Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
Mjólkurbikar karla
Augnablik
46' 0
1
Stjarnan
Mjólkurbikar karla
Þróttur R.
90' 1
2
HK
Mjólkurbikar karla
Valur
86' 3
0
FH
Mjólkurbikar karla
90' 2
9
KR
Stjarnan
1
4
Selfoss
0-1 Dagný Brynjarsdóttir '17 , víti
0-2 Magdalena Anna Reimus '25
0-3 Dagný Brynjarsdóttir '28
0-4 Magdalena Anna Reimus '64
Snædís María Jörundsdóttir '88 1-4
01.07.2020  -  19:15
Samsungvöllurinn
Pepsi-Max deild kvenna
Dómari: Þórður Már Gylfason
Áhorfendur: 170
Maður leiksins: Tiffany Janea MCCarty
Byrjunarlið:
12. Birta Guðlaugsdóttir (m)
4. Katrín Ósk Sveinbjörnsdóttir
7. Shameeka Nikoda Fishley ('61)
8. Ingibjörg Lúcía Ragnarsdóttir
11. Betsy Doon Hassett ('78)
15. Katrín Mist Kristinsdóttir
16. Sædís Rún Heiðarsdóttir
18. Jasmín Erla Ingadóttir
19. Birna Jóhannsdóttir ('61)
23. Gyða Kristín Gunnarsdóttir ('61)
31. Hildigunnur Ýr Benediktsdóttir ('62)

Varamenn:
3. Arna Dís Arnþórsdóttir
7. Aníta Ýr Þorvaldsdóttir ('61)
14. Snædís María Jörundsdóttir ('61)
17. María Sól Jakobsdóttir ('61)
20. Lára Mist Baldursdóttir ('78)
37. Jana Sól Valdimarsdóttir ('62)

Liðsstjórn:
Kristján Guðmundsson (Þ)
Gréta Guðnadóttir
Guðný Guðnadóttir
Hugrún Elvarsdóttir
Andri Freyr Hafsteinsson
Óskar Smári Haraldsson
Þór Davíðsson

Gul spjöld:

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Þá er þessu lokið hér í kvöld, gestirnir með sanngjarnan 1:4 sigur.
Ég þakka fyrir mig, viðtöl og skýrsla síðar í kvöld.
90. mín
Uppbótartími er u.þ.b. 3 mínútur
88. mín MARK!
Snædís María Jörundsdóttir (Stjarnan)
Heimakonur með sárabótamark hér í lokin. Aníta kemur með góða fyrirgjöf af hægri kantinum og Snædís er ákveðnust í teignum og sparkar boltanum í netið
85. mín
Stjarnan að spila ágætla inn í teig gestanna og Aníta nær að koma boltanum í netið en fær dæmda á sig hendi svo þetta telur ekki
83. mín
Karitas fær frábæra stungusendingu inn fyrir vörn gestanna en skotið fer beint í fangið á Kaylan
81. mín
Inn:Helena Hekla Hlynsdóttir (Selfoss) Út:Magdalena Anna Reimus (Selfoss)
81. mín
Inn:Selma Friðriksdóttir (Selfoss) Út:Anna María Friðgeirsdóttir (Selfoss)
80. mín
Eva Lind reynir skot en boltinn fer framhjá markinu
78. mín
Inn:Lára Mist Baldursdóttir (Stjarnan) Út:Betsy Doon Hassett (Stjarnan)
77. mín
Dagný vill ná þrennunni, það er ljóst. Hún fær boltann á vítateigslínunni, snýr sér við og skýtur en boltinn fer rétt framhjá!
73. mín
Inn:Eva Lind Elíasdóttir (Selfoss) Út:Tiffany Janea MC Carty (Selfoss)
70. mín
Stjarna fær aukaspyrnu á fínum stað. Sædís tekur spyrnuna sem er frábær og fer rétt yfir markið. Sá þennan syngja í netinu
68. mín
Tiffany að koma sér í frábært færi, sólar sig í gegnum vörn Stjörnunnar og tekur skotið sem Birta ver frábærlega í markinu. Tiffany hefði átt skilið að komast á blað þarna, hún hefur verið frábær
68. mín
Inn:Þóra Jónsdóttir (Selfoss) Út:Hólmfríður Magnúsdóttir (Selfoss)
68. mín
Inn:Helena Hekla Hlynsdóttir (Selfoss) Út:Clara Sigurðardóttir (Selfoss)
67. mín
Stjarnan loksins að koma sér í færi en Selfyssingar rétt ná að hreinsa
64. mín MARK!
Magdalena Anna Reimus (Selfoss)
Stoðsending: Tiffany Janea MC Carty
Jasmín tapar boltanum illa og Tiffany vinnur hann, sendir inn fyrir á Magdalenu sem klárar frábærlega fram hjá Birtu í markinu. Annað mark hennar í dag
62. mín
Inn:Jana Sól Valdimarsdóttir (Stjarnan) Út:Hildigunnur Ýr Benediktsdóttir (Stjarnan)
Jahá, Stjarnan gerir hér fjórfalda skiptingu á sínu liði. Það er greinilegt að Kristján er ekki nægilega sáttur með frammistöðu síns liðs
61. mín
Inn:Snædís María Jörundsdóttir (Stjarnan) Út:Birna Jóhannsdóttir (Stjarnan)
61. mín
Inn:María Sól Jakobsdóttir (Stjarnan) Út:Gyða Kristín Gunnarsdóttir (Stjarnan)
61. mín
Inn:Aníta Ýr Þorvaldsdóttir (Stjarnan) Út:Shameeka Nikoda Fishley (Stjarnan)
58. mín
Selfoss fær horn, spyrnan er frábær og fer beint á kollinn á Hólmfríði en Birta ver frábærlega frá henni.
56. mín
Þá koma heimakonur sér í góða stöðu þrjár á þrjár en Anna hreinsar í horn
56. mín
Selfyssingar halda áfram að sækja, Bergrós gerir vel og kemur með bolta fyrir sem Birta kýlir í burtu beint á Hólmfríði sem skýtur en Birta ver vel
50. mín
Jasmín Erla nær geggjuðu skoti vel fyrir utan teig. Maður hélt í fyrstu að skotið færi langt yfir en það var lúmskt og þurfti Kaylan að hafa vel fyrir því í markinu og rétt náði að nikka boltanum yfir. Heimakonur fá horn
47. mín
Dagný reynir hér skot vel fyrir utan teig en skotið er hátt yfir
46. mín
Leikur hafinn
Þórður hefur flautað seinni hálfleikinn á. Gestirnir byrja með boltann.
Samstöðufundur hjá heimakonum hér á vellinum áður en seinni hálfleikur er flautaður á. Þær mættu um tveimur mínútum fyrr og tóku smá fund á vellinum. Ætli við fáum leik í seinni?
45. mín
Hálfleikur
Þórður hefur flautað til hálfleiks hér á Samsungvellinum þar sem gestirnir leiða 0:3. Selfyssingar hafa verið miklu betri í þessum fyrri hálfleik. Heimakonur eru alveg að reyna að spila saman en það kemur lítið út úr því. Spennandi að sjá hvort sú einstefna haldi áfram í seinni hálfleik eða hvort Stjarnan ætli að mæta til leiks og gera þetta spennandi
45. mín
1 mínúta í uppbótartíma
41. mín
Hólmfríður er svo góður leikmaður. Er með boltann rétt utan við teiginn og ákveður að taka skot en það fer rétt framhjá. Þarna munaði litlu fyrir Stjörnuna
39. mín
Stjarnan að gera sig líklegar hér, Shameeka sleppur inn fyrir vörn gestanna en Selfoss-liðið er snöggt til baka og Karitas rétt nær að hreinsa
38. mín
Aftur fær Tiffany boltann og sendir inn á Dagnýju sem skallar boltann í netið! ÞÞví miður fyrir Selfyssinga var flaggið komið á loft og því nær Dagný ekki að fullkomna þrennuna sína, allavega ekki strax
37. mín
Stjarnan fær hér horn sem ekkert kemur úr
34. mín
Nú eru stelpurnar í Stjörnunni ekki sáttar og heimta víti eftir að boltinn fer í höndina á varnarmanni Selfyssinga en Þórður dæmir ekkert
31. mín
Selfyssingar eru með fullkomna stjórn á leiknum og virðast loksins vera komnar með sjálfstraustið sem vantaði í fyrstu tveimur leikjunum. Og ekki skemmir fyrir að Dagný er komin í stuð, ætli hún nái að bæta við öðru marki í kvöld?
28. mín MARK!
Dagný Brynjarsdóttir (Selfoss)
Stoðsending: Tiffany Janea MC Carty
Selfyssingar eru hér að ganga frá Stjörnunni. Tiffany fær boltann alveg upp við endalínu og kemur með flotta sendingu inn í teig þar sem Dagný er á hárréttum stað og skallar boltann í netið.
25. mín MARK!
Magdalena Anna Reimus (Selfoss)
Stoðsending: Tiffany Janea MC Carty
Tiffany stelur boltanum af Katrínu Mist í vörninni, og kemur boltanum á Magdalenu sem klárar snyrtilega framhjá Birtu Guðlaugsdóttur í markinu. Hrikaleg mistök hjá Katrínu sem leit vægast sagt illa út í þessu marki
21. mín
Stjarnan hér með tvær sóknir í röð. Fyrst á Betsy Doon Hassett ágætis skot sem Kaylan ver og loks fer Birna upp hægri kantinn en fyrirgjöfin endar í höndum Kaylan í markinu
17. mín Mark úr víti!
Dagný Brynjarsdóttir (Selfoss)
Dagný kemur hér gestunum yfir með snyrtilegu skoti í vinstra hornið. Mjög öruggt víti og með þessu er Dagný komin á blað á Pepsi-Max deildinni
16. mín
SELFYSSINGAR FÁ VÍTI.
Boltinn virðist hafa skoppað í hendina á Ingibjörgu og Þórður bendir strax á punktinn viss í sinni sök. Ég er ekki alveg viss með þetta, verður áhugavert að skoða þetta betur í sjónvarpinu
15. mín
Gestirnir fá hér sína aðra hornspyrnu í leiknum. Það kemur ekkert úr henni en gestirnir halda þó boltanum og vinna annað horn sem Clara tekur
11. mín
Stjarnan að gera sig líklega hér, Shameeka fær sendingu í gegnum vörn Selfyssinga en Kaylan kemst á undan í boltann en sparkar beint í Shameeku en því miður fyrir heimakonur berst boltinn ekki nægilega langt og gestirnir hreinsa
11. mín
Selfyssingar að koma sér í ágætis færi en þegar boltinn berst á Magdalenu þá er hún rangstæð
7. mín
Nú fá heimakonur sína fyrstu hornspyrnu þegar Hildigunnur skýtur í Önnu. Anna virðist hafa fengið boltann á vondan stað og situr eftir.
Rétt áður reyndi Dagný að gera sig líklega í teig andstæðinganna en hún fékk enga hjálp og tapaði boltanum
5. mín
Hólmfríður reynir hér skot en það er laflaust og framhjá markinu
4. mín
Gestirnir fá fyrsta horn leiksins. Þær taka það stutt, senda inn í og Anna Björk reynir að nikka boltanum inn með hælnu en það gengur ekki og Birta handsamar boltann
1. mín
Leikur hafinn
Þetta er farið af stað. Heimakonur byrja með boltann og sækja í átt að Hafnarfirði.
Fyrir leik
Þá eru liðin komin út á völl - þetta er alveg að hefjast!
Fyrir leik
Þá eru byrjunarliðin komin inn og þau má sjá hér til hliðanna.

Alfreð gerir eina breytingu á sínu liði frá síðasta leik, Hólmfríður byrjar en Bárbara Sól er ekki með þar sem hún er í sóttkví.

Þá gerir Kristján 3 breytingar á sínu liði frá síðasta leik, Sædís Rún, Hildigunnur Ýr og Birna Jóhannsdóttir koma inn
Fyrir leik
Stjörnustúlkur hafa skorað 5 mörk í deildinni í sumar og fengið á sig 4 stykki. Markahæstar í liðinu eru María sól Jakobsdóttir og Shameeka Nikoda Fishley með 2 mörk hvor
Fyrir leik
Selfyssingar hafa aðeins skorað 2 mörk í deildinni í sumar og fengið á sig 3. Þetta kemur nokkuð á óvart miðað við mannskap liðsins. Þær voru með virkilega sterkan hóp í fyrra og bættu við sig reyndu landsliðskonunum Dagnýju Brynjarsdóttur og Önnu Björk Kristjánsdóttur fyrir tímabilið.
Fyrir leik
Selfoss er í 6. sæti deildarinnar með 3 stig eftir 0:2 sigur gegn nýliðum FH í síðustu umferð en í þeim sigri komu bæði fyrsta mark og fyrstu stig þeirra í deildinni þetta árið. Selfyssingar töpuðu fyrsta leik sínum 1:0 gegn Fylki í 1. umferð og töpuðu svo 0:2 gegn Breiðablik í 2. umferð.
Fyrir leik
Stjarnan er í 5. sæti deildarinnar með 6 stig eftir 3:0 sigur gegn FH í 2. umferð og 0:1 sigur gegn ÍBV í 3. umferð. Stjörnustúlkur töpuðu þó fyrsta leik sínum í deildinni 4:1 gegn Þór/KA.
Fyrir leik
Góðan og blessaðan daginn og verið hjartanlega velkomin í þessa beinu textalýsingu frá Samsungvellinum þar sem leikur Stjörnunnar og Selfoss fer fram í Pepsi-Max deild kvenna.

Í þessari fjórðu umferð deildarinnar fara aðeins fram 2 leikir en leik Þór/KA og Fylkis og leik Þróttar og Breiðabliks sem áttu að fara fram í gær og leik KR og FH sem átti að fara fram í dag var frestað vegna Covid-19.
Byrjunarlið:
1. Kaylan Jenna Marckese (m)
Anna María Friðgeirsdóttir ('81)
Dagný Brynjarsdóttir
4. Tiffany Janea MC Carty ('73)
6. Bergrós Ásgeirsdóttir
8. Clara Sigurðardóttir ('68)
14. Karitas Tómasdóttir
18. Magdalena Anna Reimus ('81)
24. Áslaug Dóra Sigurbjörnsdóttir
26. Hólmfríður Magnúsdóttir ('68)
29. Anna Björk Kristjánsdóttir

Varamenn:
13. Margrét Ósk Borgþórsdóttir (m)
5. Brynja Valgeirsdóttir
15. Unnur Dóra Bergsdóttir
16. Selma Friðriksdóttir ('81)
19. Eva Lind Elíasdóttir ('73)
20. Helena Hekla Hlynsdóttir ('68) ('81)
21. Þóra Jónsdóttir ('68)
25. Halldóra Birta Sigfúsdóttir

Liðsstjórn:
Alfreð Elías Jóhannsson (Þ)
Erna Guðjónsdóttir
Elías Örn Einarsson
Hafdís Jóna Guðmundsdóttir
Ragnheiður Lóa Stefánsdóttir

Gul spjöld:

Rauð spjöld: