HS Orku völlurinn
laugardagur 19. júní 2021  kl. 16:00
Pepsi-Max deild kvenna
Aðstæður: Blæs aðeins úr norðri, sólin skín og völlurinn í ágætu standi.
Dómari: Arnar Þór Stefánsson
Maður leiksins: Amber Kristin Michel
Keflavík 1 - 0 Tindastóll
1-0 Kristrún Ýr Holm ('49)
Aldís María Jóhannsdóttir, Tindastóll ('96)
Byrjunarlið:
1. Tiffany Sornpao (m)
0. Marín Rún Guðmundsdóttir ('78)
3. Natasha Moraa Anasi (f)
10. Dröfn Einarsdóttir
11. Kristrún Ýr Holm
15. Arndís Snjólaug Ingvarsdóttir
16. Ísabel Jasmín Almarsdóttir
17. Elín Helena Karlsdóttir
24. Anita Lind Daníelsdóttir
26. Amelía Rún Fjeldsted
33. Aerial Chavarin

Varamenn:
12. Katrín Hanna Hauksdóttir (m)
4. Eva Lind Daníelsdóttir ('78)
5. Berta Svansdóttir
6. Ástrós Lind Þórðardóttir
14. Celine Rumpf
18. Elfa Karen Magnúsdóttir
20. Saga Rún Ingólfsdóttir
22. Jóhanna Lind Stefánsdóttir
28. Brynja Pálmadóttir

Liðstjórn:
Soffía Klemenzdóttir
Hjörtur Fjeldsted
Örn Sævar Júlíusson
Gunnar Magnús Jónsson (Þ)
Óskar Rúnarsson

Gul spjöld:
Aerial Chavarin ('96)

Rauð spjöld:
@SEinarsson Sverrir Örn Einarsson
99. mín Leik lokið!
Annar sigur Keflavíkur í röð staðreynd, Sanngjarn held ég að hann teljist og aðeins Amber í marki gestanna kom í veg fyrir að mörk þeirra væru fleiri.
Eyða Breyta
98. mín
Keflavík er að sigla þessu heim,
Eyða Breyta
96. mín Gult spjald: Aerial Chavarin (Keflavík)
Sparkar boltanum í burtu eftir að hafa verið dæmd brotleg.
Eyða Breyta
96. mín Rautt spjald: Aldís María Jóhannsdóttir (Tindastóll )
Tekur sénsinn í tæklingu og tapar, fær sitt annað gula spjald og þar með rautt.
Eyða Breyta
94. mín
Chavarin með skalla framhjá eftir hornið.
Eyða Breyta
94. mín
Amber hættu þessu!!!!!

Aníta Lind með skot sem stefnir alveg í samskeytin en Amber eins og köttur og ver með tilþrifum. Keflavík fær horn.

Amber klár maður leiksins hjá mér í dag.
Eyða Breyta
91. mín
Stólarnir fá horn.

Verða 7 mínútur í uppbót heyri ég.
Eyða Breyta
90. mín
Komið fram í uppbótartíma, verður allavega 4-5 mínútur.
Eyða Breyta
87. mín
Úff Amber og Kristún skella saman og Amber liggur eftir. Fékk vænan slink á hálsinn en virðist vera í lagi.
Eyða Breyta
86. mín
Amber er á eldi í marki Tindastóls!

En er Aerial að fífla varnarmenn og nær þessu frábæra skoti sem stefnir efst í markhornið en Amber með eina rosalega vörslu.
Eyða Breyta
83. mín
Amber í skógarhlaup og missir af boltanum, stálheppin að heimakonur ná ekki skoti á markið!
Eyða Breyta
80. mín
Tiffany kýlir boltann frá eftir fyrirgjöf frá hægri, fórnarkostnaðurinn er sá að Elín Helena steinliggur í teignum á eftir. Nær sér þó fljótt.
Eyða Breyta
78. mín Eva Lind Daníelsdóttir (Keflavík) Marín Rún Guðmundsdóttir (Keflavík)

Eyða Breyta
77. mín
Marín Rún hefur hlaupið mikið fyrir lið Keflavíkur í dag og er farinn að finna heldur mikið fyrir því. Komin með krampa og liggur á vellinum.
Eyða Breyta
74. mín
Marín Rún með stórkostlegt skot í stönginna og út, Natsha í frákastið og kemur boltanum í netið en flaggið á loft.

Heimakonur aðgangsharðar en þessi fræga hársbreidd heldur þeim frá því að klára þennan leik.
Eyða Breyta
74. mín Gult spjald: Aldís María Jóhannsdóttir (Tindastóll )

Eyða Breyta
72. mín
Aerial Chavarin gerir lítið úr vörn Tindastóls þegar hún fer framhjá hverjum varnarmanni á fætur öðrum inn á teiginn og nær hörkuskoti.

Fyrir henni er þó Amber sem hleður í eins og eina stórkostlega markvörslu og heldur sínum konum á floti. Brekkan hefði svo sannarlega verið brött hefði þessi legið.
Eyða Breyta
69. mín Bergljót Ásta Pétursdóttir (Tindastóll ) Dominiqe Evangeline Bond-Flasza (Tindastóll )

Eyða Breyta
69. mín
Stólar að reyna að ná upp pressu en kappið er að bera fegurðina ofurliði þessa stundina.
Eyða Breyta
64. mín
Hvernig skoraði Keflavík ekki???

Amelía brýst upp vinsti kantinn og á fína fyrirgjöf inn á teig Tindastóls sem hver leikmaður Keflavíkur á fætur öðrum hreinlega hittir ekki í teignum, tökum þó ekkert af Amber markverði sem var vel staðsett og kom í veg fyrir að boltinn læki hreinlega í netið.
Eyða Breyta
63. mín
Aníta Lind með skotið af löngu færi en vel framhjá.

Stólarnir að taka sénsa fram á við og möguleikar á skyndisóknum opnast hjá Keflavík.
Eyða Breyta
62. mín
Hættulegur bolti frá hægri inn á teig Tindastóls, Marín Rún nær ekki almennilega til boltans og færið rennur út í sandinn.
Eyða Breyta
59. mín
Góð hornspyrna inn á miðjan markteig en skalli af stuttu færi fer yfir markið.
Eyða Breyta
58. mín
Darraðadans í teig Keflavíkur eftir aukaspyrnu en þær ná að bægja hættunni frá á endanum.
Gestirnir fá horn.
Eyða Breyta
55. mín
Natasha með hörkuskalla eftir hornið en framhjá markinu.
Eyða Breyta
54. mín
Leikurinn opnast talsvert. Keflavík fær aftur horn.
Eyða Breyta
51. mín
Murriel í teig Keflavíkur en fyrirgjöf hennar finnur ekki samherja.
Eyða Breyta
49. mín MARK! Kristrún Ýr Holm (Keflavík)
Keflavík er komið yfir!!!!

Þéttur pakki í teignum eftir að Amber ver skalla Nathöshu. Boltinn skoppar á milli kvenna en á endanum er það Kristrún sem kemur boltanum yfir línuna og opnar þennan leik.
Eyða Breyta
48. mín
Aftur fær Keflvík fær horn.
Eyða Breyta
46. mín
Keflavík fær hornspyrnu.
Eyða Breyta
46. mín
Seinni hálfleikur hafinn
Eyða Breyta
45. mín Murielle Tiernan (Tindastóll ) Sylvía Birgisdóttir (Tindastóll )

Eyða Breyta
45. mín Hálfleikur
Murielle Tiernan er að koma inn á í lið Tindastóls. Fyrir hvern þarf ég að skima yfir völlinn til að sjá.
Eyða Breyta
45. mín Hálfleikur
Flautað til hálfleiks hér í Keflavík. Lítið um fjör og færi en ekkert alslæmt fyrir því. Baráttan í fyrirrúmi og gæði leiksins ekki mikil.
Eyða Breyta
44. mín
Styttist í hálfleik og það er akkurat ekkert að gerast í þessum leik síðustu mínútur.

Tími til kominn að endurskipuleggja og vona að við fáum betri leik í síðari hálfleik. Vantar þó ekkert upp á baráttu liðanna.
Eyða Breyta
39. mín
Gestirnir fá hornspyrnu. Náð að ógna nokkrum sinnum síðustu mínútur.
Eyða Breyta
36. mín
Laufey Harpa með stórhættulega fyrirgjöf sem Tiffany gerir vel að slá út í teiginn, sá ekki betur en að boltinn stefndi í netið.
Eyða Breyta
35. mín
Dröfn með skot að marki en vel framhjá.
Eyða Breyta
34. mín
Kristrún Ýr skóflar boltanum að marki eftir langt innkast Aerial Chavarin en Amber ver og gestirnir hreinsa.
Eyða Breyta
31. mín
Aukaspyrna langt utan af velli tekinn inn á teig Keflavíkur, Tiffany neyðist til að slá boltann yfir slánna eftir að vindurinn hefur mikil áhrif á flug boltans, úr horninu verður ekkert.
Eyða Breyta
30. mín
Dröfn með stórhættulega fyrirgjöf frá hægri. Amelía í hlaupinu á fjærstöng en Amber grípur inní.
Eyða Breyta
27. mín
Keflavík fær horn.
Eyða Breyta
24. mín
Hár bolti inn á teig Tindastóls og Amber í basli, missir boltann yfir sig en varnarmenn bjarga málunum.
Eyða Breyta
22. mín
Sylvía Birgisdóttir fær þrusu sendingu frá samherja beint í pönnuna af stuttu færi og steinliggur. Stendur þó fljótt upp og er í lagi.
Eyða Breyta
18. mín
Aerial Chavarin í færi vinstra megin í teignum en skot hennar úr talsvert þröngu færi í hliðarnetið.

Færist í rétta átt þó.
Eyða Breyta
16. mín
Það verður að segjast að þetta er ekki fallegur fótbolti sem liðin hafa sýnt hér fyrsta korterið.

Mikilvægi þess að tapa þessum leik ekki skín vel í gegn.
Eyða Breyta
14. mín
Aldís María með fyrirgjöf frá vinstri fyrir gestina en varnarmenn Keflavíkur bægja hættunni frá.
Eyða Breyta
11. mín
Á meðan lítið er í gangi í leiknum getum við fært ykkyr þær fréttir að Abby Carchio hefur yfirgefið lið Keflavíkur.
Spyrjum Gunnar þjálfara út í þær fregnir að leik loknum.
Eyða Breyta
9. mín
Báðum liðum gengur illa að tengja saman sendingar, hafa enga afsökun fyrir því enda aðstæður allar hinar fínustu.
Eyða Breyta
7. mín
Gestirnir að hressast en færin láta standa á sér.
Eyða Breyta
4. mín
Heimakonur ákveðnari hér í upphafi, engin færi en kraftur í þeim.
Eyða Breyta
1. mín Leikur hafinn
Þetta er farið af stað hér í Keflavík, það eru gestirnir sem hefja hér leik.
Eyða Breyta
Fyrir leik
Byrjunarliðin

Í liði gestanna er Murriel Tiernan enn á bekknum en hún meiddist í leik gegn Val á dögunum og spilaði ekki mínútu gegn Fylki í síðasta leik liðsins þrátt fyrir að vera til taks á bekknum.

Hjá Keflavík eru Celine Rumpf Og Abby Carchio fjarverandi en annað í liði heimakvenna kemur lítið á óvart.

Eyða Breyta
Fyrir leik
Keflavík

Heimastúlkur sem líkt og Tindastóll eru nýliðar einnig. Að sex umferðum loknum sitja þær í sjöunda sæti deildarinnar með sex stig. Fyrsti sigurleikur liðsins þetta sumarið leit dagsins ljós fyrir hálfum mánuði þegar liðið gerði sér lítið fyrir og skellti Íslandsmeisturum Breiðabliks 3-1 á Kópavogsvelli.

Aerial Chavarin hefur gerbreytt sóknarleik liðsins og getur valdið hvaða vörn sem er í deildinni vandræðum með styrk sínum og hraða.Eyða Breyta
Fyrir leik
Tindastóll

Gestirnir úr Skagafirðinum sitja á botni deildarinnar fyrir leik dagsins. Eftir ágæta byrjun á mótinu hefur þeim aðeins fatast flugið að undanförnu og hafa tapað 4 af síðustu 5 leikjum sínum. Síðast með tveimur mörkum gegn engu þegar norðanstúlkur heimsóttu Wurthvöllinn.

Flestir leikir liðsins hafa þó verið jafnir og spennandi og fari sigrarnir að tikka inn er liðið til alls líklegt.Eyða Breyta
Fyrir leik
Komið þið sæl lesendur góðir og verið hjartanlega velkomin í beina textalýsingu Fótbolta.net frá HS-Orkuvellinum í Keflavík þar sem fram fer nýliðaslagur Keflavíkur og Tindastóls í Pepsi Max deilda kvenna.Eyða Breyta
Byrjunarlið:
1. Amber Kristin Michel (m)
2. Dominiqe Evangeline Bond-Flasza ('69)
3. Bryndís Rut Haraldsdóttir (f)
6. Laufey Harpa Halldórsdóttir
9. María Dögg Jóhannesdóttir
10. Jacqueline Altschuld
11. Aldís María Jóhannsdóttir
17. Hugrún Pálsdóttir
18. Hallgerður Kristjánsdóttir
20. Kristrún María Magnúsdóttir
26. Sylvía Birgisdóttir ('45)

Varamenn:
12. Margrét Rún Stefánsdóttir (m)
4. Birna María Sigurðardóttir
5. Bergljót Ásta Pétursdóttir ('69)
19. Marsilía Guðmundsdóttir
21. Krista Sól Nielsen
23. Magnea Petra Rúnarsdóttir
25. Murielle Tiernan ('45)

Liðstjórn:
Guðni Þór Einarsson (Þ)
Guðrún Jenný Ágústsdóttir
Konráð Freyr Sigurðsson

Gul spjöld:
Aldís María Jóhannsdóttir ('74)

Rauð spjöld:
Aldís María Jóhannsdóttir ('96)