Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
Keflavík
2
1
Þór
Adam Ægir Pálsson '9 1-0
Helgi Þór Jónsson '28 2-0
Frans Elvarsson '31
2-1 Alvaro Montejo '49 , víti
Kian Williams '82
12.07.2020  -  16:00
Nettóvöllurinn
Lengjudeild karla
Aðstæður: Hægur vindur, skúrir hiti um 11 gráður. Völlurinn blautur og flottur
Dómari: Gunnar Freyr Róbertsson
Maður leiksins: Sindri Kristinn Ólafsson
Byrjunarlið:
1. Sindri Kristinn Ólafsson (m)
Anton Freyr Hauks Guðlaugsson
4. Nacho Heras
7. Rúnar Þór Sigurgeirsson
7. Davíð Snær Jóhannsson
10. Kian Williams
11. Helgi Þór Jónsson
16. Sindri Þór Guðmundsson
23. Joey Gibbs
24. Adam Ægir Pálsson ('74)
25. Frans Elvarsson

Varamenn:
12. Þröstur Ingi Smárason (m)
3. Andri Fannar Freysson
6. Ólafur Guðmundsson
8. Ari Steinn Guðmundsson
10. Dagur Ingi Valsson
18. Cezary Wiktorowicz
28. Ingimundur Aron Guðnason ('74)

Liðsstjórn:
Eysteinn Húni Hauksson Kjerúlf (Þ)
Sigurður Ragnar Eyjólfsson (Þ)
Ómar Jóhannsson
Þórólfur Þorsteinsson
Falur Helgi Daðason
Jón Örvar Arason

Gul spjöld:
Frans Elvarsson ('24)
Anton Freyr Hauks Guðlaugsson ('48)
Kian Williams ('59)

Rauð spjöld:
Frans Elvarsson ('31)
Kian Williams ('82)
Leik lokið!
Frábær sigur Keflvíkinga á Þór staðreynd.

Manni færri í klukkustund og 2 færri í 10 en sigla þessu heim.
94. mín
Sindri Þór brýst upp hægra meginn og sækir snertingu og brot. Vinnur tíma.
93. mín
Rúnar Þór með frábæran varnarleik og sækir brot að auki. Verið stórkostlegur í síðari hálfleik.
92. mín
Jóhann Helgi skallar yfir.
91. mín
Hornspyrna fyrir Þór
90. mín Gult spjald: Alvaro Montejo (Þór )
Brýtur á Davíð við miðjuhringinn. komið fram í uppbótartíma
89. mín
Inn:Sölvi Sverrisson (Þór ) Út:Jakob Franz Pálsson (Þór )
88. mín
Alvaro með skot framhjá af vítateigshorninu. Lifir Keflavík þetta af?
86. mín
Þór fær horn.
82. mín Rautt spjald: Kian Williams (Keflavík)
Vont getur lengi versnað Kian fær sitt annað gula.

Dómarinn gerir mistök í aðdraganda. Boltinn fer í hann sem á að vera drop ball en hann heldur áfram.
82. mín
Þórsarar að leika sér að eldinum Keflvíkngar verulega skeinuhættir í upphlaupum sínum.
77. mín
Kian Williams í frábæru færi en Aron Birkir ver virkilega vel.

Þórsarar í færi hinum meginn en dæmdir brotlegir.
74. mín
Inn:Izaro Abella Sanchez (Þór ) Út:Jónas Björgvin Sigurbergsson (Þór )
74. mín
Inn:Ingimundur Aron Guðnason (Keflavík) Út:Adam Ægir Pálsson (Keflavík)
72. mín
Keflavík fær horn.
71. mín
Þór fær horn. Þeirra 14.
69. mín
Pressa Þórs að þyngjast og fætur Keflavíkur liðsins teknar að þyngjast.
67. mín
Inn:Guðni Sigþórsson (Þór ) Út:Hermann Helgi Rúnarsson (Þór )
67. mín
Inn:Jóhann Helgi Hannesson (Þór ) Út:Sveinn Elías Jónsson (Þór )
66. mín
Skalli að marki en Sindri öryggið uppmálað í markinu.
65. mín
Þór fær horn.
63. mín
Sindri missir fyrirgjöf frá hægri í gegnum klofið en Keflvíkingar bjarga í horn.
62. mín
Helgi Þór í dauðafæri en setur boltann í höfuð samherja og yfir af tæplega meters færi!!!!!!
62. mín Gult spjald: Hermann Helgi Rúnarsson (Þór )
59. mín Gult spjald: Kian Williams (Keflavík)
Brýtur af sér við endalínu, Þór með aukaspyrnu.
55. mín
ÞVÍLÍKAR VÖRSLUR FRÁ SINDRA!!!!

Alvaro með alvöru takta og skot sem Sindri ver upp í slánna og niður. Alvaro fylgir sjálfur eftir en Sindri ver aftur!!!!

53. mín
Jakob Snær hársbreidd frá því að komast í gegn en Keflvíkingar komast fyrir.
52. mín
Þórsarar eflst mjög við markið og Keflvíkingum gengur erfiðlega að halda boltanum. Þetta gæti orðið langur hálfleikur fyrir heimamenn.
49. mín Mark úr víti!
Alvaro Montejo (Þór )
Setur Sindra í öfugt horn og skorar af öryggi.
48. mín Gult spjald: Anton Freyr Hauks Guðlaugsson (Keflavík)
48. mín
þór fær víti!!!!

Anton brotlegur.
46. mín
Keflvíkingar koma sér í álitlega stöðu strax en Gibbs dæmdur rangstæður.
46. mín
Síðari hálfleikur hafinn

Heimamenn hefja leik manni færri eftir að Frans Elvarssyni var vikið af velli í fyrri hálfleik. Róðurinn verður eflaust þungur en 2 mörk í forgjöf gætu reynst dýrmætt.
45. mín
Hálfleikur
Nánari skoðun á línubjörgun Þórsara undir smásjá og hann fer í mjöðmina á honum.
45. mín
Hálfleikur
Keflvíkingar skora en á sömu sekúndu er Gunnar að flauta leikinn af!

Keflvíkingar alls ekki sáttir.
45. mín
Alvaro á hálum ís. Slæmir hendinni í Adam Ægi í baráttu um boltann.
44. mín
Keflvíkingar henda sér fyrir skot og niðurstaðan horn.
43. mín
VAR í blaðamannastúkunni kveður upp úrskurð. Ekkert í þessu.
43. mín
Alvaro Montejo slær til Kian Williams sýnist mér. Lítið í þessu og Alvaro sleppur. Leit skringilega út héðan frá.
42. mín
Þór fær horn.
39. mín
Rauða spjaldið að sjálfsögðu breytt leiknum talsvert og Þórsarar að vinna sig inn í leikinn. Keflvíkingar þó enn stórhættulegir fram á við.
36. mín
Búinn að horfa nokkrum sinnum á björgun Þórsara á línu hér áðan og ég get ekki hrist það af mér að mér finnst hann bjarga með hendinni. Gerir sig breiðann á línunni.
34. mín
Þórsarar bjarga á línu eftir svaðaleg tilþrif Rúnars sem klippir boltann eftir horn. Er ekki frá því að þetta hafi verið hendi samt!
33. mín
Galið hjá Frans að brjóta svona. togar leikmann Þórsara niður aftan frá á gulu spjaldi og getur lítið kvartað held ég.
31. mín Rautt spjald: Frans Elvarsson (Keflavík)
Það var víst Frans sem fékk gult áðan og fær sitt annað hér og þar með rautt.
28. mín MARK!
Helgi Þór Jónsson (Keflavík)
Stoðsending: Adam Ægir Pálsson
Mark!!!

Mættur á fjærstöng eftir fyrirgjöf Adams frá vinstri og stetur hann í netið. Vörn Þórs alls ekki sannfærandi þarna.
28. mín
Skyndisókn hjá Keflavík og Gibbs einn gegn Aroni vinstra meginn í teignum en Aron með góða vörslu
26. mín
Ólafur Aron fær aðra á svipuðum stað. Þessi beint í vegginn og afturfyrir.
25. mín
Þvílík aukaspyrna frá Þórsurum sem smellur í þverslánni og niður. Þórsarar ná frákastinu en boltinn framhjá. Ólafur Aron með þessa líka svakalegu spyrnu.

Heimamenn stálheppnir!
24. mín Gult spjald: Frans Elvarsson (Keflavík)
24. mín
Þór fær aukaspyrnu á svipuðum slóðum og áðan. Ekki sama óðagotið,
22. mín
Þórsarar fá aukaspyrnu á vænlegum stað en fara illa með hana. Tekin snöggt og boltinn endar hjá Sindra í markinu.
19. mín
Sindri missir boltann eftir hornið en komið til bjargar því Þórsarar klárlega brotlegir.
18. mín
Þórsarar bruna upp og Jakob Franz vinnur horn.
17. mín
Aron Birkir með frábæra markvörslu eftir skalla Gibbs. Keflavík fær horn.
14. mín
Keflavík TV á youtube er að sýna leikinn og eftir að hafa skoðað markið aftur er ég á þeirri skoðun að það hafi ekki verið ætlunin hjá Adam að skjóta.
13. mín
ALvaro kemst inn á teiginn vinstra meginn en Anton Freyr setur boltann í horn.
11. mín
Helgi Þór í færi í teignum en skot hans framhjá.
9. mín MARK!
Adam Ægir Pálsson (Keflavík)
Maaark!!!!

ÚFF Aron Birkir. Skotið tiltölulega beint á hann og ætti að öllu jöfnu ekki að vera til vandræða fyrir hann en á einhvern ótrúlegan hátt lekur boltinn undir hann og í netið. Skrautlegt í meira lagi.
8. mín
8. mín
Keflvíkingar að ná upp smá pressu en Þórsarar verjast vel. Þétt milli lína og takmörkuð svæði við teiginn fyrir Keflvíkinga að vinna með.
6. mín
Jakob Snær með skot í teignum eftir snarpa sókn, en nær ekki krafti í skotið og Sindri tekur boltann þægilega.
4. mín
Helgi Þór með hraustlega tæklingu á Loft í teig Þórsara eftir fyrirgjöf Rúnars. Aukaspyrna dæmd og Helgi fær tiltal hjá Gunnari Frey.
3. mín
Loftur Páll nær til boltans eftir hornið en setur hann framhjá. Var aðþrengdur en gerði vel.
3. mín
Jakob Snær vinnur horn fyrir Þór.
2. mín
Joey Gibbs óvænt í góðri stöðu við teig Þórsara en lengi að athafna sig og Þórsarar komast fyrir.
1. mín
Leikur hafinn
Þetta er farið af stað hér á Nettóvellinum, Gestirnir hefja hér leik. Óskum að sjálfsögðu eftir spennandi og skemmtilegum leik.
Fyrir leik
Þórsarar gera nokkrar breytingar á liði sínu frá tapinu gegn Vestra. Orri Sigurjónsson,Jóhann Helgi Hannesson og Izaro Abella Sanchez fara út fyrir þá Jakob Snæ Árnason, Jakob Franz Pálsson og Hermann Helga Rúnarsson. Þar af er Orri Sigurjóns ekki í hóp og líklegast frá vegna meiðsla.
Fyrir leik
Mikil gleðitíðindi fyrir Keflvíkinga að Frans Elvarsson og Kian Williams snúa aftur í lið þeirra eftir að hafa verið frá vegna meiðsla. Fyrirliðinn Magnús Þór Magnússon á enn eitthvað í land með að snúa aftur á völlinn og ég veit ekki með Adam Árna Róbertsson sem var fjarverandi gegn Grindavík og aftur í dag.
Fyrir leik
Keflavík

Keflavíkur liðið hefur verið jójó í upphafi móts. Stórum sigrum gegn Aftureldingu og Víking Ó var fylgt eftir með tapi gegn Leikni á heimavelli og 4-4 jafntefli við Grindavík í vægast sagt skemmtilegum leik þar sem 7 mörk voru skoruð í fyrri hálfleik.

Keflvíkingar sem spáð var velgengni fyrir mót og ætla sér að blanda sér í baráttuna um sæti i Pepsi Max deildinni þurfa því að finna meiri stöðugleika í leik sínum ef þau markmið eiga að nást.
Fyrir leik
Þór

Þór hefur byrjað mótið af krafti og aðeins 0-1 tap gegn Vestra á heimavelli skyggir á góða byrjun lærisveina Páls Viðars Gíslasonar. En það má alveg segja að tapið hafi verið óvænt og Þórsarar eflaust staðráðnir í að kvitta fyrir það á Nettóvellinum í dag.
Fyrir leik
Það má alveg kalla þetta stórleik en hér mætast liðin í 4. og 5.sæti deildarinnar og sigur í leiknum gerir mikið fyrir liðin sem ætla sér að gera sig gildandi í toppbaráttunni í sumar.
Fyrir leik
Góðan dag kæru lesendur og verið hjartanlega velkomin í beina textalýsingu Fótbolta.net frá leik Keflavíkur og Þórs 5.umferð Lengjudeildar karla.
Byrjunarlið:
1. Aron Birkir Stefánsson (m)
Sveinn Elías Jónsson ('67)
4. Hermann Helgi Rúnarsson ('67)
5. Loftur Páll Eiríksson
6. Ólafur Aron Pétursson
8. Jónas Björgvin Sigurbergsson ('74)
10. Sigurður Marinó Kristjánsson
14. Jakob Snær Árnason
16. Jakob Franz Pálsson ('89)
24. Alvaro Montejo
30. Bjarki Þór Viðarsson

Varamenn:
28. Halldór Árni Þorgrímsson (m)
2. Elmar Þór Jónsson
9. Jóhann Helgi Hannesson ('67)
15. Guðni Sigþórsson ('67)
18. Izaro Abella Sanchez ('74)
25. Aðalgeir Axelsson

Liðsstjórn:
Páll Viðar Gíslason (Þ)
Kristján Sigurólason
Sölvi Sverrisson
Birkir Hermann Björgvinsson
Gestur Örn Arason
Stefán Ingi Jóhannsson

Gul spjöld:
Hermann Helgi Rúnarsson ('62)
Alvaro Montejo ('90)

Rauð spjöld: