Þróttur R.
0
4
Keflavík
0-1 Joey Gibbs '3
0-2 Adam Ægir Pálsson '17
0-3 Adam Ægir Pálsson '24
0-4 Joey Gibbs '26
17.07.2020  -  19:15
Eimskipsvöllurinn
Lengjudeild karla
Aðstæður: Ansi napurt og smá gola
Dómari: Guðgeir Einarsson
Áhorfendur: 323
Maður leiksins: Adam Ægir Pálsson
Byrjunarlið:
1. Franko Lalic (m)
2. Sindri Scheving
5. Atli Geir Gunnarsson
6. Birkir Þór Guðmundsson
7. Daði Bergsson (f) ('84)
8. Aron Þórður Albertsson
8. Baldur Hannes Stefánsson ('33)
9. Esau Rojo Martinez ('75)
20. Djordje Panic ('45)
23. Guðmundur Friðriksson
33. Hafþór Pétursson

Varamenn:
3. Árni Þór Jakobsson
10. Guðmundur Axel Hilmarsson
14. Lárus Björnsson ('45)
15. Gunnlaugur Hlynur Birgisson ('33)
21. Róbert Hauksson ('75)
22. Oliver Heiðarsson ('84)

Liðsstjórn:
Gunnar Guðmundsson (Þ)
Jóhann Gunnar Baldvinsson
Baldvin Már Baldvinsson
Sveinn Óli Guðnason
Srdjan Rajkovic
Páll Steinar Sigurbjörnsson
Sigurður Már Birnisson

Gul spjöld:
Aron Þórður Albertsson ('68)

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Þá er þetta komið. Skýrsla og viðtöl koma í kvöld!
90. mín
Þróttur á hornspyrnu. Ná þeir að setja eitt skaðabótamark?
90. mín
Keflvíkingar nýta allar sínar skiptingar. Nú bíða menn bara eftir lokaflautinu
90. mín
Inn:Cezary Wiktorowicz (Keflavík) Út:Sindri Þór Guðmundsson (Keflavík)
90. mín
Inn:Viðar Már Ragnarsson (Keflavík) Út:Rúnar Þór Sigurgeirsson (Keflavík)
88. mín
Aron Þórður renndi boltanum inn á Lárus sem ætlaði að setja boltann yfir Sindra en Sindri sér við honum! Bið Þróttara eftir marki lengist enn!
87. mín
Adam Ægir ótrúlega nálægt því að klára þrennuna. Setur boltann í stöngina með lúmsku skoti úr teignum.
85. mín
Síðustu fimm. Þessi leikur er í raun löngu búinn
85. mín
Lárus Björnsson í ágætis færi en er dæmdur rangstæður
84. mín
Inn:Oliver Heiðarsson (Þróttur R.) Út:Daði Bergsson (Þróttur R.)
82. mín
Þróttarar hafa verið að berjast í seinni hálfleik og haldið boltanum aðeins betur. Þeim vantar samt allt sjálfstraust þegar þeir fara fram á við.
81. mín
Adam Ægir fer enn eina áætlunarferðina upp vinstra megin og gefur fyrir. Þar er þó enginn til að taka við boltanum
81. mín
Leikurinn aðeins dáið út núna
79. mín
Þróttur á hornspyrnu
75. mín
Inn:Róbert Hauksson (Þróttur R.) Út:Esau Rojo Martinez (Þróttur R.)
75. mín
!5 mínútur eftir af leiknum. Frekar bragðdauft hérna í seinni hálfleik.
72. mín
Álitleg sókn hjá heimamönnum en Sindri Kristinn ver vel frá Gunnlaugi Hlyni.
71. mín
Inn:Ólafur Guðmundsson (Keflavík) Út:Ingimundur Aron Guðnason (Keflavík)
69. mín
Rólegt yfir þessu núna. Keflavík á hornspyrnu
68. mín Gult spjald: Aron Þórður Albertsson (Þróttur R.)
67. mín
Inn:Jóhann Þór Arnarsson (Keflavík) Út:Helgi Þór Jónsson (Keflavík)
67. mín
Inn:Dagur Ingi Valsson (Keflavík) Út:Ari Steinn Guðmundsson (Keflavík)
63. mín
Þróttur í dauðafæri! Esau Martinez missir af boltanum eftir fyrigjöf en Lárus Björnsson er mættur en Keflavík hreinsar á línu
61. mín
Adam Ægir röltir inn í teig enn og aftur en Þróttarar bjarga í horn
60. mín
Keflavík á aukaspyrnu af vinstri kantinum

Adam Ægir lætur vaða en Lalic er mættur og tekur þetta
58. mín
Esau Martinez með enn einn skallann en hann er framhjá.
57. mín
Grunar að Rúnar Þór hafi verið að reyna að skora úr hornspyrnunni. Kannski full bjartsýnn
56. mín
Lalic bjargar á síðustu stundu. Keflavík á aðra hornspyrnu
55. mín
Keflavík á hornspyrnu
55. mín
Adam Ægir með skot hátt yfir markið eftir hraða sókn. Langar í þrennuna
54. mín
Martinez setur boltann framhjá úr góðu færi en reyndar rangstæður
53. mín
Þróttur á hornspyrnu frá vinstri. Aron Þórður var með mikið pláss og renndi boltanum inn á Martinez en Sindri sér við honum
51. mín
Þróttarar komnir framar á völlinn. Gestirnir kannski sáttir með að sitja aðeins til baka enda fjórum mörkum yfir
48. mín
Kraftur í heimamönnum í byrjun! Aron Þórður með fínt skot sem Sindri ver í horn

Esau Martinez með skalla eftir hornspyrnuna en hann er máttlaus
47. mín
Þróttarar gera eina breytingu á liði sínu. Átti alveg eins von á fleiri breytingum.
45. mín
Þá erum við farin af stað aftur
45. mín
Inn:Lárus Björnsson (Þróttur R.) Út:Djordje Panic (Þróttur R.)
45. mín
Hálfleikur
Kominn hálfleikur í Laugardalnum. Ótrúlegar tölur. Keflavík leiðir sanngjarnt og hefðu mögulega getað verið búnir að skora fleiri mörk.
45. mín
Keflavík í færi. Rúnar Þór með skot yfir. Þróttarar verða fegnir að komast inn í klefa held ég
44. mín
Rojo Martinez með skot sem er auðvelt fyrir Sindra í markinu
43. mín
Sindri Þór Guðmundsson vinnur boltann á eigin vallarhelmingi og fer bókstaflega upp allan vinstri kantinn. Skot hans er þó framhjá
41. mín
Enn og aftur virðast Keflvíkingar geta spilað sig í gegn að vild! Ari Steinn endar sóknina með skoti sem fer vel yfir markið
40. mín
Aron Þórður Albertsson lætur vaða og boltinn smellur í slánni!! Kannski fá heimamenn smá blóð á tennurnar núna
40. mín
Gunnlaugur Hlynur með skot utan teigs sem Sindri ver nokkuð örugglega
39. mín
Allir varamenn Þróttar eru farnir að hita upp. Ég yrði ekki hissa ef Gunnar Guðmundsson myndi gera nokkrar breytingar í hálfleik!
37. mín
Rúnar Þór með skot beint úr aukaspyrnu sem Lalic slær yfir!
36. mín
Næstum 5-0! Mikill darraðadans eftir hornspyrnu og Þróttarar bjarga að minnsta kosti tvisvar á línu!
35. mín
Rúnar Þór þeysist upp völlinn og stingur boltanum inn á Helga Þór sem er rangstæður
34. mín
Gestirnir enn í færi. Anton Freyr með skalla eftir fyrirgjöf
33. mín
Inn:Gunnlaugur Hlynur Birgisson (Þróttur R.) Út:Baldur Hannes Stefánsson (Þróttur R.)
33. mín
Baldur Hannes þarf hér smá aðhlynningu, vonandi ekkert alvarlegt
31. mín
Enn á Keflavík hornspyrnu frá vinstri
30. mín
30 mínútur á klukkunni og gestirnir fjórum mörkum yfir! Þetta er hreint ótrúlegt
28. mín
Heimamenn eiga hornspyrnu
26. mín MARK!
Joey Gibbs (Keflavík)
Hvað er að gerast hérna? Aftur er Joey Gibbs nánast einn á auðum sjó og stangar boltann í netið eftir fyrirgjöf!
24. mín MARK!
Adam Ægir Pálsson (Keflavík)
Jahá! Þetta lítur út fyrir að vera auðvelt fyrir Adam! Tekur einn varnarmann á fyrir utan teig og smellir boltanum í netið
23. mín
Boltinn af varnarmanni og nú er það horn hinu megin
22. mín
Keflavík á hornspyrnu frá vinstri
19. mín
Aftur var það Adam Ægir sem spyrnti og nú small boltinn í stönginni!
19. mín
Keflvíkingar eiga aftur aukaspyrnu utan teigs, nánast á sama stað og áðan
17. mín MARK!
Adam Ægir Pálsson (Keflavík)
2-0! Adam Ægir fær boltann og skeiðar inn að teignum nánast óáreittur og smellir honum í netið
14. mín
Nacho Heras vinnur boltann hátt upp á vellinum, skeiðar fram og fær aukaspyrnu rétt fyrir utan teiginn. Minnti mann á Lucio!

Adam Ægir tekur spyrnuna en hún er auðveld viðureignar fyrir Franko Lalic
13. mín
Keflvíkingar nálægt því að komast í færi, eldsnöggir upp völlinn eftir Þróttur tapaði boltanum
12. mín
Þróttur heldur boltanum ágætlega þessar mínúturnar
10. mín
Ágætis sókn hjá heimamönnum sem endar með skoti frá Baldri Hannesi sem er auðvelt viðureignar fyrir Sindra
8. mín
Gestirnir líklegir til að bæta við marki. Franko Lalic ver vel frá Adam Ægi Pálssyni sem var kominn í ákjósanlega stöðu rétt utan teigs
6. mín
Fyrsta horn leiksins og það er Keflvíkinga
5. mín
Daði Bergsson með fyrirgjöf sem endar í hrömmunum á Sindra
3. mín MARK!
Joey Gibbs (Keflavík)
Þetta tók ekki langan tíma. Góð fyrirgjöf frá hægri kanti þar sem Joey Gibbs er aleinn og stangar boltann í netið
1. mín
Það eru gestirnir sem eiga fyrsta færi leiksins. Ari Steinn Guðmundsson með skot eftir að boltinn berst út í teiginn.
1. mín
Leikur hafinn
Þá er þetta farið af stað! Gríðarlega mikilvægur leikur, sérstaklega fyrir heimamenn
Fyrir leik
Liðin ganga hér inn á völlinn. Það er ágætlega mætt í kvöld þrátt fyrir að golan sé köld.
Fyrir leik
Hjá Keflavík eru Frans Elvarsson og Kian Williams báðir í banni eftir að hafa báðir fengið rautt spjald gegn Þór í síðustu umferð.

Ari Steinn Guðmundsson og Ingimundur Aron Guðnason koma inn í liðið.
Fyrir leik
Byrjunarliðin komin inn og þau má sjá hér til hliðar.

Sindri Scheving kemur aftur inn í vörnina hjá Þrótti. Þá koma Baldur Hannes Stefánsson og Djordje Pjanic inn fyrir Gunnlaug Hlyn Birgisson og Lárus Björnsson. Þá er Esau Rojo Martinez einn í fremstu víglínu
Fyrir leik
Varnarlína Keflvíkinga hefur líka verið að spila vel í byrjun móts. Sindri Kristinn Ólafsson hefur verið lengi í rammanum og á að vera einn af betri markvörðum deildarinnar. Nacho Heras hefur líka staðið sig vel í miðverðinum en hann kom frá Leikni R fyrir þetta tímabil. Ekki skemmir fyrir að hann er líka búinn að skora 2 mörk.
Fyrir leik
Keflvíkingar eru væntanlega öllu sáttari með með byrjunina á mótinu. Hafa skorað flest mörk allra liða það sem af er og hafa einungis tapað einum leik. Ástralski framherjinn Joey Gibbs er þeirra markahæstur með 4 mörk. Helgi Þór Jónsson og Adam Árni Róbertsson hafa svo báðir skorað 3 mörk.
Fyrir leik
Það eru þó jákvæðir hlutir líka, Þróttarar hafa verið að spila nokkuð þéttan varnarleik. Þeir hafa til að mynda tapað síðustu tveimur leikjum 1-0. Þá hefur Franko Lalic staðið sig ágætlega í markinu það sem af er.
Fyrir leik
Það hefur ekkert gengið í Laugardalnum það sem af er. Þróttarar eru án stiga og hafa einungis skorað eitt mark í þessum fyrstu fimm leikjum. Þeir unnu síðast knattspyrnuleik þann 13. júní gegn Vestra í Mjólkurbikarnum.

Dion Acoff var keyptur fyrir tímabilið og bundu menn miklar vonir við hann enda öllum hnútum kunnugur í Laugardalnum. Hann hefur hins vegar verið að glíma við meiðsli og hefur enn ekki komið við sögu í Lengjudeildinni.
Fyrir leik
Liðin sem mætast í dag eru á mjög ólíkum stað í töflunni hér í byrjun móts. Þróttur er í 11. sæti og hafa tapað öllum fimm leikjum sínum til þessa. Keflavík situr í 3. sæti með 10. stig
Fyrir leik
Góðan dag kæru lesendur og velkomin með okkur í beina textalýsingu frá leik Þróttar og Keflavíkur í 6. umferð Lengjudeildar karla
Byrjunarlið:
1. Sindri Kristinn Ólafsson (m)
Anton Freyr Hauks Guðlaugsson
4. Nacho Heras
7. Rúnar Þór Sigurgeirsson ('90)
7. Davíð Snær Jóhannsson
8. Ari Steinn Guðmundsson ('67)
11. Helgi Þór Jónsson ('67)
16. Sindri Þór Guðmundsson ('90)
23. Joey Gibbs
24. Adam Ægir Pálsson
28. Ingimundur Aron Guðnason ('71)

Varamenn:
12. Þröstur Ingi Smárason (m)
6. Viðar Már Ragnarsson ('90)
6. Ólafur Guðmundsson ('71)
10. Dagur Ingi Valsson ('67)
18. Cezary Wiktorowicz ('90)
38. Jóhann Þór Arnarsson ('67)

Liðsstjórn:
Eysteinn Húni Hauksson Kjerúlf (Þ)
Sigurður Ragnar Eyjólfsson (Þ)
Ómar Jóhannsson
Jóhann Birnir Guðmundsson
Falur Helgi Daðason
Jón Örvar Arason
Björn Bogi Guðnason

Gul spjöld:

Rauð spjöld: