Njarðvík
2
1
Fjarðabyggð
0-1 Faouzi Taieb Benabbas '24
Bessi Jóhannsson '25 1-1
Tómas Óskarsson '26 2-1
09.09.2020  -  17:15
Rafholtsvöllurinn
2. deild karla
Aðstæður: Kalt og blautt - Uppskrift af veisluhöldum í fótbolta
Byrjunarlið:
1. Rúnar Gissurarson (m)
Atli Freyr Ottesen Pálsson ('76)
2. Bessi Jóhannsson ('72)
3. Kári Daníel Alexandersson
5. Arnar Helgi Magnússon
6. Andrew Geggan
8. Kenneth Hogg ('87)
13. Marc Mcausland (f)
19. Tómas Óskarsson
21. Ivan Prskalo ('55)
28. Atli Fannar Hauksson ('92)

Varamenn:
12. Hrannar Hlíðdal Þorvaldsson (m)
3. Jón Tómas Rúnarsson
7. Stefán Birgir Jóhannesson ('55)
10. Bergþór Ingi Smárason ('76)
11. Kristján Ólafsson ('87)
14. Andri Gíslason
15. Ari Már Andrésson ('72)
23. Hlynur Magnússon ('92)

Liðsstjórn:
Mikael Nikulásson (Þ)
Alexander Magnússon
Ómar Freyr Rafnsson
Helgi Már Helgason
Ingibjörg Ásta Halldórsdóttir

Gul spjöld:
Andrew Geggan ('91)

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Leik lokið!
Sigur Njarðvíkinga staðreynd!

92. mín
Inn:Hlynur Magnússon (Njarðvík) Út:Atli Fannar Hauksson (Njarðvík)
91. mín Gult spjald: Andrew Geggan (Njarðvík)
90. mín
Stefán Birgir með hörkuskot sem svífur rétt framhjá skeytinni!
87. mín
Inn:Kristján Ólafsson (Njarðvík) Út:Kenneth Hogg (Njarðvík)
87. mín
Inn:Geir Sigurbjörn Ómarsson (Fjarðabyggð) Út:Jóhann Ragnar Benediktsson (Fjarðabyggð)
85. mín
Fjarðabyggð með aukaspyrnu inn í teig sem dettur fyrir fætur Ruben Ibancos sem lætur reyna á utanfótarskot sem Rúnar grípur.
84. mín
Fjarðabyggð að komast í ákjósanlegt færi en frábær tækling frá Njarðvíkingum kemur þessu í horn.
81. mín
Marc McAusland lætur vel í sér heyra inni á velli og virkar alls ekki hress. Hvort sem það sé skorska game mode-ið í anda Scott Brown og félaga eða eitthvað annað skal ósagt látið.
76. mín
Inn:Bergþór Ingi Smárason (Njarðvík) Út:Atli Freyr Ottesen Pálsson (Njarðvík)
74. mín
Njarðvíkingar í flottri sókn sem sem Atli Freyr skallar á Milos og Fjarðabyggð keyra hratt upp og ná að stinga Ruben Ibancos innfyrir en Njarðvíkingar gera virkilega vel í að vinna til baka og koma hættunni frá.
Fjarðabyggð hefðu átt að skora þarna.
72. mín
Inn:Ari Már Andrésson (Njarðvík) Út:Bessi Jóhannsson (Njarðvík)
70. mín
Stutt svar við þessari spurningu er nei.
69. mín
Fjarðabyggð fær hornspyrnu, skoruðu sitt mark úr einni slíkri í fyrri hálfleik - ná þeir að hlaða í sömu uppskrift?
66. mín
Njarðvíkingar í hörkufæri hinumeginn!
Kenneth Hogg markahæsti maður deildarinnar í hörkufæri og er búin að fífla markmanninn niður þegar hann ætlar að renna boltanum inn þá kemst varnarmaður Fjarðabyggðar fyrir.
Furðulegt færi í alla staði.
64. mín
Fjarðabyggð skora mark sem er kolrangstætt og flaggið er niðri og þeir eru búnir að fagna í smá tíma þegar dómarinn flautar rangstöðu.
Rétt ákvörðun en furðu lengi í framkvæmd.
63. mín
Hörku sóknarlota hjá Fjarðabyggð!
Fyrirgjöf fyrir markið sem er skallað í slá og út frá frákastinu er skot sem Marc McAusland ver á línu áður en það er hent í hjólhest sem Njarðvíkingar henda ser fyrir.
61. mín
Joel Cunningham með fallhlífarbolta inn á teig Njarðvíkur sem er ekkert meira en flottur æfingarbolti fyrir Rúnar í marki Njarðvíkur.
60. mín
Jose Martinez reynir langskot en Bessi kemst fyrir.
59. mín
Stefán Birgir keyrður vel niður en ekkert dæmt.
55. mín
Inn:Stefán Birgir Jóhannesson (Njarðvík) Út:Ivan Prskalo (Njarðvík)
53. mín
Þvílík varsla!!!
Rúnar Gissurarson með frábæra vörslu frá Ruben Lozano Ibancos! Alvöru varsla þarna, alveg upp í samskeytin.
50. mín
Ég biðst velvirðingar á því ef ég missi af einhverjum díteilum í þessum leik en skyggnið hérna í skúrnum er ábótavant.
46. mín
Þetta er farið í gang aftur.
45. mín
Hálfleikur
Flautað til hálfleiks.
Ekki mikið gerst í þessum leik annað en mörkin.
Fjarðabyggð var betri framan af en Njarðvíkingar sýndu gæði og leiða í hálfleik.
43. mín
Fjarðabyggð í flottri sókn sem Filip Sakaluk fær boltan í kjörstöðu og lætur vaða en Marc McAusland hendir sér fyrir og bjargar Njarðvíkingum í þetta skiptið.
41. mín Gult spjald: Lazar Cordasic (Fjarðabyggð)
40. mín
Völlurinn er vel brautur og menn eins og þeir séu á svelli. Gætum við verið með uppskrift af sprellimarki í dag?
36. mín
Njarðvíkingar voru síður en svo líklegir fram að þessum mörkum hjá sér en einstaklega vel gert hjá þeim að svara strax eftir að hafa lent undir.
30. mín
Tomas var það sem skoraði seinna mark Njarðvíkur en ekki Atli Freyr.
Fallegt mark engu að síður.
26. mín MARK!
Tómas Óskarsson (Njarðvík)
MAARK!!

Njarðvíkingar komast yfir!!
Tómas með frábært skot sem syngur í netinu!
Missti af aðdragandanum af markinu þegar ég var að rita um markið hans Bessa.
25. mín MARK!
Bessi Jóhannsson (Njarðvík)
MAARK!

Njarðvíkingar ekki lengi að jafna þetta!
Bessi fær boltann fyrir utan teig og mundar fótinn og á fast hnitmiðað skot sem fer af varnarmanni og framhjá Milos í marki Fjarðabyggðar.
24. mín MARK!
Faouzi Taieb Benabbas (Fjarðabyggð)
MAARK!!

Fjarðabyggð skorar úr hornspyrnunni!
Sýndist það vera Faouzi sem stangaði hann.
24. mín
Jose Martinez með hörkuskot sem Rúnar virðist verja því þeir fá horn.
20. mín
Ekki fengið að sjá mikið frá Njarðvík þessar fyrstu mínútur.
18. mín
Fjarðabyggð fær hornspyrnu en Rúnar vandanum vaxinn í marki Njarðvíkur.
13. mín
Maður fyllist af spennu þegar Bessi fær boltann fyrir utan teig með svæði til að láta vaða en sá hefur verið að smell hitta boltann að undanförnu hjá Njarðvík.
11. mín
Sýnist Rubén Lozano Ibancos vera í treyju númer 23 en ekki 9 ef ég fer eftir einfaldri útilokunarreglu en gula treyju númer 9 er hvergi að sjá á velli meðan gul númer 23 er á flækingi þarna fremst hjá Fjarðabyggð.
6. mín
Fjarðabyggð kemst í ákjósanlegt færi en skotið framhjá.
4. mín
Það verður hinsvegar ekkert úr þessari hornspyrnu og Njarðvíkingar hreinsa.
4. mín
Fjarðabyggð fær fyrsta horn leiksins.
1. mín
Fjarðabyggð ætlar að byrja með krafti en þeir vinna boltann af Njarðvík og geysast fram í sókn og eiga fyrsta skot leiksins en það er framhjá.
1. mín
Fjörið er byrjað á blautum Rafholtsvelli, það eru heimamenn í Njarðvík sem byrja þennan leik.
Fyrir leik
Fyrir áhugasama þá verður leikurinn sýndur á youtube en hann má nálgast hér
Fyrir leik
Fjarðabyggð hefur skorað 22 mörk og þau hafa raðast á:

Vice Kendes 5 Mörk
Rúben Lozano Ibancos 5 Mörk
Nikola Kristinn Stojanovic 3 Mörk
Guðjón Máni Magnússon 3 Mörk
Filip Marcin Sakaluk 3 Mörk
Marinó Máni Atlason 1 Mark
Jose Antonio Fernandez Martinez 1 Mark
Faouzi Taieb Benabbas 1 Mark
Fyrir leik
Njarðvíkingar hafa skorað 27 mörk og þau raðast á:

Kenneth Hogg 10 Mörk
Atli Freyr Ottesen Pálsson 5 Mörk
Marc McAusland 3 Mörk
Bergþór Ingi Smárason 3 Mörk
Ivan Prskalo 2 Mörk
Stefán Birgir Jóhannesson 1 Mark
Kári Daníel Alexandersson 1 Mark
Kristján Ólafsson 1 Mark
Bessi Jóhannsson 1 Mark
Fyrir leik
Staðan í deildinni lítur svona út:

1.Kórdrengir 31 stig
2.Selfoss 31 stig
3.Njarðvík 27 stig
4.Þróttur Vogar 25 stig
5.Haukar 24 stig
6.KF 22 stig
7.Fjarðabyggð 21 stig
8.Kári 19 stig
9.ÍR 13 stig
10.Víðir 13 stig
11.Dalvík/Reynir 9 stig
12.Völsungur 7 stig
Fyrir leik
Fjarðabyggð kemur ekki af sama krafti inn í þennan leik en þeir hafa tapað síðustu 3 leikjum sínum í röð, núna síðast gegn Selfoss 0-1 á Eskjuvelli.
Vonin er veik fyrir Fjarðabyggð um að blanda sér í toppbaráttuna en tapi þeir stigum hér í dag eru möguleika þeirra gott sem horfnir en þeir sitja í 7.sæti deildarinnar 9 stigum á eftir 2.sætinu.
Fyrir leik
Njarðvíkingar hafa verið að tengja samann sigurleiki í síðustu umferðum en frá tapinu gegn Selfoss hafa þeir náð í 10 stig af 12 mögulegum.
Þeir sigruðu KF í síðustu umferð á Ólafsjarðarvelli 4-2 og eru í hörkubaráttu við Kórdrengi, Selfoss, Þrótt Voga og Hauka um sæti í Lengjudeildinni að ári en Fjarðabyggð getur þó enn komið bakdyrameginn inn í þessa baráttu ef þeir hafa betur gegn Njarðvíkingum í dag.
Fyrir leik
Komið margblessuð og sæl og verið hjartanlega velkominn í þessa þraðbeinu textalýsingu frá leik Njarðvíkur og Fjarðabyggðar.
Byrjunarlið:
1. Milos Peric (m)
2. Marinó Máni Atlason
3. Jóhann Ragnar Benediktsson (f) ('87)
4. Joel Antonio Cunningham
5. Faouzi Taieb Benabbas
6. Lazar Cordasic
7. Guðjón Máni Magnússon
9. Rubén Lozano Ibancos
10. Jose Antonio Fernandez Martinez
16. Mikael Natan Róbertsson
17. Filip Marcin Sakaluk

Varamenn:
8. Geir Sigurbjörn Ómarsson ('87)
13. Oddur Óli Helgason
18. Hákon Þorbergur Jónsson
19. Arnór Berg Grétarsson

Liðsstjórn:
Dragan Stojanovic (Þ)
Friðný María Þorsteinsdóttir

Gul spjöld:
Lazar Cordasic ('41)

Rauð spjöld: