Selfoss
2
3
Stjarnan
0-1 Betsy Doon Hassett '1
0-2 Aníta Ýr Þorvaldsdóttir '10
Barbára Sól Gísladóttir '36 1-2
1-3 Shameeka Nikoda Fishley '40
Helena Hekla Hlynsdóttir '92 2-3
06.09.2020  -  14:00
JÁVERK-völlurinn
Pepsi-Max deild kvenna
Aðstæður: Skítaveður - rok og rigning. Oj barasta!
Dómari: Aðalbjörn Heiðar Þorsteinsson
Maður leiksins: Shameeka Nikoda Fishley
Byrjunarlið:
1. Kaylan Jenna Marckese (m)
Anna María Friðgeirsdóttir ('74)
Dagný Brynjarsdóttir
4. Tiffany Janea MC Carty
8. Clara Sigurðardóttir ('55)
10. Barbára Sól Gísladóttir
14. Karitas Tómasdóttir ('82)
19. Eva Lind Elíasdóttir ('74)
24. Áslaug Dóra Sigurbjörnsdóttir
26. Hólmfríður Magnúsdóttir
29. Anna Björk Kristjánsdóttir

Varamenn:
13. Margrét Ósk Borgþórsdóttir (m)
2. Brynja Líf Jónsdóttir
15. Unnur Dóra Bergsdóttir ('55)
16. Selma Friðriksdóttir
18. Magdalena Anna Reimus ('74)
20. Helena Hekla Hlynsdóttir ('74)
21. Þóra Jónsdóttir ('82)

Liðsstjórn:
Alfreð Elías Jóhannsson (Þ)
Elías Örn Einarsson
Óttar Guðlaugsson
Stefán Magni Árnason

Gul spjöld:

Rauð spjöld:
Leik lokið!
ÞETTA ER BÚIÐ!

Frábær sigur Stjörnunnar á Selfossi staðreynd. Ansi óvænt verður að segjast!

Skýrsla og viðtöl væntanleg.
93. mín
Selfoss fær síðan hornspyrnu, boltinn berst út á Barbáru sem á skot hátt yfir.
92. mín MARK!
Helena Hekla Hlynsdóttir (Selfoss)
Stoðsending: Magdalena Anna Reimus
SELFOSS MINNKAR MUNINN!

Frábær fyrirgjöf frá Magdalenu og Helena Hekla hamrar þennan inn. Frábærlega gert hjá ungu stelpunni. Varmennirnir með þetta mark.
90. mín
+1

Við erum komin í uppbótartíma. Þetta verða 3-4 mínútur.
89. mín
Selfoss fær hornspyrnu. Ef þær ætla að fá eitthvað út úr þessum leik þá verður það að koma NÚNA og ekki seinna.

Úfff. Hræðileg spyrna frá Mögdu.
88. mín
Selfyssingar halda áfram reyna og reyna en liðið finnur engar opnanir á vörn Stjörnunnar.

Vont að horfa upp á þetta.
84. mín
Magdalena gerir vel. Fer framhjá leikmanni Stjörnunnar og tekur skotið. Mcleod með þetta allt í teskeið.

Selfyssingar náð að skapa sér afskaplega lítið þrátt fyrir að hafa verið miklu meira með boltann.
82. mín
Inn:Þóra Jónsdóttir (Selfoss) Út:Karitas Tómasdóttir (Selfoss)
Karitas verið einna líflegust í liði Selfoss í dag. Hún fer hér útaf.
78. mín
Inn:Jana Sól Valdimarsdóttir (Stjarnan) Út:Jasmín Erla Ingadóttir (Stjarnan)
Þá er komið að Stjörnunni að gera tvöfalda skiptingu.
78. mín
Inn:Hildigunnur Ýr Benediktsdóttir (Stjarnan) Út:Aníta Ýr Þorvaldsdóttir (Stjarnan)
Þá er komið að Stjörnunni að gera tvöfalda skiptingu.
77. mín
Magdalena með hættulega fyrirgjöf. Kemur mjög innarlega en McLeod hirðir boltann.

Mcleod verið flott eftir að hún fór í þetta óþarfa skógarhlaup í marki Selfoss.
74. mín
Inn:Helena Hekla Hlynsdóttir (Selfoss) Út:Eva Lind Elíasdóttir (Selfoss)
Tvöföld skipting hjá Alla.
74. mín
Inn:Magdalena Anna Reimus (Selfoss) Út:Anna María Friðgeirsdóttir (Selfoss)
Tvöföld skipting hjá Alla.
73. mín
Það er einn alveg glerharður stuðningsmaður Stjörnunnar í stúkunni. Öskar sínar stelpur áfram eins og enginn sé morgundagurinn. Skemmtilegt að heyra.

Stuðningsmenn Selfoss mættu taka við sér á lokamínútunum.
71. mín
Aníta Ýr með bjartsýnistilraun. Skot lang úti á velli með vindinn beint í fangið. Fer yfir markið.
70. mín
Síðari hálfleikur verið nánast eingöngu spilaður á vallarhelmingi Stjörnunnar.

Selfyssingar eru þó ekki að ná að skapa sér nein hættuleg færi. Vantar mjög mikið uppá.
66. mín
Aftur ná Selfyssingar ekki að nýta sér hornspyrnuna. Stjarnan fær markspyrnu.
63. mín
Hér eru það Selfyssingar sem fá aukaspyrnu á fínum stað. Anna María gerir sig tilbúna í að sparka þessum.

Flottur bolti frá Önnu sem að Stjörnustúlkur setja aftur fyrir, hornspyrna.
58. mín
Enn og aftur er Anna María ekki að finna taktinn í fyrirgjöfunum. Tekur nú hornspyrnu sem fer beinustu leið útaf.
58. mín
Frábær sprettur hjá Fríðu upp vinstri kantinn sem endar á skoti sem fer af varnarmanni og þaðan til Evu. Eva fær boltann í erfiðri hæð og nær ekki að stýra honum á markið. Stjarnan hreinsar.
55. mín
Inn:Unnur Dóra Bergsdóttir (Selfoss) Út:Clara Sigurðardóttir (Selfoss)
Fyrsta skipting leiksins er Selfyssinga.
52. mín
Anna María aftur með hrææææðilega fyrirgjöf úr góðri stöðu. Það þarf að vanda þetta miklu meira.
49. mín
Selfyssingar eru líflegri á þessum fyrstu mínútum í síðari hálfleik, með vindinn í bakið. Sjáum hvort að það hjálpi til.
46. mín
Síðari hálfleikur kominn af stað. Bæði lið eru óbreytt að mér sýnist.
45. mín
Hálfleikur
Hér flautar Aðalbjörn Heiðar til loka fyrri hálfleiks. Ansi áhugaverður leikur hér í gangi á Selfossi.

Stjarnan leiðir með tveimur mörkum í hálfleik. Sjáumst í síðari.
44. mín
Mér sýnist á leikmönnum að þeir geti ekki beðið eftir því að komast inn í hlýjuna í hálfleik.

Ekkert eðlilega mikil rigning hérna.
40. mín MARK!
Shameeka Nikoda Fishley (Stjarnan)
Stoðsending: Betsy Doon Hassett
MAAAAARK!

Stjarnan nær tveggja marka forystu á ný og það er Shameeka sem hefur verið allt í öllu í liði Stjörnunnar í dag!

Hún fær frábæra sendingu inn fyrir vörn Selfyssinga frá Betsy, tekur boltann með sér og setur hann fram hjá Kaylan, stöngin inn!
39. mín
Anna María í frábærri fyrirgjafarstöðu en kemur með einhverja slökustu fyrirgjöf sem ég hef á ævi minni séð. Boltinn fer langt aftur fyrir endamörk.
36. mín MARK!
Barbára Sól Gísladóttir (Selfoss)
MAAAAARK!

Selfyssingar minnka muninn og það er engin önnur en Barbára Sól!

Anna María með aukaspyrnu nálægt miðjulínunni, boltinn svífur inn á teig, þar er Erin Katarina McLeod í ALGJÖRU skógarhlaupi. Hún nær ekki til boltans sem dettur fyrir Barbáru og hún setur hann í autt netið. Þetta var klaufalegt hjá Mcleod.
34. mín
Selfoss fær hér svolítið margar hornspyrnur á stuttum tíma. Hafa ekki náð að nýta sér þær neitt enn sem komið er. Verið frekar dapurt.
31. mín
Selfoss sækir strax aðra hornspyrnu og aftur er það Clara sem spyrnir.

Boltinn berst á Önnu Björk sem á skot sem fer af varnarmanni, önnur hornspyrna.
29. mín
Fyrsta hornspyrna Selfoss í leiknum kemur hér. Hólmfríður sækir hana.

Flott spyrna frá Clöru, beint á kollinn á Dagnýju sem nær ekki að stýra boltanum á markið.
28. mín
Hér fer rafmagnið af fjölmiðlagámnum. Sem betur fer er ég með fullhlaðna tölvu. Þetta reddast.
25. mín
Besta sókn Selfyssinga hingað til í leiknum!

Eva Lind gerir vel úti á hægri kanti, fer framhjá varnarmanni Stjörnunnar, keyrir inn og kemur með fyrirgjöf. Tiffany tekur vel á móti boltanum og lætur vaða en skotið ekki nógu hnitmiðað og endar boltinn aftur fyrir endamörkum.
23. mín
Stjarnan fær aukaspyrnu á hættulegum stað. Við endalínu nálægt vítateig.

Betsy tekur spyrnuna sem er slök. Selfyssingar koma boltanum örugglega frá.
22. mín
Mér finnst Selfyssingar bara í allskonar vandræðum út um allan völl. Gengur ekkert sóknarlega, lélegar sendingar og það hreinlega virðist sem að stelpurnar hans Alla séu ekki inn stilltar.
16. mín
Alli er búin að bregðast við.

Eva er komin upp á kant og Barbára færist niður í vinstri bakvörðinn. Afar áhugavert.
14. mín
Stjarnan nær ekki að gera sér mat úr hornspyrnunni. Boltinn berst á Shameeku sem lætur vaða en boltinn langt framhjá.
13. mín
Hvað er Kaylan að spá?

Lætur boltann fara aftur fyrir endamörk eftir að Selfyssingur hafði snert hann síðast. Stjarnan fær hornspyrnu. Kaylan sofandi.
10. mín MARK!
Aníta Ýr Þorvaldsdóttir (Stjarnan)
Stoðsending: Shameeka Nikoda Fishley
0-2 OG EKKI LIÐNAR TÍU MÍNÚTUR!

Þetta er heldur betur óvænt!

Aftur er það Shameeka sem kemur upp hægri kantinn og á fyrirgjöfina. Áslaug Dóra virðist hika og nær ekki til boltans, Aníta kemur í hlaupinu og setur boltann snyrtilega fram hjá Kaylan. Ansi vel gert!
10. mín
Barbára með frábæran sprett upp hægri kantinn sem endar á fyrirjgöf. Boltinn berst á Fríðu sem lúrir á fjærstönginni, Fríða er alltof lengi að ákveða sig og missir boltann.
9. mín
Þetta fer mikið fram í kringum miðjubogann þessar mínúturnar.
6. mín
Maður sér það strax að veðrið er að fara að hafa töluverð áhrif á þennan leik í dag. Það bætir bara í rigninguna og henni fylgir öflugur vindur.
4. mín
Barbára Sól er á hægri kantinum hjá Selfossi á meðan Eva Lind er í vinstri bakverði.

Þess má til gamans geta að Eva Lind spilar með hárband í dag sem er fyrir eyrunum. Henni ætlar sko ekki að verða kalt.
1. mín MARK!
Betsy Doon Hassett (Stjarnan)
ÞETTA TÓK RÚMAR TUTTUGU SEKÚNDUR!

Shameeka lætur vaða úr erfiðu færi af hægri kantinum, Kaylan ver boltann út í teig, þar er Betsy mætt og setur boltann í autt markið.

Jahérna hér!
1. mín
Leikur hafinn
Þetta er komið af stað og það eru gestirnir úr Garðabæ sem hefja leik með boltann!
Fyrir leik
Hér ganga liðin til leiks. Aðalbjörn Heiðar, dómari leiksins, og hans menn ganga fremstir í flokki.

Selfyssingar eru í sínum vínrauðu treyjum á meðan Stjörnustúlkur eru hvítar frá toppi til táar.
Fyrir leik
Það eru komnir fjórir einstaklingar í stúkuna. Vel gert hjá þeim!

Fólk er vel klætt og tilbúið í þennan viðbjóð næstu tvær klukkustundirnar eða svo.
Fyrir leik
Spá úr blaðamannastúkunni:

Már Ingólfur, vallarþulur: 5-0 heimasigur

Hjörtur Leó Guðjónsson: Þægilegt, 2-0 fyrir Selfoss. Tiffany með bæði.

Kristján Jónsson, mbl.is: 1-0, Selfoss

Arnar Helgi, fótbolti.net 3-1 sigur Selfoss
Fyrir leik
Byrjunarliðin eru dottin hús og þau má sjá hér til hliðar.

Alfreð gerir eina breytingu frá sigrinum gegn Val nú rétt fyrir helgi. Eva Lind kemur inn og Magdalena Anna fær sér sæti á bekknum.

Málfríður Erna kemur inn í lið Stjörnunnar en hún gekk til liðs við félagið frá Val nú á dögunum.
Fyrir leik
Ég á ekki von á því að starsfmenn Selfossvallar þurfi að vísa gestum frá hérna í dag miðað við veðrið. Þetta er algjör viðbjóður.

Það er alveg klárt mál að þetta mun hafa áhrif á boltann sem hér verður spilaður í dag.
Fyrir leik
Stjarnan situr um miðja deild, sjötta sæti, með ellefu stig.

Liðið vann góðan sigur á ÍBV í síðustu umferð deildarinnar. Það eru síðan engir smá leikir sem bíða í næstu tveimur umferðum en fyrst er það Breiðablik áður en Valur kemur í heimsókn í Garðabæ.
Fyrir leik
Selfoss kemur á mikilli siglingu inn í leikinn. Liðið hefur unnið bæði Breiðablik og Valur í tveimur af síðustu þremur leikjum.

Liðið er komið á 'sinn stað' í deildinni, í þriðja sæti.
Fyrir leik
Liðin hafa mæst tvisvar sinnum í sumar og hafa Selfyssingar haft betur í bæði skiptin.

Í fyrra skiptið mættust liðin í deildinni og sigraði Selfoss þann leik 1-4. Síðan mættust liðin í 16-liða úrslitum Mjólkurbikarsins og endaði sá leikur með 0-3 sigri Selfoss.
Fyrir leik
Veðrið á Selfossi hefur oft verið betra en akkurat í dag. Eins og segir í laginu, alltaf sumar á Selfossi, það á svo sannarlega ekki við í dag.

Nokkuð hvasst, kalt og rigning.
Fyrir leik
Góðan dag og verið velkomin í beina textalýsingu frá JÁKVERK-vellinum á Selfossi.

Klukkan 14:00 hefst leikur Selfoss og Stjörnunnar í Pepsi Max deild kvenna.
Byrjunarlið:
83. Erin Katrina Mcleod (m)
3. Arna Dís Arnþórsdóttir
4. Katrín Ósk Sveinbjörnsdóttir
7. Aníta Ýr Þorvaldsdóttir ('78)
7. Shameeka Nikoda Fishley
8. Ingibjörg Lúcía Ragnarsdóttir
11. Betsy Doon Hassett
16. Sædís Rún Heiðarsdóttir
18. Jasmín Erla Ingadóttir ('78)
19. Angela Pia Caloia
24. Málfríður Erna Sigurðardóttir

Varamenn:
12. Birta Guðlaugsdóttir (m)
2. Sóley Guðmundsdóttir
14. Snædís María Jörundsdóttir
15. Katrín Mist Kristinsdóttir
19. Elín Helga Ingadóttir
23. Gyða Kristín Gunnarsdóttir
31. Hildigunnur Ýr Benediktsdóttir ('78)
37. Jana Sól Valdimarsdóttir ('78)

Liðsstjórn:
Kristján Guðmundsson (Þ)
Þórdís Ólafsdóttir
Andri Freyr Hafsteinsson
Rajko Stanisic
Elfa Björk Erlingsdóttir

Gul spjöld:

Rauð spjöld: