Haaland, Toney, Gomes, Diomande, Gyokeres, Southgate, O'Neil, De Zerbi og fleiri góðir í slúðri dagsins
Víkingur R.
2
0
Haukar
Stefanía Ásta Tryggvadóttir '25 1-0
Rut Kristjánsdóttir '35 2-0
07.09.2020  -  19:15
Víkingsvöllur
Lengjudeild kvenna
Dómari: Ágúst Hjalti Tómasson
Maður leiksins: Dagný Rún Pétursdóttir
Byrjunarlið:
1. Halla Margrét Hinriksdóttir (m)
Dagmar Pálsdóttir
7. Dagný Rún Pétursdóttir ('90)
8. Stefanía Ásta Tryggvadóttir
9. Rut Kristjánsdóttir
16. Helga Rún Hermannsdóttir
17. Svanhildur Ylfa Dagbjartsdóttir
19. Tara Jónsdóttir ('82)
22. Nadía Atladóttir (f) ('82)
23. Hulda Ösp Ágústsdóttir ('75)
32. Freyja Friðþjófsdóttir

Varamenn:
1. Mist Elíasdóttir (m)
4. Brynhildur Vala Björnsdóttir
11. Elma Rún Sigurðardóttir
14. Unnbjörg Jóna Ómarsdóttir ('82)
15. Alice Hanna Rosenkvist ('90)
21. Birgitta Sól Vilbergsdóttir ('75)
25. Ólöf Hildur Tómasdóttir

Liðsstjórn:
John Henry Andrews (Þ)
Davíð Örn Aðalsteinsson
Theódór Sveinjónsson
Þorleifur Óskarsson
Þórhanna Inga Ómarsdóttir

Gul spjöld:

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Leiknum er lokið. Víkingar næla í 3 mikilvæg stig eftir vel skipulagðan leik og góða frammistöðu. Öflugur sigur sem lyftir liðinu upp í 6. sæti á markatölu. Haukum mistekst að minnka bilið í toppsætin. Hafa tapað 13 stigum í sumar sem er í það mesta fyrir lið sem ætlar sér upp.

Ég þakka annars fyrir mig og minni á viðtöl og skýrslu hér síðar í kvöld.
91. mín
Hættulegt!

Sæunn með hornspyrnu sem hún setur inná markteig. Það er þéttur pakki fyrir framan Víkingsmarkið og ég sé ekki hver það er sem kemst fyrst í boltann og stýrir honum að marki. Ég sé heldur ekki hvaða varnarmaður það er sem nær að komast fyrir skotið!
91. mín
Uppbótartími er aðeins 3 mínútur. Það er áhugavert í ljósi þess að leikurinn var stopp í að minnsta kosti 2 mínútur er hlúð var að Höllu markverði áðan og að leikurinn hefur verið stoppaður fimm sinnum til að gera innáskiptingar.
90. mín
Inn:Alice Hanna Rosenkvist (Víkingur R.) Út:Dagný Rún Pétursdóttir (Víkingur R.)
89. mín
Þung sókn Hauka. Boltinn hrekkur af varnarmanni í teignumm og Haukar vilja hendi. Ég gat ekki séð neina hendi en boltinn fer aftur fyrir og í horn. Sæunn tekur en Helga Rún skallar frá!

Víkingar bruna í sókn. Það losnar um Þórhönnu hægra megin en skot hennar úr teignum er beint á Chante.
82. mín
Inn:Þórhanna Inga Ómarsdóttir (Víkingur R.) Út:Nadía Atladóttir (Víkingur R.)
Skemmtilegt. Tvíburasysturnar Unnbjörg og Þórhanna koma saman inná.
82. mín
Inn:Unnbjörg Jóna Ómarsdóttir (Víkingur R.) Út:Tara Jónsdóttir (Víkingur R.)
Skemmtilegt. Tvíburasysturnar Unnbjörg og Þórhanna koma saman inná.
77. mín
Ferskir fætur hafa aðeins lífgað upp á leik Hauka en þær eru enn í vandræðum með að skapa sér alvöru færi. Elín Klara var þó að gera vel í að þefa uppi fínan skotséns. Lét vaða rétt utan teigs en setti boltann rétt yfir!
75. mín
Inn:Elín Björg Símonardóttir (Haukar) Út:Vienna Behnke (Haukar)
Tvær uppá topp hjá Haukum síðasta korterið. Elín Björg og Hildur Karítas.
75. mín
Inn:Birgitta Sól Vilbergsdóttir (Víkingur R.) Út:Hulda Ösp Ágústsdóttir (Víkingur R.)
Ólafsvíkingur inn fyrir Húsvíking. Birgitta fer uppá topp með Nadíu og Dagný fer á vinstri kant.
74. mín
Haukar eiga ekkert inni hjá tríóinu. Nú brýtur Hulda Ösp augljóslega á Ástu Sól en ekkert er dæmt. Eiginlega alveg furðulegt. Ekki stór ákvörðun að taka fyrir dómarann. Brotið úti við hliðarlínu og enginn skilur neitt í neinu.
70. mín
Nadía er búin að vera ofboðslega spræk í fremstu víglínu Víkinga og það hentar henni vel að spila með Dagný Rún uppá topp.

Nú sækir hún aukaspyrnu á vítateigslínunni við hægra vítateigshornið og Víkingar fá fínt tækifæri. Stefanía Ásta tekur spyrnuna og reynir að renna boltanum fyrir markið en Haukar hreinsa.
65. mín
Víti???

Þarna áttu Haukar að fá vítaspyrnu eftir að boltinn fer augljóslega í hönd Víkings í eigin vítateig.

Sókn Hauka hófst annars á sturlaðri sendingu Sæunnar upp í vinstra hornið á Hildi Karítas. Hildur setti boltann svo inná teig þar sem hann fór í höndina á leikmanni Víkings og breytti um stefnu.

Klárt víti og ég skil að Haukar séu svekktir. Sérstaklega þar sem þær fengu á sig ódýrt víti í byrjun leiks.
62. mín
Inn:Heiða Rakel Guðmundsdóttir (Haukar) Út:Birna Kristín Eiríksdóttir (Haukar)
Haukar gera tvöfalda skiptingu. Berglind fer í vinstri bakvörð og Heiða Rakel á hægri kant. Við það færist Ásta Sól í hægri bakvörðinn, Elín Klara á vinstri kant og Vienna í holuna.
62. mín
Inn:Berglind Þrastardóttir (Haukar) Út:Erla Sól Vigfúsdóttir (Haukar)
Haukar gera tvöfalda skiptingu. Berglind fer í vinstri bakvörð og Heiða Rakel á hægri kant. Við það færist Ásta Sól í hægri bakvörðinn, Elín Klara á vinstri kant og Vienna í holuna.
60. mín
Halla!

Ekkert að frétta skrifaði ég og þá fékk Hildur Karítas boltann í gegn. Var í þröngu færi og náði skoti sem Halla Margrét varði vel.
60. mín
Ekkert að frétta héðan sem stendur.
53. mín
Inn:Kristín Fjóla Sigþórsdóttir (Haukar) Út:Helga Ýr Kjartansdóttir (Haukar)
Sóknarsinnuð skipting hjá gestunum. Eygló fer niður í miðvörð og Kristín Fjóla á miðjuna.
52. mín
Dauðafæri!

Ég missti algjörlega að aðdragandanum hér en það kemur allt í einu hættulegur bolti frá vinstri og fyrir Haukamarkið. Þar er Nadía örfáum sentimetrum frá því að komast í boltann!
51. mín
Helga Rún brýtur á Birnu 3 metrum utan D-bogans og Haukar fá aukaspyrnu á góðum stað.

Sæunn á flotta spyrnu sem spýtist með jörðinni og rétt framhjá. Boltinn hafði viðkomu í varnarmanni og Haukar fá því hornspyrnu.

Þar er sama sagan. Sæunn snýr hættulegan bolta inn sem Halla kýlir frá og Víkingar bruna í skyndisókn. Nadía æðir að marki en kemst ekki framhjá aftasta manni. Fellur við en eflaust rétt að dæma ekkert þó heimafólk í stúkunni hafi kallað eftir aukaspyrnu.
48. mín
Vel útfærðri sókn Víkinga lýkur á því að Nadía á skot beint á Chante.
48. mín
Haukar svara því með að geysast í sókn og vinna hornspyrnu. Sæunn tekur hana og snýr boltann hættulega inn að marki. Alveg eins og áðan gerir Halla Margrét vel í að kýla boltann fast og örugglega frá marki.
47. mín
Víkingar eiga fyrsta skot síðari hálfleiksins. Nadía Atladóttir kemur inná völlinn og á skot rétt framhjá fjærstönginni.
46. mín
Leikur hafinn
Game on!

Hvorugur þjálfaranna gerir breytingu á sínu liði.
45. mín
Allt að verða klárt í seinni hálfleikinn. Haukaliðið er töluvert á undan út á völl. Spurning hvort það sé vegna skiptingar sóttvarnarsvæða í íþróttahúsinu eða hvort þær séu einfaldlega svona ólmar í að svara fyrir slakan fyrri hálfleik.
45. mín
Hálfleikur
Þá er kominn hálfleikur hér á Heimavelli hamingjunnar og það eru heimakonur sem leiða 2-0 með mörkum miðjumannanna Stefaníu Ástu og Rutar Kristjánsdóttur.

Leikplan Víkinga hefur gengið mjög vel upp til þessa. Þær hafa náð að loka vel á helstu ógnir Hauka og verið mjög skeinuhættar í skyndisóknum þegar færi hafa gefist.

Haukar hafa hinsvegar náð litlum takti í sinn leik. Það er ákveðið óöryggi í öftustu línu og ljóst að liðið saknar Dagrúnar Birtu sem tekur út leikbann í dag. Þá hefur lítið farið fyrir annars sprækum sóknarmönnum liðsins.

Það verður mjög áhugavert að sjá hvernig þjálfarar liðanna ákveða að nálgast síðari hálfleikinn.
43. mín
Það er rólegt yfir þessu akkúrat núna. Víkingar komnar í þægilega stöðu og Haukar virka ráðalausar. Klárlega slegnar útaf laginu.
38. mín
Haukar fá hornspyrnu og Sæunn snýr boltann hættulega inn að marki. Halla Margrét gerir vel í að kýla boltann frá og Víkingar snúa vörn í sókn. Nadía brunar upp völlinn og Víkingar eru komnar í 4v2 leikstöðu en Nadía freistast þess að fara aðeins of langt með boltann sjálf og Erla Sól nær að stoppa hana. Stórhættulegt upphlaup hjá Víkingum.
35. mín MARK!
Rut Kristjánsdóttir (Víkingur R.)
BAMM!

Þegar Rut skorar þá eru það glæsimörk!

Hún lætur vaða rétt utan teigs, smellhittir boltann með ristinni og setur hann fastan framhjá Chante!
34. mín
Haukar líklega búnar að vera meira með boltann úti á velli en mesta hættan í leiknum hefur skapast eftir hraðar skyndisóknir heimaliðsins.
33. mín
Flott varnarvinna hjá Mikaelu. Dagný Rún gerir virkilega vel í að komast framhjá henni og inná teig en Mikaela vinnur vel til baka og nær að stíga Dagný út áður en hún nær markskoti.
30. mín
Þá kemur ágæt sókn hjá Haukum. Vienna byrjar hana og endar. Sendi Sæunni fyrst í fína stöðu í teignum áður en hún skaut í varnarmann og sótti horn sem ekkert varð úr.

Vienna er stórhættulegur leikmaður en hefur lítið komist í takt við leikinn þennan fyrsta hálftíma.
28. mín
Nú reynir á Haukaliðið. Mikið í húfi fyrir gestina í dag. Þær mega ekki tapa stigum ef þær ætla að halda sér í baráttunni um úrvalsdeildarsæti.
25. mín MARK!
Stefanía Ásta Tryggvadóttir (Víkingur R.)
Stoðsending: Freyja Friðþjófsdóttir
Stefanía fer svellköld á punktinn og setur boltann hægra megin við Chante sem stendur kyrr á línunni.
24. mín
Víti

Þetta var í mýkri kantinum. Freyja kemur á hörkuhlaupi úr hægri bakvarðarstöðunni og upp allan völlinn. Ásta Sól pressar á hana þegar hún kemst upp að endalínu og Freyja fellur við. Virtist ekki vera um mikla snertingu að ræða en Ágúst Hjalti dómari virðist viss í sinni sök og bendir á punktinn.
13. mín
Chante aftur!

Markvörðurinn öflugi á aðra toppvörslu eftir laglega skyndisókn Víkinga. Haukar virtust vera að byggja upp álitlega sókn þegar Tara Jóns mætti í frábæra tæklingu. Vann boltann og sendi Nadíu Atladóttur svo í gegn. Mikaela náði að þjarma aðeins að henni en Nadía náði engu síður hörkugóðu skoti sem Chante gerði mjög vel í að verja.

Haukar vildu meina að Nadía væri rangstæð þarna. Erfitt að meta. Þvílíkur hraði á stelpunni þegar hún kemst á skrið.
10. mín
Fínt tempó í leiknum þessar fyrstu 10 mínútur. Bæði lið búin að ná að ógna aðeins og það stefnir allt í opinn og skemmtilegan fótboltaleik. 7-9-13...
8. mín
Haukar sækja tvær aukaspyrnur vinstra megin með stuttu millibili. Það verður ekkert úr þeirri fyrri en sú seinni er öllu nær markinu, rétt utan við vítateigshornið.

Vienna tekur spyrnuna og rennir algjörum lúxusbolta í hlaupaleiðina hjá ÞREMUR Haukakonum en engin þeirra nær að ráðast á boltann og Víkingar hreinsa.
7. mín
Lið Hauka:

Chante

Erla Sól - Helga Ýr - Mikaela - Ásta Sól

Sæunn - Eygló

Elín Klara - Birna Kristín - Vienna

Hildur
6. mín
Chante!

Víkingar ná að spila sig inná vítateig Hauka og þar nær Dagný Rún að munda skotfótinn í mjög góðu færi gegn Chante. Markvörðurinn öflugi sér hinsvegar við henni og ver.

Boltinn skoppar þó í átt að marklínunni þar sem þrjár Haukakonur virðast örlítið stressaðar og gefa sér fullmikinn tíma í að hreinsa.
4. mín
Lið Víkings:

Halla Margrét

Freyja - Dagmar - Helga Rún - Svanhildur

Tara - Stefanía - Rut - Hulda Ösp

Nadía - Dagný Rún
2. mín
Þá bruna Haukar í sínu fyrstu sókn og sækja sömuleiðis hornspyrnu. Sæunn setur hættulegan bolta fyrir og Eygló skallar hann í markið en það er dæmt á Hauka og markið stendur ekki.
1. mín
Víkingar byrja á að sækja fram völlinn og ná sér í hornspyrnu. Svanhildur Ylfa tekur hana stutt á Stefaníu Ástu. Boltinn berst svo út í skot en Hildur Karítas er komin alla leið til baka og hendir sér hetjulega fyrir boltann svo hættan líður hjá.
1. mín
Leikur hafinn
Við erum farin af stað. Nadía Atladóttir tekur upphafsspyrnuna fyrir Víkinga sem leika í átt að Kópavogi.
Fyrir leik
Þá er allt að verða klárt. Jónas Sig syngur um hamingjuna sem er hér og liðin ganga til vallar.
Fyrir leik
Víkingar gerðu 2-2 jafntefli gegn Gróttu í síðasta deildarleik sínum. Liðið lenti 2-0 undir áður en þær Stefanía Ásta Tryggvadóttir og Nadía Atladóttir tóku sig til og jöfnuðu leikinn með sitthvoru markinu.

Síðasti leikur Hauka var bikarleikur gegn efstu deildar liði Þórs/KA á Akureyri. Sá leikur fór 3-1 fyrir norðankonum. Haukar hafa hinsvegar unnið fjóra síðustu deildarleiki sína.
Fyrir leik
Fyrir leik sitja heimakonur í 8. sæti deildarinnar. Eru með 9 stig eftir 11 leiki og aðeins tveimur stigum frá næstneðsta liði deildarinnar.

Haukakonur eru hinsvegar í 3. sæti og úrvalsdeildardraumur þeirra lifir. Þær eru með 20 stig eftir 10 leiki en eiga tvo leiki til góða á Tindastól og Keflavík sem verma tvö efstu sæti deildarinnar. Ef Haukum tekst að vinna leikina tvo gætu þær minnkað muninn niður í eitt stig og galopnað toppbaráttuna.
Fyrir leik
Heil og sæl!

Verið velkomin í beina textalýsingu frá viðureign Víkings og Hauka í Lengjudeild kvenna.

Knattspyrnudómarinn Ágúst Hjalti Tómasson flautar til leiks á slaginu 19:15.
Byrjunarlið:
18. Chante Sherese Sandiford (m)
5. Helga Ýr Kjartansdóttir ('53)
5. Birna Kristín Eiríksdóttir ('62)
6. Vienna Behnke ('75)
9. Hildur Karítas Gunnarsdóttir (f)
11. Erla Sól Vigfúsdóttir ('62)
16. Elín Klara Þorkelsdóttir
20. Mikaela Nótt Pétursdóttir
22. Ásta Sól Stefánsdóttir
23. Sæunn Björnsdóttir
24. Eygló Þorsteinsdóttir

Varamenn:
12. Hafdís Erla Gunnarsdóttir (m)
6. Berglind Þrastardóttir ('62)
13. Kristín Fjóla Sigþórsdóttir ('53)
15. Guðríður Ylfa Hauksdóttir
25. Elín Björg Símonardóttir ('75)
39. Berghildur Björt Egilsdóttir

Liðsstjórn:
Jakob Leó Bjarnason (Þ)
Heiða Rakel Guðmundsdóttir
Hulda Björk Brynjarsdóttir
Benjamín Orri Hulduson
Sigmundur Einar Jónsson
Thelma Björk Theodórsdóttir

Gul spjöld:

Rauð spjöld: