Man City ræðir um möguleg kaup á Ait-Nouri - Adarabioyo eftirsóttur - Newcastle vill Sesko
Í BEINNI
Meistarar meistaranna konur
Valur
19:30 0
0
Víkingur R.
Grindavík
2
2
Afturelding
Sigurður Bjartur Hallsson '2 1-0
1-1 Kári Steinn Hlífarsson '8
Stefán Ingi Sigurðarson '66 2-1
2-2 Jason Daði Svanþórsson '91
21.07.2020  -  19:15
Grindavíkurvöllur
Lengjudeild karla
Aðstæður: Hægur vindur, skýjað og hiti um 12 stig, Völlurinn flottur
Dómari: Guðgeir Einarsson
Maður leiksins: Aron Elí Sævarsson
Byrjunarlið:
24. Vladan Dogatovic (m)
Marinó Axel Helgason ('75)
Oddur Ingi Bjarnason ('59)
8. Gunnar Þorsteinsson (f)
9. Josip Zeba
9. Guðmundur Magnússon ('75)
11. Elias Tamburini
23. Aron Jóhannsson (f)
26. Sigurjón Rúnarsson
27. Mackenzie Heaney ('52)
33. Sigurður Bjartur Hallsson ('75)

Varamenn:
5. Nemanja Latinovic ('75)
7. Sindri Björnsson ('75)
8. Hilmar Andrew McShane ('75)
19. Hermann Ágúst Björnsson
43. Stefán Ingi Sigurðarson ('59)
80. Alexander Veigar Þórarinsson ('52)

Liðsstjórn:
Sigurbjörn Örn Hreiðarsson (Þ)
Scott Mckenna Ramsay
Maciej Majewski
Guðmundur Valur Sigurðsson
Alexander Birgir Björnsson
Ólafur Tryggvi Brynjólfsson
Margrét Ársælsdóttir

Gul spjöld:
Mackenzie Heaney ('23)
Aron Jóhannsson ('74)
Vladan Dogatovic ('80)
Josip Zeba ('87)
Sigurbjörn Örn Hreiðarsson ('93)

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Leiknum er lokið með jafntefli. Í heildina líklega sanngjörn úrslit en Grindavík líklega svekktir að fá ´á sig jöfnunarmark í uppbótartíma og sömuleiðis gestirnir fyrir að nýta ekki dauðafæri fyrr í leiknum..
98. mín
Jason Daði með skot í varnarmann og afturfyrir. Síðasti séns.
96. mín
Afturelding fær horn.
95. mín
Aron Jó í dauðafæri í markteig en hittir ekki boltann. Hefði getað stolið þessu.

Hinu meginn Afturelding í færi en Grindvíkingar komast fyrir Andra á síðustu stundu.

Þetta er borðtennis
93. mín Gult spjald: Sigurbjörn Örn Hreiðarsson (Grindavík)
Alls ekki sáttur á hliðarlínunni.
92. mín
Grindvíkingar brjálaðir þegar Guðgeir stoppar leikinn í álitlegri sókn gulra eftir að Jason Daði fær boltann í andlitið.
91. mín MARK!
Jason Daði Svanþórsson (Afturelding)
Mark!!!!!!!

Stefán kærulaus og tapar boltanum á slæmum stað. Boltinn sendur beint í hlaupaleið Jasonar sem geysist inn á teiginn og skorar framhjá Vladan sem var þó í boltanum.

Grindvíkingar brjálaðir því Gunnar Þorsteinsson lá á vellinum.
87. mín Gult spjald: Josip Zeba (Grindavík)
Zeba fer niður eftir viðskipti við Alexander og steinliggur.
Alexander ætlar að lyfta honum upp í pirringi enda lítið í brotinu.

Guðgeir spjaldar þá báða.
87. mín Gult spjald: Alexander Aron Davorsson (Afturelding)
86. mín
Pressan frá gestunum að þyngjast. Halda heimamenn þetta út?
85. mín
Alexander Veigar með frábæran sprett upp völlinn og kemst í prýðis skotfæri en skotið beint á Jon.
85. mín
Vladan með frábæra markvörslu eftir skalla. Virkilega góð varsla.
80. mín
Inn:Alexander Aron Davorsson (Afturelding) Út:Kristján Atli Marteinsson (Afturelding)
80. mín Gult spjald: Vladan Dogatovic (Grindavík)
Tekur léttar teygjur og Guðgeir ekki með húmor fyrir því.
79. mín
Kaðrak í teignum en Elías leggst fyrir markið og nær að skýla markinu. annað horn.
78. mín
Gestirnir fá horn.

Tíminn tekinn að styttast fyrir þá.
75. mín
Inn:Sindri Björnsson (Grindavík) Út:Guðmundur Magnússon (Grindavík)
Þreföld skipting hjá Grindavík.
75. mín
Inn:Hilmar Andrew McShane (Grindavík) Út:Sigurður Bjartur Hallsson (Grindavík)
75. mín
Inn:Nemanja Latinovic (Grindavík) Út:Marinó Axel Helgason (Grindavík)
74. mín
Inn:Valgeir Árni Svansson (Afturelding) Út:Kári Steinn Hlífarsson (Afturelding)
74. mín Gult spjald: Aron Jóhannsson (Grindavík)
Fyrirhvað hef ég ekki hugmynd. Hlýtur að hafa sagt eitthvað.
71. mín
Jason með lipur tilþrif og fer framhjá nokkrum Grindvíkingum en fer helst til langt og tekst eiginlega að sóla sjálfan sig og tapa boltanum í álitlegri stöðu í teignum.
70. mín
Spurning hvort þetta mark verði til þess að vekja gestina sem hafa dalað heldur eftir flottan fyrri hálfleik.
66. mín MARK!
Stefán Ingi Sigurðarson (Grindavík)
Mark!

Hornspyrnan ágæt en gestirnir ná þó að skalla út í teiginn. Þar lúrii Stefán og hamrar boltann á lofti efst í markhornið.. Glæsilegt mark.
66. mín
Tamburini sækir horn fyrir heimamenn.
64. mín
Grindavík verið mun skipulagðara hér í síðari hálfleik og heilt yfir verið sterkari síðustu mínútur. En engin færi hjá liðunum að tala um.
60. mín
Inn:Georg Bjarnason (Afturelding) Út:Gísli Martin Sigurðsson (Afturelding)
Gísli Martin liggur eftir viðskipti við Zeba í aukaspyrnunni og hefur lokið leik.
59. mín
Inn:Stefán Ingi Sigurðarson (Grindavík) Út:Oddur Ingi Bjarnason (Grindavík)
Annar framherji. Stór og sterkur í föstum leikatriðum
58. mín
Góð aukaspyrna sem Zeba rekur kollinn í en Jon slær í horn.
57. mín Gult spjald: Alejandro Zambrano Martin (Afturelding)
Held að þetta sé fyrir tuðið sem fylgdi brotinu.
56. mín
Grindavík fær hornspyrnu.
54. mín
Sigurður Bjartur með skot eftir fyrirgjöf Marinós en hvergi nálægt markinu.
52. mín
Inn:Alexander Veigar Þórarinsson (Grindavík) Út:Mackenzie Heaney (Grindavík)
Hans síðasta verk enda gjörsamlega búinn.
52. mín
Mackenzie með hættulega fyrirgjöf en Gummi Magg brotlegur.
49. mín
Fer rólega af stað en það verður að segjast að gestirnir eiga rosalega auðvelt með að opna stór svæði á Grindavíkurliðinu.

Hafliði með hörkuskot í stöng!

Það mætti honum enginn og hann lét vaða en tréverkið bjargar Grindavík!!!
46. mín
Seinni hálfleikur hafinn

Gestirnir hefja leik hér í seinni. Meira fjör og fleiri mörk takk.
45. mín
Hálfleikur
Guðgeir flautar til hálfleiks hér í þessum skemmtilega leik. Gestirnir betri megnið af fyrri hálfleik en fengu mark í andlitið strax í upphafi en spiluðu sig inn í leikinn og uppskáru flott jöfnunarmark og aðeins Vladan í marki Grindavíkur kom í veg fyrir að þeir leiði,

Grindvíkingar slakir framan af þrátt fyrir að hafa komist yfir í blábyrjun en hafa hresst heldur er liðið hefur á hálfleikinn.

Verður vonandi áframhald á þessum fína fótboltaleik hér í seinni hálfleik.
45. mín
Frábær hornspyrna sem er flikkað inn á teiginn en Zeba rétt missir af boltanum.
45. mín
Oddur sækir horn fyrir Grindavík.
44. mín
Vááááá þvílík varsla hjá Vladan!!!!!!!

Jason og Andri 2 á 1 í gegn. Jason leggur boltann út í teiginn á Andra sem er einn gegn Vladan sem hendir sér á móti boltananum og ver meistaralega!

Hélt að þetta væri gefið mark.
40. mín
Klaufalegt brot hjá Ísak Atla sem ýtir í bakið á Gumma eftir innkast. Fyrirtaks staður fyrir aukaspyrnu.

Spyrnan hættuleg en gestirnir bjarga og Grindvíkingar brotlegir í þokkabót.
39. mín
Nauðvörn hjá gestunum. Gummi með frábæra sendingu inn á Odd sem setur hann fyrir en gestirnir bjarga með naumindum.

Svo skot frá Aroni sem Jon slær í horn.

Grindavík heldur betur að lifna við eftir slakar mínútur.
37. mín
Ég er að sjá það núna að Scott Ramsey er í starfsliði Grindavíkur. Þvílíka legendið þar á ferð.
36. mín
Og aftur í þetta skipti Mackenzie með skot í varnarmann og yfir.
35. mín
Heimamenn að vakna fram á við. Snyrtilegt spil hjá Mackenzie og Oddi endar með fyrirgjöf en Jon hirðir hana.
32. mín
Gummi dettur óvænt í færi eftir skot Mackenzie í varnarmann en Jon snöggur út og slær boltann frá.
31. mín
Frábær tilþrif hjá Jasoni sem hælar boltann inn á Andra en Andri því miður fyrir gestinna rangstæður.
29. mín
Gestirnir eru rosalega skipulagðir í sínum aðgerðum og þrýsta Grindvíkingum í erfiðar sendingar sem oftar en ekki rata ekki rétta leið.

Grindvíkingar verið slakir eftir að hafa komist yfir í upphafi.
28. mín
Zeba með skalla að marki eftir aukaspyrnu Arons af vinstri væng.

Eða í átt að marki er kannski langsótt en afturfyrir fór boltinn.
26. mín
Snörp sókn Aftureldingar sem endar með skoti frá Hafliða en beint í fang Vladans. Andri Freyr tíaði hann vel upp fyrir Hafliða en skotið ekki nógu fast og hnitmiðað.
23. mín Gult spjald: Mackenzie Heaney (Grindavík)
Togar Jason niður sem er að komast í skyndisókn. Átti aldrei möguleika í boltann. Hárrétt spjald.
22. mín
Grindavík fær horn.
21. mín
Oddur Ingi kemst upp að endamörkum á hægri vængnum fyrir Grindavík en Aron Elí stígur hann bara út og boltinn afturfyrir.
19. mín
Andri Freyr í dauðafæri eftir geggjaða sendingu yfir vörnina úr öftustu línu en boltinn rétt framhjá.
18. mín
Afturelding brýst upp hægra meginn og fyrirgjöfinn fellur fyrir fætur Alejandro en hann hittir boltann afar illa og færið rennur út í sandinn.

Aftureldin sterkari og er að spila þrusufínan fótbolta.
17. mín
Alejandro með spyrnuna en hún er vægast sagt slök. Laflaus beint í fang Vladans.
16. mín
Andri ákveðin og kemst í boltann við vinstra vítateigshorn á undan Sigurjóni sem brýtur á honum.

Skotfæri!
13. mín
Gummi Magg með fína skottilraun eftir slaka hreinsun. Tekur boltann á lofti og nær ágætu skoti en beint á Jon í marki gestanna.
12. mín
Vladan hugrakkur í úthlaupi og keyrir út í pakkann og handsamar boltann.
12. mín
Aron Elí sækir horn fyrir gestina.
8. mín MARK!
Kári Steinn Hlífarsson (Afturelding)
Stoðsending: Hafliði Sigurðarson
Mark!

Frábær sókn Aftureldingar!!!!!!

Jason Daði framlengir boltann á vinstri vængnum í hlaupaleið Hafliða sem er bara ákveðnari en Aron Jó sem kemur með tæklingu, geysist upp að endamörkum og á fyrirgjöf á Kára sem stingur sér framfyrir varnarmann til að ná og chippar boltanum yfir höfuðið á Vladan.

Frábært liðsmark.

Leiðrétt. Áður sagði að Andri Freyr hefði skorað en þar var það Kári Steinn á ferðinni. Áþekkir leikmenn á velli en mark er mark,
6. mín
Markið setur auðvitað leikinn í allt annað samhengi og gestunum brugðið.

Aðþví sögðu, fyrirgjöf frá Aftureldingu hafnar í slánni!

Vladan alls ekki viss og í raun stálheppinn.
2. mín MARK!
Sigurður Bjartur Hallsson (Grindavík)
Mark!!

Leikurinn á ekki einu sinni að vera hafin samkvæmt áætlun en Sigurði er alveg sama og dettur óvænt innfyrir í teig Aftureldingar og klárar lystilega vel frá markteig,

Kemur algjörlega uppúr engu en frábærlega klárað fyrir því.
1. mín
Leikur hafinn
Þetta er farið af stað hér í Grindavík. Heimamenn hefja leik og annan leikinn í röð fer hann af stað á undan áætlun. Klukkan inní húsi líklega aðeins á undan.
Fyrir leik
Fyrir leik eru tveir leikmenn heiðraðir fyrir að hafa leikið 100 leiki fyrir félagið. Það eru þeir Gunnar Þorsteinsson og Alexander Veigar Þórarinsson. Hjörtur Watlthersson og gjaldkeri Knattspyrnudeildar Grindavíkar afhendir þeim þakklætisvott fyrir góða þjónustu við félagið.
Fyrir leik
Eins og áður sagði eru aðstæður hér í Grindavík allar hinar bestu sem er annað en var síðasta föstudag.

Þá má líka segja að hér séu að gerast hálf ótrúlegir hlutir. Flöggin á fánastöngum umhverfis völlinn hreyfast ekki. Það er logn í Grindavík
Fyrir leik
Veðurútlitið er bara virkilega gott fyrir leikinn sem er annað en var uppá teningnum síðastliðin föstudag þegar Grindavík og Fram gerðu 1-1 jafntefli í miklum rokleik þar sem aðstæður voru vægast sagt hörmulegar. En spáin hljómar upp á sunnan 2 metra ´á sekúndu,skýjað og um 12 gráðu hita,

Við getum því vonast eftir hröðum og skemmtilegum leik þar sem boltinn fýkur ekki í innkast á 5 sekúndna fresti.
Fyrir leik
Grindavík

Grindavíkurliðið er ólíkindatól og efast ég ekki um að þjálfarar og leikmenn hafi viljað sjá liðið ofar á þessum tímapunkti í mótinu en fyrir leik kvöldsins situr liðið í 8.sæti með 9 stig.

Toppliðin eru þó nokkuð skammt undan og ekki þarf mikið til að Grindavík líkt og Afturelding blandi sér af fullri alvöru í toppbaráttuna.

Leikur Grindavíkur hefur þó verið nokkuð óstöðugur og menn verið í leit að meira jafnvægi í leik liðsins. Meiðsli hafa þó verið að plaga hópinn en menn hafa verið að týnast inn undanfarnar vikur og verður spennandi að sjá hvernig lærissveinum Sigurbjörns Hreiðarssonar reiðir af í leik kvöldsins.
Fyrir leik
Afturelding

Gestirnir úr Mosfellsbæ hófu leiktíðina á heldur rólegum nótum og töpuðu fyrstu þremur leikjum sínum. Prógrammið var þó erfitt ef horft er á stöðu liðanna í deildinni í dag en mótherjar fyrstu umferðanna voru Keflavík, ÍBV og Fram sem sitja í 1.,2. og 3.sæti deildarinnar í dag.

Þeir hafa þó heldur betur hysjað upp um sig eftir þau töp og hafa unnið síðustu 3 leiki. 7-0 sigur á Magna, 4-0 sigur á Leikni F. og 1-3 útisigur á Víking Ó. hafa rifið liðið upp töfluna en Afturelding situr fyrir leik kvöldsins í 7.sæti með 9 stig aðeins 5 stigum á eftir toppliði ÍBV. Sigur í Grindavík í kvöld getur því lyft lærissveinum Magnúsar Más í óvænta toppbaráttu.
Fyrir leik
Lengjudeildin hefur farið ansi skemmtilega af stað og staða liðanna í deildinni eftir 6.umferðir er ansi þétt og ef áframhald verður á má búast við æsispennandi móti allt til loka.
Fyrir leik
Gott kvöld lesendur góðir og verið velkomin líkt og alltaf í beina textalýsingu Fótbolta.net frá leik Grindavíkur og Aftureldingar í 7.umferð Lengjudeildar karla.
Byrjunarlið:
1. Jon Tena Martinez (m)
3. Ísak Atli Kristjánsson
6. Alejandro Zambrano Martin
6. Aron Elí Sævarsson (f)
7. Hafliði Sigurðarson
8. Kristján Atli Marteinsson ('80)
9. Andri Freyr Jónasson
10. Jason Daði Svanþórsson (f)
10. Kári Steinn Hlífarsson ('74)
11. Gísli Martin Sigurðsson (f) ('60)
34. Oskar Wasilewski

Varamenn:
2. Endika Galarza Goikoetxea
15. Elvar Ingi Vignisson
17. Valgeir Árni Svansson ('74)
17. Ragnar Már Lárusson
19. Eyþór Aron Wöhler
25. Georg Bjarnason ('60)

Liðsstjórn:
Magnús Már Einarsson (Þ)
Alexander Aron Davorsson (Þ)
Aðalsteinn Richter
Ingibjörg Ásta Halldórsdóttir
Ingólfur Orri Gústafsson
Enes Cogic
Sævar Örn Ingólfsson

Gul spjöld:
Alejandro Zambrano Martin ('57)
Alexander Aron Davorsson ('87)

Rauð spjöld: