Nettóvöllurinn
fimmtudagur 24. september 2020  kl. 16:30
Lengjudeild kvenna
Aðstæður: 5 gráður og lárétt logn úr austanátt
Dómari: Sveinn Tjörvi Viðarsson
Maður leiksins: Paula Isabelle Germino Watnick
Keflavík 1 - 0 Haukar
1-0 Paula Isabelle Germino Watnick ('45)
Byrjunarlið:
1. Ásta Vigdís Guðlaugsdóttir (m)
2. Þóra Kristín Klemenzdóttir
3. Natasha Moraa Anasi (f)
6. Claudia Nicole Cagnina
7. Kara Petra Aradóttir ('65)
11. Kristrún Ýr Holm ('83)
14. Celine Rumpf
15. Arndís Snjólaug Ingvarsdóttir
17. Paula Isabelle Germino Watnick
19. Sigurrós Eir Guðmundsdóttir
26. Amelía Rún Fjeldsted

Varamenn:
5. Berta Svansdóttir
10. Dröfn Einarsdóttir ('83)
16. Ísabel Jasmín Almarsdóttir ('65)
18. Arnhildur Unnur Kristjándóttir
23. Herdís Birta Sölvadóttir
28. Sólveig Lind Magnúsdóttir

Liðstjórn:
Sigrún Björk Sigurðardóttir
Þórsteina Þöll Árnadóttir
Valdís Ósk Sigurðardóttir
Soffía Klemenzdóttir
Haukur Benediktsson
Gunnar Magnús Jónsson (Þ)
Ómar Jóhannsson

Gul spjöld:

Rauð spjöld:
@lovisafals Lovísa Falsdóttir
90. mín Leik lokið!
LEIK LOKIÐ

3 stig í hús hjá Keflavíkurkonum, fleytir þeim langt í baráttunni um sæti í Pepsi Max deildinni.
Eyða Breyta
90. mín
Gengur lítið hjá Haukastúlkum að koma sér í færi.
Eyða Breyta
90. mín
Rúmlega 3 mínútur komnar í uppbót núna, sá ekki hver uppbótartíminn átti að vera en sagan segir 5 mínútur.
Eyða Breyta
90. mín
Þær reyna að spila út úr henni nálægt hornfánanum en enda á að missa boltann í innkast sem Haukakonur eiga. Mikil örvænting hjá Haukakonum upp völlinn. Þær verða að jafna leikinn.
Eyða Breyta
90. mín
Hornspyrja hjá Keflavík í þann mund sem leiktíminn rennur út.
Eyða Breyta
88. mín Rakel Leósdóttir (Haukar) Sunna Líf Þorbjörnsdóttir (Haukar)

Eyða Breyta
87. mín
Claudia með skot í slána eftir frábært þríhyrningsspil með Paulu.
Eyða Breyta
83. mín Dröfn Einarsdóttir (Keflavík) Kristrún Ýr Holm (Keflavík)

Eyða Breyta
82. mín Heiða Rakel Guðmundsdóttir (Haukar) Vienna Behnke (Haukar)

Eyða Breyta
75. mín
Natasha fellur eftir hrindingu rétt fyrir innan teigsmörkin, pjúra víti segir Keflavíkurstúkan en Sveinn dómari annað hvort missti af þessu eða sá ekkert að þessu.
Eyða Breyta
74. mín
Ísabel með skot af stuttu færi sem Chante ver auðveldlega.
Eyða Breyta
72. mín Berglind Þrastardóttir (Haukar) Elín Klara Þorkelsdóttir (Haukar)

Eyða Breyta
70. mín
Haukastúlkur sækja í sig veðrið. Hafa verið mjög ógnandi á mark Keflvíkinga undanfarnar mínútur.
Eyða Breyta
65. mín Ísabel Jasmín Almarsdóttir (Keflavík) Kara Petra Aradóttir (Keflavík)
Önnur skipting leiksins, fyrsta skipting heimakvenna.
Eyða Breyta
64. mín
Chante og Þóra Kristín liggja báðar eftir við stöngina eftir eitthvað samstuð. Chante stendur upp og skammar varnarlínuna sína. Þóra Kristín kemst á fætur stuttu seinna og þarf ekki aðhlynningu frá systur sinni, sjúkraþjálfaranum sem var kominn inn á.
Eyða Breyta
59. mín Birna Kristín Eiríksdóttir (Haukar) Kristín Fjóla Sigþórsdóttir (Haukar)

Eyða Breyta
59. mín
Stúkan lætur vel í sér heyra fyrir bæði lið. Allir gera sér grein fyrir að þetta sé alvöru 6 stiga leikur í baráttunni um sæti í efstu deild.
Eyða Breyta
54. mín
Ásta Vigdís í allskonar vandræðum í markinu. Æðir út á móti Elínu Klöru og missir hana fram hjá sér. Elín reynir sendingu sem snertir nokkra fætur, endar hjá Kristínu Fjólu sem á fast skot á markið en Keflavíkurkonur bjarga á línu, Ásta ekki enn komin til baka í markið.
Eyða Breyta
51. mín
Tvær hornspyrnur í röð hjá Keflavíkurkonum. Ná ekki að nýta sér þær neitt af viti.
Eyða Breyta
46. mín
Seinni hálfleikur farinn af stað.
Eyða Breyta
45. mín Hálfleikur
Enginn uppbótartími, staðan 1-0 fyrir heimakonum í hálfleik.
Eyða Breyta
45. mín MARK! Paula Isabelle Germino Watnick (Keflavík), Stoðsending: Natasha Moraa Anasi
MAAAAAAAAAAAAAARK!!!

Natasha rekur boltann upp vinstri kantinn, á svo frábæra fyrirgjöf á Paulu sem var alein beint fyrir framan markið. Chante nær hvorki að koma á milli sendingarinnar né Paulu og marksins. Frábært mark hjá Keflavíkurkonum sem fara marki yfir inn í hálfleikinn!
Eyða Breyta
43. mín
Dómarinn farinn að líta á klukkuna, tvær mínútur eftir af venjulegum leiktíma fyrri hálfleiks. Haukakonur æstar í að koma með mark fyrir hálfleik.
Eyða Breyta
38. mín
Hendi dæmd á Keflavík, aukaspyrnan afleit.
Eyða Breyta
32. mín
Keflavíkurkonur aðeins að vakna til lífsins hér, fá aukaspyrnu rétt fyrir utan teig. Kara tekur spyrnuna og Þóra Kristín rétt nær til boltans og á laust skot á markið sem vefst ekki fyrir Chante í markinu.
Eyða Breyta
29. mín
Fyrsta alvöru færi Keflvíkinga, Claudia á skot í hliðarnetið eftir fínt hlaup.
Eyða Breyta
26. mín
Keflavíkurkonur farnar að vinna mikið með Þjóðveg 1 sendingar upp allan völlinn. Spilið hjá þeim ekki að virkas, ekki frekar en þessar löngu sendingar upp völlinn.
Eyða Breyta
22. mín
Vienna á skot á markið sem Ásta Vigdís á ekki í erfiðleikum með að verja, ekki nægilega kraftmikið skot til að eiga séns.
Eyða Breyta
18. mín
Þóra Kristín á misheppnaða hreinsun sem Kristín Fjóla nýtir sér, á skot sem fer rétt framhjá markinu.
Eyða Breyta
13. mín
Fínasta aukaspyrna Haukakvenna sem Sæunn tók, hittir á kollinn á Haukakonu í þvögu inni í teignum en skallinn rétt framhjá Ástu í markinu.
Eyða Breyta
10. mín
Fyrsta alvöru atlaga Keflavíkurkvenna upp völlin. Fín sending og fínt hlaup en Sunna Líf komst á milli og stöðvaði tilraunina í fæðingu.
Eyða Breyta
8. mín
Keflavíkurkonur fá aðeins að klappa boltanum en það endar með að Natasha er dæmd brotleg, aukaspyrna Haukakvenna endar svo í hornspyrnu sem er hreinsuð. Annað horn en það fer hátt yfir markið.
Eyða Breyta
4. mín
Haukakonur byrja hér af meiri krafti og eru mun meira með boltann. Sjáum strax að vindurinn mun spila stóran þátt hér í dag. Sæunn Björns reynir skot af löngu færi en hann fer langt fram hjá.
Eyða Breyta
1. mín Leikur hafinn
Leikurinn er hafinn!

Keflavík byrjar með boltann og sækir í átt að sýslumanninum, á móti vindi. Haukakonur sækja í átt að Blue Höllinni.
Eyða Breyta
Fyrir leik
Keflavíkurliðið gengur hér út á völl með Sveini dómara. Haukaliðið lætur bíða eftir sér en kemur að lokum með AD 1 og 2.
Eyða Breyta
Fyrir leik
Byrjunarliðin eru komin inn!
Eyða Breyta
Fyrir leik
Tindastólskonur tryggðu sér sæti í deild þeirra bestu í fyrsta sinn í sögu félagsins í gærkvöldi. Fyrir leik kvöldsins eru þær með sjö stiga forystu á toppi deildarinnar.

Það er því hörð barátta í vændum á milli Keflavíkur og Hauka fyrir farmiða í Pepsi Max deildina.
Eyða Breyta
Fyrir leik
Þetta er fyrsti leikur þessara liða á þessari leiktíð.

Fyrir leikinn er Keflavík í 2. sæti með 33 stig en Haukakonur einu sæti neðar í 3. sæti með 29 stig.

Aðeins er eitt sæti laust í efstu deild og hörð keppni milli þessara tveggja liða sem eiga eftir að mætast tvisvar sinnum í síðustu fjórum leikjum deildarinnar.
Eyða Breyta
Fyrir leik
Verið velkomin í beina textalýsingu frá Nettó vellinum í Keflavík þar sem frestaður leikur Keflavíkurkvenna og Haukakvenna fer fram í 9. umferð Lengjudeildar kvenna.
Eyða Breyta
Byrjunarlið:
18. Chante Sherese Sandiford (m)
6. Vienna Behnke ('82)
13. Kristín Fjóla Sigþórsdóttir ('59)
14. Hildur Karítas Gunnarsdóttir
16. Elín Klara Þorkelsdóttir ('72)
17. Sunna Líf Þorbjörnsdóttir ('88)
19. Dagrún Birta Karlsdóttir
20. Mikaela Nótt Pétursdóttir
22. Ásta Sól Stefánsdóttir
23. Sæunn Björnsdóttir
24. Eygló Þorsteinsdóttir

Varamenn:
1. Hafdís Erla Gunnarsdóttir (m)
3. Berglind Þrastardóttir ('72)
5. Birna Kristín Eiríksdóttir ('59)
9. Rakel Leósdóttir ('88)
10. Heiða Rakel Guðmundsdóttir ('82)
30. Helga Ýr Kjartansdóttir

Liðstjórn:
Sigmundur Einar Jónsson
Benjamín Orri Hulduson
Hulda Björk Brynjarsdóttir
Jakob Leó Bjarnason (Þ)
Thelma Björk Theodórsdóttir

Gul spjöld:

Rauð spjöld: