Ásvellir
fimmtudagur 02. júlí 2020  kl. 19:15
Lengjudeild kvenna
Dómari: Þorfinnur Gústaf Þorfinnsson
Maður leiksins: Sunna Líf Þorbjörnsdóttir
Haukar 2 - 2 ÍA
0-1 Hrafnhildur Arín Sigfúsdóttir ('6)
1-1 Vienna Behnke ('23)
2-1 Kristín Fjóla Sigþórsdóttir ('64)
2-2 Erla Karitas Jóhannesdóttir ('84)
Byrjunarlið:
18. Chante Sherese Sandiford (m)
0. Melissa Alison Garcia ('76)
6. Vienna Behnke
11. Erla Sól Vigfúsdóttir
13. Kristín Fjóla Sigþórsdóttir ('82)
16. Elín Klara Þorkelsdóttir
17. Sunna Líf Þorbjörnsdóttir
19. Dagrún Birta Karlsdóttir
20. Mikaela Nótt Pétursdóttir
23. Sæunn Björnsdóttir
24. Eygló Þorsteinsdóttir

Varamenn:
1. Hafdís Erla Gunnarsdóttir (m)
3. Berglind Þrastardóttir
9. Regielly Halldórsdóttir
10. Heiða Rakel Guðmundsdóttir ('82)
25. Elín Björg Símonardóttir ('76)
26. Guðrún Ágústa Halldórsdóttir
39. Berghildur Björt Egilsdóttir

Liðstjórn:
Jakob Leó Bjarnason (Þ)
Guðrún Jóna Kristjánsdóttir
Benjamín Orri Hulduson
Thelma Björk Theodórsdóttir
Rún Friðriksdóttir
Hulda Björk Brynjarsdóttir
Sigmundur Einar Jónsson

Gul spjöld:

Rauð spjöld:
@sarakristinv Sara Kristín Víðisdóttir
90. mín Leik lokið!
Skagastúlkur eflaust sáttari með þetta jafntefli.
Baráttuleik lokið hér á Ásvöllum
Eyða Breyta
90. mín
Svaka spenna er í leiknum núna! Bæði liðin eru að reyna að sækja sigurmarkið
Eyða Breyta
87. mín
Svakalegt færi!!

Elín Klara er ein á vítapunktinum en hún hittir ekki boltann!
Eyða Breyta
84. mín MARK! Erla Karitas Jóhannesdóttir (ÍA)
Þær jafna!!

Geggjuð sending inn fyrir vörn Hauka þar sem Kaja er komin ein í gegn á móti Chante en Kaja laumar boltanum framhjá henni. 2-2!!
Eyða Breyta
82. mín Heiða Rakel Guðmundsdóttir (Haukar) Kristín Fjóla Sigþórsdóttir (Haukar)
Fínn leikur hjá Kristínu sem skoraði annað mark Hauka.

Vienna kemur inn á miðjuna og Heiða Rakel fer á kantinn
Eyða Breyta
77. mín Veronica Líf Þórðardóttir (ÍA) Unnur Ýr Haraldsdóttir (ÍA)
Veronica kemur inn í fremstu línu
Eyða Breyta
76. mín Elín Björg Símonardóttir (Haukar) Melissa Alison Garcia (Haukar)
Elín Björg kemur upp á topp
Eyða Breyta
75. mín
Enn og aftur eru að koma hættulegar sendingar inn fyrir vörn ÍA í þetta skiptið á Kristín Fjóla sendinguna á Vi
Eyða Breyta
72. mín
ÍA vill fá víti!

Erla Karítas og Dagrún eru í mikilli baráttu og fá Haukar aukaspyrnu.

Dómarinn hefði alveg geta sleppt því að dæma. Fannst þetta bara vera lögleg barátta milli þeirra
Eyða Breyta
71. mín
ÍA farnar að sækja meira og núna á Bryndís skotið en það er beint á Chante
Eyða Breyta
69. mín
ÍA fá aukaspyrnu á fínum stað!

Fríða á fínan bolta á fjarstöngina en skallinn frá Unni Ýr fer vel framhjá
Eyða Breyta
67. mín Sigrún Eva Sigurðardóttir (ÍA) Védís Agla Reynisdóttir (ÍA)
Védís búin að vera flott á miðjunni
Eyða Breyta
64. mín MARK! Kristín Fjóla Sigþórsdóttir (Haukar), Stoðsending: Vienna Behnke
Haukar komnar yfir!

Geggjuð sending frá Sæunni inn fyrir vörn ÍA og beint á Vi sem ekur við honum og kemur síðan með sendingu inní og þar er Kristín Fjóla mætt. Fyrra skot hennar fer í Anítu en nær hún sjálf frákastinu og leggur boltann í tómt markið
Eyða Breyta
61. mín Gult spjald: María Björk Ómarsdóttir (ÍA)
Of sein í tæklingu á Eygló. Annað brot Maríu sem verðskuldar gult spjald.

Ekkert varð úr aukaspyrnunni sem Haukar fengu út frá þessu
Eyða Breyta
58. mín
Dauðafæri hjá Haukum!

Flottur sprettur upp kantinn hjá Sunnu Líf sem kemur síðan með geggjaða sendingu inn í teig á Melissu sem tekur vel á móti honum en skot hennar er máttlítið og er Aníta ekki í neinu veseni í marki ÍA
Eyða Breyta
57. mín
Misheppnuð sending til baka frá Mikaelu en Chante er vel á tánnum á nær að trufla skot Erlu Karítas
Eyða Breyta
56. mín
Mikil barátta er í þessum leik og eru þjálfarar beggja liða aðeins að kvarta í dómaranum
Eyða Breyta
48. mín
Haukar byrja seinni hálfleikinn mjög vel!

Eygló á virkilega góða sendingu upp í horn á Vi sem kemur boltanum fyrir er Kristín Fjóla hittir ekki boltann og koma Skagastúlkur honum í burtu
Eyða Breyta
46. mín Leikur hafinn
Skagastúlkur komu hér langt á undan Haukum út
Eyða Breyta
45. mín Hálfleikur
Ekki mikið að gerast hér í fyrrihálfleiknum og held ég að bæði lið geti mun betur
Eyða Breyta
35. mín
Mikil barátta er í leiknum núna og skiptast liðin á að halda boltanum
Eyða Breyta
33. mín
Kristín Fjóla er sloppin nánast ein í gegn en Eva María nær að trufla hana það mikið að skot hennar fer beint á Anítu.

Misskilningur er svo milli Melissu og Eyglóar sem veldur því að að skotið frá Melissu fer framhjá
Eyða Breyta
28. mín
ÍA hér í dauðafæri en Unnur skýtur yfir.

Haukar vildi fá rangstöðu en ég er bara ekki í stöðu til þess að sjá það
Eyða Breyta
23. mín MARK! Vienna Behnke (Haukar), Stoðsending: Sunna Líf Þorbjörnsdóttir
Þær jafna!!!

Haukastúlkur ekki búnar að skapa mikið eftir mark ÍA en Sunna á geggjaða fyrirgjöf sem endar beint á kollinum á Vi sem skallar boltan í netið.

Nú má búast við mikilli baráttu

Eyða Breyta
17. mín
Hér liggur Unnur í teig Hauka stúlkna eftir samstuð við Chante. Varamenn ÍA fara strax að hita upp.

Sýnist Unnur hafa meiðst í öxlinni en hún heldur leik áfram sem eru góðar fréttir
Eyða Breyta
11. mín
Haukastúlkur eru meira með boltan en ÍA eru virkilega þéttar og þvinga Hauka í langa bolta sem ganga ekki
Eyða Breyta
6. mín MARK! Hrafnhildur Arín Sigfúsdóttir (ÍA), Stoðsending: Jaclyn Ashley Poucel
ÍA fær hornspyrnu og hreynsun Hauka er beint á leikmann íA. Þær spila sig í gegn og á Jaclyn sendingu inn í teig þar sem Hrafnhildur er alein og er ekki í neinum vandræðum með að stýra boltanum í netið
Eyða Breyta
3. mín
Dauðafæri!!

Kristín sloppin ein í gegn en Aníta ver í horn. Ekkert verður úr hornspyrnunni
Eyða Breyta
3. mín
Fyrsta skot á markið er Hauka en Aníta grípur boltan örugglega
Eyða Breyta
1. mín
Haukastúlkur byrja hér með smá vind í bakið
Eyða Breyta
1. mín Leikur hafinn
Skagastúlkur byrja með boltann
Eyða Breyta
Fyrir leik
Lið ÍA er eftirfarandi:

Aníta er í markinu. Sandra Ósk, Eva María, Jaclyn og Hrafnhildur mynda varnarlínuna. Fríða, Bryndís og Védís eru á miðjunni og fyrir framan þær eru María Björk, Erla Karítas og Unnur Ýr.

Bæði miðjan og fremsta lína ÍA eru mikið að skipta um svæði sín á milli sem gerir varnarmönnum Hauka erfitt fyrir
Eyða Breyta
Fyrir leik
Lið Hauka er eftirfarandi:

Chante er í markinu. Erla Sól, Dagrún, Mikaela og Sunna Líf mynda varnarlínuna. Sæunn, Eygló og Kristín Fjóla eru á miðjunni. Vienna er á hægri kanti, Elín Klara á vinstri og Melissa upp á topp
Eyða Breyta
Fyrir leik
Liðin ganga hér inn á völlinn á meðan liðin eru kynnt til leiks. Þið getið séð liðin hér til hliðar
Eyða Breyta
Fyrir leik
Skagastúlkur gerðu 1-1 jafntefli við nýliða Gróttu í síðustu umferð og er gerð ein breyting á liðinu frá þeim leik. Sigrún Eva fer á bekkinn og María Björk kemur inn
Eyða Breyta
Fyrir leik
Í síðustu umferð unnu Haukastúlkur öruggan 2-0 útisigur á Fjölnisstúlkum. Tvær breytingar eru á liðinu frá þeim leik. Birna Kristín og Berglind Þrastardóttir fara út og inn koma Erla Sól og Kristín Fjóla
Eyða Breyta
Fyrir leik
Liðin eru að klára upphitun og ganga til búningsklefa hér í fínasta veðri á Ásvöllum. Smá vindur en sól og hlýtt
Eyða Breyta
Fyrir leik
Virkilega gott veður er á Höfuðborgarsvæðinu og hvet ég fólk til að mæta á Ásvelli og horfa á skemmtilegan fótboltaleik samhliða því að næla sér í smá sólargeisla
Eyða Breyta
Fyrir leik
Góða kvöldið og verið velkomin á beina textalýsingu á leik Hauka og ÍA í þriðju umferð í Lengjudeildinni
Eyða Breyta
Byrjunarlið:
12. Aníta Ólafsdóttir (m)
3. Jaclyn Ashley Poucel
4. Hrafnhildur Arín Sigfúsdóttir
6. Eva María Jónsdóttir
7. Erla Karitas Jóhannesdóttir
10. Bryndís Rún Þórólfsdóttir (f)
11. Fríða Halldórsdóttir
14. Unnur Ýr Haraldsdóttir ('77)
17. Védís Agla Reynisdóttir ('67)
18. María Björk Ómarsdóttir
20. Sandra Ósk Alfreðsdóttir

Varamenn:
30. Friðmey Ásgrímsdóttir (m)
8. Sigrún Eva Sigurðardóttir ('67)
9. Erna Björt Elíasdóttir
15. Klara Kristvinsdóttir
16. Veronica Líf Þórðardóttir ('77)
19. Anna Þóra Hannesdóttir
25. Lilja Björg Ólafsdóttir

Liðstjórn:
Hjördís Brynjarsdóttir
Margrét Ársælsdóttir
Aníta Sól Ágústsdóttir
Aron Ýmir Pétursson (Þ)
Dagný Halldórsdóttir
Róberta Lilja Ísólfsdóttir
Unnar Þór Garðarsson (Þ)

Gul spjöld:
María Björk Ómarsdóttir ('61)

Rauð spjöld: