Aston Villa reynir við Cunha - Barcelona getur ekki fengið Rashford - Duran til Sádi-Arabíu?
Grótta
0
1
Breiðablik
0-0 Thomas Mikkelsen '26 , misnotað víti
Kristófer Melsted '36
0-1 Thomas Mikkelsen '73 , víti
21.08.2020  -  19:15
Vivaldivöllurinn
Pepsi Max-deild karla
Aðstæður: Heiðskýrt, sunshine og smá vindur
Dómari: Ívar Orri Kristjánsson
Áhorfendur: Áhorfendabann
Maður leiksins: Thomas Mikkelsen (Breiðablik)
Byrjunarlið:
1. Hákon Rafn Valdimarsson (m)
Valtýr Már Michaelsson
2. Arnar Þór Helgason
5. Patrik Orri Pétursson
6. Sigurvin Reynisson (f) ('80)
11. Axel Sigurðarson
19. Axel Freyr Harðarson ('46)
21. Óskar Jónsson ('79)
22. Ástbjörn Þórðarson ('88)
22. Kristófer Melsted
77. Pétur Theódór Árnason

Varamenn:
1. Jón Ívan Rivine (m)
3. Bjarki Leósson ('46)
7. Kjartan Kári Halldórsson ('80)
10. Kristófer Orri Pétursson ('79)
17. Kieran Mcgrath ('88)
29. Óliver Dagur Thorlacius

Liðsstjórn:
Ágúst Þór Gylfason (Þ)
Halldór Kristján Baldursson
Björn Valdimarsson
Þór Sigurðsson
Guðmundur Steinarsson
Þorleifur Óskarsson
Jón Birgir Kristjánsson
Arnar Þór Axelsson

Gul spjöld:
Ástbjörn Þórðarson ('26)
Valtýr Már Michaelsson ('62)
Pétur Theódór Árnason ('70)

Rauð spjöld:
Kristófer Melsted ('36)
Leik lokið!
Ívar Orri flautar til leiksloka. Blikar fara með þrjú stig heim í Kópavoginn.

Viðtöl og skýrsla á leiðinni.
88. mín
Inn:Kieran Mcgrath (Grótta) Út:Ástbjörn Þórðarson (Grótta)
86. mín
PÉTUR THEÓDÓR

Kristófer tekur hornspyrnu og boltinn ratar beint á hausinn á Pétri en skalli hans yfir markið.

Færii!
85. mín
Inn:Róbert Orri Þorkelsson (Breiðablik) Út:Kristinn Steindórsson (Breiðablik)
83. mín Gult spjald: Viktor Karl Einarsson (Breiðablik)
80. mín
Inn:Kjartan Kári Halldórsson (Grótta) Út:Sigurvin Reynisson (Grótta)
79. mín
Inn:Kristófer Orri Pétursson (Grótta) Út:Óskar Jónsson (Grótta)
79. mín
BRYNJÓLFUR!!

Fær boltann fyrir utan teig en skot hans langt framhjá markinu.
77. mín
Inn:Atli Hrafn Andrason (Breiðablik) Út:Gísli Eyjólfsson (Breiðablik)
73. mín Mark úr víti!
Thomas Mikkelsen (Breiðablik)
ÞARNA SKORAR MIKKINN.

Setur hann í þetta skiptið fastan upp í vinstra hornið.
72. mín
BLIKAR FÁ ANNAÐ VÍTI!!!
70. mín Gult spjald: Pétur Theódór Árnason (Grótta)
Brýtur á Viktori Karl.
64. mín
BLIKAR!!!

Höskuldur með hornspyrnu og skapaðist mikil hætta við mark Gróttu eftir tvær marktilraunir sem varnarmenn Gróttu kasta sér fyrir og boltinn berst á Elfar en Hákon Rafn sýndi góð viðbrögð þarna.
63. mín
Inn:Stefán Ingi Sigurðarson (Breiðablik) Út:Andri Rafn Yeoman (Breiðablik)
62. mín Gult spjald: Valtýr Már Michaelsson (Grótta)
59. mín
Sigurvin brýtur á Gísla Eyjólfs rétt fyrir utan teig og aukaspyrna dæmd.

Höskuldur og Oliver standa yfir boltanum.

Oliver tekur spyrnuna en hún er slök yfir markið.
57. mín
BRYNJÓLFUUUR!

Fær boltann og tekur eitt touch inn á völlinn áður en hann lætur vaða en skot hans yfir markið

Þetta er orðið tímaspursmál hvenar mark Blika kemur.
54. mín
GRÓTTUMENN NÁLÆGT ÞVÍ.

Hornspyrna frá vinstri alveg á fjær þar sem Pétur skallar boltann inn í hættusvæðið en Blikar koma boltanum í burtu á síðustu stundu.
50. mín
Hvernig eru Blikar ekki búnir að skora?

Kristinn Steindórs fær boltan úti hægra meginn og kemur með boltann inn á teig og Gróttumenn nálægt því að skora sjálfsmark en Ástbjörn mætir og hreinsar boltann.
47. mín
Gísli Eyjólfs stelur boltanum af Óskari Jóns og kemur kemur sér inn á teiginn og fellur inn á teig en ekkert dæmt.
46. mín
Inn:Bjarki Leósson (Grótta) Út:Axel Freyr Harðarson (Grótta)
46. mín
Inn:Viktor Karl Einarsson (Breiðablik) Út:Viktor Örn Margeirsson (Breiðablik)
Viktor KARL er mættur til leiks.
46. mín
THOMAS MIKKELSEN

Brynjólfur fær boltinn út til hægri og leggur hann út á Viktor Karl sem á skot/fyrirgjöf og boltinn endar hjá Mikkelsen sem setur boltann beint á Hákon Rafn

Dauðafæriiiii
46. mín
Síðari hálfleikurinn er hafinn.
45. mín
Hálfleikur
Ívar Orri flautar til hálfleiks. Markalaust í hálfleik og Ágúst Gylfason hlýtur að setja upp plan B fyrir síðari hálfleikinn en liðið einum manni færri eftir að Kristófer var sendur af velli.
43. mín
ALLT AÐ VERÐA VITLAUST og Gróttumenn vilja Viktor Örn Margeirsson útaf en hann er á gulu!

Viktor Örn brýtur á Axeli hérna úti á væng en Ívar Orri sleppir honum.
36. mín Rautt spjald: Kristófer Melsted (Grótta)
RAUTT SPJALD Á KRISTÓFER

Grótta tapar boltanum klaufalega. Blikar keyra upp í skyndisókn og boltinn berst á Gísla sem kemst á ferðina og var við það að sleppa í gegn en Kristófer klippir hann niður.

Ég veit ekki hvað skal segja... Rosalega erfitt að sjá hvort Kristófer hafi verið aftasti maður eða hvort Ástbjörn hafi verið aftastur sem var í línu við brotið.
26. mín Gult spjald: Ástbjörn Þórðarson (Grótta)
Ástbjörn fær gult þegar vítið er dæmt, líklega fyrir mótmæli.
26. mín Misnotað víti!
Thomas Mikkelsen (Breiðablik)
Ætlar að setja boltann í hægra hornið en HÁKON RAFN VER VEL!!
26. mín
BLIKAR FÁ VÍTI!!!

Hornspyrna frá Höskuldi og Ástbjörn brýtur á Mikkelsen.
25. mín
Höskuldur fer ansi ílla með tvo varnarmenn Gróttu úti vinstra meginn áður en hann leggur boltann út á Gísla Eyjólfs sem reynir skot en Gróttumenn kasta sér fyrir boltan.
22. mín
Elfar Freyr með rosalegt skot af löngu færi sem Hákon Rafn blakar yfir markið.

Hössi tekur hornspyrnuna stutt út á Oliver sem tekur skot af löngu færi sem endar beint í Ívari Orra dómara leiksins.
19. mín Gult spjald: Elfar Freyr Helgason (Breiðablik)
Klippir Pétur niður.
15. mín
Axel fellur inn í teig eftir samskipti sín við Viktor Örn en ekkert dæmt og Blikar keyra upp og Höskuldur fær boltann úti vinstra meginn og reynir fyrirgjöf en Grótta kemur boltanum í burtu.
10. mín
VÁÁÁÁ.

Sólin skýn beint í augun á mér svo ég á rosalega erfitt að sjá á vallarhelminginn sem Blikar sækja á en boltinn kemur einhverneigin fyrir frá vinstri á Thomas sem á skot sem Hákon Rafn ver sýndist mér í horn. Blikar kalla eftir marki, spurning hvort Hákon hafi staðið inn í markinu þegar hann ver skotið.

Hornspyrnan tekin sem ekkert verður úr.
6. mín
Það er mikill kraftur í Gróttumönnum hérna í upphafi leiks og alveg greinilegt að þeir ætla að selja sig dýrt hérna í kvöld.
4. mín
Valtýr spyrnir aukaspyrnunni fyrir en Blikar koma boltanum í burtu.
4. mín Gult spjald: Viktor Örn Margeirsson (Breiðablik)
Axel Sigurðsson fær boltann úti vinstra meginn og fer á rosalega ferð og ætlar framhjá Viktori sem þarf lítið annað að gera en að taka á sig gula spjaldið þarna til að stoppa Axel sem var á leiðinni inn á teiginn.
1. mín
Leikur hafinn
Mikkinn tekur upphafsspyrnu leiksins, þetta er farið af stað.
Fyrir leik
Blikarnir eru mættir inn á völlinn og núna er Kickstart My Heart byrjað að óma hér á Vivaldi og þá ganga heimamenn inn á völlinn.

Þetta er að byrja.
Fyrir leik
Aðstæður til fótboltaiðkunnar hér í kvöld eru frábærar. Heiðskýrt og sólin á lofti þó það sé ágætis vindur hér á Nesinu í kvöld.

Eflaust margir sem væru til í að skella sér á völlinn í kvöld en það er því miður ekki hægt að þessu sinni, en ég mun reyna skila öllu sem gerist hér á Vivaldi í kvöld vel frá mér beint heim í stofu.
Fyrir leik
Hjá Breiðabliki snýr Thomas Mikkelsen aftur í byrjunarliðið eftir að hafa verið í leikbanni í 4-2 sigrinum gegn Víkingi. Damir Muminovic og Viktor Örn Margeirsson koma einnig inn í byrjunarliðið. Viktor Karl Einarsson, sem er að koma til baka úr meiðslum, byrjar á bekknum.
Fyrir leik
Ágúst Gylfason gerir eina breytingu á sínu liði frá jafnteflinu í Garðabænum gegn Stjörnunni í síðustu umferð. Karl Friðleifur Gunnarsson sem skoraði mark Gróttu í þeim leik er einmitt lánsmaður frá Breiðabliki og má þess vegna ekki spila. Inn í hans stað kemur Axel Freyr Harðarson.
Fyrir leik
Byrjunarliðin eru klár og má sjá þau hér til hliðana.
Fyrir leik
ELVAR SPÁIR ÖRUGGUM BLIKASIGRI

Ég fékk Elvar Geir Magnússon, ritstjóra Fótbolta.net til að spá aðeins í spilin fyrir leikinn hér í kvöld.

Heimavöllurinn er lítið að gefa Gróttu og þannig verður það áfram. Mikkelsen mætir ferskur úr banni og setur eitt. Blikar fá svo víti, Mikkelsen og Brynjólfur rífast um hvor eigi að taka það og annar hvor skorar. Svo fagnar Viktor Karl Einarsson endurkomu eftir meiðsli með einu. 0-3 lokatölur.
Fyrir leik
SÍÐASTA UMFERÐ
Gróttumenn heimsóttu Garðabæinn í síðustu umferð og mættu Stjörnumönnum og sótti liðið öflugt stig en liðin skyldu jöfn 1-1. Mark Gróttu skoraði Karl Friðleifur Gunnarsson en hann er einmitt lánsmaður frá Breiðabliki og má ekki spila leikinn hér í kvöld.

Blikar fóru á heimavöll hamingjunnar í síðustu umferð og mættu Víkingum frá Reykjavík í áhugaverðum fótboltaleik sem lauk með 4-2 sigri Blika. Brynjólfur Andersen Willumsson, Gísli Eyjólfsson og Kristinn Steindórsson skoruðu mörk Blika.
Fyrir leik
STAÐAN!
Grótta er fyrir leikinn í fallsæti en liðið er í 11.sæti deildarinnar með sex stig en með sigri á Blikum í kvöld getur liðið lyft sér upp úr fallsæti í það minnsta tímabundið en liðið er tveimur stigum á eftir KA sem situr í 10.sætinu með átta stig.

Blikarnir eru hinsvegar í 3.sæti deildarinnar með 17.stig eftir tíu leiki en liðið hefur unnið 5, gert 2 jafntefli og tapað 3.
Fyrir leik
SÍÐASTI LEIKUR MILLI ÞESSARA LIÐA.
Liðin mættust á Kópavogsvelli í fyrstu umferð, þann 14. júní og unnu Blikar nokkuð sannfærandi 3-0 heimasigur.

Viktor Karl Einarsson, Thomas Mikkelsen og Kristinn Steindórsson skoruðu mörk Blika.
Fyrir leik
Gott og gleðilegt kvöld.

Verið velkomin með okkur á Vivaldivöllinn á Seltjarnarnesinu þar sem Grótta og Breiðablik mætast í Pepsí Max-deild karla. Flautað verður til leiks klukkan 19:15.

Ívar Orri Kristjánsson dæmir leikinn í kvöld og honum til aðstoðar eru þeir Birkir Sigurðarson og Oddur Helgi Guðmundsson. Eftirlitsmaður KSÍ er Guðmundur Sigurðsson og Þorvaldur Árnason varadómari.
Byrjunarlið:
1. Anton Ari Einarsson (m)
3. Oliver Sigurjónsson
4. Damir Muminovic
5. Elfar Freyr Helgason
7. Höskuldur Gunnlaugsson (f)
9. Thomas Mikkelsen
10. Kristinn Steindórsson ('85)
10. Brynjólfur Willumsson
11. Gísli Eyjólfsson ('77)
21. Viktor Örn Margeirsson ('46)
30. Andri Rafn Yeoman ('63)

Varamenn:
8. Viktor Karl Einarsson ('46)
16. Róbert Orri Þorkelsson ('85)
17. Atli Hrafn Andrason ('77)
23. Stefán Ingi Sigurðarson ('63)
31. Benedikt V. Warén
62. Ólafur Guðmundsson

Liðsstjórn:
Gunnleifur Gunnleifsson (Þ)
Óskar Hrafn Þorvaldsson (Þ)
Halldór Árnason (Þ)
Ólafur Pétursson
Atli Örn Gunnarsson
Jón Magnússon
Aron Már Björnsson

Gul spjöld:
Viktor Örn Margeirsson ('4)
Elfar Freyr Helgason ('19)
Viktor Karl Einarsson ('83)

Rauð spjöld: