Kaplakrikavöllur
mánudagur 27. júlí 2020  kl. 19:15
Pepsi Max-deild karla
Aðstæður: Sólin skín, gola skáhallt á völlinn og hiti um 12 gráður. Völlurinn að sjálfsögðu frábær
Dómari: Helgi Mikael Jónasson
Áhorfendur: 882
Maður leiksins: Steven Lennon
FH 2 - 1 Grótta
1-0 Þórir Jóhann Helgason ('8)
1-1 Daði Freyr Arnarsson ('64, sjálfsmark)
2-1 Steven Lennon ('65)
Myndir: Fótbolti.net - J.L.
Byrjunarlið:
24. Daði Freyr Arnarsson (m)
2. Hörður Ingi Gunnarsson
5. Hjörtur Logi Valgarðsson
6. Daníel Hafsteinsson ('85)
7. Steven Lennon
8. Þórir Jóhann Helgason ('85)
10. Björn Daníel Sverrisson
11. Atli Guðnason ('71)
11. Jónatan Ingi Jónsson ('90)
16. Guðmundur Kristjánsson
21. Guðmann Þórisson

Varamenn:
12. Vilhelm Þráinn Sigurjónsson (m)
3. Logi Tómasson
4. Pétur Viðarsson ('90)
8. Baldur Sigurðsson ('71)
15. Þórður Þorsteinn Þórðarson ('85)
17. Baldur Logi Guðlaugsson ('85)
34. Logi Hrafn Róbertsson

Liðstjórn:
Hákon Atli Hallfreðsson
Guðlaugur Baldursson
Ólafur H Guðmundsson
Fjalar Þorgeirsson
Helgi Þór Arason
Eiður Smári Guðjohnsen (Þ)
Logi Ólafsson (Þ)

Gul spjöld:
Björn Daníel Sverrisson ('45)
Guðmundur Kristjánsson ('67)
Pétur Viðarsson ('93)

Rauð spjöld:
@SEinarsson Sverrir Örn Einarsson
94. mín Leik lokið!
FH hefur sigur á Gróttu en sannfærandi var það varla. Sigur er þó sigur og stigin þrjú verða eftir hér að Kaplakrika.
Eyða Breyta
94. mín
Gestirnir dæmdir brotlegir. KSÍ mafía syngja stuðningsmenn Gróttu.
Eyða Breyta
93. mín
Grótta fær horn Hákon fer fram.
Eyða Breyta
93. mín Gult spjald: Pétur Viðarsson (FH)
Svaklega tæklingu á miðjum vellinum.
Eyða Breyta
92. mín
Grótta reynir og reynir en Axel Sig flaggaður rangstæður. Tíminn að hlaupa frá þeim.
Eyða Breyta
91. mín
4 mínútur í uppbót.
Eyða Breyta
90. mín Pétur Viðarsson (FH) Jónatan Ingi Jónsson (FH)
Sóknarmaður fyrur miðvörð. Hér á verja fenginn hlut.
Eyða Breyta
90. mín
Baldur Logi sækir aukaspyrnu og tekur dýrmætar sekúndur af klukkunni.
Eyða Breyta
88. mín Gabríel Hrannar Eyjólfsson (Grótta) Axel Freyr Harðarson (Grótta)

Eyða Breyta
88. mín Óliver Dagur Thorlacius (Grótta) Valtýr Már Michaelsson (Grótta)

Eyða Breyta
88. mín Kieran Mcgrath (Grótta) Pétur Theódór Árnason (Grótta)

Eyða Breyta
87. mín
Grótta fær horn.

Tíminn styttist.
Eyða Breyta
85. mín Baldur Logi Guðlaugsson (FH) Daníel Hafsteinsson (FH)

Eyða Breyta
85. mín Þórður Þorsteinn Þórðarson (FH) Þórir Jóhann Helgason (FH)

Eyða Breyta
81. mín
ÞVÍLÍK BJÖRGUN!!!!!!!!!

Galin sending til baka á Hákon sem Lennon pressar og nær að komast fyrir hreinsun Hákons. Hákon úr leik og Lennon nær skoti sem Patrik Orri hreinsar af línunni í stöngina og út.

Gestirnir stálheppnir.
Eyða Breyta
80. mín
Axel Freyr í fínu skallafæri en boltinn yfir. Gestirnir hefðu viljað hafa Pétur í þessari stöðu.
Eyða Breyta
79. mín
Grótta fær horn. Vottar fyrir kæruleysi hjá FH.
Eyða Breyta
77. mín
Heimskuleg ákvörðun hjá Arnari Þór sem ætlar heldur betur að láta Lennon finna fyrir því með body checki. Lennon skýst framhjá honum og hirðir af honum boltann. Keyrir inn á teiginn og leggur boltann fyrir Daníel sem er bara klaufi að skora ekki.
Eyða Breyta
75. mín
Karl Friðleifur og Ástbjörn með ágætis samleik en fyrirgjöf Karls slök og fer afturfyrir.
Eyða Breyta
75. mín Halldór Kristján Baldursson (Grótta) Sigurvin Reynisson (Grótta)

Eyða Breyta
72. mín
Fyrirgjöf frá hægri siglir í gegnum teig Gróttu og afturfyrir. Vantaði grimmd í sóknarmenn FH þarna.
Eyða Breyta
71. mín Baldur Sigurðsson (FH) Atli Guðnason (FH)
Logi og Eiður þétta raðirnar.
Eyða Breyta
70. mín
Þórir Jóhann einn á einn gegn varnarmanni en missir boltann frá sér og Grótta bjargar í horn. Hornið skallað yfir. Það er líf og fjör.
Eyða Breyta
69. mín
Pétur hársbreidd frá því að skalla boltann í netið en FH bjargar í horn.
Eyða Breyta
67. mín Gult spjald: Guðmundur Kristjánsson (FH)
Brýtur á Ástbirni.
Eyða Breyta
65. mín MARK! Steven Lennon (FH), Stoðsending: Daníel Hafsteinsson
Þetta gerist hratt Steven Lennon sem tekur einn á og leggur boltann í netið.

Gerðist svo hratt að ég sá ekki hver sendi boltann á hann.

Þökkum glöggum áhorfendum fyrir að segja okkur að Daníel lagði upp á Lennon.
Eyða Breyta
64. mín SJÁLFSMARK! Daði Freyr Arnarsson (FH)
Mark!

Daði með hrikaleg mistök fer upp í boltann með Karli Friðleifi en missir boltann í netið. Auðvitað spurning með brot
Eyða Breyta
64. mín
og annað
Eyða Breyta
63. mín
Gummi Kri fer af hörku í Axel Sig en Grótta fær horn. Veik köll um víti.
Eyða Breyta
61. mín Axel Sigurðarson (Grótta) Kristófer Orri Pétursson (Grótta)
Þetta hefur verið mjög rólegt síðustu mínútur. Axel Sigurðar kemur inn.
Eyða Breyta
53. mín
Kraftur í Gróttu hér í upphafi. Vantar að reka endahnútinn á þessi upphlaup þeirra þó.
Eyða Breyta
50. mín
Þvílíkur sprettur hjá Ásbirni sem tekur 3-4 Fhinga úr leik og keyrir inn á teiginn. Nær föstu skoti en boltinn beint á Daða. Heimamenn hreinlega heppnir að hann náði ekki betri stefnu á skotið.
Eyða Breyta
49. mín
Lennon dettur í gegn eftir lélega hreinsun frá Gróttu en rangstæður þegar Atli leggur boltann á hann.
Eyða Breyta
48. mín
Tennis í byrjun. Boltinn gegngur á milli liða fram og til baka.
Eyða Breyta
46. mín
Síðari hálfleikur hafinn

Heimamenn hefja leik í síðari hálfleik. Leiða eftir þann fyrri en hafa alls ekki verið neitt sérstakir. Gestirnir þurfa að taka betri ákvarðanir með boltann hér í síðari og freista þess að jafna.
Eyða Breyta
45. mín Hálfleikur
Heimamenn leiða hér í hálfleik. Alls ekkert spes FH frammistaða í fyrri hálfleik en ákvarðanataka gestanna hefur orðið þeim að falli sóknarlega til þessa. Möguleikarnir þó svo sannarlega til staðar.
Eyða Breyta
45. mín
Gróttumenn pressa en heimamenn ná að bægja hættunni frá.
Eyða Breyta
45. mín Gult spjald: Björn Daníel Sverrisson (FH)
Þetta er uppsafnað.
Eyða Breyta
41. mín
Aftur koma gestirnir boltanum í netið. Pétur Theodór setur boltann í netið eftir skalla Kristófers inn fyrir, En aftur fer flaggið á loft og það líklega réttilega.
Eyða Breyta
39. mín
Ástbjörn með frábæran sprett og skilur tvo FHinga eftir í rykinu. Of lengi að losa sig við og Guðmann kemst fyrir hann. Ástþór brýtur svo á Guðmann.
Eyða Breyta
38. mín
Grótta kemur boltanum í netið eftir talsverðan darraðadans í teignum en flaggi lyft og það stendur ekki.
Eyða Breyta
35. mín
Atli Guðna fer niður rétt utan vítateigs hægra meginn. Mjög hættulegur staður. Lennon og Jónatan standa við boltann.
Eyða Breyta
32. mín Gult spjald: Sigurvin Reynisson (Grótta)
Heldur í Jónatan.
Eyða Breyta
29. mín
Skyndisókn hjá Gróttu 4 á 4 spila ágætlega úr þessu og Kristófer Orri í fínu skotfæri en skotið yfir markið. Þarna liggja tækifæri Gróttu.
Eyða Breyta
27. mín
Axel Freyr með furðulegt skot eða sendingu inn að teignum. Var svo lélegt að það var eiginlega hvorugt.
Eyða Breyta
23. mín
Hörður Ingi með stórgóðan sprett upp hægra meginn og frábæra gabbhreyfingu en föst fyrirgjöf hans með jörðinni siglir framhjaá öllum í teignum.
Eyða Breyta
20. mín
Jónatan köttar inn á völlinn og reynir skot en hittir boltann illa og vel framhjá fer boltinn.
Eyða Breyta
17. mín
Kristófer með alvöru tæklingu á Jónatan. Dæmdur brotlegur og skilur ekkert í því.
Eyða Breyta
14. mín
Pétur Theodór með skalla að marki eftir aukaspyrnu en Daði vel á verði og ver vel.
Eyða Breyta
11. mín
Ástbjörn tvisvar sinnum að gera ágætlega fyrir Gróttu en of seinn að láta vaða í fyrra skiptið og varnarmaður kemst fyrir skot hans. Fyrirgjöf hans svo skölluð frá.
Eyða Breyta
10. mín
Lagleg sókn hjá Gróttu en varnarmenn komast fyrir, Horn.
Eyða Breyta
8. mín MARK! Þórir Jóhann Helgason (FH), Stoðsending: Daníel Hafsteinsson
Mark!

Daníel Hafsteinsson vippar boltanum frá markteigslínunni vinstra meginn inn á Þóri sem tekur boltann á lofti og klárar fram hjá Hákoni af stuttu færi.

Virkaði svo auðvelt hjá heimamönnum.
Eyða Breyta
7. mín
Þetta var klár hendi!!!!!

Laglegt spil FH upp hægra meginn endar með fyrirgjöf frá Herði sem finnur Atla Guðna í fætur sem á skot beint í hönd varnarmanns
Eyða Breyta
6. mín
Sigurvin Reynisson með ágætan sprett upp hægra meginn. Fyrirgjöf hans í hendur Daða.
Eyða Breyta
2. mín
Þórir Jóhann vinnur boltann hátt á vellinum og kemur honum innfyrir á Lennon en Helgi flautar á hendi. Grótta á aukaspyrnu við eigin vítateig.
Eyða Breyta
2. mín
Patrik Orri kemst fyrir fyrirjöf frá Atla Guðnasyni og FH fær horn.

Hornspyrnan tekin stutt en ekkert kemur úr henni.
Eyða Breyta
1. mín
Fyrir leik va mínútuþögn hér á Kaplakrika til að minnast Úlfars Daníelssonar mikils FHings semvar á árum áður markvörður FH og þjálfaði yngri flokka um árabil.

Við vottum aðstandendum Úlfars okkar innilegustu samúð.
Eyða Breyta
1. mín Leikur hafinn
Leikurinn er farin af stað. Það eru gestirnir sem hefja leik.
Eyða Breyta
Fyrir leik
Liðin að ganga til vallar og allt orðið klárt. Vonumst sem og endranær eftir fjörugum og skemmtilegum leik.
Eyða Breyta
Fyrir leik

Eyða Breyta
Fyrir leik

Eyða Breyta
Fyrir leik
Tæpur hálftími í leik hér í Kaplakrika og fólk farið að týnast í stúkuna. Veðrið er til fyrirmyndar og aðstæður allar hinar bestu. Allir á völlinn segi ég.
Eyða Breyta
Fyrir leik
Byrjunarliðin

Athyglisvert að sjá Daða Frey aftur í marki FH. Gunnar Nielsen er hvergi sjáanlegur á skýrslu. Spurning hvort hann séð að glíma við einhver meiðsli. Morten Beck er sömuleiðis ekki með FH en hann er meiddur.

Hjá Gróttu snúa Pétur Theodór og Sigurvin Reynisson aftur í byrjunarlið Gróttu eftir að hafa byrjað á bekknum gegn Víkingum.

Eyða Breyta
Fyrir leik
Tríóið

Helgi Mikael Jónasson er dómari hér í kvöld. Honum til aðstoðar eru þeir Sveinn Þórður Þórðarson og Ragnar Þór Bender.

Fjórði dómari er Erlendur Eiríksson og eftirlitsmaður KSÍ er Þórður Georg Lárusson
Eyða Breyta
Fyrir leik
Spámaður þessarar umferðar á Fótbolta.net er Aron Elís Þrándarson leikmaður OB í Danmörku.

Um leikinn segir Aron.

FH - Grótta

Upprúllun í Krikanum. Jónatan og Lennon eiga eftir að leika ser að Gróttuvörninni
Eyða Breyta
Fyrir leik
Fyrri viðureignir

Liðin hafa leikið alls þrjá opinbera leiki skv. gagnagrunni KSÍ og það alla í Lengjubikarnum. FH hefur haft sigur í tveimur þeirra en einum lokið með jafntefli.

Síðasta viðureign liðanna var háð í Lengjubikarnum í vetur þar sem liðin gerðu 1-1 jafntefli. Óskar Atli Magnússon kom þar FH yfir en Kristófer Orri Pétursson jafnaði leikinn eftir að Guðmann Þórissyni hafði verið vikið af velli með rautt spjald.
Eyða Breyta
Fyrir leik
Aðstæður og veður

Það þarf ekki að hafa áhyggjur af vallarmálum í Kaplakrika. Einn besti grasvöllur ef ekki sá besti hýsir leik liðanna og allt til alls hvað völlinn varðar til þess að spila skemmtilegann og high-tempo leik.

Veðurútlit er sömuleiðis bara virkilega gott. Vindur á bilinu 5-10 m/s hiti um 12 gráður og heiðskírt ef mark er takandi á veðurspám. Ef mið er tekið af veðrinu út um gluggann hjá mér leyfi ég mér að vera bjartsýnn.
Eyða Breyta
Fyrir leik
FH

FH mætir til leiks í 7.sæti deildarinnar með 11 stig. Þjálfaraskipti hafa orðið í Hafnarfirðinum eins og öllum ætti að vera ljóst. Logi Ólafs og Eiður Smári hafa stýrt liðinu í tveimur leikjum og niðurstaðan 4 stig, 1 sigur og 1 jafntefli gegn KA í síðustu umferð á heimavelli.

Markalaust í fyrsta heimaleik Eiðs og Loga

Logi og Eiður hafa nú náð fleiri æfingum með FH og verður spennandi að sjá hvernig liðið mætir til leiks gegn Gróttu í kvöld.

Stór tíðindi bárust úr herbúðum FH í vikunni þegar tilkynnt var að Eggert Gunnþór Jónsson væri búinn að semja við FH en hann kemur til liðsins frá dönsku bikarmeisturunum í Sönderjyske. Félagaskiptaglugginn er þó lokaður enn og Eggert því ekki með FH fyrr en gegn Val þann 5.ágúst.
Eyða Breyta
Fyrir leik
Grótta

Grótta mætir til leiks sitjandi í 11.sæti deildarinnar með 5 stig. Einn sigur í síðustu 5 leikjum, tvö töp og tvö jafntefli þar með talið 1-1 jafntefli gegn Víkingum á Vivaldivellinum í síðustu umferð.

Rútunni lagt á Vivaldi

Liðið spilaði þar afar varnarsinnaðan bolta og freistaði þess að beita skyndisóknum og sækja föst leikatriði. Ekki skemmtilegasti fótbolti sem spilaður hefur verið en reyndist Gróttu vel gegn hugmyndasnauðum Víkingum sem áttu í basli með aðstæður á Seltjarnarnesi.

Andstæðingurinn í kvöld er þó annar og gryfjan í Kaplakrika hefur ekki alltaf verið útiliðum góð.
Eyða Breyta
Fyrir leik
Gott kvöld kæru lesendur og verið velkomin í beina textalýsingu Fótbolta.net frá leik FH og Gróttu í 9.umferð Pepsi Max deildar karla.
Eyða Breyta
Byrjunarlið:
1. Hákon Rafn Valdimarsson (m)
2. Arnar Þór Helgason
5. Patrik Orri Pétursson
6. Sigurvin Reynisson (f) ('75)
7. Pétur Theódór Árnason ('88)
10. Kristófer Orri Pétursson ('61)
16. Kristófer Melsted
19. Axel Freyr Harðarson ('88)
20. Karl Friðleifur Gunnarsson
22. Ástbjörn Þórðarson
25. Valtýr Már Michaelsson ('88)

Varamenn:
12. Jón Ívan Rivine (m)
3. Bjarki Leósson
9. Axel Sigurðarson ('61)
15. Halldór Kristján Baldursson ('75)
17. Kieran Mcgrath ('88)
26. Gabríel Hrannar Eyjólfsson ('88)
29. Óliver Dagur Thorlacius ('88)

Liðstjórn:
Björn Valdimarsson
Þór Sigurðsson
Ágúst Þór Gylfason (Þ)
Guðmundur Steinarsson
Þorleifur Óskarsson
Christopher Arthur Brazell
Jón Birgir Kristjánsson

Gul spjöld:
Sigurvin Reynisson ('32)

Rauð spjöld: