Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
ÍA
3
2
Fylkir
0-1 Arnór Gauti Ragnarsson '39
Steinar Þorsteinsson '55 1-1
Stefán Teitur Þórðarson '75 2-1
2-2 Orri Sveinn Stefánsson '84
Orri Sveinn Stefánsson '92
Tryggvi Hrafn Haraldsson '93 , víti 3-2
15.08.2020  -  16:00
Norðurálsvöllurinn
Pepsi Max-deild karla
Dómari: Jóhann Ingi Jónsson
Maður leiksins: Stefán Teitur Þórðarson(ÍA)
Byrjunarlið:
12. Árni Snær Ólafsson (m)
3. Óttar Bjarni Guðmundsson (f)
4. Hlynur Sævar Jónsson ('58)
7. Sindri Snær Magnússon
8. Hallur Flosason
10. Steinar Þorsteinsson ('94)
10. Tryggvi Hrafn Haraldsson
14. Ólafur Valur Valdimarsson ('46)
16. Brynjar Snær Pálsson
18. Stefán Teitur Þórðarson
28. Benjamín Mehic ('46)

Varamenn:
1. Aron Bjarki Kristjánsson (m)
4. Aron Kristófer Lárusson ('46)
15. Marteinn Theodórsson
17. Ingi Þór Sigurðsson
20. Sigurður Hrannar Þorsteinsson ('58)
66. Jón Gísli Eyland Gíslason ('94)

Liðsstjórn:
Jóhannes Karl Guðjónsson (Þ)
Páll Gísli Jónsson
Arnór Snær Guðmundsson
Ingimar Elí Hlynsson
Gunnar Smári Jónbjörnsson
Daníel Þór Heimisson
Gísli Laxdal Unnarsson
Bjarki Sigmundsson
Fannar Berg Gunnólfsson

Gul spjöld:
Benjamín Mehic ('20)
Hlynur Sævar Jónsson ('33)
Aron Kristófer Lárusson ('64)
Hallur Flosason ('88)

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Leiknum er lokið með sigri Skagamanna. Viðtöl og skýrsla koma á eftir.
94. mín
Inn:Jón Gísli Eyland Gíslason (ÍA) Út:Steinar Þorsteinsson (ÍA)
93. mín Mark úr víti!
Tryggvi Hrafn Haraldsson (ÍA)
MAAAAAAARK! Tryggvi öruggur á punktinum, sendir Aron í vitlaust horn
92. mín Rautt spjald: Orri Sveinn Stefánsson (Fylkir)
91. mín
Skagamennfá víti!!!!
90. mín
Það er 3 þrem mínútum bætt við
90. mín
Hörkuskyndisókn hjá Fylki sem endar með skoti frá Hákoni en rétt framhjá markinu.
88. mín Gult spjald: Hallur Flosason (ÍA)
84. mín MARK!
Orri Sveinn Stefánsson (Fylkir)
Stoðsending: Djair Parfitt-Williams
MAAAAAAAAARK!! Fylkismenn eru búnir að jafna!! Fylkismenn fengu horn og Skagamenní tómu basli með að hreinsa. Boltinn berst á Djair út á kanti sem kemur með frábæra fyrirgjöf og Orri skalli í bláhornið.
82. mín
Inn:Þórður Gunnar Hafþórsson (Fylkir) Út:Arnar Sveinn Geirsson (Fylkir)
82. mín
Inn:Hákon Ingi Jónsson (Fylkir) Út:Ólafur Ingi Skúlason (Fylkir)
79. mín
Inn:Sam Hewson (Fylkir) Út:Arnór Borg Guðjohnsen (Fylkir)
75. mín MARK!
Stefán Teitur Þórðarson (ÍA)
Stoðsending: Óttar Bjarni Guðmundsson
MAAAAAAAAARK!! Skagamenn eru komnir yfir. ÍA fékk horn og boltinn berst fyrir en Fylkir hreinar . Boltinn aftur fyrir þar sem Óttar stendur aleinn og skallar hann á Stefán Teit sem er aaaaaaaleinn í teignum og leggur hann framhjá Aroni í markinu.
74. mín
Gísli Laxdal með flotta fyrirgjöf en á síðustu stundu hreinsar Ragnar Bragi í horn.
73. mín
Valdimar kemst í skotfæri eftir að Steinar Þorsteins tæklar boltann til hans en skotið beint á Árna Snæ í markinu.
69. mín
Skagamenn fá tvö horn í röð og smá darraðadans en Fylkismenn fá á endanum aukaspyrnu.
67. mín
Gísli Laxdal með flotta fyrirgjöf frá hægri en Sigurður Hrannar setur hann rétt yfir markið.
64. mín Gult spjald: Aron Kristófer Lárusson (ÍA)
58. mín
Inn:Sigurður Hrannar Þorsteinsson (ÍA) Út:Hlynur Sævar Jónsson (ÍA)
55. mín MARK!
Steinar Þorsteinsson (ÍA)
MAAAAAAARK! Skagamenn jafna. Skagamenn vinna boltann á miðjum vallarhelmingi Fylkis og Hlynur sendir boltann á Steinar sem fer framhjá einum varnarmanni utan teigs og hamrar honum í stöngina inn. Óverjandi. fyrir Aron í markinu.
52. mín
Inn:Michael Kedman (Fylkir) Út:Arnór Gauti Ragnarsson (Fylkir)
Arnór Gauti hefur eitthvað meiðst og er tekinn útaf.
51. mín
Loksins gerðist eitthvað smá í þessum seinni hálfleik. Djair með flottann sprett og kemst inní teig en skotið agalega slakt og endar í innkasti.
46. mín
Inn:Gísli Laxdal Unnarsson (ÍA) Út:Ólafur Valur Valdimarsson (ÍA)
Jóhannes Karl gerir tvær breytingar á ÍA liðinu í hálfleik
46. mín
Inn:Aron Kristófer Lárusson (ÍA) Út:Benjamín Mehic (ÍA)
46. mín
Þá er þetta farið af stað aftur og nú eru það Skagamenn sem byrja með boltann og sækja í átt að höllini.
45. mín
Hálfleikur
Það er kominn hálfleikur á Arkanesi og það eru Fylkismenn sem leiða 0-1
45. mín
Það er einni mínútu bætt við.
41. mín
Skagamenn fá horn og mikill darraðadans í teig Fylkis en boltinn aftur fyrir og annað horn sem ekkert verður úr
39. mín MARK!
Arnór Gauti Ragnarsson (Fylkir)
MAAAAAAAAAARK!! Fyrsta mark leiksins er komið. Valdimar komst í gegn eftir sendingu frá leikamnni ÍA og kemst inní teig þar sem boltinn berst á Arnór Gauta sem klárar vel framhjá Árna Snæ.
36. mín
Hörkusókn hjá Fylki sem endar með fyrirgjöf en Óttar bjargar í horn á síðustu stundu.
36. mín
Stefán Teitur með skot utan teigs en vel yfir. Alls ekki sáttur með sjálfan sig þarna.
34. mín
Nú fengu Fylkismenn aukaspyrnu á miðjum vallarhelmingi ÍA og Arnór Borg með nánast alveg eins fyrirgjöf á Stefán Teitur áðan og aftur fyrir.
33. mín Gult spjald: Hlynur Sævar Jónsson (ÍA)
30. mín
Skagamenn fá aukaspyrnu á miðjum vallarhelmingi Fylkis en fyrigjöfin frá Stefáni Teit er ekki góð og fer aftur fyrir.
27. mín
Orri Sveinn heppinn þarna. Rennur á vellinum og Tryggvi nær boltanum en nær ekki að gera sér mat úr þessu. Skaginn áfram í sókn og Brynjar Snær með skot en yfir markið.
26. mín
Ragnar Bragi með hörkuskot en Árni Snær vel staðsettur í markinu og ver auðveldlega.
23. mín
Skagamenn tapa hér boltanum á vondum stað og Valdimar keyrir að teignum en Sindri Snær heldur og vinnur boltann.
20. mín Gult spjald: Benjamín Mehic (ÍA)
Afskaplega gult spjalt á Benjamín.
16. mín
Fylki fær horn og ná tveimur lausum sköllum á markið sem Árni næ fyrst að kýla frá og svo grípa.
13. mín
Flott sókn hjá Fylki sem endar með fyrirgjöf frá hægri og Arnór Borg í fínu skallafæri en setur hann framhjá.
11. mín
Skagamenn vilja víti en Jóhann dæmir ekkert.
10. mín
Fín sókn hjá Fylki sem endar með Ragnar Bragi skalla fyrir en enginn Fylkismaður mættur og Árni Snær nær boltanum auðveldlega.
7. mín
STÖNGIN!!! Stefán Teitur með sendingu fram sem virtist hættulaus en Ólafur Valur náði botlanum og gaf fyrir þar sem Stefán var mættur og lagð´ann í stöngina fjær.
4. mín
Þetta byrjar rólega hjá okkur. Liðin að finna sig á blautum vellinum.
1. mín
Leikur hafinn
Þá er þetta farið af stað hjá okkur og það eru Fylkismenn sem byrja með boltann og sækja í átt að höllini. Skagamenn gulir og svartir að vanda og Fylkismenn í alhvítum varabúningum.
Ég minni lesendur á myllumerkið okkar #fotboltinet í umræðum um leiknn á Twitter.
Fyrir leik
Það eru ansi hressilegar aðstæður á Akranesi í dag. Góður blástur á vellinum og ansi rigningalegt. Völlurinn blautur og þetta gæti orðið veisla!
Fyrir leik
Byrjunarliðin eru klár og þau má sjá hér til hliðar. Bæði lið gera nokkrar breytingar.

Jóhannes Karl Guðjónsson þjálfari ÍA gerir þrjár breytingar á sínu liði frá tapinu gegn Breiðablik í síðustu umferð. Út fara Viktor Jónsson sem er meiddur, Aron Kristófer Lárusson og Marcus Johannsson. Í þeirra stað koma Benjamin Mehic, Ólafur Valur Valdimarsson og Hlynur Snævar Jónssson.

Atli Sveinn Þórarinsson þjálfari Fylkis gerir hins vegar fjórar breytingar á sínu liði frá sigrinum gegn HK. Út fara Arnar Darri Pétursson(m), Sam Hewson, Daði Ólafsson og Hákon Ingi Jónsson. Þeir sem koma inn eru Aron Snær Friðriksson(m), Ólafur Ingi Skúlason, Ragnar Bragi Sveinsson og Arnór Borg Guðjohnsen.
Fyrir leik
Liðin mættust auðvitað tvisvar í fyrra í deildinni. Liðin gerðu fjörugt 2-2 jafntefli í Árbænum 5.maí þar sem Hörður Ingi kom Skagamönnum yfir en Fylkismenn komust í 2-1 með mörkum frá Einar Loga(sjálfsmark) og Castillon en Óttar Bjarni jafnaði fyrir ÍA í uppbótartíma.

Liðin mættust svo aftur á Akranesi 6.júlí og þá höfðu Skagamenn betur 2-0 með mörkum frá Tryggva Hrafni og Viktor Jóns.
Fyrir leik
Dómari leiksins er Jóhann Ingi Jónsson og honum til aðstoðar verða þeir Gylfi Már Sigurðsson og Guðmundur Ingi Bjarnason. Varadómari er svo Guðgeir Einarsson og eftirlitsmaður KSÍ er Sigurður Hannesson.
Fyrir leik
Ég vil auðvitað minna alla á að það verða engir áhorfendur leyfðir á leiknum í dag og því um að gera að fylgjast vel með hérna í textalýsingunni hjá okkur á .net
Fyrir leik
Fylkismenn spiluðu síðast þegar þeir unnu HK í Árbænum 3-2. Það má kannski segja að Fylkismenn hafi komið pínu á óvart í sumar en þeir hafa verið að spila glimrandi fótbolta og með sigri í dag fara þeir í annað sætið í deildinni.
Fyrir leik
Skagamenn hafa auðvitað ekki spilað síðan 26.júlí þegar þeir töpuðu 5-3 fyrir Blikum í Kópavoginum en það var einmitt þriðja tap ÍA í röð og Skagamenn vilja koma sér aftur á sigurbraut hérna í dag. Það hefur ekki verið vandamál hjá Skagamönnum að skora heldur hefur vörnin verið að leka alltof mörgum mörkum.
Fyrir leik
Heilir og sælir kæru lesendur og verið velkomin aftur eftir Covid hlé. Við ætlum að fylgjast með leik ÍA og Fylkis frá Norðurálsvellinum á Akranesi.
Byrjunarlið:
1. Aron Snær Friðriksson (m)
Ragnar Bragi Sveinsson
2. Ásgeir Eyþórsson
5. Orri Sveinn Stefánsson (f)
11. Valdimar Þór Ingimundarson
11. Djair Parfitt-Williams
13. Arnór Gauti Ragnarsson ('52)
16. Ólafur Ingi Skúlason ('82)
18. Nikulás Val Gunnarsson
20. Arnar Sveinn Geirsson ('82)
23. Arnór Borg Guðjohnsen ('79)

Varamenn:
31. Kristófer Leví Sigtryggsson (m)
6. Sam Hewson ('79)
9. Hákon Ingi Jónsson ('82)
11. Þórður Gunnar Hafþórsson ('82)
15. Axel Máni Guðbjörnsson
19. Michael Kedman ('52)
21. Daníel Steinar Kjartansson

Liðsstjórn:
Rúnar Pálmarsson (Þ)
Ólafur Ingi Stígsson (Þ)
Atli Sveinn Þórarinsson (Þ)
Björn Metúsalem Aðalsteinsson
Ólafur Ingvar Guðfinnsson
Halldór Steinsson

Gul spjöld:

Rauð spjöld:
Orri Sveinn Stefánsson ('92)