Samsungvöllurinn
laugardagur 20. mars 2021  kl. 14:00
Lengjubikarinn - 8-liða úrslit
Dómari: Helgi Mikael Jónasson
Stjarnan 4 - 2 Fylkir
0-1 Þórður Gunnar Hafþórsson ('17)
0-2 Arnór Borg Guðjohnsen ('32)
1-2 Hilmar Árni Halldórsson ('45)
2-2 Þorsteinn Már Ragnarsson ('56)
3-2 Brynjar Gauti Guðjónsson ('67)
4-2 Kári Pétursson ('86)
Byrjunarlið:
1. Haraldur Björnsson (m)
2. Brynjar Gauti Guðjónsson
4. Óli Valur Ómarsson ('60)
7. Einar Karl Ingvarsson ('85)
9. Daníel Laxdal (f)
10. Hilmar Árni Halldórsson
11. Þorsteinn Már Ragnarsson ('85)
12. Heiðar Ægisson
20. Eyjólfur Héðinsson
22. Emil Atlason ('89)
32. Tristan Freyr Ingólfsson

Varamenn:
23. Arnar Darri Pétursson (m)
5. Kári Pétursson ('85)
16. Gunnar Orri Aðalsteinsson
21. Elís Rafn Björnsson ('85)
24. Björn Berg Bryde
27. Ísak Andri Sigurgeirsson ('60)
29. Adolf Daði Birgisson ('89)

Liðstjórn:
Rúnar Páll Sigmundsson (Þ)
Friðrik Ellert Jónsson
Rajko Stanisic
Þorvaldur Örlygsson
Pétur Már Bernhöft

Gul spjöld:
Daníel Laxdal ('38)
Þorsteinn Már Ragnarsson ('69)

Rauð spjöld:
@thorgeirleo Þorgeir Leó Gunnarsson
93. mín Leik lokið!
Helgi Mikael flautar leikinn af. Stjarnan kom til baka og vann sanngjarnan sigur.

Viðtöl á leiðinni. Takk fyrir mig!
Eyða Breyta
90. mín
Hilmar með fast skot fyrir utan teig en Ólafur ver þetta vel.
Eyða Breyta
89. mín Adolf Daði Birgisson (Stjarnan) Emil Atlason (Stjarnan)

Eyða Breyta
89. mín Axel Máni Guðbjörnsson (Fylkir) Unnar Steinn Ingvarsson (Fylkir)

Eyða Breyta
86. mín MARK! Kári Pétursson (Stjarnan), Stoðsending: Ísak Andri Sigurgeirsson
KÁRI EKKI LENGI AÐ STIMPLA SIG INN!!

Ísak með flotta fyrirgjöf og Kári klárar vel í sinni fyrstu snertingu í leiknum.

Þá er þetta líklega komið hjá heimamönnum.
Eyða Breyta
85. mín Elís Rafn Björnsson (Stjarnan) Einar Karl Ingvarsson (Stjarnan)

Eyða Breyta
85. mín Kári Pétursson (Stjarnan) Þorsteinn Már Ragnarsson (Stjarnan)

Eyða Breyta
84. mín
Unnar Steinn á skot sem Haraldur ver þægilega.
Eyða Breyta
84. mín
Fylkir fær hornspyrnu.
Eyða Breyta
83. mín Gult spjald: Unnar Steinn Ingvarsson (Fylkir)
Stoppar skyndisókn.
Eyða Breyta
82. mín
Fylkismenn fá horn.
Eyða Breyta
77. mín
DAUÐAFÆRI!!!!

Óskar Borgþórs með frábæra fyrirgjöf á vítapunktinn. Arnór Borg aleinn en skotið fer í Brynjar Gauta. Þarna átti Arnór að gera betur.
Eyða Breyta
75. mín Gult spjald: Daði Ólafsson (Fylkir)

Eyða Breyta
73. mín
Þokkalegur kraftur í Fylki núna. Halda vel í boltann og spila hratt sín á milli.
Eyða Breyta
69. mín Gult spjald: Þorsteinn Már Ragnarsson (Stjarnan)

Eyða Breyta
67. mín MARK! Brynjar Gauti Guðjónsson (Stjarnan), Stoðsending: Einar Karl Ingvarsson
STJÖRNUMENN TAKA FORYSTUNA!!!

Einar Karl með frábæra hornspynu og Brynjar Gauti grimmur í boxinu. Stangar boltann inn.
Eyða Breyta
66. mín
Heimamenn fá hornspyrnu.
Eyða Breyta
63. mín
Hilmar Árni í góðu færi eftir snögga aukaspyrnu úti á kanti. Hilmar fær boltann skoppandi á vitateigslínunni en á skot beint á markið.
Eyða Breyta
60. mín Ísak Andri Sigurgeirsson (Stjarnan) Óli Valur Ómarsson (Stjarnan)
Ungur út. Ungur inn.
Eyða Breyta
60. mín
Stjörnumenn fá aftur horn og Einar Karl kemur með góða fyrirgjöf. Emil Atla í dauðafæri en hittir ekki markið.
Eyða Breyta
58. mín
Hornspyrna sem Stjarnan á og boltinn fer á fjærstöng. Daníel Laxdal skallar boltann út og Einar Karl á skot í varnarmann.
Eyða Breyta
56. mín MARK! Þorsteinn Már Ragnarsson (Stjarnan), Stoðsending: Emil Atlason
STJARNAN JAFNAR!!!!

Emil gerir vel, vinnur boltann og kemur honum svo yfir á Þorstein sem klárar auðveldlega í markið.

Þetta er leikur!
Eyða Breyta
53. mín Helgi Valur Daníelsson (Fylkir) Nikulás Val Gunnarsson (Fylkir)
Helgi Valur kemur inn.
Eyða Breyta
52. mín
Stjarnan fær horn.
Eyða Breyta
49. mín
Fylkismenn fá aukaspyrnu úti hægra meginn. Daníel Laxdal brýtur á Nikulási. Sýnist hann þurfa að fara útaf.
Eyða Breyta
48. mín
Tristan fær boltann og keyrir inn völlinn. Reynir skot á markið en þetta er laflaust og lekur framhjá.
Eyða Breyta
46. mín
Seinni hálfleikur er hafinn.
Eyða Breyta
45. mín Hálfleikur
Helgi Mikael flautar til hálfleiks. 1-2 fyrir Fylki. Búið að vera fjörugur leikur hingað til.
Eyða Breyta
45. mín MARK! Hilmar Árni Halldórsson (Stjarnan), Stoðsending: Þorsteinn Már Ragnarsson
ÞAÐ HLAUT AÐ KOMA AÐ ÞVÍ! STJARNAN MINNKAR MUNINN FYRIR HÁLFLEIK.

Smá darraðardans í teignum og á endanum finnur Þorsteinn sendingu á Hilmar Árna sem klárar vel upp í bláhornið.
Eyða Breyta
45. mín
Emil Atla hársbreidd frá því að skalla inn fyrirgjöf frá Tristani. Stjörnumenn eru alltaf líklegir.
Eyða Breyta
41. mín
Aftur vilja Stjörnumenn fá aukaspyrnu en ekkert er dæmt. Fylkir bruna upp og fá gott færi. Þórður með skot sem Haraldur ver.
Eyða Breyta
40. mín
Fínt spil hjá gestunum sem endar á fastri fyrirgjöf. Haraldur gerir vel og klófestir boltann.
Eyða Breyta
38. mín Gult spjald: Daníel Laxdal (Stjarnan)

Eyða Breyta
37. mín
DAUÐAFÆRI HJÁ HEIMAMÖNNUM!!

Gott spil sem endar á sendingu á Einar Karl sem kemur á ferðinni inn í teiginn. Skotið í varnarmann og aftur fyrir. Hornspyrna.
Eyða Breyta
35. mín
Brynjar Gauti með skelfilega sendingu inn á miðjuna og Unnar Steinn fær boltann. Hann ákveður að taka skotið þar sem Haraldur stóð framarlega en hefði betur sett Arnór Borg í gegn. Dauðafæri á komast í 0-3 þarna.
Eyða Breyta
32. mín MARK! Arnór Borg Guðjohnsen (Fylkir)
FYLKIR TVÖFALDA FORYSTUNA!!!

Stjörnumenn alveg brjálaðir og vilja meina að það sé brotið á Hilmari Árna. Dómainn er ekki á sama máli og Fylkismenn bruna upp, sending í gegn og Arnór Borg klárar vel.

0-2 takk fyrir.
Eyða Breyta
29. mín
Smá hiti í þessu og Þorsteinn Már og Arnór Gauti takast létt á. Allir hressir samt.
Eyða Breyta
28. mín
Þórður Gunnar í ágætis færi eftir langa sendingu frá Ásgeiri Eyþórs en Haraldur í marki Stjörnunnar heldur þessum bolta auðveldlega.
Eyða Breyta
25. mín
Hættuleg hornspyrna og Brynjar Gauti á skalla í slá. Heimamenn eru mun betri þessa stundina.
Eyða Breyta
24. mín
Stjörnumenn fá hornspyrnu eftir að skot frá Hilmari fer í varnarmann og aftur fyrir.
Eyða Breyta
20. mín
Þarna munaði 2 cm!!!

Gott spil hjá Stjörnunni sem endar á því að Hilmar Árni á frábæran bolta á fjærstöng en sóknarmenn Stjörnunnar rétt misstu af honum.
Eyða Breyta
18. mín
Emil Atla skorar en aðstoðardómarinn flaggar. Hárrétt sýndist mér.
Eyða Breyta
17. mín MARK! Þórður Gunnar Hafþórsson (Fylkir), Stoðsending: Daði Ólafsson
FYLKISMENN SKORA FYRSTA MARKIÐ!!

Boltinn berst út á kant og Daði á flotta fyrirgjöf á nær sem Þórður stangar inn.
Eyða Breyta
16. mín
Ágætis skyndisókn hjá gestunum. Fá hornspyrnu.
Eyða Breyta
13. mín
ÞVÍLÍK VARSLA FRÁ ÓLAFI!

Þorsteinn gerir vel og á sendingu út í teiginn á Hilmar Árna sem er í góðu færi en Ólafur á flotta vörslu aftur fyrir.

Það kemur ekkert út úr horninu.
Eyða Breyta
9. mín
Stjörnumenn komnir ofar á völlinn og farnir að tengja sendingar.
Eyða Breyta
5. mín
Fylkismenn byrja af miklum krafti. Halda vel í boltann og flytja hann hratt á milli svæða.
Eyða Breyta
2. mín
DAUÐAFÆRI!!!

Arnór Borg sleppur einn í gegn en fyrsta snertinin svíkur hann rosalega og boltinn fer útaf.
Eyða Breyta
1. mín Leikur hafinn
Leikurinn er byrjaður. Fylkismenn byrja með boltann.

Góða skemmtun.
Eyða Breyta
Fyrir leik
Liðin hafa nú lokið sinni upphitun og halda aftur til búningsklefa. Það er stutt í leik og veðrið í Garðabænum er fínt. Létt gola og smá úði. Topp aðstæður fyrir fótboltaleik.
Eyða Breyta
Fyrir leik
Byrjunarliðin má sjá hér til hliðar.

Ragnar Bragi fyrirliði Fylkis er í banni eftir að hafa fengið rautt spjald í tapleik gegn Breiðablik. Ásgeir Eyþórsson tekur við bandinu.

Stjarnan tapaði síðasta leik gegn Selfoss en höfðu þá þegar tryggt sér sigur í riðlinum. Daníel Laxdal kemur aftur í byjrunarlið Stjörnunnar og tekur við fyrirliðabandinu af Hilmari Árna. Sölvi Snær er ekki í hóp hjá Garðbæingum í dag og fær Óli Valur stöðu hans í byrjunarliðinu.
Eyða Breyta
Fyrir leik
Komið þið sæl og blessuð og hjartanlega velkomin á beina textaýsingu frá leik Stjörnunnar og Fylkis í 8-liða úrslitum Lengjubikars karla!

Eyða Breyta
Byrjunarlið:
12. Ólafur Kristófer Helgason (m)
2. Ásgeir Eyþórsson (f)
3. Unnar Steinn Ingvarsson ('89)
4. Arnór Gauti Jónsson
6. Torfi Tímoteus Gunnarsson
7. Daði Ólafsson
10. Orri Hrafn Kjartansson
14. Þórður Gunnar Hafþórsson
18. Nikulás Val Gunnarsson ('53)
23. Arnór Borg Guðjohnsen
77. Óskar Borgþórsson

Varamenn:
1. Aron Snær Friðriksson (m)
5. Orri Sveinn Stefánsson
17. Hallur Húni Þorsteinsson
20. Axel Máni Guðbjörnsson ('89)
24. Markús Máni Jónsson
28. Helgi Valur Daníelsson ('53)

Liðstjórn:
Ólafur Ingvar Guðfinnsson
Ólafur Ingi Stígsson (Þ)
Halldór Steinsson
Atli Sveinn Þórarinsson (Þ)
Tómas Ingi Tómasson
Ágúst Aron Gunnarsson
Hilmir Kristjánsson

Gul spjöld:
Daði Ólafsson ('75)
Unnar Steinn Ingvarsson ('83)

Rauð spjöld: