Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
Víkingur R.
2
2
Fylkir
0-1 Djair Parfitt-Williams '43
Nikolaj Hansen '81 1-1
Helgi Guðjónsson '86 2-1
2-2 Nikulás Val Gunnarsson '89
25.05.2021  -  19:15
Víkingsvöllur
Pepsi Max-deild karla
Aðstæður: Sól og gola
Dómari: Ívar Orri Kristjánsson
Maður leiksins: Helgi Valur Daníelsson
Byrjunarlið:
Kári Árnason
Þórður Ingason
7. Erlingur Agnarsson ('69)
8. Viktor Örlygur Andrason
12. Halldór Smári Sigurðsson
17. Atli Barkarson
20. Júlíus Magnússon (f) ('64)
22. Karl Friðleifur Gunnarsson ('59)
23. Nikolaj Hansen (f)
28. Halldór Jón Sigurður Þórðarson ('46)
77. Kwame Quee

Varamenn:
99. Uggi Jóhann Auðunsson (m)
3. Logi Tómasson ('64)
9. Helgi Guðjónsson ('69)
10. Pablo Punyed ('59)
11. Adam Ægir Pálsson
19. Axel Freyr Harðarson
80. Kristall Máni Ingason ('46)

Liðsstjórn:
Arnar Gunnlaugsson (Þ)
Þórir Ingvarsson
Ísak Jónsson Guðmann
Hajrudin Cardaklija
Einar Guðnason
Guðjón Örn Ingólfsson
Jón Ragnar Jónsson

Gul spjöld:

Rauð spjöld:
Leik lokið!
2-2 lokatölur þar sem kom dramatískur lokakafli í leikinn!
95. mín
Helgi Valur með utanfótarsendingu inn fyrir en Doddi Inga mætir á fleygiferð út úr teignum og tæklar hættuna frá.
94. mín
Helgi setur fyrirgjöf í Orra og aftur fyrir. Horn.
92. mín
Það er hægt að sjóða egg á höfðinu á bæði Atla Sveini og Ólafi Stígs, gjörsamlega trylltir eftir þetta mark hjá Víkingum áðan!
91. mín
Sex mínútum bætt við, fáum við enn meiri dramatík!?
89. mín MARK!
Nikulás Val Gunnarsson (Fylkir)
Stoðsending: Birkir Eyþórsson
Fylkir eru að jafna þetta! Birkir með frábæra fyrirgjöf frá hægri vængnum og Nikulás Val stangar boltann í netið!
87. mín
Inn:Óskar Borgþórsson (Fylkir) Út:Dagur Dan Þórhallsson (Fylkir)
86. mín MARK!
Helgi Guðjónsson (Víkingur R.)
Helgi Guðjóns er að koma Víkingum yfir og Fylkismenn eru brjálaðir! Fylkir vildu að Víkingar spörkuðu boltanum útaf svo þeir gætu skipt því Dagur og Halldór fóru útaf samtímis en Halldór kom aftur inná. Fylkismenn voru búnir að vera manni færri á meðan og þá fær Helgi Guðjóns boltann hægra megin í teignum og setur hann í fjærhornið!
84. mín
Dagur Dan fær hér höfuðhögg en hann er hálfvaltur hérna sýnist mér svo þetta lítur alls ekki vel út. Hann er að fara koma útaf og vonandi jafnar hann sig sem allra fyrst.
81. mín MARK!
Nikolaj Hansen (Víkingur R.)
Víkingur jafnar leikinn! Pablo kemur með aukaspyrnu á fjær sem fer af Fylkismanni og dettur þar fyrir Nikolaj sem setur boltann í fjærhornið!
78. mín
Logi tekur spyrnuna, reynir að setja hann undir vegginn en fer beint í vegginn. Logi fær fylgingu en skýtur aftur beint í vegginn. Að lokum kemur svo bolti á fjær þar sem Logi er mættur en skalli hans framhjá nærstönginni.
77. mín
Arnór Gauti tekur Kristal niður rétt utan vítateigs og Ívar dæmir aukaspyrnu, þessi er á stórhættulegum stað fyrir Pablo Punyed!
76. mín
Inn:Dagur Dan Þórhallsson (Fylkir) Út:Orri Hrafn Kjartansson (Fylkir)
Fylkismenn gera sína þriðju breytingu hér, Orri Hrafn kemur út fyrir Dag Dan.
75. mín
Atli sparkar Nikulás Val niður úti hægra megin og aukaspyrna réttilega dæmd.
73. mín
Halldór Smári stöðvar skyndisókn með að taka Orra Hrafn niður en Ívar Orri spjaldar hann ekki. Ekki eitt spjald komið á loft.
69. mín
Inn:Helgi Guðjónsson (Víkingur R.) Út:Erlingur Agnarsson (Víkingur R.)
Víkingar með sína fjórðu skiptingu, Erlingur út fyrir Helga.
69. mín
Atli Barkar fer niður í baráttunni við Birki en þetta var ekki neitt og markspyrna niðurstaðan.
66. mín
Pablo með frábæran bolta fyrir á Erling en fyrsta snertingin svíkur hann allsvakalega og hann missir boltann útaf.
64. mín
Inn:Birkir Eyþórsson (Fylkir) Út:Þórður Gunnar Hafþórsson (Fylkir)
Tvöföld breyting hjá Fylki, Þórður og Ragnar koma út fyrir Birki og Nikulás.
Hjá Víkingum kemur Logi Tómasson inn á fyrir Júlíus.
64. mín
Inn:Logi Tómasson (Víkingur R.) Út:Júlíus Magnússon (Víkingur R.)
64. mín
Inn:Nikulás Val Gunnarsson (Fylkir) Út:Ragnar Bragi Sveinsson (Fylkir)
60. mín
Viktor Örlygur reynir fyrirgjöf en hún fer aftur fyrir.
59. mín
Inn:Pablo Punyed (Víkingur R.) Út:Karl Friðleifur Gunnarsson (Víkingur R.)
Arnar setur Pablo Punyed hér inn á fyrir Karl Friðleif og blæs til sóknar!
58. mín
Ragnar Bragi með flotta fyrirgjöf á fjær á Helga Daníel sem tekur skotið á lofti yfir markið.
57. mín
Ömurleg aukaspyrna frá Djair sem fer í miðjan vegginn.
56. mín
Djair tekinn niður rétt utan vítateigs og fær aukaspyrnu, þetta er á stórhættulegum stað!
55. mín
Orri Hrafn með vippu sem lítur vel út og virðist vera fara beint á Þórð Gunnar en hver annar en Kári Árnason stekkur og skallar þetta frá.
54. mín
Kristall fer í skot sem Ásgeir hendir sér fyrir, boltinn dettur svo út á Kwame sem leggur hann út á Viktor sem hamrar boltanum yfir markið.
53. mín
Kristall með bolta fyrir sem Orri Hrafn hendir sér á og Víkingar heimta hendi en ekkert dæmt, ég held að Víkingar hafi eitthvað til síns máls hér!
52. mín
Nikolaj Hansen fær boltann í góðri stöðu en er flaggaður rangstæður, virkaði mjög tæpt.
52. mín
Seinni hálfleikurinn fer rólega af stað, vonandi fer að færast fjör í seinni hálfleikinn.
46. mín
Leikur hafinn
Seinni hálfleikurinn er hafinn og er ein breyting, Halldór Jón fer út fyrir Kristal hjá Víkingum.
46. mín
Inn:Kristall Máni Ingason (Víkingur R.) Út:Halldór Jón Sigurður Þórðarson (Víkingur R.)
45. mín
Hálfleikur
Fylkismenn leiða í hálfleik með einu marki gegn engu. Víkingar verið miklu betri en Fylkismenn eru yfir.
43. mín MARK!
Djair Parfitt-Williams (Fylkir)
Stoðsending: Unnar Steinn Ingvarsson
Fylkir eru komnir yfir á markamínútunni! Unnar Steinn tekur hornið stutt á Djair sem setur boltann fyrir, boltinn fer af Nikolaj Hansen og steinliggur í netinu. Þetta var vægast sagt þvert gegn gangi leiksins!
42. mín
Þórður kemst bakvið Kára en Kári kemst aftur fyrir Þórð og boltinn af Kára og aftur fyrir.
41. mín
Ragnar Bragi liggur núna eftir með höfuðhögg, sá ekki hvað gerðist en Ragnar er staðinn upp og virðist í lagi.
39. mín
Viktor Örlygur leitar að skoti og finnur það á endanum, gott skot meðfram jörðinni í fjærhornið en Aron Snær ver mjög vel og enn eitt hornið niðurstaðan.
36. mín
Orri setur boltann aftur fyrir í hornspyrnu undir engri pressu.
32. mín
Víkingar eru brjálaðir hérna, vilja vítaspyrnu! Ragnar Bragi lendir á eftir Halldóri Jóni en nær að mér sýnist að tækla boltann aftur fyrir í horn en Víkingar halda öðru fram.
26. mín
Atli Barkar með fyrirgjöf ætlaði Erlingi á fjær en Aron Snær handsamar boltann.
23. mín
Ragnar Bragi ætlar að chippa honum inn á teiginn en þetta er alltof fast og fer aftur fyrir markið.
21. mín
Kwame tekur skærin sín og kemur með fastan bolta á fjær sem Nikolaj rétt missir af, þetta hefði auðveldlega getað orðið mark!
17. mín
Karl Friðleifur með stórhættulegan bolta meðfram jörðinni fyrir en Ragnar Bragi nær að taka boltann áður en Erlingur fær hann í dauðafæri.
15. mín
Kári Árna tæklar boltann á markið af stuttu færi en Aron Snær ver stórkostlega frá honum!
14. mín
Hansen með skalla í varnarmann Fylkis og þeir kalla eftir hendi en önnur hornspyrna er niðurstaðan.
13. mín
Júlíus með frábæran bolta á Halldór Jón sem fer framhjá Ragnari Braga og er nálægt því að komast í dauðafæri en það endar í hornspyrnu.
7. mín
Hornspyrnan ratar á Helga Val sem skallar boltann framhjá markinu.
7. mín
Þórður kemst upp að endamörkum en fyrirgjaf hans í varnarmann og aftur fyrir.
3. mín
Hornspyrnan ratar beint á hausinn á Nikolaj en hann stangar boltann í hliðarnetið, ég hélt að þessi væri inni!
3. mín
Boltinn dettur út fyrir Júlla Magg sem reynir skotið en Orri Hrafn kemst fyrir og hornspyrna niðurstaðan.
2. mín
Helgi Valur með fyrirgjöf sem Doddi missir frá sér en hann nær svo að handsama boltann að lokum.
1. mín
Leikur hafinn
Viktor Örlygur sparkar þessum leik í gang.
Fyrir leik
Víkingur vann 0-1 sigur gegn KA á föstudag. Arnar Gunnlaugsson, þjálfari liðsins, gerir tvær breytingar á sínu liði frá þeim leik. Pablo Punyed og Kristall Máni sitjast á bekkinn og inn koma þeir Karl Friðleifur Gunnarsson og Kwame Quee.

Fylkir vann 4-2 sigur gegn Keflavík í síðustu umferð. Þjálfarar liðsins gera tvær breytingar á sínu liði frá þeim leik. Arnór Borg er ekki í leikmannahópi liðsins og Nikulás Val Gunnarsson tekur sér sæti á bekknum. Inn koma þeir Helgi Valur Daníelsson og Þórður Gunnar Hafþórsson. Helgi Valur verður fertugur í júlí.
Elvar Geir Magnússon
Fyrir leik
Víkingar hafa sennilega aldrei verið með betri æfingar en undanfarið þar sem bæði Ragnar Sigurðsson og sjálfur landsliðsfyrirliðinn, Aron Einar Gunnarsson eru búnir að vera æfa með liðinu. Einhverjar sögusagnir eru uppi um að Raggi gæti komið til Víkinga en það verður að teljast ansi ólíklegt þótt skemmtilegt væri.
Fyrir leik
Fylkir byrjaði tímabilið illa en í síðasta leik náðu þeir í sinn fyrsta sigur, 4-2 gegn Keflavík. Sá sigur gæti gefið þeim gott sjálfstraust fyrir leikinn í kvöld og ég held að við eigum von á hörku leik!
Fyrir leik
Víkingar fóru norður á Dalvík í síðustu umferð og unnu mjög sterkan 1-0 sigur á KA í toppslag þar sem KA klikkaði vítaspyrnu á síðustu sekúndum leiksins. Sá sigur sýndi okkur að Víkingar eru til alls líklegir í sumar.
Fyrir leik
Víkingar hafa byrjað þetta tímabil af krafti, gert eitt jafntefli og unnið fjóra í fyrstu fimm umferðunum. Með sigri í dag fara þeir í toppsætið. Fylkir eru ekki búnir að eiga jafn góða byrjun en þeir sitja í 8. sæti deildarinnar með fimm stig.
Fyrir leik
Góða kvöldið og verið velkomin í beina textalýsingu frá Víkingsvelli þar sem Víkingur fær Fylki í heimsókn í 6. umferð Pepsí Max-deildar karla.
Byrjunarlið:
1. Aron Snær Friðriksson (m)
Ragnar Bragi Sveinsson ('64)
2. Ásgeir Eyþórsson (f)
3. Unnar Steinn Ingvarsson
4. Arnór Gauti Jónsson
5. Orri Sveinn Stefánsson
6. Torfi Tímoteus Gunnarsson
8. Orri Hrafn Kjartansson ('76)
11. Þórður Gunnar Hafþórsson ('64)
11. Djair Parfitt-Williams
28. Helgi Valur Daníelsson

Varamenn:
1. Ólafur Kristófer Helgason (m)
9. Jordan Brown
17. Birkir Eyþórsson ('64)
18. Nikulás Val Gunnarsson ('64)
22. Dagur Dan Þórhallsson ('76) ('87)
77. Óskar Borgþórsson ('87)

Liðsstjórn:
Ólafur Ingi Stígsson (Þ)
Atli Sveinn Þórarinsson (Þ)
Daði Ólafsson
Björn Metúsalem Aðalsteinsson
Óðinn Svansson
Ólafur Ingvar Guðfinnsson
Halldór Steinsson
Hilmir Kristjánsson

Gul spjöld:

Rauð spjöld: