elí finnur Andra Freyr uppi sem reyndi að flikka boltanum á Hafliða en Halldór Páll kemst í boltan
1. mín
Leikur hafinn
Andri Freyr fyrirliði Aftureldingar tekur upphafsspyrnu leiksins

Þetta er farið af stað. Góða skemmtun!
Fyrir leik
Leikmenn halda inn í klefa og gera sig klára fyrir upphafsflautið

Það styttist í leik!
Fyrir leik
Helgi Sigurðsson þjálfari ÍBV gerir enga breytingu á sínu liði frá sigur leiknum gegn Magna fyrir rúmri viku
Fyrir leik
Magnús Már þjálfari Aftureldingar gerir 2 breytingar frá tapinu gegn Keflavík fyrir rúmri viku en Alejandro Zambrano og Eyþór Aron koma inn í stað Alexnder Arons og Kára Steins
Fyrir leik
Byrjunarliðin eru klár og má sjá þau hér hliðana.

Andri Freyr og Gary Martin leiða línurnar hér í dag
Fyrir leik
Jón Arnar Barðdal leikmaður HK spáir í 2.umferð deildarinnar og spáir hann Eyjamönnum 0-2 sigri

Afturelding 0 - 2 ÍBV (16 í dag)

Robbi frændi mun leggja upp tvö á vin sinn Gary Martin og því finnst mér líklegt að leikar endi með 2-0 sigri ÍBV.
Fyrir leik
Hvað gerir Gary Martin í dag?

Gary framherji ÍBV hefur mikið verið í umræðuni hjá fólki, talið er að hann sé númeri of stór fyrir þessa deild og ég get alveg tekið undir það

Spurningin er hvort varnarlina Aftureldingar nái að halda honum í skefjum í dag.
Fyrir leik
ÍBV hinsvegar byrjuðu á 2-0 sigri á heimavelli en þá fengu þeir Magnamenn frá Grenivík í heimsókn.
Fyrir leik
Aftureldning byrjaði á að fá skell í fyrstu umferð deildarinnar þegar þeir heimsóttu Keflavík og endaði leikurinn 5-1 Keflvíkingum í vil.

Það verður því gaman að sjá hvernig Afturelding mæta gíraðir í fyrsta heimaleik sinn í deildinni sumarið 2020.
Fyrir leik
Bæði þessi lið fengu þægileg verkefni í 32-liða úrslitum Mjólkurbikar karla í vikunni og eru þau bæði komin áfram í 16-liða úrslitin. Smelltu hér til að sjá dráttinn.
Heimamenn í Aftureldingu fengu Árborg í heimsókn og sigruðu 3-0 á meðan Eyjamenn fengu Stólana í heimsókn til Eyja og endaði sá leikur með sannfærandi 7-0 sigri Eyjamanna
Fyrir leik
Góðan daginn kæru lesendur og verið velkomin í beina textalýsingu frá Fagverksvellinum að Varmá. Hér í dag ætlum við að fylgjast með leik Aftureldingar og ÍBV í Lengjudeild karla
Byrjunarlið:
21. Halldór Páll Geirsson (m)
2. Sigurður Arnar Magnússon
3. Felix Örn Friðriksson
5. Jón Ingason (f)
7. Guðjón Ernir Hrafnkelsson
8. Telmo Castanheira
9. Sito ('74)
10. Gary Martin ('88)
11. Víðir Þorvarðarson ('88)
24. Óskar Elías Zoega Óskarsson
32. Bjarni Ólafur Eiríksson

Varamenn:
1. Jón Kristinn Elíasson (m)
4. Nökkvi Már Nökkvason
12. Eyþór Orri Ómarsson ('88)
16. Tómas Bent Magnússon ('74)
17. Róbert Aron Eysteinsson ('88)
18. Eyþór Daði Kjartansson

Liðsstjórn:
Jonathan Glenn (Þ)
Helgi Sigurðsson (Þ)
Ian David Jeffs
Björgvin Eyjólfsson
Þorsteinn Magnússon
Óskar Snær Vignisson
Arnar Gauti Grettisson

Gul spjöld:
Óskar Elías Zoega Óskarsson ('28)

Rauð spjöld: