Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
Grindavík
2
1
Vestri
Josip Zeba '28 1-0
Aron Jóhannsson '34 , misnotað víti 1-0
Sigurjón Rúnarsson '49 2-0
2-1 Gunnar Jónas Hauksson '56
29.08.2020  -  14:00
Grindavíkurvöllur
Lengjudeild karla
Aðstæður: Hægur sunnanvindur skýjað og hiti um 12 gráður. Völlurinn lítur vel út.
Dómari: Kristinn Friðrik Hrafnsson
Maður leiksins: Sigurjón Rúnarsson
Byrjunarlið:
24. Vladan Dogatovic (m)
Marinó Axel Helgason ('69)
6. Viktor Guðberg Hauksson
7. Sindri Björnsson
9. Josip Zeba
9. Guðmundur Magnússon
11. Elias Tamburini
23. Aron Jóhannsson (f)
26. Sigurjón Rúnarsson
33. Sigurður Bjartur Hallsson
80. Alexander Veigar Þórarinsson ('58)

Varamenn:
Baldur Olsen (m)
4. Pálmar Sveinsson
5. Nemanja Latinovic ('58)
8. Hilmar Andrew McShane ('69)
20. Dagur Ingi Hammer Gunnarsson

Liðsstjórn:
Sigurbjörn Örn Hreiðarsson (Þ)
Scott Mckenna Ramsay
Maciej Majewski
Guðmundur Valur Sigurðsson
Vladimir Vuckovic
Óliver Berg Sigurðsson
Ólafur Tryggvi Brynjólfsson
Ingibjörg Ásta Halldórsdóttir
Margrét Ársælsdóttir

Gul spjöld:
Marinó Axel Helgason ('44)
Sigurjón Rúnarsson ('82)
Vladan Dogatovic ('84)

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Grindavík hefur sigur hér á Vestra.

Viðtöl og skýrsla síðar í dag.
93. mín
Mínúta eftir að uppgefnum uppbótartíma og Grindavík á markspyrnu.
93. mín
Blakala mættur fram en boltinn hreinsaður fram.
92. mín
Glæsilegt skot Gabríels fer í varnarmann og rétt yfir. Horn
90. mín
+4 í uppbót
90. mín
Komið fram í uppbótartíma hér í Grindavík
88. mín
Lítið að frétta af þessu. Vestri meira með boltann en ekki að skapa sér færi.
84. mín Gult spjald: Vladan Dogatovic (Grindavík)
Fyrir að tefja.
83. mín
Gestirnir fá hornspyrnu.
82. mín Gult spjald: Sigurjón Rúnarsson (Grindavík)
Togar Daniel niður í skyndisókn.
80. mín
Inn:Viðar Þór Sigurðsson (Vestri) Út:Pétur Bjarnason (Vestri)
80. mín
Gabríel með ágætt skot en framhjá fer boltinn.
79. mín
Það verður að segjast að heimamenn hafa fallið rosalega aftarlega. Vestri mun líklegri til að jafna.
76. mín
Inn:Sigurður Grétar Benónýsson (Vestri) Út:Vladimir Tufegdzic (Vestri)
73. mín
Vestra gengið ágætlega að finna góðar stöður hægra megin á vellinum. Nú Rafael með fyrirgjöf en sama niðurstaða. Vladan hirðir boltann.
71. mín
Inn:Gabríel Hrannar Eyjólfsson (Vestri) Út:Zoran Plazonic (Vestri)
Gróttumaðurinn Gabríel mætir inná.
70. mín
Pétur gerir vel úti hægra meginn og nær fínni fyrirgjöf en engin blár mættur á endan á henni og boltinn í fang Vladans.
69. mín
Inn:Hilmar Andrew McShane (Grindavík) Út:Marinó Axel Helgason (Grindavík)
65. mín Gult spjald: Friðrik Þórir Hjaltason (Vestri)
Of seinn í tæklingu á Tamburini. Rétt spjald.
60. mín
Skemmtileg útfærsla á horninu. Boltinn settur út á Daniel sem á skotið en hittir boltann illa og vel yfir fer boltinn.
59. mín
Vestri aftur í séns en Grindvíkingar bjarga í horn rétt áður en Pétur nær til boltans. Vestri fær horn.
58. mín
Inn:Nemanja Latinovic (Grindavík) Út:Alexander Veigar Þórarinsson (Grindavík)
56. mín MARK!
Gunnar Jónas Hauksson (Vestri)
Mark!

Nacho GIl gerir vel hægra meginn í teignum og fer gríðarlega vel með boltann. Gunnar Jónas mætir í hlaupið að marki fær boltann og klárar vel undir Vladan af markteig.

Það er von fyrir Vestra.
50. mín Gult spjald: Gunnar Jónas Hauksson (Vestri)
Brýtur á Tamburini. Annað brotið á skömmum tíma og uppsker gult.
49. mín MARK!
Sigurjón Rúnarsson (Grindavík)
Stoðsending: Aron Jóhannsson
Mark!

Frábær aukaspyrna frá Aroni sem setur boltann beint á höfuð Sigurjóns sem skallar í netið.
49. mín Gult spjald: Vladimir Tufegdzic (Vestri)
Grindavík fær aukaspyrnu á hættulegum stað. Tufa fær spjald fyrir eldra brot þar sem Kristinn beitti hagnaði.
46. mín
Seinni hálfleikur hafinn

Farið að rigna og blása meira hér í Grindavík. Fleiri mörk og meira fjör takk.
45. mín
Hálfleikur
Flautað til hálfleiks hér í Grindavík. Sanngjörn staða líklega en Grindvíkingar geta nagað sig í handarbökin að vera ekki með stærri forystu. Hefur reynst þeim erfitt í sumar að halda henni þegar líða fer á leiki.
44. mín Gult spjald: Marinó Axel Helgason (Grindavík)
Fer í rosalega tæklingu með sólan á undan sér. Fer vissulega í boltann en tæklingin groddaraleg. Duran Barba heldur reyndar um vitlausa löpp eftir tæklinguna.
42. mín Gult spjald: Daniel Osafo-Badu (Vestri)
Fer rosalega hátt með fótinn og í Grindvíking.
39. mín
Duran Barba í fínu færi hægra meginn í teignum en Vladan ver vel og Grindavík hreinsar.
34. mín Misnotað víti!
Aron Jóhannsson (Grindavík)
Hamrar boltann í slánna og út. Sennilega bara of fast. Illa farið með gott tækifæri.
33. mín Gult spjald: Robert Blakala (Vestri)
Grindavík fær víti!!!!!

Blakala í rugli og missir boltann frá sér fyrir fætur Gumma Magg og brýtur á honum

Ótrúlega klaufalegt hjá Blakala sem var að grípa sendingu en boltinn hrekkur af honum til Guðmundar og Blakala hreinlega tekur hann niður.
30. mín
Sigurður Bjartur með skalla framhjá eftir fyrirgjöf frá hægri. En framhjá fer boltinn.
28. mín MARK!
Josip Zeba (Grindavík)
Stoðsending: Sigurjón Rúnarsson
Mark!

Alexander flengir horninu á fjærstöngina þar sem Sigurjón Rúnarsson skallar boltann aftur fyrir markið, beint fyrir fætur Zeba sem skorar af stuttu færi.
27. mín
Grindavík á aukaspyrnu á miðjum vallarhelming Vestra. Aron Jó með skot í varnarmann og afturfyrir. Þetta er allavega í áttina.
22. mín
Grindavík fær horn.
21. mín
Það er mjög lítið að gerast í þessu. Mikil stöðubarátta og fátt um fína drætti.
14. mín
Guðmundur Magnússon hvernig fórstu að þessu?

Fær boltann aleinn á markteig eftir sendingu frá Tamburini og hefur tíma og pláss til að setja fyrsta mark leiksins en reynir að stoppa boltann og leggja hann fyrir sig og endar á að hitta hann ekki einn gegn Blakala. Svona sénsa verður að nýta!
12. mín
Tamburini nær fyrirgjöf frá vinstri eftir innkast. Gummi Magg rekur höfuðið í boltann en nær ekki að stýra honum á markið.
9. mín
Nacho fer niður í teignum eftir viðskipti við Sigurjón og vill fá eitthvað fyrir sinn snúð. Fannst Sigurjón fara beint í boltann.

Strax í kjölfarið fær Tufa færi fyrir gestina eftir að Vladan hikar við að fara í fallhlífarbolta inná teiginn. En nær að bjarga sér fyrir horn og verja skot Tufa af stuttu færi.

Grindvíkingar hreinlega heppnir að lenda ekki undir
4. mín
Fer mjög rólega af stað. Pétur Bjarnason nær hér þó kollinum í boltann eftir fyrirgjöf frá hægri en boltinn víðsfjarri.
1. mín
Leikur hafinn
Þetta er farið af stað. Það eru gestirnir sem hefja leik.
Fyrir leik
Það verður að viðurkennast að það er notaleg tilfinning að sjá fólk í stúkunni á ný. Gefur þessu meira líf.
Fyrir leik
Áhorfendur leyfðir á ný

Áhorfendur hafa verið leyfðir á íþróttaviðburðum á Íslandi á nýjan leik. Engir áhorfendur hafa verið á fótboltaleikjum síðastliðinn mánuðinn.

Fram kemur á KSÍ að heimildin hefur þegar í stað tekið gildi og því verða áhorfendur leyfðir á leikjum frá og með deginum í dag með skilyrðum.

Skilyrðin eru að 2 metra reglan gildi milli einstaklinga sem ekki eru í nánum tengslum og að ekki séu nema 100 manns að hámarki í stúku/stæði.
Fyrir leik
Spákonan
Barbára Sól Gísladóttir, leikmaður Selfoss, tók að sér það verkefni að spá í 14. umferðina í Lengjudeildinni fyrir Fótbolta.net

Grindavík 1 - 1 Vestri
Grindvíkingar búnir að vera í basli en náðu í sigur í síðasta leik á meðan að Vestri hafa verið að mjatla inn stigum.
Fyrir leik
Tengingar á milli liðanna

Það hafa talsverðar tengingar verið á millið liðana undanfarin ár. Leikmenn eins og Andri Rúnar Bjarnason, Giles Mbang Ondo og Alexander Veigar Þórarinsson hafa leikið með báðum liðum og svo er það að sjálfsögðu þjálfari Vestra Bjarni Jóhannsson sem hefur þjálfað lið Grindavíkur í tvígang.
Fyrir leik
Fyrri Viðureignir

17 leiki hafa liðin leikið sín á milli. Reyndar aðeins tvo þar sem gestalið dagsins ber heitið Vestri en tólf leiki sem BÍ eða BÍ/Bolungarvík.

14 sinnum hefur Grindavík haft sigur, 1 leik hefur lokið með jafnteflinu en Vestramenn sigrað tvo leiki.

Síðasti sigurleikur gestanna kom árið 2013 er þeir lögðu Grindavík 3-1 á Torfnesvelli.

Fyrri leikurinn í sumar

Fyrri viðureign liðanna sumar var hin besta skemmtun. En Grindavík hafði þar 2-3 útisigur þar sem Alexander Veigar Þórarinsson skoraði sigurmark Grindvíkinga undir lok leiks. Áður höfðu Stefán Ingi Sigurðarson og Gunnar Þorsteinsson komið Grindavík í 0-2 en Sigurður Grétar Benónýsson og Rafael Jose Navarro Mendez jöfnuðu fyrir Grindavík áður en Alexander kláraði svo leikinn fyrir Grindavík.
Fyrir leik
Grindavík

Hlutinn Jó-jó má einnig nota til að lýsa liði Grindavíkur. Liðið sem flestir bjuggust við að yrði í og við toppinn í Lengjudeildinni þetta sumarið hefur alls ekki verið sannfærandi. Akkilesarhæll liðsins hefur verið að klára leikinn en ég efast um að önnur lið í deildinni hafið fengið fleiri mörk á sig á síðustu 5-10 mínútum leikja en Grindavík.

Hópurinn á þó að teljast sterkur fyrir Lengjudeildina og með sigur í síðustu tveimur leikjum þar á meðal gegn Þór í síðustu umferð þar sem Grindvíkingar voru manni færri frá 10. mínútu og tveimur færri frá þeirri 51. höfðu þeir 1-0 sigur á lánlausu liði Þórs.

Það er þó skarð fyrir skildi hjá þeim í dag að fyrirliðinn Gunnar Þorsteinsson og Oddur Ingi Bjarnason taka út leikbann í dag fyrir brottvísanirnar gegn Þór.
Fyrir leik
Vestri

Vestri hefur verið nokkuð Jó-jó að undanförnu, í það minnsta hvað varðar úrslit. 3 jafntefli, 1 sigur og 1 tap er niðurstaðan úr síðustu 5 leikjum liðsins sem situr í 7.sæti deildarinnar með 16 stig fyrir leik dagsins.

Það hefur þó viljað loða við lið Vestra að seinni helmingur tímabilsins hefur verið betri en sá fyrri. En Vestri líkt og mörg önnur landsbyggðarlið glíma við það vandamál að hópurinn kemur seint saman í heilu lagi og oft hefur tekið tíma að slípa menn saman. Fáir eru þó betri í slíkum verkefnum en Bjarni Jóhannsson og verður spennandi að fylgjast með liði Vestra á síðari hluta tímabilsins. Það verður þó ekki tekið af þeim að sem nýliðar í deildinni hafa þeir staðið sig með miklum sóma.
Fyrir leik
Góðan dag kæru lesendur og verið velkomin í beina textalýsingu Fótbolta.net frá leik Grindavíkur og Vestra í Lengjudeild karla.
Byrjunarlið:
1. Robert Blakala (m)
Daniel Osafo-Badu
Daníel Agnar Ásgeirsson
4. Rafael Navarro
7. Zoran Plazonic ('71)
7. Vladimir Tufegdzic ('76)
10. Nacho Gil
14. Ricardo Duran Barba
17. Gunnar Jónas Hauksson
19. Pétur Bjarnason ('80)
26. Friðrik Þórir Hjaltason

Varamenn:
2. Milos Ivankovic
19. Viðar Þór Sigurðsson ('80)
20. Sigurður Grétar Benónýsson ('76)
22. Elmar Atli Garðarsson
23. Gabríel Hrannar Eyjólfsson ('71)

Liðsstjórn:
Bjarni Jóhannsson (Þ)
Heiðar Birnir Torleifsson (Þ)
Brenton Muhammad
Gunnlaugur Jónasson
Friðrik Rúnar Ásgeirsson

Gul spjöld:
Robert Blakala ('33)
Daniel Osafo-Badu ('42)
Vladimir Tufegdzic ('49)
Gunnar Jónas Hauksson ('50)
Friðrik Þórir Hjaltason ('65)

Rauð spjöld: