Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
Augnablik
2
0
Fjölnir
Birta Birgisdóttir '27 1-0
Ísafold Þórhallsdóttir '38 2-0
16.07.2020  -  20:00
Kópavogsvöllur
Lengjudeild kvenna
Aðstæður: Grenjandi rigning en logn. Fínar aðstæður fyrir fótbolta.
Dómari: Hafþór Bjartur Sveinsson
Maður leiksins: Ísafold Þórhallsdóttir
Byrjunarlið:
1. Katrín Hanna Hauksdóttir (m)
5. Elín Helena Karlsdóttir
10. Ísafold Þórhallsdóttir ('64)
11. Vigdís Lilja Kristjánsdóttir ('90)
14. Hildur María Jónasdóttir
15. Írena Héðinsdóttir Gonzalez
17. Birta Birgisdóttir ('84)
18. Eyrún Vala Harðardóttir ('90)
19. Birna Kristín Björnsdóttir
22. Þórhildur Þórhallsdóttir ('64)
23. Hugrún Helgadóttir

Varamenn:
1. Bryndís Gunnarsdóttir (m)
3. Emilía Kiær Ásgeirsdóttir ('84)
4. Brynja Sævarsdóttir
8. Ragna Björg Einarsdóttir ('90)
23. Margrét Lea Gísladóttir ('90)
77. Hildur Lilja Ágústsdóttir ('64)

Liðsstjórn:
Vilhjálmur Kári Haraldsson (Þ)
Þórdís Katla Sigurðardóttir
Úlfar Hinriksson
Sigrún Sigríður Óttarsdóttir
Guðrún Halla Guðnadóttir

Gul spjöld:

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Augnablik vinnur sannfærandi 2:0 sigur hér í kvöld. Þær gerðu út um leikinn í fyrri hálfleik og þó að gestirnir hafi komið ákveðnari í seinni hálfleik þá nægði það ekki til.
Þá þakka ég fyrir mig í kvöld, skýrslan kemur inn eftir smá stund
92. mín
Augnablik fær hér hornspyrnu, mögulega síðasta spyrna leiksins. Ragna fær boltann en skotið er langt yfir.
90. mín
Fjölnir fær aukaspyrnu á stórhættulegum stað. Frábær spyrna og þarna skapast alvöru hætta en Katrín grípur boltann missir hann svo aðeins frá sér en nær honum aftur áður en gestirnir ná til knattarins
90. mín
Inn:Margrét Lea Gísladóttir (Augnablik) Út:Vigdís Lilja Kristjánsdóttir (Augnablik)
90. mín
Inn:Ragna Björg Einarsdóttir (Augnablik) Út:Eyrún Vala Harðardóttir (Augnablik)
88. mín
Mig langar að hrósa Augnablik fyrir umgjörðina hér í dag. Mikill munur að koma hingað í sumar frá því í fyrra. Allt á hreinu hjá þeim og maður trítaður virkilega vel. Gaman að þessu!
87. mín
Hildur Lilja tekur aukaspyrnu fyrir Augnablik og Emilía kemst í boltann en skýtur í varnarmann og fær hornspyrnu
86. mín
Inn:Ásdís Birna Þórarinsdóttir (Fjölnir) Út:Eva María Jónsdóttir (Fjölnir)
Síðasta skipting Fjölnis í leiknum
84. mín
Inn:Emilía Kiær Ásgeirsdóttir (Augnablik) Út:Birta Birgisdóttir (Augnablik)
Birta búin að vera frábær í dag
80. mín
Inn:María Eir Magnúsdóttir (Fjölnir) Út:Þórey Björk Eyþórsdóttir (Fjölnir)
76. mín
Sara að reyna skot á mark eða veit nú ekki hvort að það sé hægt að orða það þannig, meira svona skot að hornfánanum. Augnablik eiga boltann.
75. mín
Inn:Guðrún Helga Guðfinnsdóttir (Fjölnir) Út:Sigríður Kristjánsdóttir (Fjölnir)
75. mín
Inn:Silja Fanney Angantýsdóttir (Fjölnir) Út:Hrafnhildur Árnadóttir (Fjölnir)
75. mín
Inn:Lára Marý Lárusdóttir (Fjölnir) Út:Lilja Nótt Lárusdóttir (Fjölnir)
Þreföld skipting hjá Fjölni. Það er ekki mikið eftir og þetta er þeirra leið að reyna að koma sér betur inn í leikinn
70. mín
Fjölnir fær horn. Það kemur ekkert úr hornspyrnunni
64. mín
Inn:Hildur Lilja Ágústsdóttir (Augnablik) Út:Ísafold Þórhallsdóttir (Augnablik)
64. mín
Inn:Þórdís Katla Sigurðardóttir (Augnablik) Út:Þórhildur Þórhallsdóttir (Augnablik)
Tvöföld skipting hjá Augnablik og Augnablik meira að segja komnar með skilti til að sýna skiptingarnar, like á það
63. mín
Gestirnir fá horn. Eftir að Katrín þarf að verja skot frá Söru
57. mín
Nú er það Hildur María sem reynir skot fyrir Augnablik en það er hátt yfir markið
56. mín
Augnablik halda áfram að skjóta og í þetta sinn er það Birna en skotið er yfir markið
54. mín
Sara reynir hér skot en Katrín er örugg í markinu. Held að þetta sé í fyrsta skiptið sem ég nefni markmann Augnabliks í dag enda hefur hún ekkert þurft að gera
53. mín
Enn er Vigdís að skjóta. Birna vinnur boltann vel og sendir á Vigdísi sem tekru skotið en það er yfir markið
51. mín
Allt annað að sjá Fjölni í seinni, miklu ákveðnari
46. mín
Gestirnir að koma sér í færi! Þórey fær boltann rétt fyrir utan teig og tekur skotið en það er rétt yfir markið
46. mín
Augnablik byrja með krafti! senda boltann beint á Birtu upp hægri kantinn sem kemur með frábæran bolta inn í á Vigdísi sem stoppar knöttin, snýr og tekur svo skotið en Dagný ver! Þær hefðu getað gert út um leikinn þarna
46. mín
Leikur hafinn
Þetta er farið aftur á stað! Nú byrja þær grænklæddu með boltann og sækja að Fífunni.
45. mín
Hálfleikur
Engu bætt við enda ekkert um tafir svo Hafþór flautar til hálfleiks á slaginu.
Augnablik leiða verðskuldað 2:0. Þær hafa verið virkilega flottar hér í kvöld og stjórnað leiknum. Spennandi að sjá hvort Fjölnir ætli eitthvað að ógna í seinni.
44. mín
Elín Helena aðeins of kærulaus hér í vörninni og Sara vinnur boltann af henni og tekur strax skot en það er vel framhjá markinu
42. mín
Strax reynir Birna Kristín hér skot en boltinn flýgur of mikið til að ógna almennilega. Birna búin að vera virkilega spræk hér í kvöld
42. mín
Nú reynir Þórhildur skot en það er laust svo Dagný á ekki í vandræðum með það
40. mín
Vigdís enn og aftur að koma sér í færi en skotið er ekki alveg nógu gott og Dagný ver. Vigdís búin að vera flott í dag og virkilega ógnandi það vantar bara lokahnykkinn á þetta hjá henni.
38. mín MARK!
Ísafold Þórhallsdóttir (Augnablik)
MARK! Þarna kom það, Augnablik búnar að tvöfalda forystu sína.
Augnablik búnar að sækja stíft og þegar boltinn berst út til Ísafoldar sem stendur rétt fyrir utan teig og þrumar boltanum framhjá Dagnýju í hornið. Frábært skot!
36. mín
Vá þarna hefði Augnablik getað tvöfaldað forystu sína í dag. Birta kemur með flotta sendingu inn fyrir vörn Fjölnis beint á Vigdísi sem virðist misreikna boltann aðeins og missir af honum. Ef hún hefði náð valdi á boltanum þarna hefði eftirleikurinn verið auðveldur
27. mín MARK!
Birta Birgisdóttir (Augnablik)
Stoðsending: Ísafold Þórhallsdóttir
MARK! Augnablik loksins komnar yfir.
Vigdís gerir vel á vinstri kantinum, sendir inn á Ísafold sem fíflar nokkrar í teignum og kemur svo boltanum á Birtu sem klárar snyrtilega í vinstra hornið fram hjá Dagnýju.
Birta er búin að vera mjög lífleg í dag og vel að þessu marki komin
24. mín
Stelpurnar í Augnablik hafa verið töluvert betri í leiknum að mínu mati og hafa avleg náð að stjórna. Þær hafa þó ekki náð að koma boltanum í netið og ef þær vilja ná sínum fyrsta sigri þá verða þær að fara að ógna aðeins meira
22. mín
Gestirnir voru eiginlega að komast yfir miðju í fyrsta skipti í dag og náðu að koma sér í ágætis færi. Sara vinnur boltann og sendir inn í en Augnablik nær að hreinsa á síðustu stundu
20. mín
DAUÐAFÆRI!
Augnablik fær aukaspyrnu á flottum stað sem Ísafold tekur. Spyrnan er frábær og Dagný fer upp í boltann ásamt Vigdísi, hvorum nærhonum og þá er boltinn laus í teignum en enginn úr Augnabliki kemst í boltann og gestirnir ná að hreinsa.
17. mín
Enn reyna Augnablik skot í þetta skiptið er það Ísafold en skotið er bæði yfir og framhjá markinu.
16. mín
Dauðafæri! Ísafold vinnur boltann á vinstri kantinum og kemur með flottan bolta fyrir beint á Vigdísi en boltinn dettur ekki alveg nógu vel fyrir hana og skotið er rétt framhjá markinu
12. mín
Augnablik fær hér aukaspyrnu rétt við hornfánann eftir að Vigdísi Lilju var ýtt. AD2 var alveg viss um þetta. Þær ná þó ekki að ógna með spyrnunni
10. mín
Nú er komið að Vigdísi að reyna skot á næstum nákvæmlega sama stað og Birna áðan. Skotið er fínt en Dagný er örugg í markinu
8. mín
Hér reynir Birna Kristín skot, ágætis tilraun en Dagný gerir vel í markinu fyrir Fjölni. Um að gera að reyna svona skot í þessari rigningu þar sem boltinn er sleipur
8. mín
Ágætis færi hjá Augnablik. Þær spila boltanum vel upp og Birta á svo sendingu inn í teig þar sem Vigdís reynir að skalla en Fjölnisvörnin er föst fyrir og kemst í boltann
4. mín
Jæja fyrstu hornspyrnu leiksins fær Augnablik. Það kemur ekkert úr henni.
1. mín
Leikur hafinn
Þá er fyrsti heimaleikur Augnabliks á tímabilinu farinn af stað!
Gestirnir byrja með boltann og sækja í átt að Fífunni.
Fyrir leik
Liðin eru að ganga inn á völlinn - mínúta í leik
Fyrir leik
Eins og þið sjáið eru byrjunarliðin komin og þið getið séð þau hér til hliðar.

Vilhjálmur gerir 3 breytingar á sínu liði, Bryndís Gunnarsdóttir, Björk Bjarmadóttir og Margrét Lea koma út fyrir Katrínu Hönnu, Þórhildi Þórhalls og Birtu Birgisdóttur

Þá gerir Dusan eina breytingu á sínu liði, Þórey Björk kemur inn fyrir Ásdísi Birnu.
Fyrir leik
Liðin mættust síðast 8. júní í Mjólkurbikarnum og þar sigraði Augnablik auðveldlega 5:0.
Í deildinni í fyrra þá vann Fjölnir fyrri leikinn 3:1 og seinni leikurinn endaði með steindauðu 0:0 jafntefli sem var jafnframt lokaleikur tímabilsins í fyrra. Þá höfðu bæði lið tryggt sæti sitt í deildinni og úr varð hrikalega tíðindalítill og óspennandi leikur. Ég vona innilega að það verði aðeins meira action í leiknum hér í kvöld.
Fyrir leik
Liðin hafa ekki verið sérlega dugleg að skora í sumar. Stelpurnar í Fjölni hafa skorað 3 mörk á tímabilinu sem öll komu í sama leiknum og fengið á sig 7.
Á meðan hefur Augnablik aðeins skorað 1 mark sem kom jafntefli gegn Haukum.
Fyrir leik
Fjölnir er í 7. sæti deildarinnar með 3 stig eftir 4 leiki. Þær töpuðu fyrstu tveimur leikjunum á móti Gróttu og Haukum, unnu svo Völsung og töpuðu síðasta leik gegn Keflavík.
Fyrir leik
Augnablik er í næstneðsta sæti deildarinnar (9. sæti) með 1 stig eftir 3 leiki.
Þær hafa spilað einum leik minna en flestöll lið deildarinnar en einnig hafa þær spilað fyrstu þrjá leikina á móti þeim liðum sem eru í 1-3. sæti deildarinnar.
Það er því spurning hvort að þeim takist að landa sínum fyrsta sigri hér í kvöld?
Fyrir leik
Góða kvöldið og verið hjartanlega velkomin í beina textalýsingu frá leik Augnabliks og Fjölnis í 5. umferð Lengjudeildarinnar.
Leikurinn fer fram á Kópavogsvelli og hefst á slaginu 20:00.
Byrjunarlið:
12. Dagný Pálsdóttir (m)
Hlín Heiðarsdóttir
3. Ásta Sigrún Friðriksdóttir
4. Bertha María Óladóttir (f)
5. Hrafnhildur Árnadóttir ('75)
11. Sara Montoro
13. Sigríður Kristjánsdóttir ('75)
14. Elvý Rut Búadóttir
20. Eva María Jónsdóttir ('86)
25. Þórey Björk Eyþórsdóttir ('80)
29. Lilja Nótt Lárusdóttir ('75)

Varamenn:
7. Silja Fanney Angantýsdóttir ('75)
8. Lára Marý Lárusdóttir ('75)
10. Aníta Björg Sölvadóttir
16. Ásdís Birna Þórarinsdóttir ('86)
21. María Eir Magnúsdóttir ('80)
22. Guðrún Helga Guðfinnsdóttir ('75)
33. Laila Þóroddsdóttir

Liðsstjórn:
Dusan Ivkovic (Þ)
Íris Ósk Valmundsdóttir
Axel Örn Sæmundsson
Þórhildur Hrafnsdóttir
Ísak Leó Guðmundsson

Gul spjöld:

Rauð spjöld: