Kaplakrikavöllur
sunnudagur 06. september 2020  kl. 14:00
Pepsi-Max deild kvenna
Aðstæður: Skítaveður, rigning og rok
Dómari: Gunnar Freyr Róbertsson
Áhorfendur: Undir 100
Maður leiksins: Phoenetia Maiya Lureen Browne
FH 4 - 2 KR
1-0 Phoenetia Maiya Lureen Browne ('29)
2-0 Helena Ósk Hálfdánardóttir ('33)
2-1 Ingunn Haraldsdóttir ('62)
3-1 Madison Santana Gonzalez ('67)
3-2 Alma Mathiesen ('70)
4-2 Andrea Mist Pálsdóttir ('83)
Myndir: Fótbolti.net - J.L.
Byrjunarlið:
12. Telma Ívarsdóttir (m)
4. Ingibjörg Rún Óladóttir
7. Erna Guðrún Magnúsdóttir
9. Rannveig Bjarnadóttir
11. Sigríður Lára Garðarsdóttir (f)
14. Valgerður Ósk Valsdóttir
17. Madison Santana Gonzalez
18. Phoenetia Maiya Lureen Browne
19. Helena Ósk Hálfdánardóttir ('70)
24. Taylor Victoria Sekyra
26. Andrea Mist Pálsdóttir

Varamenn:
1. Þóra Rún Óladóttir (m)
13. Elísa Lana Sigurjónsdóttir
15. Birta Stefánsdóttir
16. Tinna Sól Þórsdóttir
23. Andrea Marý Sigurjónsdóttir
28. Birta Georgsdóttir ('70)
30. Arna Sigurðardóttir

Liðstjórn:
Hlynur Svan Eiríksson
Margrét Sif Magnúsdóttir
Guðni Eiríksson (Þ)
Sandor Matus
Árni Freyr Guðnason (Þ)
Bríet Mörk Ómarsdóttir
Melkorka Katrín Fl Pétursdóttir

Gul spjöld:
Helena Ósk Hálfdánardóttir ('59)

Rauð spjöld:
@ Helga Katrín Jónsdóttir
92. mín Leik lokið!
FH vinnur þennan mikilvæga botnslag 4-2!
Viðtöl og skýrsla koma við fyrsta tækifæri
Eyða Breyta
89. mín
Þarna hefði FH átt að fá víti að mínu mati en Gunnar dæmir bara horn
Eyða Breyta
89. mín Gult spjald: Katrín Ómarsdóttir (KR)
Fyrir brot
Eyða Breyta
86. mín
Phoenetia nálægt því að koma inn fimmta markinu en boltinn fer rétt framhjá. Sú er búin að vera spræk í dag.
Eyða Breyta
83. mín MARK! Andrea Mist Pálsdóttir (FH)
ANDREA AÐ KOMA FH TVEIMUR MÖRKUM YFIR OG KLÁRA ÞETTA FYRIR HEIMALIÐIÐ!
Markið kemur beint úr aukaspyrnu, Ingi björg ætlar að grípa boltann en missir af honum og inn fer hann. Ingibjörg verður að gera betur þarna
Eyða Breyta
82. mín
KR ráða ekkert við Phoenetiu og þurfa alltaf að brjóta á henni svo hún komist ekki í gegn. FH fær aukaspyrnu á hættulegum stað, vinstra megin við teig
Eyða Breyta
80. mín
FH fá hér aukaspyrnu á hættulegum stað, rétt fyrir utan teig hægra megin. Andrea reynir skot en það er rétt yfir markið
Eyða Breyta
75. mín Kristín Erla Ó Johnson (KR) Kristín Erna Sigurlásdóttir (KR)

Eyða Breyta
73. mín
Birta Georgsdóttir reynir hér skot en það er auðvelt fyrir Ingibjörgu í markinu
Eyða Breyta
70. mín Birta Georgsdóttir (FH) Helena Ósk Hálfdánardóttir (FH)

Eyða Breyta
70. mín MARK! Alma Mathiesen (KR), Stoðsending: Guðmunda Brynja Óladóttir
HVAÐ ER EGINLEGA Í GANGI HÉRNA?
Guðmunda með frábæran bolta inn fyrir vörn FH á Ölmu sem flikkar boltanum yfir Telmu í markinu sem var komin vel út á móti og boltinn lekur yfir línuna
Eyða Breyta
67. mín MARK! Madison Santana Gonzalez (FH)
Ég virðist hafa talað aðeins of snemma því FH fara í eina sókn og skora úr henni. Angela með algjöra skitu í vörninni þegar hún hittir ekki boltann svo Madi kemst í hann og skorar af öryggi í hægra hornið.
Eyða Breyta
66. mín
KR í sókn þessa stundina og með nokkuð góð tök á leiknum þessa stundina
Eyða Breyta
62. mín MARK! Ingunn Haraldsdóttir (KR), Stoðsending: Kristín Erna Sigurlásdóttir
KR-INGAR AÐ MINNKA HÉR MUNINN OG AÐ SJÁLFSÖGÐU ER FYRIRLIÐINN ÞAR Á FERÐ!
Kristín tekur spyrnuna fyrir KR, Ingunn tekur hlaup á nærsvæðið og skallar fast í áttina að Telmu í markinu sem missir af honum og inn fer boltinn. Mér finnst að Telma hefði mögulega geta gert betur þarna en kannski erfitt fyrir hana þar sem hún sér boltann seint.
Eyða Breyta
61. mín
KR fær hér hornspyrnu
Eyða Breyta
60. mín
KR að koma sér í færi og í þetta sinn á Guðmunda Brynja skot en það er rétt framhjá markinu. Fínasta tilraun
Eyða Breyta
59. mín Gult spjald: Helena Ósk Hálfdánardóttir (FH)
Fyrir brot
Eyða Breyta
59. mín
Phoenetia að leika sér að þessu KR liði. Vinnur boltann á miðjusvæðinu, keyrir upp og kemur með sendingu upp kantinn í Helenu sem kemur með boltann fyrir en KR hreinsa
Eyða Breyta
57. mín
KR fá horn. Spyrnan er hættuleg en FH hreinsa á síðustu stundu
Eyða Breyta
55. mín Gult spjald: Þórdís Hrönn Sigfúsdóttir (KR)
Fyrir tuð held ég
Eyða Breyta
54. mín
GESTIRNIR Í FÆRI!
Alma með flottan sprett upp hægri kantinn og komin alveg að marki og ætlar að lauma boltanum í fjærhornið en Telma gerir vel og ver frá henni í tvígang.
Eyða Breyta
54. mín
Þetta fer afar rólega af stað - líkt og fyrri hálfleikurinn
Eyða Breyta
46. mín Leikur hafinn
Seinni hér með farinn af stað!
Ég kalla eftir smá meiri baráttu í KR-inga en fyrst og fremst vonast ég bara eftir skemmtilegum leik.
Eyða Breyta
45. mín Guðmunda Brynja Óladóttir (KR) Hildur Björg Kristjánsdóttir (KR)
KR gerir eina breytingu í hálfleik
Eyða Breyta
45. mín Hálfleikur
FH með 2:0 forystu eftir fyrstu 45.
Þær hafa verið sterkari aðilinn hér í fyrri hálfleik og átt nokkur fín færi. Þær settu í 6. gír í nokkrar mínútur um miðjan hálfleik og uppskáru þá 2 mörk og dauðafæri.
KR hafa ekki ógnað mikið en Telma hefur verið gríðarlega örugg í markinu það sem af er leiks.
Eyða Breyta
45. mín Laufey Björnsdóttir (KR) Rebekka Sverrisdóttir (KR)
Rebekka þarf að fara út vegna meiðsla
Eyða Breyta
43. mín
KR í ágætis sókn. Kristín Erna endar á að taka skotið frá hægri en Telma ver aftur mjög vel
Eyða Breyta
40. mín
Helena Ósk reynir hér skot rétt fyrir utan teig vinstra megin en það er vel framhjá. Um að gera að reyna skot þarna samt
Eyða Breyta
38. mín
Þá taka KR við og Þórdís Hrönn reynir skot en Telma er örugg í markinu og grípur þennan bolta
Eyða Breyta
37. mín
Ingibjörg með afleita sendingu inn á miðjuna frá marki og FH komast strax í þann bolta og Phoenetia tekur skotið sem er rétt framhjá markinu af 35 metrum sirka.
Eyða Breyta
33. mín MARK! Helena Ósk Hálfdánardóttir (FH), Stoðsending: Phoenetia Maiya Lureen Browne
HVAÐ ER EIGINLEGA Í GANGI!
FH fær hornspyrnu sem Phoenetia skallar að marki og Ingibjörg ætlar að grípa boltann en Helena nær að pota í knöttinn og inn fer hann.
Það er komið líf í þennan leik og FH hafa bara gefið í eftir fyrsta markið
Eyða Breyta
32. mín
Það er heldur betur að lifna yfir leiknum maður!
Sísí í svo miklu dauðafæri að ég skil ekki hvernig hún klúðraði þessu. Stendur nánast inni í markinu en skýtur rétt framhjá markinu
Eyða Breyta
29. mín MARK! Phoenetia Maiya Lureen Browne (FH)
JÁJÁJÁ VIÐ ERUM KOMIN MEÐ MARK Í LEIKINN!
Valgerður með langan bolta inn á Phoenetiu sem klárar laglega í hægra hornið og það lifnar verulega yfir stúkunni
Eyða Breyta
26. mín
Phoenetia æðir í gegnum KR vörnina upp hægra kantinn og kemur með frábæran bolta inn á Helenu sem skýtur rétt framhjá. Flott færi hjá heimakonum eftir frábæran sprett Phoenetiu.
Eyða Breyta
25. mín
Og þá fá FH-ingar horn. Katrín Ómars hreinsar en boltinn berst á Sísí sem reynir skot en það er hátt yfir markið
Eyða Breyta
22. mín
KR-ingar vinna hér hornspyrnu. Úr spyrnunni vinna þær aðra hornspyrnu. Og úr þeirri spyrnu vinna þær aðra hornspyrnu. Og enn aðra (fjórða í röð).
FH ná svo loksins að hreinsa, okkur öllum til mikillar gleði
Eyða Breyta
15. mín
KR fær aukaspyrnu á hættulegum stað, rétt fyrir utan teig hægra megin. Þórdís Hrönn tekur spyrnuna og ákveður bara að skjóta en boltinnn fer rétt yfir markið. Fín tilraun
Eyða Breyta
14. mín
Fyrsta færi leiksins. Hildur Björg fer upp vinstri kantinn og sendir fyrir á Katrínu Ásbjörns sem tekur skotið í hægra hornið en Telma gerir virkilega vel í markinu og ver í horn
Eyða Breyta
12. mín
Þetta byrjar afskaplega rólega hérna..
Eyða Breyta
7. mín
Jæja fyrsta horn leiksins fær FH. Andrea Mist tekur spyrnuna beint á kollinn á Sísí sem skallar boltann bara eiginlega frá teignum eins og hún sé varnarmaður. Hefur líklega ætlað að flikka honum aðeins lengra
Eyða Breyta
1. mín Leikur hafinn
Þetta er farið af stað! KR byrja með boltann
Eyða Breyta
Fyrir leik
Jæja þetta er alveg að hefjast, liðin ganga nú inn á völlinn úr sitthvorri áttinni. Allt á hreinu hér í krikanum
Eyða Breyta
Fyrir leik
Fyrri leikur liðanna í deildinni fór fram 24. júlí á Meistaravöllum. Sá leikur endaði með öruggum 3-0 sigri KR þar sem Katrín Ásbjörnsdóttir (x2) og Angela Beard skoruðu mörkin.

Eyða Breyta
Fyrir leik
Ekki hefur gengið mikið betur hjá KR í sumar en þær eru í 9. sæti deildarinnar með 7 stig og því einnig í fallsæti. Það má þó ekki gleyma því að KR-ingar hafa aðeins spilað 8 leiki og eiga því 3 leiki til góða. Það er vegna þess að stelpurnar í KR hafa verið afar óheppnar með sóttkví í sumar en hafa alls þurft að fara þrisvar í sóttkví frá því að deildin byrjaði.
KR-ingar hafa unnið 2 leiki í sumar (gegn Stjörnunni og FH), gert 1 jafntefli (gegn Þrótti) og tapað 5 leikjum.
Liðið hefur skorað 9 mörk og fengið á sig 18 mörk í sumar.
Eyða Breyta
Fyrir leik
FH er í botnsæti deildarinnar með 6 stig eftir 11 leiki. FH-ingar hafa unnið 2 leiki í sumar, gegn Stjörnunni 24. ágúst og gegn Þór/KA 14. júlí.
Þá hafa þær aðeins skorað 6 mörk en fengið á sig 27 mörk í deildinni í sumar.
Eyða Breyta
Fyrir leik
Liðin mættust síðast á fimmtudaginn (3. sept) á sama velli í Mjólkurbikarnum. Þar höfðu KR-ingar betur og unnu góðan 1-2 sigur. Katrín Ómarsdóttir kom KR yfir á 24. mínútu en Angela R. Beard varð fyrir því óláni að skora sjálfsmark á 52. mínútu. Katrín Ásbjörnsdóttir kom KR svo yfir á 80. mínútu og þannig enduðu leikar.
Eyða Breyta
Fyrir leik
Góðan daginn kæru lesendur og verið hjartanlega velkomin í þessa beinu textalýsingu frá leik FH og KR í Pepsi-Max deild kvenna.
Leikurinn hefst á slaginu 14:00 í Kaplakrika.
Eyða Breyta
Byrjunarlið:
29. Ingibjörg Valgeirsdóttir (m)
3. Ingunn Haraldsdóttir (f)
6. Lára Kristín Pedersen
8. Katrín Ómarsdóttir
9. Katrín Ásbjörnsdóttir
11. Kristín Erna Sigurlásdóttir ('75)
16. Alma Mathiesen
17. Hildur Björg Kristjánsdóttir ('45)
27. Þórdís Hrönn Sigfúsdóttir
28. Angela R. Beard
30. Rebekka Sverrisdóttir ('45)

Varamenn:
23. Björk Björnsdóttir (m)
2. Kristín Erla Ó Johnson ('75)
4. Laufey Björnsdóttir ('45)
5. Hugrún Lilja Ólafsdóttir
7. Guðmunda Brynja Óladóttir ('45)
13. Margrét Edda Lian Bjarnadóttir
14. Kristín Sverrisdóttir

Liðstjórn:
Gísli Þór Einarsson
Ragna Lóa Stefánsdóttir
Sædís Magnúsdóttir
Aníta Lísa Svansdóttir
Jóhannes Karl Sigursteinsson (Þ)
Guðlaug Jónsdóttir

Gul spjöld:
Þórdís Hrönn Sigfúsdóttir ('55)
Katrín Ómarsdóttir ('89)

Rauð spjöld: