Arsenal á góða möguleika á að fá Rodrygo - Atletico leggur allt kapp á að fá Romero - West Ham hafnaði tilboði í Kudus
Fylkir
1
4
FH
0-1 Selma Dögg Björgvinsdóttir '44
0-2 Brittney Lawrence '65
Kolbrún Tinna Eyjólfsdóttir '78
0-3 Sunneva Hrönn Sigurvinsdóttir '80
0-4 Elín Björg Norðfjörð Símonardóttir '84
Bryndís Arna Níelsdóttir '86 1-4
25.06.2021  -  19:15
Würth völlurinn
Mjólkurbikar kvenna
Aðstæður: Vindur og gervigrasið blautt og lítur vel út
Dómari: Jóhann Gunnar Guðmundsson
Áhorfendur: 92
Maður leiksins: Sunneva Hrönn Sigurvinsdóttir
Byrjunarlið:
1. Tinna Brá Magnúsdóttir (m)
Stefanía Ragnarsdóttir ('16)
2. Valgerður Ósk Valsdóttir ('52)
4. Íris Una Þórðardóttir ('72)
5. Katla María Þórðardóttir
8. Hulda Hrund Arnarsdóttir ('72)
11. Fjolla Shala ('52)
19. Helena Ósk Hálfdánardóttir
23. Kolbrún Tinna Eyjólfsdóttir
26. Þórdís Elva Ágústsdóttir (f)
28. Sæunn Björnsdóttir

Varamenn:
4. María Björg Fjölnisdóttir
7. María Eva Eyjólfsdóttir ('52)
9. Shannon Simon ('16)
10. Berglind Baldursdóttir ('52)
13. Ísafold Þórhallsdóttir ('72)
18. Erna Sólveig Sverrisdóttir

Liðsstjórn:
Kjartan Stefánsson (Þ)
Tinna Bjarndís Bergþórsdóttir
Björn Metúsalem Aðalsteinsson
Bryndís Arna Níelsdóttir
Oddur Ingi Guðmundsson
Ágúst Aron Gunnarsson
Halldór Steinsson

Gul spjöld:

Rauð spjöld:
Kolbrún Tinna Eyjólfsdóttir ('78)
Leik lokið!
FH ERU KOMNAR Í UNDANÚRSLIT EFTIR FRÁBÆRAN SIGUR!!!

Minni á skýrslu hér á eftir.
86. mín MARK!
Bryndís Arna Níelsdóttir (Fylkir)
Það er bölvað markaregn hér í seinni hálfleik!!!!!

Bryndís Arna með frábrært slútt í fjærhornið og óverjandi fyrir Katelin í markinu!!!
84. mín MARK!
Elín Björg Norðfjörð Símonardóttir (FH)
Stoðsending: Arna Sigurðardóttir
ÞAÐ ER 0-4 !!!!!!

Arna með frábæra sendingu inn á teig frá hægri og þar stingur Elín sér á nærstöngina og potar boltanum snyrtilega framjá Tinnu í markinu!!

FH eru að valta yfir Árbæjarstúlkur!!
83. mín
Inn:Andrea Marý Sigurjónsdóttir (FH) Út:Katrín Ásta Eyþórsdóttir (FH)
81. mín
Inn:Arna Sigurðardóttir (FH) Út:Sigrún Ella Einarsdóttir (FH)
80. mín MARK!
Sunneva Hrönn Sigurvinsdóttir (FH)
SVO BARA MARK BEINT EFTIR RAUÐA SPJALDIÐ!!!

Sunneva með gjörsamlega sturlaða aukaspyrnu í samskeytin nær!!

Þetta var hins vegar mjög fallegt að sjá!!
78. mín Rautt spjald: Kolbrún Tinna Eyjólfsdóttir (Fylkir)
ÞETTA VAR EKKI FALLEGT..

Sigrún Ella vinnur boltann frábærlega af Kolbrúnu í vörninni og er að komast einn í gegn en Kolbrún bara straujar Sigrún Ellu aftan frá þegar hún er að fara skjóta á markið

Ljótt að sjá
74. mín
Inn:Elín Björg Norðfjörð Símonardóttir (FH) Út:Elísa Lana Sigurjónsdóttir (FH)
72. mín
Inn:Ísafold Þórhallsdóttir (Fylkir) Út:Hulda Hrund Arnarsdóttir (Fylkir)
72. mín
Inn:Bryndís Arna Níelsdóttir (Fylkir) Út:Íris Una Þórðardóttir (Fylkir)
70. mín
FH eru bara líklegri að bæta við!!!

Rannveig með geggjaða hornspyrnu frá vinstri inn á teig og Maggý á flottan skalla í fjær en Tinna ver þetta mjög vel

Fylkisstúlkur þurfa að fara girða sig í brók takk.
65. mín MARK!
Brittney Lawrence (FH)
FH ERU KOMNAR Í 2-0!!!

Boltinn dettur fyrir Brittney inn í teig Fylkis og klárar þetta frábærlega vel!!

Eru FH á leið í undanúrslit???
61. mín
Þarna var hætta á ferðum!

Sunneva með frábæra aukaspyrna úti á hægri kanti sem skoppar óþæginlega fyrir framan Tinnu í marki Fylkis en þetta blessaðist allt saman og Tinna nær að handsama boltann!
58. mín
Fyrirgjöf frá hægri sem endar í fanginu á Tinnu.

Tinnu á engum vandræðum með þetta!

Hins vegar er ekkert að frétta í þessum seinni hálfleik..
52. mín
Inn:Berglind Baldursdóttir (Fylkir) Út:Valgerður Ósk Valsdóttir (Fylkir)
Eftir tíðindalitlar fyrstu mínútur seinni hálfleiks gerir Kjartan tvöfalda skiptingu
52. mín
Inn:María Eva Eyjólfsdóttir (Fylkir) Út:Fjolla Shala (Fylkir)
Eftir tíðindalitlar fyrstu mínútur seinni hálfleiks gerir Kjartan tvöfalda skiptingu
46. mín
Seinni er farinn af stað!!

Er svokallað Cupset í uppsiglingu??
45. mín
Hálfleikur
Ja hérna hér!

FH stelpur fara með 0-1 forystu í seinni hálfleikinn og ég myndi segja það væri bara nokkuð verðskuldað!
44. mín MARK!
Selma Dögg Björgvinsdóttir (FH)
Stoðsending: Elísa Lana Sigurjónsdóttir
RÉTT FYRIR HÁLFLEIK!!!!!

Elísa Lana kemst upp vinstri kantinn og gefur boltann út í teiginn og þar er Selma Dögg sem klárar þetta gjörsamlega frábærlega í fjærhornið!!!

Líf og fjör!!
38. mín
Leikurinn mikið róast eftir frábærar fyrstu 25 mínúturnar en liðin eru minna að skapa sér færi!

Stefnir allt í 0-0 í hálfleik...
32. mín
FH nálægt því að ná fyrsta markinu!

Há hornspyrna frá hægri sem endar á fjær en það vantaði bara einhverja hvíta treyju til að ýta boltanum yfir línúna!!
24. mín
Sæunn með ansi fast skot sem fer af varnarmanni og rétt yfir markið!

Fyrsta markið liggur í loftinu hér í Árbænum!
19. mín
Þarna munaði grínlaust svona 2cm og þessi hefði farið stöngin inn!!

Sigrún Ella kemst upp að endamörkum og sendir boltann út í teiginn á Rannveigu sem reynir að setja´nn með hægri í fjær en boltinn lak réééétt framhjá!!
16. mín
Inn:Shannon Simon (Fylkir) Út:Stefanía Ragnarsdóttir (Fylkir)
Stefanía þarf að fara af velli vegna meiðsla og Shannon Simon
10. mín
MAGGÝ BJARGAR Á LÍNU!!

Hornspyrna frá hægri sem dettur inn á fjærstöng, sá ekki alveg hver skallaði að marki FH en Maggý var allavega á stönginni og bjargaði þessu frá!!

Líf og fjör þessar fyrstu 10 mínútur!
8. mín
FH fá aukaspyrnu á mjög fínum stað!

Rannveig kemur með ágætis fyrirgjöf inn á teig en Kolbrún Tinna hamrar boltanum frá!
2. mín
FÆRI!!!

Katelin með slaka sendingu á samherja sem dettur allt í einu fyrir Stefaníu sem er komin ein í gegn en Katelin er öskufljót út úr markinu og tæklar boltann í burtu!

Katelin og Stefanía lenda í samstuði og sú seinna nefnda liggur eftir og þarfnast aðhlynningu..
1. mín
Leikur hafinn
Þessi veisla er farin af stað

Stelpurnar frá Hafnarfirði byrja leikinn
Fyrir leik
Jóhann Gunnar Guðmundsson dæmir leikinn í kvöld og er með þá Berg Daða Ágústsson og Ásgeir Viktorsson sér til aðstoðar á línunum. Skagamaðurinn skeleggi Ólafur Ingi Guðmundsson er eftirlitsmaður KSÍ sem fylgist með frammistöðu dómara og umgjörð leiksins.


Jóhann Gunnar dæmir leikinn í dag.
Fyrir leik
Fylkir kom inn í keppnina í 16 liða úrslitum og vann þá 5 - 1 sigur á Keflavík á heimavelli.

FH er búið að spila þrjá leiki í Mjólkurbikarnum til þessa. Þær unnu 10 - 1 sigur á ÍR í annarri umferðinni, 1-0 sigur á Víkingi Reykjavík í þriðju umferðinni og í 16 liða úrslitum unnu þær óvæntan sigur á Þór/Ka.

Eftir venjulegan leiktíma og framlengingu var staðan 1 - 1 svo gripið var til vítaspyrnukeppni þar sem FH vann samanlagt 6-5.
Fyrir leik
Fylkir er í 8. sæti Pepsi Max-deildar kvenna með 8 stig úr fyrstu 7 leikjum mótsins.

FH er í 3. sæti Lengjudeildarinnar með 15 stig úr 7 leikjum.
Fyrir leik
Góðan daginn og verið velkomin í beina textalýsingu frá viðureign Fylkis og FH í Mjólkurbikar kvenna.

Leikurinn hefst klukkan 19:15 á Wurth vellinum í Árbænum.

Byrjunarlið:
1. Katelin Talbert (m)
Sigrún Ella Einarsdóttir ('81)
Erna Guðrún Magnúsdóttir
Selma Dögg Björgvinsdóttir
6. Hildur María Jónasdóttir
11. Rannveig Bjarnadóttir
11. Sunneva Hrönn Sigurvinsdóttir
14. Brittney Lawrence
17. Elísa Lana Sigurjónsdóttir ('74)
18. Maggý Lárentsínusdóttir
25. Katrín Ásta Eyþórsdóttir ('83)
- Meðalaldur 2 ár

Varamenn:
12. Þórdís Ösp Melsted (m)
3. Nótt Jónsdóttir
5. Margrét Sif Magnúsdóttir
7. Telma Hjaltalín Þrastardóttir
8. Þóra Kristín Hreggviðsdóttir
16. Tinna Sól Þórsdóttir
19. Esther Rós Arnarsdóttir
20. Brynhildur Brá Gunnlaugsdóttir
21. Elín Björg Norðfjörð Símonardóttir ('74)
23. Andrea Marý Sigurjónsdóttir ('83)

Liðsstjórn:
Guðni Eiríksson (Þ)
Hlynur Svan Eiríksson (Þ)
Arna Sigurðardóttir
Magnús Haukur Harðarson

Gul spjöld:

Rauð spjöld: