Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
FH
0
0
KA
22.07.2020  -  18:00
Kaplakrikavöllur
Pepsi Max-deild karla
Aðstæður: Sólin skín og smá gola. Flottar aðstæður.
Dómari: Ívar Orri Kristjánsson
Áhorfendur: 912
Maður leiksins: Guðmundur Kristjánsson (FH)
Byrjunarlið:
1. Gunnar Nielsen (m)
4. Pétur Viðarsson
5. Hjörtur Logi Valgarðsson
6. Daníel Hafsteinsson ('63)
7. Steven Lennon
8. Þórir Jóhann Helgason ('84)
10. Björn Daníel Sverrisson (f)
11. Jónatan Ingi Jónsson ('71)
14. Morten Beck Guldsmed ('63)
16. Hörður Ingi Gunnarsson
16. Guðmundur Kristjánsson

Varamenn:
2. Daði Freyr Arnarsson (m)
3. Logi Tómasson ('84)
8. Baldur Sigurðsson ('63)
11. Atli Guðnason ('63)
15. Þórður Þorsteinn Þórðarson
17. Baldur Logi Guðlaugsson ('71)
34. Logi Hrafn Róbertsson

Liðsstjórn:
Eiður Smári Guðjohnsen (Þ)
Logi Ólafsson (Þ)
Hákon Atli Hallfreðsson
Guðlaugur Baldursson
Ólafur H Guðmundsson
Fjalar Þorgeirsson
Helgi Þór Arason

Gul spjöld:
Hörður Ingi Gunnarsson ('92)

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Ívar flautar af!

Skýrsla og viðtöl á leiðinni.
93. mín
Spyrnan frá Sveini afskaplega slöpp, beint í hendurnar á Gunnari.
92. mín Gult spjald: Hörður Ingi Gunnarsson (FH)
Spjald á Hödda fyrir brotið.
92. mín
KA fær aukaspyrnu úti vinstra megin, síðasti séns?
90. mín
VIð fáum þrjár auka mínútur af þessari stórkostlegu skemmtun...
90. mín
KA fær aukaspyrnu á álitlegum stað sem Sveinn Margeir stillir upp.

Sendingin ekki góð og Pétur skallar frá.
86. mín
Inn:Sveinn Margeir Hauksson (KA) Út:Almarr Ormarsson (KA)
86. mín
Inn:Steinþór Freyr Þorsteinsson (KA) Út:Hallgrímur Mar Steingrímsson (KA)
85. mín
Logi byrjar þennan leik á einni alverstu aukaspyrnu leiksins, fær boltann aftur og tekur engu skárra skot langt framhjá.
84. mín
Inn:Logi Tómasson (FH) Út:Þórir Jóhann Helgason (FH)
Luigi inn, breyttir tímar hjá honum en hann er kominn til FH á láni frá Víking, og núna er hann að spila við lið frá Akureyri.

Tveir lagatitlar frá honum í þessari runu...
83. mín
LENNON!!!

Fær boltann frá Atla Guðna og hamrar hann volley en beint á Jajalo sem ver boltann og KA-menn hreinsa!

Þetta hefði verið gullfallegt en Lennon smellhitti boltann en bara ekki í hornið.
82. mín
Baldur Logi með boltann úti hægra megin gerir tvær tilraunir til að senda fyrir og sú seinni uppsker hornspyrnu.

Boltinn alla leið á fjær á Atla sem reynir smá dans til að koma sér í skot en gengur ekki.
81. mín
Uppúr innkastinu neglir Þórir boltanum föstum fyrir en Jajalo grípur boltann, Lennon sýndist mér nálægt því að koma tánni í boltann.
80. mín
Jæja flott spila hjá FH upp hægra megin sem endar með fyrirgjöf frá Hödda í varnarmann og afturfyrir.

Þórir hinsvegar með hræðilega spyrnu sem skoppar fyrir framan Grímsa á nær sem neglir í innkast.
79. mín
Ívar með fyrirgjöf yfir pakkann og þar er Almarr sem leggur boltann út á Hrannar í skot en boltinn í gott pinball milli manna inná teignum.
79. mín
Aldeilis dofnað yfir leiknum aftur, fáum vonandi smá líf í þetta síðustu 10!
76. mín
Inn:Andri Fannar Stefánsson (KA) Út:Bjarni Aðalsteinsson (KA)
74. mín
KA-menn ná að spila aðeins í kringum teig FH og endar með skoti frá Ásgeiri en það úr erfiðri stöðu og tilraunin eftir því.
71. mín
Inn:Baldur Logi Guðlaugsson (FH) Út:Jónatan Ingi Jónsson (FH)
71. mín
Inn:Gunnar Örvar Stefánsson (KA) Út:Guðmundur Steinn Hafsteinsson (KA)
65. mín
Dauðafæri!

Mér sýnist það vera Atli Guðna sem lyftir boltanum skemmtilega yfir vörn KA á Lennon sem er sloppinn í gegn og reynir að hamra í gegnum Jajalo sem gengur ekki og boltanum komið frá.

Þarna verður Lennon að gera betur í færinu!
64. mín
Jónatan tók spyrnuna beint á ennið á Birni Daníel sem skallaði framhjá!
63. mín
Inn:Baldur Sigurðsson (FH) Út:Daníel Hafsteinsson (FH)
Daníel fær ekki að taka þessa spyrnu hann er tekinn af velli meðan meiðslapása Þóris er enn í gangi.
63. mín
Inn:Atli Guðnason (FH) Út:Morten Beck Guldsmed (FH)
62. mín
FH fær hornspyrnu og Ívar stoppar leikinn þar sem Þórir liggur eftir og fær aðhlynningu.

Daníel ætlar að taka spyrnuna fyrst Þórir þarf að rölta útaf með sjúkraþjálfaranum.
60. mín
Hælsendingar og taktar hjá KA-mönnum sem endar með skoti frá Bjarna í varnarmann og afturfyrir.

Nú spyrnur Grímsi með vinstri en FH-ingar koma boltanum frá, ekki langt því boltinn er lagður út á Almarr sem skýtur með vinstri rétt yfir markið!
56. mín
Aftur fær FH horn en spyrnan frá Þóri beint í lúkurnar á Jajalo.
55. mín
Daníel fær boltann upp vinstra megin og sækir horn.

Þórir spyrnir en gestirnir skalla frá.
53. mín
KA fær innkast vinstra megin sem Mikkel tekur.

Kastið er langt - GUÐMUNDUR STEINN SKORAR en Ívar dæmir markið af þar sem það var brotið á Gunnari Nielsen í pakkanum.
51. mín
KA brunar upp í skyndisókn og fær hornspyrnu.

FH kemur boltanum frá.
50. mín
FH fær hornspyrnu sem Þórir tekur.

SENUR!

Morten Beck sýnist mér vera togaður niður á fjær en nær að skalla boltann fyrir markið, þaðan skoppar hann frá marki en Pétur Viðars neglir boltanum inn í pakkann fyrir framan markið og FH-ingar heimta víti en ekkert dæmt!
46. mín
BJÖRN DANÍEL MEÐ FRÁBÆRA SENDINGU!

Lyftir boltanum huggulega yfir varnarlínu KA í geggjað hlaup hjá Lennon sem er klaufi að ná ekki að toucha boltann, Jajalo grípur inní.

Byrjar vel hjá FH.
46. mín
Morten Beck sparkar seinni hálfleikinn af stað!
45. mín
Hálfleikur
Ívar Orri flautar þennan fyrri hálfleik af.

Það kom loksins líf í þetta síðustu minúturnar, vonandi framhald af því í seinni!
45. mín
+1

Loksins fær Mikkel að sýna sig með löngu innkasti, það var hættulegt og lak í gegnum pakkann á fjær þar sem Höddi virðist ekki reikna með honum og fær hann í sig, heppinn að fá hann ekki í höndina en Daníel nær fyrstur til boltans og hreinsar.
43. mín
Heyrðu allt annað að sjá FH núna!

Lennon kemst í skotfæri en frábær tækling Brynjars kemur í veg fyrir mark, FH-ingar þjarma enn að þeim inná teignum og Hjörtur sendir boltann fyrir sem lekur í gegnum pakkann og þaðan koma KA-menn boltanum frá, vantar bara herslumuninn hjá FH til að skora þarna.
42. mín
FH-ingar að vakna, Björn Daníel lyftir boltanum í svæði fyrir Þóri sem tekur skot en Jajalo vel.
41. mín
Fín sókn hjá FH og Hjörtur Logi kemst í skot/sendingarstöðu og hamrar boltann í Almarr og afturfyrir.

Stutt spyrna tekin og svo fyrirgjöf sem Pétur Viðars sneiðir yfir markið!
40. mín
Frábært spil hjá FH!

Loksins sína heimamenn gæði og láta boltann ganga hratt á milli manna, endar með opnun við endalínu fyrir Hörð sem reynir að negla boltanum inn á markteiginn en KA-menn henda sér fyrir og stöðva sendinguna.
37. mín
Daníel tapar boltanum furðulega á miðjunni og stúkan lætur fyrrum KA-manninn heyra það, gestirnir bruna upp í sókn og Ívar neglir boltanum fyrir, furðulegir varnartilburðir FH gera það að verkum að KA-menn eru þrír aleinir á fjær gegn Gumma Kri, Almarr reynir að skalla boltann aftur fyrir markið á Guðmund Stein en Gummi Kri bjargar á síðustu stundu í horn.

Bjarni með spyrnuna en FH-ingar koma hættunni frá.

KA líklegri eins og þetta er að spilast.
34. mín
Fyrsta alvöru færi leiksins!

KA spilar vel upp vinstra megin, Ívar sendir boltann fyrir og þar er Almarr aleinn en stýrir skallanum yfir markið! - klaufalegt að setja þetta ekki á rammann en það var enginn nálægt Almarri að trufla hann.
30. mín
KA fær horn, Bjarni Aðalsteins ætlar að taka í þetta skiptið.

Björn Daníel vinnur fyrsta boltann en skallar beint upp í loftið og Gunnar Nielsen handsamar hann svo.
24. mín
Hrannar sendir boltann fyrir og Gummi skallar í horn.

Grímsi sendir fyrir, Ívar vinnur skallann og Daníel Hafsteins hreinsar.

Ívar Örn liggur eftir og heldur um höfuðið og nafni hans stöðvar leikinn.
23. mín
KA kemst í álitlega stöðu úti hægra megin og teigurinn orðinn gulur en Hrannar með slaka spyrnu sem Guðmundur Steinn þarf að teygja sig í og potar boltanum í höndina á sér, hendi dæmd og sóknin í súginn.
20. mín
Jónatan reynir fyrirgjöf sem fór á markið og stúkan tók við sér, Jajalo ekki í vandræðum.
19. mín
FH með fína pressu núna ofarlega og vinna boltann eftir slaka sendingu frá Grímsa en Lennon reynir erfiða sendingu á Hjört Loga og FH tapar boltanum.
15. mín
Það er afskaplega lítið að frétta þessar fyrstu mínútur, FH að færa boltann og reyna að finna opnanir en KA með varnarfærslur upp á 10 og reyna að sækja hratt sem hefur ekki verið að gefa mikið af sér.
8. mín
KA liggur þétt í 4-1-4-1 og eru duglegir að færa og loka, FH í vandræðum með að spila í gegnum línurnar og koma sér í færi.
6. mín
KA nær að spila sig vel uppúr innkasti hægra megin sem endar með fínu skotfæri við teiginn sem Almarr neglir yfir markið.

Skeinuhættir gestirnir í upphafi.
4. mín
Hjörtur Logi liggur á vellinum og virðist vera slæmur í öxlinni.

Ívar Orri stoppar leikinn en Höddi var á fullu skriði upp hægri kantinn.
3. mín
KA fær fyrstu hornspyrnu leiksins eftir langan bolta frá Brynjari upp á Grímsa sem Höddi setur afturfyrir.

Stutt útfærsla hjá Grímsa og Bjarna sem gengur ekki.
1. mín
Leikur hafinn
Bjarni Aðalsteins fær það hlutverk að eiga fyrstu snertingu leiksins.

KA-menn byrja með boltann og sækja í átt að bílaplaninu.
Fyrir leik
Liðin eru að ganga til vallar á eftir Ívari Orra og hans aðstoðarmönnum.

Frikki Dór er að fara hamförum í hátalarakerfinu.
Fyrir leik
Það er afmælisdrengur á varamannabekk FH í dag, en Logi Hrafn Róbertsson er hvorki meira né minna en 16 ára í dag, óskum honum til hamingju með það!

Hann hefur komið við sögu í tveimur leikjum í deildinni í sumar, vonandi kemur sá þriðji í dag.
Fyrir leik
Að vanda eru markmennirnir fyrstir út að hita, ég held ég hafi bara aldrei séð það öðruvísi fyrir fótboltaleik.

Peddi er einnig mættur út á völl að keila völlinn fyrir upphitun leikmanna KA, það er allt löngu klárt FH megin.
Fyrir leik
Eiður Smári var í viðtali við Guðmund Hilmarsson og má lesa glefsur úr því með því að smella hér.
Fyrir leik
Liðin eru komin inn hér til hliðar. Bæði lið gera eina breytingu frá síðasta leik en Guðmann tekur út leikbann á meðan að Ívar Örn tók út bann í síðasta leik KA og kemur inn í liðið aftur núna.
Fyrir leik
KA

Gestirnir ráku Óla Stefán frá félaginu eftir brösugt gengi í upphafi tímabils og óánægju innan leikmannahópsins með leikkerfi og upplegg liðsins. Arnar Grétarsson tók við liðinu, mér finnst það líka jákvæð skipti eins og hjá FH. Addi þekkir fótboltaumhverfið inn og út þar sem hann hefur þjálfað bæði Breiðablik og Roeselare í Belgíu ásamt því að hafa verið yfirmaður knattspyrnumála hjá AEK Aþenu og Club Brugge, bæði stórlið í sínum löndum. Addi var auðvitað líka atvinnumaður sjálfur og frábær miðjumaður.

KA hefur verið í brasi á tímabilinu og sat í fallsæti þegar Arnar tók við með 0 sigra og 3 jafntefli, liðið var að spila leikkerfið 3-4-3 undir stjórn Óla og voru sumir leikmenn ekki sáttir með það, Rodri var farinn að spila hafsent vegna meiðsla varnarmanna og fleira í þeim dúr sem skapaði gríðarlega óánægju brekkumegin á Akureyri. Arnar tók við og fór í 4-3-3 og landaði fyrsta sigri Akureyringa gegn Gróttu með sigurmarkið frá Steinþór á síðustu andartökum leiksins, gríðarlega mikilvægt fyrir KA.

Vinni KA hér í Kaplakrika í dag koma þeir sér inn í pakkann fyrir ofan fallsvæðið og skilja Fjölni, Gróttu og HK eftir í svaðinu, þó ekki langt undan og alls ekki öruggir um eitt né neitt, en tapi KA-menn eru þeir ekki í spes málum með örlítið bil upp í liðin fyrir ofan og með fallsvæðið á hælunum.

Vonandi fyrir KA tekst Adda Grétars að leysa þeirra vandamál en leikmannahópurinn er að mínu mati of góður til að vera á þessum stað en einungis tíminn mun leiða það að í ljós hvernig tekst til hjá Arnari með Pedda og Hadda í teyminu en þeir störfuðu einnig undir Óla og fá því veglegan samaburð frá innstu veggjum KA-heimilisins.
Fyrir leik
FH

Heimamenn misstu Óla Kri til Esbjerg í Danmörku og réðu Loga Ólafs og Eið Smára í hans stað, jákvæð skipti hjá Fimleikafélaginu af mínu mati. FH er í 8. sæti með 10 stig og með þéttan pakka fyrir ofan sig, þeir eru hinsvegar 4 stigum fyrir ofan KA í 9. sætinu og geta brúað gott bil milli félaganna og skorið deildina niður í fjögurra liða botnbaráttu með sigri.

Með sigri kemur FH sér upp í 3. sæti, nema að þeir slátri KA með 8 mörkum þá fara þeir uppfyrir Val í 2. sætið.

Daníel Hafsteinsson leikmaður FH er uppalinn í KA en er á láni frá Helsingborg, KA seldi Daníel til Helsingborg fyrir rétt rúmu ári síðan og mætir hann núna uppeldisfélaginu í fyrsta skipti á ferlinum.

Guðmann Þóris lék svo þrjú tímabil með KA og átti stóran þátt í uppgangi félagsins.
Fyrir leik
Bæði lið eru með nýja þjálfara og unnu bæði lið sinn fyrsta leik eftir skiptin, hinsvegar eru 100% líkur á því að sigurganga annars félagsins með nýjan þjálfara stöðvast hér í dag, mögulega beggja ef þeir deila stigunum og kasta einu í súginn, þá eru nýjir þjálfarar hinsvegar enn taplausir.

Rýnum aðeins betur í liðin.
Fyrir leik
Ívar Orri Kristjánsson fær það verðuga verkefni að dæma þennan leik, hann er einn albesti dómari landsins og ég hef fulla trú á því að hann sýni okkur það hér í dag.
Fyrir leik
Góðan daginn kæru lesendur og verið velkomin í beina textalýsingu frá leik FH og KA í Pepsi Max deild karla.
Byrjunarlið:
12. Kristijan Jajalo (m)
4. Rodrigo Gomes Mateo
5. Ívar Örn Árnason
7. Almarr Ormarsson (f) ('86)
10. Hallgrímur Mar Steingrímsson ('86)
11. Ásgeir Sigurgeirsson (f)
16. Brynjar Ingi Bjarnason
20. Mikkel Qvist
22. Hrannar Björn Steingrímsson
33. Guðmundur Steinn Hafsteinsson ('71)
77. Bjarni Aðalsteinsson ('76)

Varamenn:
1. Aron Dagur Birnuson (m)
9. Elfar Árni Aðalsteinsson
14. Andri Fannar Stefánsson ('76)
17. Ýmir Már Geirsson
23. Steinþór Freyr Þorsteinsson ('86)
25. Jibril Antala Abubakar
30. Sveinn Margeir Hauksson ('86)

Liðsstjórn:
Hallgrímur Jónasson (Þ)
Arnar Grétarsson (Þ)
Gunnar Örvar Stefánsson
Pétur Heiðar Kristjánsson
Jens Ingvarsson
Branislav Radakovic

Gul spjöld:

Rauð spjöld: