Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
Keflavík
3
1
ÍA
Marín Rún Guðmundsdóttir '45 1-0
Amelía Rún Fjeldsted '64 2-0
Natasha Anasi '65 3-0
3-1 Fríða Halldórsdóttir '70
16.07.2020  -  19:15
Nettóvöllurinn
Lengjudeild kvenna
Aðstæður: Vestan gola, skúrir af og til og um 11 gráðu hiti. Völlurinn lítur ágætlega út
Dómari: Andri Vigfússon
Maður leiksins: Amelía Rún Fjeldsted
Byrjunarlið:
1. Ásta Vigdís Guðlaugsdóttir (m)
Marín Rún Guðmundsdóttir ('86)
3. Natasha Anasi (f)
7. Kara Petra Aradóttir ('59)
10. Dröfn Einarsdóttir ('89)
11. Kristrún Ýr Holm (f)
14. Celine Rumpf
15. Arndís Snjólaug Ingvarsdóttir
16. Ísabel Jasmín Almarsdóttir
17. Paula Isabelle Germino Watnick
24. Anita Lind Daníelsdóttir

Varamenn:
13. Sigrún Björk Sigurðardóttir (m)
2. Þóra Kristín Klemenzdóttir ('89)
5. Berta Svansdóttir
28. Sólveig Lind Magnúsdóttir ('86)

Liðsstjórn:
Gunnar Magnús Jónsson (Þ)
Ómar Jóhannsson
Haukur Benediktsson
Soffía Klemenzdóttir
Amelía Rún Fjeldsted
Valdís Ósk Sigurðardóttir
Herdís Birta Sölvadóttir
Sigurrós Eir Guðmundsdóttir

Gul spjöld:
Natasha Anasi ('17)

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Keflavík hefur sigur, 3-1 gefur kannski ekki alveg rétta mynd af þróun leiksins þar sem ÍA fékk meðal annars 14 hornspyrnur gegn 3 Keflvíkur.
93. mín
Þetta er að fjara út hér á Nettóvellinum
90. mín
Komið fram í uppbótartíma. Heimastúlkur að sigla þessu heim
89. mín
Inn:Þóra Kristín Klemenzdóttir (Keflavík) Út:Dröfn Einarsdóttir (Keflavík)
86. mín
Inn:Sólveig Lind Magnúsdóttir (Keflavík) Út:Marín Rún Guðmundsdóttir (Keflavík)
86. mín
Inn:Erna Björt Elíasdóttir (ÍA) Út:Sigrún Eva Sigurðardóttir (ÍA)
83. mín
Gestirnir allt að bjarga á línu eftir skalla Natöshu. Andri flautar svo brot á dansinn sem fylgir.
83. mín
Marín í dauðafæri eftir fyrirgjöf Drafnar. Aníta ver frábærlega í horn.
81. mín
Paula Isabelle fer virkilega illa með Jaclyn á vinstri vængnum en Keflavík nær ekki að gera sér mat úr fyrirgjöf hennar.

Hellirignir hér í Keflavík og völlurinn gríðarlega háll.
80. mín
María Björk í skotfæri en setur boltann yfir úr ágætu færi.
78. mín
Erla Karitas með skot úr teignum eftir góðan undirbúning Maríu Bjarkar en framhjá fer boltinn.
76. mín
Inn:Veronica Líf Þórðardóttir (ÍA) Út:Guðrún Karítas Sigurðardóttir (ÍA)
73. mín
ÍA fær horn. Markið fært þeim aukin kraft.
70. mín MARK!
Fríða Halldórsdóttir (ÍA)
Mark!

Þær lifa enn.

Frábært skot Fríðu frá vinstri svífur í gegnum teiginn og syngur í bláhorninu. Virkilega snoturt mark og óverjandi fyrir Ástu í markinu.
66. mín
Inn:María Björk Ómarsdóttir (ÍA) Út:Unnur Ýr Haraldsdóttir (ÍA)
65. mín MARK!
Natasha Anasi (Keflavík)
Stoðsending: Anita Lind Daníelsdóttir
Mark!

Heimastúlkur keyra upp hraðann. Amelía nýtir hraða sinn og keyrir upp að endamörkum, leggur boltann út á Anítu Lind sem á frábæra fyrirgjöf sem fyrirliðin Natasha ,mætir á endan á og klárar af stuttu færi undir Anítu markvörð ÍA
64. mín MARK!
Amelía Rún Fjeldsted (Keflavík)
Stoðsending: Paula Isabelle Germino Watnick
Mark!

Paula fljót að hugsa þegar boltinn berst til hennar og lyftir honum innfyir á Amelíu sem á eftir að gera helling með varnarmann í sér.
Hún keyrir inn á teiginn og klárar hnitmiðað framhjá Anítu.
64. mín
Pressa Skagans endar með skoti frá Védísi en vel framhjá.
62. mín
Paula Isabelle með sturlaða gabbhreyfingu og sendir Amelíu upp vinstra meginn en flaggið fer á loft.
59. mín
Inn:Amelía Rún Fjeldsted (Keflavík) Út:Kara Petra Aradóttir (Keflavík)
58. mín
Marín er sest á völlinn og þarf aðhlynningu. Verið dugleg í leiknum og uppskar mark í lok fyrri hálfleiks.
56. mín
Rólegt yfir þessu eins og er en Skagaliðið þó að reyna að bæta í.
53. mín Gult spjald: Sigrún Eva Sigurðardóttir (ÍA)
Peysutog
52. mín
Dröfn í dauðafæri í teig ÍA en þvílík björgun frá Jaclyn sem kemur boltanum frá!
50. mín
Natasha sækir horn fyrir Keflavík
46. mín
Síðari Hálflekur hafinn

Gestirnir hefja leik hér í síðari hálfleik. Stýrðu þeim fyrri að stórum hluta en fengu kalda tusku í andlitið í blálok hans.
45. mín
Hálfleikur
Síðasta spyrna hálfleiksins endar með marki. Sanngjarnt er það varla en staðan engu að síður 1-0
45. mín MARK!
Marín Rún Guðmundsdóttir (Keflavík)
Maaaark!!!!!

Skot Anítu Lindar skoppar milli manna og endar fyrir fótum Marínar sem skorar af 7 metra færi undir Anítu í marki ÍA.
42. mín
Natasha kveinkar sér og þarf aðhlynningu. Vont fyrir Keflavík ef hún getur ekki haldið áfram.
41. mín
Paula Isabelle með lúmskt skot en beint á Anítu í marki í Skagans.
37. mín
Skagastúlkur fá horn. 0-6 í hornum.
34. mín
Barátta og kraftur er einkenni þessa leiks. Keflavík bætt aðeins í powerið og leikuinn jafnast enn frekar. Stál í stál.
28. mín
Tvær hornspyrnur í röð hjá ÍA sem skapa usla en ekkert verður úr á endanum.
23. mín
Skagastúlkur verið virkilega líflegar hér á upphafsmínútnunum og eru heilt yfir líklegri en Keflavík. Gefa heimastúlkum engarn frið á boltann og eru yfir í baráttunni úti á velli.
22. mín
ÍA fær hornspyrnu.
21. mín
Arndís með hrikalega sendingu til baka á Ástu í marki Keflvíkur sem missir boltann undir sig en sem betur fer bara í horn.
17. mín
Aukaspyrna á fínum stað sem Sigrún Eva setur fastann niður með jörðinni en framhjá.
17. mín Gult spjald: Natasha Anasi (Keflavík)
Togar í Erlu sem er á harðaspretti.
14. mín
Enn Paula eftir fyrirgjöf frá Dröfn en nær ekki að reka tærnar í boltann sem siglir afturfyrir.
14. mín
Og nú Paula Isabelle, nær í þetta skiptið en ekki á rammann.
13. mín
Natasha með skot af löngu færi sem siglir vel framhjá markinu.
11. mín
Leikurinn opin og bæði lið að reyna að sækja, vantar þó færin enn sem komið er.
6. mín
Dröfn með stórhættulega skot/fyrirgjöf sem siglir rétt framhjá stönginni
5. mín
Arndís vel á verði og kemst fyrir sendingu inn á teig heiamakvenna. ÍA fær horn.
3. mín
Védís Agla reynir að brjóstast upp vinstra meginn en Arndís hleypur hana uppi og hirðir af henni boltann og kemur honum útfyrir. Skagastelpur ná þó upp smá pressu fyrir vikið.
2. mín
Keflavík hefur leikinn á þungri pressu. Þrýsta varnarlínu ÍA niður völlinn og skagastúlkur komast ekki á boltann.

Paula Isabelle með skot framhjá eftir góðan sprett.
1. mín
Leikur hafinn
Þetta er farið af stað. Það eru heimakonur sem hefja leik
Fyrir leik
Liðin að ganga til vallar og allt að verða klárt fyrir vonandi frábæran fótboltaleik.
Fyrir leik
Aðstæður allar hinar bestu hér á Nettóvellinum. Tiltölulega hægur vindur á Suðurnesjamælikvarða, skúrir og völlurinn lítur bara mjög vel út.
Fyrir leik
Skagakonur enduðu í 8.sæti deildarinnar í fyrra. Þjálfarar og fyrirliðar liða í Lengjudeildinni spá liðinu í 4.sæti og jafnvel að liðið geti blandað sér í toppbaráttuna.

Leikurinn í kvöld er því stór prófsteinn á Skagaliðið sem ætlar sér góða hluti í sumar
Fyrir leik
Keflavík féll sem kunnugt er úr Pepsi Max deildinni síðastliðið haust og ætla sér beint upp aftur. Leikmannahópurinn er sterkur þótt stórir póstar hafi yfirgefið liðið fyrir tímabilið.
Fyrir leik
Það má alveg færa rök fyrir því að kalla þetta stórleik en bæði lið eru taplaus eftir fyrstu fjórar umferðinar. Keflavík situr þar á toppnum með 10 stig eftir þrjá sigra og eitt jafntefli en ÍA situr í fimmta sæti eftir einn sigur og þrjú jafntefli.
Fyrir leik
Gott kvöld kæru lesendur og verið hjartanlega velkomin í beina textalýsingu Fótbolta.net frá leik Keflavíkur og ÍA í Lengjudeild kvenna.
Byrjunarlið:
1. Aníta Ólafsdóttir (m)
Hrafnhildur Arín Sigfúsdóttir
Jaclyn Ashley Poucel
6. Eva María Jónsdóttir
7. Erla Karitas Jóhannesdóttir
8. Sigrún Eva Sigurðardóttir ('86)
10. Bryndís Rún Þórólfsdóttir (f)
11. Fríða Halldórsdóttir
17. Unnur Ýr Haraldsdóttir ('66)
17. Védís Agla Reynisdóttir
23. Guðrún Karítas Sigurðardóttir ('76)

Varamenn:
1. Elinóra Ýr Kristjánsdóttir (m)
5. Anna Þóra Hannesdóttir
9. Erna Björt Elíasdóttir ('86)
15. Klara Kristvinsdóttir
16. Veronica Líf Þórðardóttir ('76)
18. María Björk Ómarsdóttir ('66)
20. Sandra Ósk Alfreðsdóttir

Liðsstjórn:
Aron Ýmir Pétursson (Þ)
Unnar Þór Garðarsson (Þ)
Björn Sólmar Valgeirsson (Þ)
Hjördís Brynjarsdóttir
Kristján Huldar Aðalsteinsson

Gul spjöld:
Sigrún Eva Sigurðardóttir ('53)

Rauð spjöld: