Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
Grótta
4
3
Þór
0-1 Liban Abdulahi '15
Pétur Theódór Árnason '33 , víti 1-1
1-2 Ólafur Aron Pétursson '57
Pétur Theódór Árnason '62 2-2
Pétur Theódór Árnason '66 3-2
Sölvi Björnsson '72 , víti 4-2
4-3 Ólafur Aron Pétursson '78 , víti
Petar Planic '87
07.05.2021  -  18:00
Vivaldivöllurinn
Lengjudeild karla
Dómari: Elías Ingi Árnason
Maður leiksins: Pétur Theódór Árnason
Byrjunarlið:
1. Jón Ívan Rivine (m)
Halldór Kristján Baldursson
2. Arnar Þór Helgason
6. Ólafur Karel Eiríksson
7. Kjartan Kári Halldórsson ('61)
8. Júlí Karlsson
10. Kristófer Orri Pétursson (f)
14. Björn Axel Guðjónsson
17. Gunnar Jónas Hauksson ('85)
19. Kristófer Melsted
77. Pétur Theódór Árnason

Varamenn:
1. Hákon Rafn Valdimarsson (m)
3. Kári Daníel Alexandersson
6. Sigurvin Reynisson ('61)
11. Sölvi Björnsson ('61)
12. Gabríel Hrannar Eyjólfsson
17. Agnar Guðjónsson ('85)
25. Valtýr Már Michaelsson ('73)
29. Óliver Dagur Thorlacius ('73)

Liðsstjórn:
Ágúst Þór Gylfason (Þ)
Chris Brazell (Þ)
Þór Sigurðsson
Gísli Þór Einarsson
Jón Birgir Kristjánsson
Ástráður Leó Birgisson

Gul spjöld:
Sölvi Björnsson ('88)
Agnar Guðjónsson ('94)

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Elías Ingi flautar hér til leiksloka.

Frábær leikur hérna á Vivaldivellinum og 4-3 staðreynd.

Viðtöl og skýrsla væntanleg síðar í kvöld.
94. mín Gult spjald: Agnar Guðjónsson (Grótta)
92. mín
Þórsarar hrikalega tæpir en boltinn aftur fyrir endamörk.

Þórsarar ætla sér stig úr þessum leik.
90. mín
Sigurvin Reynisson reynir skot frá miðju skólaus. Nýjung í íslenskum fótbolta frá Venna.
90. mín
4 mínútur í uppbótartíma.
88. mín Gult spjald: Sölvi Björnsson (Grótta)
88. mín
Ólíver reynir að setja boltann undir vegginn en stoppað af varnarmanni Þórs.
87. mín Rautt spjald: Petar Planic (Þór )
Brýtur á Pétri sem var kominn einn á móti Daða.

Mjög verðskuldað rautt og Gróttumenn með aukaspyrnu á hættulegum stað.
85. mín
Inn:Agnar Guðjónsson (Grótta) Út:Gunnar Jónas Hauksson (Grótta)
84. mín
Hvílíkt færi!!

Bjarki Þór á skot í slánna eftir kross frá Elmari.
82. mín
Fannar Daði með skot utan teigs en rétt framhjá stönginni.

Getum búist við frábærum lokamínútum þessa leiks.
81. mín
Nóg að gerast hérna. Annað færi hjá Þórsurum en endar í hornspyrnu.
78. mín Mark úr víti!
Ólafur Aron Pétursson (Þór )
ÓLAFUR ARON AFTUR!!

Annað mark fyrir hann Ólaf Aron.

Hann búinn að vera flottur í dag líka.

Æsispennandi 4-3
77. mín
ANNAÐ VÍTI!!

Nú er það Pétur Theódór sem brýtur af sér.
73. mín
Inn:Ásgeir Marinó Baldvinsson (Þór ) Út:Jakob Snær Árnason (Þór )
73. mín
Inn:Bjarni Guðjón Brynjólfsson (Þór ) Út:Guðni Sigþórsson (Þór )
73. mín
Inn:Óliver Dagur Thorlacius (Grótta) Út:Jakob Snær Árnason (Grótta)
73. mín
Inn:Valtýr Már Michaelsson (Grótta) Út:Guðni Sigþórsson (Grótta)
72. mín Mark úr víti!
Sölvi Björnsson (Grótta)
SÖLVII!!

Sölvi leggur hann örugglega í netið. Pétur hefur greinilega engan áhuga á þessari fernu.

4-2 hvílíkur leikur!!!
71. mín Gult spjald: Guðni Sigþórsson (Þór )
71. mín
VÍTIII FYRIR GRÓTTUMENN!
70. mín
Enn önnur hornspyrna Gróttu á stórhættulegum stað.

Pétur enn og aftur en skallar nú í varnarmann Þórs og annað horn.
69. mín
Pétur með annað færi og skorar næstum sitt fjórða mark en Daði slær boltann í innkast.
66. mín MARK!
Pétur Theódór Árnason (Grótta)
Stoðsending: Sölvi Björnsson
ÞAÐ ER ÞRENNA!!

Hvílík frammistaða hjá Pétri Theódór. Það er nokkuð ljóst að Lengjudeildin er hans heimavöllur og hann skorar sitt 3. mark í kvöld.

3-2
63. mín
Allt að gerast hérna.

Þór fær hornspyrnu eftir skyndisókn og gott færi en ekkert verður úr horninu.
62. mín MARK!
Pétur Theódór Árnason (Grótta)
Stoðsending: Kristófer Orri Pétursson
PÉTUR THEÓDÓR AFTUR!!

Shocker! Pétur Theódór úr skalla eftir hornspyrnu Kristófers Orra.

Stuðningsmenn Gróttu syngja "We love you Crouchie" hástöfum í fögnuði.
61. mín
Inn:Jóhann Helgi Hannesson (Þór ) Út:Sölvi Sverrisson (Þór )
61. mín
Inn:Sölvi Björnsson (Grótta) Út:Kjartan Kári Halldórsson (Grótta)
61. mín
Inn:Sigurvin Reynisson (Grótta) Út:Sölvi Sverrisson (Grótta)
60. mín
Gróttumenn undirbúa skiptingu.

Sölvi Björnsson kemur inná.
57. mín MARK!
Ólafur Aron Pétursson (Þór )
Stoðsending: Jakob Snær Árnason
MAAAARK!!

Boltinn á miklu skoppi í kringum vítateig Gróttu en Jakob Snær endar með boltann og rúllar honum út á Ólaf Aron sem smellir honum viðstöðulaust niðri í fjærhornið.

1-2
52. mín
Fannar Daði mjög tæpur á að skora en Arnar Þór bjargar. Hornspyrna fyrir Þór.

Ekkert verður úr þessu hjá Akureyringunum.
49. mín
Skemmtileg útfærsla hjá Ólafi Aron og Liban í spyrnunni en boltinn rétt yfir slánna.
48. mín
Ólafur Karel brýtur klaufalega fyrir utan teig.

Aukaspyrna fyir Þórsara.
47. mín
Petar Planic liggur eftir samstuð við Pétur Theódór.

Allt í lagi með hann.
45. mín
Leikurinn hafinn á ný.

Jakob Snær tekur upphafsspyrnuna.
45. mín
Hálfleikur
1-1 í hálfleik.

Liðin verið nokkuð jöfn og flottur leikur hingað til.

Vonum eftir meiri veislu í þeim síðari.
45. mín
Melsteð reynir annan bolta inn á teig en Daði tekur hann.

Daði verið mjög öflugur í marki Þórs.
43. mín
Annað færi hjá Gróttumönnum og aftur er það Melstað en sama niðurstaða og áðan og þurfa boltasækjararnir nú að sækja 2 bolta út á Bakkagarð.
42. mín
Ólafur Karel reynir innísendinguna á Pétur Theódór en ná Þórsarar að hreinsa en þar er Kristó Melsteð en hann skýtur langt yfir.
40. mín
Bjarki Þór með flottan bolta á fjærstöngina þar sem Sölvi skallar rétt yfir.
35. mín
Elmar Þór lyftir boltanum á Jakob en Arnar Þór brýtur á honum í loftinu.
33. mín Mark úr víti!
Pétur Theódór Árnason (Grótta)
PÉTUR THEÓDÓR!!

Leggur boltann örugglega í hornið framhjá Daða í markinu.

Allt jafnt á nesinu!
32. mín
GRÓTTA FÆR VÍTI!!

Brotið á Gunnari Jónas.
31. mín
Fannar Daði fær boltann hægra megin, kemur með fínan bolta inní teig en Guðni skallar framhjá.
29. mín
Hornspyrna sem Gróttumenn eiga.

Gunnar Jónas setur lágan bolta inn á teig sem ratar á beint varnarmann Þórs sem hreinsar.
27. mín
Þór komast í góða sókn en skotið beint á Jón Ívan í markinu.
22. mín
Þórsarar virkilega farnir að sækja í sig veðrið eftir þetta mark.
20. mín Gult spjald: Ólafur Aron Pétursson (Þór )
Ólafur brýtur illa á Gunnari Jónasi.

Verðskuldað gult spjald.
17. mín Gult spjald: Jakob Snær Árnason (Þór )
Keyrir harkalega í Halldór fyrirliða Gróttu á hægri væng.
15. mín MARK!
Liban Abdulahi (Þór )
ÞÓRSARAR KOMNIR YFIR!!

Liban snýr boltann yfir vegginn og stönginn inn.

Frábært mark hjá Liban en gegn gangi leiksins.
14. mín
Þórsarar vinna aukaspyrnu rétt fyrir utan. Júlí brýtur á Guðna á stórhættulegum stað.
9. mín
Ekkert verður úr horninu.
9. mín
Gróttumenn vinna fyrstu hornspyrnu leiksins.
5. mín
Mjög lítið að frétta fyrstu 5 en Þórsarar næstum ekkert komið við boltann.
1. mín
Leikur hafinn
Þetta er farið af stað!

Gróttumenn hefja leik.
Fyrir leik
Liðin gera sér leið inná völlinn í sitthvoru lagi vegna Covid.

Gróttumenn leiða röðina og Þórsarar fylgja stuttu eftir.
Fyrir leik
Liðin eru mætt út á völl að hita.

Það er fínasta veður á Nesinu og fólk hægt og rólega farið að koma sér fyrir í stúkunni.
Anton Freyr Jónsson
Fyrir leik
Byrjunarliðin eru klár og má sjá þau hér til hliðana.

Það vekur athygli að Hákon Rafn markmaður Gróttu byrjar á bekknum í dag og einnig Sigurvin Reynisson fyrirliði Gróttu. Alvaro Montejo er ekki í leikmannahópi Þórs í dag en hann er væntanlegur til landsins á morgun og verður klár í aðra umferð með Þór. Sigurður Marinó er einnig ekki í leikmannahópi Þórs vegna meiðsla. Orri Sigurjónsson er einnig utan hóps hjá Þórsurum í dag.
Anton Freyr Jónsson
Fyrir leik
Gústi Gylfa hefur verið við stjórnvöld hjá Gróttu frá seinasta sumri eftir að hafa stýrt Breiðablik í 2 ár og Fjölni þar áður um árabil. Spurning er hvort fall Gróttu í fyrra muni hafa áhrif á þá fyrir sumarið en við fáum að sjá fyrstu svör við því í dag.

Orri Freyr Hjaltalín var ráðinn í starf þjálfara Þórs í nóvember síðastliðinn og skemmtilegt verður að sjá hvernig hann mun nálgast fyrsta deildarleikinn sinn í nýju starfi.
Fyrir leik
Glugginn hefur verið hljóðlátur hjá Gróttumönnum hingað til. Þeir fá inn þrjá leikmenn, uppalda sóknarmanninn hann Björn Axel Guðjónsson eða Baxel eins og hann er gjarnan kallaður frá KV eftir frábært tímabil þar. Síðan fá þeir Kára Sigfússon frá Fylki á 2 ára samning og fyrr í dag var tilkynnt að valsarinn bráðefnilegi Kári Daníel Alexandersson muni einnig spila með Gróttumönnum út sumarið.

Þeir missa hinsvegar lykilhlekki úr liðinu frá seinasta sumri. Axel Freyr Harðarsson, Óskar Jónsson, Ástbjörn Þórðarson, Karl Friðleifur Gunnarsson og Tobias Sommer eru allir búnir að yfirgefa blíðuna á nesinu á meðan markmaðurinn og fyrrum senterinn Hákon Rafn Valdimarsson spilar með Gróttu þar til hann gengur til liðs við Elfsborg í Svíþjóð í júlí og berst þar við annan efnilegan markvörð Tim Rönning um stöðuna þar en hann hefur verið flottur í marki Elfsborg seinustu ár.

Þórsarar missa einnig mikilvæga leikmenn en fá líka þrjá inn. Libian Abdulahi frá Hollandi, Petar Planic frá Maldaví og nú á dögunum styrktu þeir sig gríðarlega er þeir fengu markmanninn Daða Freyr Arnarsson á láni frá FH. Þorpið getur líka glatt sig yfir því að Alvaro Montejo framlengdi samning sinn nú fyrr um árið.
Fyrir leik
Þessi lið mættust seinast í Lengjudeildinni sumarið 2019 og fóru sunnanmenn með sigur af hólmi á Akureyri 3-2 en það var stál í stál í síðari leiknum á Vivaldi 1-1.

Vonandi verður nóg af mörkum og alvöru veisla hérna í kvöld.
Fyrir leik
Elías Ingi Árnason fær þann heiður að flauta leikinn á Estádio do Vivaldi í dag og honum til aðstoðar verða þeir Gunnar Helgason og Antoníus Bjarki Halldórsson.
Hvílíkt tríó!
Fyrir leik
Grótta féll niður í Lengjudeildina eftir ævintýralegt tímabil í þeirri stærstu á seinasta tímabili. Þórsarar bíða enn eftir að ná í sitt fyrsta tímabil í efstu deild síðan 2014.

Spárnar segja okkur að bæði þessi lið verði í kringum miðja deild og munu eiga erfitt með að setja einhverja alvöru pressu á toppliðin.

Spárnar eru samt bara spár og geta bæði þessi lið komið mikið á óvart í sumar svo við bíðum spennt að sjá hvaða veislu þessi leikur mun bjóða okkur uppá.
Fyrir leik
Góðan og gleðilegan dag og verið hjartanlega velkomin í beina textalýsingu frá Vivaldivellinum á Seltjarnarnesi. Hér í dag mætast Grótta og Þór í fyrstu umferð Lengjudeildar karla.

Boltin er farin að rúlla kæru lesendur!
Anton Freyr Jónsson
Byrjunarlið:
1. Daði Freyr Arnarsson (m)
Sölvi Sverrisson ('61) ('61)
Liban Abdulahi
2. Elmar Þór Jónsson
4. Hermann Helgi Rúnarsson
6. Ólafur Aron Pétursson
14. Jakob Snær Árnason ('73) ('73)
15. Guðni Sigþórsson ('73) ('73)
15. Petar Planic
17. Fannar Daði Malmquist Gíslason
30. Bjarki Þór Viðarsson

Varamenn:
12. Auðunn Ingi Valtýsson (m)
3. Birgir Ómar Hlynsson
7. Bjarni Guðjón Brynjólfsson ('73)
8. Nikola Kristinn Stojanovic
9. Jóhann Helgi Hannesson ('61)
10. Sigurður Marinó Kristjánsson
18. Elvar Baldvinsson
23. Ásgeir Marinó Baldvinsson ('73)

Liðsstjórn:
Sveinn Elías Jónsson (Þ)
Orri Freyr Hjaltalín (Þ)
Jón Stefán Jónsson (Þ)
Óðinn Svan Óðinsson
Birkir Hermann Björgvinsson
Stefán Ingi Jóhannsson

Gul spjöld:
Jakob Snær Árnason ('17)
Ólafur Aron Pétursson ('20)
Guðni Sigþórsson ('71)

Rauð spjöld:
Petar Planic ('87)