Origo völlurinn
fimmtudagur 23. júlí 2020  kl. 19:15
Pepsi Max-deild karla
Aðstæður: Í hæsta klassa
Dómari: Einar Ingi Jóhannsson
Áhorfendur: 1028
Maður leiksins: Sebastian Hedlund (Valur
Valur 3 - 0 Fylkir
1-0 Kristinn Freyr Sigurðsson ('13)
2-0 Sebastian Hedlund ('38)
3-0 Sigurður Egill Lárusson ('90)
Myndir: Fótbolti.net - Einar Ásgeirsson
Byrjunarlið:
1. Hannes Þór Halldórsson (m)
2. Birkir Már Sævarsson
6. Sebastian Hedlund
7. Haukur Páll Sigurðsson (f) ('60)
9. Patrick Pedersen ('75)
10. Kristinn Freyr Sigurðsson ('82)
11. Sigurður Egill Lárusson
13. Rasmus Christiansen
14. Aron Bjarnason
19. Lasse Petry
24. Valgeir Lunddal Friðriksson

Varamenn:
25. Sveinn Sigurður Jóhannesson (m)
4. Einar Karl Ingvarsson ('60)
5. Birkir Heimisson ('75)
20. Orri Sigurður Ómarsson
21. Magnus Egilsson
23. Eiður Aron Sigurbjörnsson ('82)
77. Kaj Leo í Bartalsstovu

Liðstjórn:
Örn Erlingsson
Silja Rós Theodórsdóttir
Haraldur Árni Hróðmarsson
Heimir Guðjónsson (Þ)
Eiríkur K Þorvarðsson
Srdjan Tufegdzic
Halldór Eyþórsson

Gul spjöld:
Rasmus Christiansen ('50)
Birkir Heimisson ('78)
Sigurður Egill Lárusson ('80)

Rauð spjöld:
@gummi_aa Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
94. mín Leik lokið!
Fyrsti heimasigur Vals og hann var sanngjarn. Það vantaði herslumuninn hjá Fylki að koma inn marki í seinni hálfleik. Það reyndi aldrei á Hannes. Það er stemning á Origo-vellinum.

Valur á toppinn!
Eyða Breyta
90. mín
+4 í uppbótartíma
Eyða Breyta
90. mín MARK! Sigurður Egill Lárusson (Valur)
Aron í vitlaust horn. Eins öruggt og það gerist.
Eyða Breyta
90. mín
VÍTI!!! Orri Sveinn fær dæmda á sig vítaspyrnu. Sigurður Egill tekinn niður í teignum. Hárréttur dómur.
Eyða Breyta
87. mín
Aftur ver Aron með fótunum
Einar Karl á skot að marki meðfram jörðinni. Aron Snær gerir vel í að verja skotið með fótunum og til hliðar.
Eyða Breyta
86. mín
Valur er að landa sínum fyrsta heimasigri. Það verður þungu fargi létt af þeim.
Eyða Breyta
85. mín
Báðir leikmenn komnir aftur inn á.
Eyða Breyta
83. mín
Hedlund og Arnór Gauti lenda saman. Þetta var eins og Bailly og Maguire í undanúrslitum bikarsins um daginn. Leit ekki vel út.
Eyða Breyta
82. mín Eiður Aron Sigurbjörnsson (Valur) Kristinn Freyr Sigurðsson (Valur)
Þá kemur Eiður Aron inn á.
Eyða Breyta
80. mín Gult spjald: Sigurður Egill Lárusson (Valur)
Groddaraleg tækling.
Eyða Breyta
78. mín Gult spjald: Birkir Heimisson (Valur)
Ekki lengi að þessu.
Eyða Breyta
77. mín
Vantar síðustu snertingu eða síðustu sendingu
Fylkismenn eru að komast í góðar stöður en það vantar annað hvort upp á síðustu snertingu eða síðustu sendingu.
Eyða Breyta
75. mín Birkir Heimisson (Valur) Patrick Pedersen (Valur)
Siggi Lár fer upp á topp.
Eyða Breyta
74. mín
Patrick leggst í jörðina. Hann er búinn í dag. Það er nokkuð ljóst.
Eyða Breyta
72. mín Nikulás Val Gunnarsson (Fylkir) Sam Hewson (Fylkir)
Nikulás Val er líklega að fara að tapa sínum fyrsta leik í Pepsi Max-deildinni.
Eyða Breyta
72. mín Ragnar Bragi Sveinsson (Fylkir) Arnar Sveinn Geirsson (Fylkir)
Fyrsti leikur Ragnars Braga frá því í fyrstu umferð þar sem hann meiddist iilla. Kemur inn á með flotta grímu.
Eyða Breyta
71. mín
Patrick lendir illa og fær aðhlynningu. Atli Sveinn ósáttur við að Einar Ingi stöðvi leikinn.
Eyða Breyta
70. mín
Finnst Valsmenn eilítið kærulausir í spili síðustu mínútur leiksins. Þeir eru hins vegar þéttir varnarlega og gestirnir komast ekkert áleiðis.
Eyða Breyta
66. mín
Næstum því 3-0 í næstu sókn. Patrick næstum því búinn að búa til einn á móti marki stöðu fyrir liðsfélaga. Fylkismenn bægja hættunni frá.

End-to-end.
Eyða Breyta
65. mín
Þarna vantaði mann
Fylkismenn koma boltanum fyrir markið en þar er enginn mættur til að pota boltanum yfir línuna. Valsmenn ná svo að hreinsa.
Eyða Breyta
62. mín
Núna átti Aron Bjarna skot í hliðarnetið eftir mjög fína sókn. Þetta blekkti ekki eins marga áhorfendur.
Eyða Breyta
61. mín
Valdimar ekki fundið sig
Valdimar færir sig út vinstra megin. Búinn að vera týndur í þessum leik. Spurning hvort þetta komi honum meira inn í leikinn. Ég hef trú á því.
Eyða Breyta
60. mín Einar Karl Ingvarsson (Valur) Haukur Páll Sigurðsson (Valur)

Eyða Breyta
60. mín Hákon Ingi Jónsson (Fylkir) Arnór Gauti Ragnarsson (Fylkir)

Eyða Breyta
60. mín
Lasse Petry á skot sem fer í röð Z.
Eyða Breyta
58. mín
Brjáluð fagnaðarlæti
Siggi Lár á fast skot í hliðarnetið og allir stuðningsmenn Vals fagna af mikilli innlifun. Þessi bolti var hins vegar ekki inni.
Eyða Breyta
55. mín
Það er að færast hiti í þetta.
Eyða Breyta
54. mín Gult spjald: Arnór Gauti Jónsson (Fylkir)
Einar beitti hagnaðinum.
Eyða Breyta
53. mín Gult spjald: Daði Ólafsson (Fylkir)
Kastaði boltanum í reiði.
Eyða Breyta
50. mín
GÓÐ TILRAUN!
Daði Ólafs tekur aukaspyrna, sem er af svona 28 metra færi, og smellir boltanum aðeins til hliðar við samskeytin. Fínasta tilraun.
Eyða Breyta
50. mín Gult spjald: Rasmus Christiansen (Valur)
Fer af of miklum krafti í skallaeinvígið.
Eyða Breyta
48. mín
Vel varið
Fín sókn hjá Val. Aron Bjarna kemur á ferðinni og rennur honum fyrir teiginn þar sem Kristinn Freyr kemur á ferðinni og rennir sér í boltann. Aron Snær ver með fótunum, "David de Gea varsla".
Eyða Breyta
48. mín
Arnór Borg á skot af 20 metrunum. Fram hjá markinu, aldrei hætta.
Eyða Breyta
47. mín
Hannes Þór mættur með derhúfu í seinni hálfleik. Þetta er gamli skólinn.
Eyða Breyta
46. mín
Seinni hálfleikurinn hafinn.
Eyða Breyta
46. mín
Færeyingarnir Magnus og Kaj Leo nota fyrri hálfleikinn í að stilla saman strengi. Halda boltanum á lofti. Færeysk samvinna.
Eyða Breyta
46. mín
Eins og staðan er núna þá er Valur að fara á toppinn með jafnmörg stig og KR. Minni þó á það að Íslandsmeistararnir eiga leik til góða.
Eyða Breyta
46. mín
Valsmenn heilt yfir betri í fyrri hálfleiknum. Fylkismenn áttu hins vegar sína kafla og hefðu hæglega geta jafnað í stöðunni 1-0 fyrir Val. Heimamenn refsuðu hins vegar með öðru marki. Svo átti Patrick að skora þriðja markið undir lok fyrri hálfeiks. Það hefði gert út um leikinn.

Fylkismenn eru alveg enn inn í þessu og ættu frekar að nota orku sína inn á vellinum en ekki í tuð við dómarann. Hefur dómari einhvern tímann breytt ákvörðun í hálfleik eða eftir leik? Held ekki.
Eyða Breyta
46. mín Hálfleikur
Flautað til hálfleiks í bara nokkuð skemmtilegum leik. Fylkismenn ógnuðu undir lok fyrri hálfleiks eftir aukaspyrnu en Valsmenn komu sér fyrir skot Arnórs Gauta.

Þegar menn ganga til hálfleiks eiga Fylkismenn í orðaskiptum við fjórða dómarann. Baulað á dómaratríóið úr stúkunni.
Eyða Breyta
45. mín
+1 í uppbótartíma.
Eyða Breyta
44. mín
HAAAAAA!
Ásgeir Eyþórs fer fram völlinn og tapar boltanum. Valsmenn geysast í skyndisókn og Aron Bjarna sendur í gegn. Hann leggur hann fyrir á Patrick sem er einn gegn marki. Hann setur boltann hins vegar fram hjá markinu. Hvernig hann gerði, það mun ég aldrei vita.
Eyða Breyta
42. mín
Arnór liggur eftir á vellinum. Fékk högg á mjóbakið. Harkar þetta af sér strákurinn.
Eyða Breyta
41. mín
Fín tilraun
Boltinn dettur fyrir Lasse Petry rétt fyrir utan teig. Hann á fína tilraun rétt fram hjá markinu.
Eyða Breyta
40. mín
Fylkir verið betri áður en þetta mark kom. Valsmenn meira 'clinical' ef svo má að orði komast.
Eyða Breyta
38. mín MARK! Sebastian Hedlund (Valur), Stoðsending: Sigurður Egill Lárusson
MARK!!!
Valsmenn komast í 2-0. Eftir hornspyrnu skorar Sebastian Hedlund með skalla. Þetta var hár bolti frá Sigga og Hedlund reis hæst í teignum.

Gestirnir úr Árbæ ósáttir við dómgæsluna. Vildu held ég fá rangstöðu áður en hornspyrnan kom.
Eyða Breyta
37. mín
DAUÐAFÆRI
Aron Bjarna í dauðafæri eftir að varnarmenn Fylkis höfðu misst af boltanum í teignum. Hann á skot sem Daði Ólafs hendir sér fyrir. Mér sýndist það alla vega vera Daði.
Eyða Breyta
36. mín
Skemmtilegt spil hjá Arnóri Borg og Djair. Brotið á Arnóri og Fylkir fær aukaspyrnu. Slök aukaspyrna frá Daða í kjölfarið, beint í hendurnar á Hannesi.
Eyða Breyta
34. mín
Fylkismenn aðeins að vakna til lífsins síðustu mínútur. Ég held að þetta skot hjá Arnóri hefði mögulega farið yfir línuna í fyrstu sýn en hérna í fjölmiðlastúkunni eru menn vissir. Það voru dómararnir líka.
Eyða Breyta
31. mín
SLÁIN OG NIÐUR
Eftir hornspyrnu á Arnór Gauti dúndurskot sem fer í slána og niður. Einar og hans menn voru ekki í neinum vafi að þessi hafi ekki verið kominn.

Þarna skall hurð nærri hælum!
Eyða Breyta
28. mín
Patrick er farinn að koma sér í færi. Það er jákvætt fyrir heimamenn. Heldur betur.
Eyða Breyta
27. mín
Aðeins of hátt
Valur fær aukaspyrnu hægra megin við vítateiginn og stuðningsmenn taka við sér. Góður staður. Siggi Lár með fína spyrnu en aðeins of há fyrir Patrick.
Eyða Breyta
26. mín
Kristinn Freyr er farinn að hlaupa á nýjan leik. Virist hafa náð að hrista þetta högg af sér.
Eyða Breyta
25. mín
Arnór Borg sprækur
Arnór Borg Guðjohnsen er búinn að vera sprækur og hlaupa mikið. Hann á hér skottilraun sem fer yfir markið.
Eyða Breyta
24. mín
Birkir Már með boltann yfir og hann fer yfir varnarmenn Fylkis til Patrick sem er einn á fjærstönginni en hann það vantar upp á fyrstu snertinguna og boltinn fer aftur fyrir endamörk.
Eyða Breyta
21. mín
Kristinn Freyr haltrar inn á mijum vellinum. Virðist þjáður. Sá ekki alveg hvað gerðist hjá honum. Hann getur ekki mikið beitt sér hérna. Spurning hvort að hann náði að ganga þetta af sér.
Eyða Breyta
20. mín
VÍTI?
Daði Ólafs hleypur upp völlinn og kemst inn á teiginn þar sem hann fer niður í baráttunni við Sebastian. Einar Ingi dæmir ekkert, en Sebastian liggur eftir.

Fylkismenn baula í stúkunni. Frá mínu sjónarhorni var þetta ekki víti.
Eyða Breyta
13. mín MARK! Kristinn Freyr Sigurðsson (Valur), Stoðsending: Birkir Már Sævarsson
MARK!!!
Valsmenn eru komnir yfir! Flott sókn hjá heimamönnum, Birkir kemur í 'overlap' og setur boltann út í teiginn og þar mætir Kristinn Freyr og skorar.

Í fyrsta sinn sem Valsmenn komast yfir á heimavelli í sumar.
Eyða Breyta
8. mín
Ekkert dæmt
Aron Bjarna við það að sleppa í gegn en fellur svo við í baráttu við Orra Svein. Ekkert dæmt og Valsmenn ósáttir. Aron kvartaði samt lítið sem ekkert.
Eyða Breyta
6. mín
4-2-3-1 kerfið í kvöld
Bæði lið eru að spila 4-2-3-1. Arnór Borg er í holunni hjá Fylki og Valdimar upp á topp. Arnór Gauti er úti vinstra megin.

Kristinn Freyr er í holunni hjá Val og Siggi Lár út á vinstri kanti.
Eyða Breyta
5. mín
Aron Bjarna tekur mann og annan á og lætur svo skot vaða af, en það er laust og beint á Aron Snæ.
Eyða Breyta
3. mín
Valur á fyrstu hornspyrnu leiksins. Aron tekur spyrnuna en hún er há og löng. Fer í innkast hinum megin. Úff.
Eyða Breyta
1. mín Leikur hafinn
Þetta er byrjað!
Eyða Breyta
Fyrir leik
Leikmenn ganga út á völlinn við dynjandi lófatak. Sýnist vera vel mætt úr Árbænum. Helgi Valur Daníelsson, sem meiddist illa á dögunum, er mættur hér á Hlíðarenda að styðja við bakið á sínum mönnum.
Eyða Breyta
Fyrir leik

Eyða Breyta
Fyrir leik
Ein breyting á bæði lið
Þá eru byrjunarliðin klár og gera bæði lið eina breytingu á byrjunarliðum sínum. Sigurður Egill Lárusson kemur inn fyrir Kaj Leo í Bartalsstovu. Hjá Fylki byrjar Arnór Gauti Ragnarsson í stað Þórðs Gunnars Hafþórssonar.

Ólafur Karl Finsen er áfram utan hóps hjá Val og Eiður Aron Sigurbjörnsson er á bekknum.
Eyða Breyta
Fyrir leik
Hvað með Eið Aron og Óla Kalla?
Heimir Guðjónsson, þjálfari Vals, er með rosalega marga flotta fótboltamenn í sínum röðum. Eiður Aron Sigurbjörnsson og Ólafur Karl Finsen hafa ekki byrjað einn einasta deildarleik til þessa. Báðir hafa þeir verið eitthvað í meiðslum að sögn Heimis, en samt sem áður hafa vaknað spurningar með stöðu þeirra.
Eyða Breyta
Fyrir leik
Nikulás Val er enn taplaus
Nikulás Val var veikur í tapinu gegn KR. Vonandi fyrir Fylki er hann búinn að ná sér því Fylkir hefur unnið alla sína leiki með hann innanborðs. Saga hans er ein sú skemmtilegasta í deildinni til þessa.

"Þessi strákur var engin barnastjarna og það fór lítið fyrir honum. Þetta er bara strákur sem gerir hlutina einfalt og án þess að vera með nokkra stæla," sagði Þorstein Lár Ragnarsson, stuðningsmaður Fylkis og vallarþulur, í samtali við Fótbolta.net.

"Hann var í raun og veru að fara að hætta í fótbolta eftir 2. flokkinn síðasta haust. Hann var búinn að mæta á örfáar æfingar hjá meistaraflokki síðasta sumar. Hann hafði annars eiginlega ekkert æft með meistaraflokknum."

Þjálfarar Fylkis sannfærðu hann um að halda áfram og 'the rest is history' eins og Kaninn segir.
Eyða Breyta
Fyrir leik
Gaman að fylgjast með:
Valgeir Lunddal hefur komið sterkur inn í lið Vals og virðist vera búinn að taka vinstri bakvarðarstöðuna í byrjunarliðinu. Strákur fæddur 2001 sem á framtíðina fyrir sér. Ekki spurning.

Svo virðist sem vera að margir ungir og sprækir leikmenn séu að gott hlutverk í liði Fylkis. Þórður Gunnar Hafþórsson, Arnór Gauti Jónsson og Nikulás Val Gunnarsson eru góð dæmi. Svo hefur Arnór Borg Guðjohnsen komið nokkuð flottur inn eftir komuna frá Swansea.
Eyða Breyta
Fyrir leik
Lykilmenn:
Hjá heimamönnum verð ég að segja Patrick Pedersen. Einn allra besti erlendi leikmaður sem spilað hefur á Íslandi, jafnvel sá besti. Hann er alveg 'up there' með landa sínum Allan Borgvardt og fleiri góðum. Þótt að hann sé kominn með sex mörk í sjö leikjum í sumar þá finnst mér hann eiga helling inni.

Það er engin spurning hver er lykilmaður gestaliðsins úr Árbæ. Það er Valdimar Þór Ingimundarson. Leikmaður með mikla hæfileika og mikil gæði inn á vellinum. Atvinnumennskan mun fljótt kalla á þennan 21 árs gamla kantmann.
Eyða Breyta
Fyrir leik
Valur vann síðasta leik en Fylkir fékk skell
Valur vann mjög góðan útisigur á Breiðabliki í síðustu umferð þar sem Einar Karl Ingvarsson kom inn á sem varamaður og skoraði sigurmarkið beint úr aukaspyrnu.

Fylkir tapaði gegn KR, 0-3, á heimavelli í síðustu umferð og vilja væntanlega koma sterkir til baka í kvöld.
Eyða Breyta
Fyrir leik

Eyða Breyta
Fyrir leik
Spáir stórum sigri Vals
Malfríður Erna Sigurðardóttir, leikmaður kvennaliðs Vals, er spámaður umferðarinnar í Pepsi Max-deild karla. Hún hefur trú á sínu félagi fyrir leik kvöldsins og spáir 5-0 sigri.

Mínir menn vinna sinn fyrsta heimaleik á tímabilinu og gera það með stæl. Patrik með þrennu, Haukur Páll og Siggi Lár með sitt hvort markið.
Eyða Breyta
Fyrir leik
Leikir í fyrra
Valur vann báða deildarleiki þessara lið í fyrra með einu marki gegn engu. Orri Sigurður Ómarsson gerði sigurmarkið í Árbæ og Patrick Pedersen gerði sigurmarkið hér á Hlíðarenda. Ég vil nú sjá meira en eitt mark í kvöld.
Eyða Breyta
Fyrir leik
Leikir dagsins:
Það eru þrír aðrir leikir í Pepsi Max-deildinni í dag og eru þeir auðvitað allir í beinni textalýsingu hér á Fótbolta.net.

18:00 ÍA-Stjarnan (Norðurálsvöllurinn)
19:15 Grótta-Víkingur R. (Vivaldivöllurinn)
19:15 Valur-Fylkir (Origo völlurinn)
20:15 HK-Breiðablik (Kórinn)
Eyða Breyta
Fyrir leik
Staðan?
Fyrir leikinn í dag er Valur í öðru sæti með 13 stig, þremur stigum frá toppliði KR sem gerði jafntefli við Fjölni gær. Þess má þó geta að KR mun eiga leik inn á Val eftir leik kvöldsins.

Fylkir, fyrrum toppliðið, er með einu stigi minna en Valur og er í þriðja sæti.
Eyða Breyta
Fyrir leik
Vinnur Valur á heimavelli?
Stóra spurningin fyrir þennan leik. Valur hefur unnið alla útileiki sína en er aðeins með eitt stig á heimavelli. Kemur fyrsti sigurinn á heimavelli í dag?
Eyða Breyta
Fyrir leik
VELKOMIN
Góðan daginn kæru lesendir. Í kvöld fer fram leikur Vals og Fylkis í Pepsi Max-deild karla. Ég mun segja ykkur frá helstu tíðindum í þessari beinu textalýsingu. Endilega fylgist með og takið þátt í umræðunni á Twitter með kassamerkinu #fotboltinet.
Eyða Breyta
Byrjunarlið:
1. Aron Snær Friðriksson (m)
2. Ásgeir Eyþórsson (f)
4. Arnór Gauti Jónsson
5. Orri Sveinn Stefánsson
6. Sam Hewson ('72)
7. Daði Ólafsson
11. Valdimar Þór Ingimundarson
13. Arnór Gauti Ragnarsson ('60)
20. Arnar Sveinn Geirsson ('72)
23. Arnór Borg Guðjohnsen
24. Djair Parfitt-Williams

Varamenn:
32. Arnar Darri Pétursson (m)
8. Ragnar Bragi Sveinsson ('72)
9. Hákon Ingi Jónsson ('60)
10. Andrés Már Jóhannesson
14. Þórður Gunnar Hafþórsson
18. Nikulás Val Gunnarsson ('72)
22. Birkir Eyþórsson

Liðstjórn:
Ólafur Ingi Stígsson (Þ)
Björn Metúsalem Aðalsteinsson
Halldór Steinsson
Ólafur Ingvar Guðfinnsson
Atli Sveinn Þórarinsson (Þ)
Pétur Örn Gunnarsson

Gul spjöld:
Daði Ólafsson ('53)
Arnór Gauti Jónsson ('54)

Rauð spjöld: