Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
Breiðablik
1
2
Stjarnan
0-1 Katrín Ásbjörnsdóttir '42
0-2 Katrín Ásbjörnsdóttir '61
Agla María Albertsdóttir '69 1-2
30.06.2021  -  19:15
Kópavogsvöllur
Pepsi-Max deild kvenna
Áhorfendur: 358
Maður leiksins: Anna María Baldursdóttir
Byrjunarlið:
12. Telma Ívarsdóttir (m)
5. Hafrún Rakel Halldórsdóttir
7. Agla María Albertsdóttir
8. Heiðdís Lillýardóttir ('45)
8. Taylor Marie Ziemer ('45)
13. Ásta Eir Árnadóttir (f)
16. Tiffany Janea Mc Carty ('78)
17. Karitas Tómasdóttir
18. Kristín Dís Árnadóttir
20. Áslaug Munda Gunnlaugsdóttir ('65)
27. Selma Sól Magnúsdóttir

Varamenn:
26. Ásta Vigdís Guðlaugsdóttir (m)
6. Þórhildur Þórhallsdóttir
10. Þórdís Hrönn Sigfúsdóttir ('78)
14. Chloé Nicole Vande Velde ('45)
23. Vigdís Edda Friðriksdóttir
24. Hildur Þóra Hákonardóttir ('65)
28. Birta Georgsdóttir ('45)

Liðsstjórn:
Vilhjálmur Kári Haraldsson (Þ)
Ragna Björg Einarsdóttir
Ólafur Pétursson
Jóhanna Kristbjörg Einarsdóttir
Særún Jónsdóttir
Aron Már Björnsson
Úlfar Hinriksson

Gul spjöld:
Kristín Dís Árnadóttir ('89)

Rauð spjöld:
Leik lokið!
STJÖRNUKONUR TAKA ÞRJÚ STIG Í KVÖLD!

Frábær liðsheildarsigur hjá þeim þar sem virkilega vel framkvæmdur varnarleikur var í aðalhlutverki!

Ég þakka fyrir mig í bili og minni á viðtöl og skýrslu síðar í kvöld.
Blikar tapa sínum öðrum heimaleik í röð og mistekst að komast í toppsæti deildarinnar.
91. mín
Það er mikill hiti á hliðarlínunni og menn láta í sér heyra. Kristján Guðmunds tók góðan 8 metra sprett í átt að miðlínu þegar hann var ósáttur við að fá ekki innkast. Passion.
90. mín
Tíminn vinnur svo sannarlega með gestunum sem verjast hetjulega inn á eigin vítateig.

Blikar fá enn eitt hornið. Agla María setur boltann fyrir en Chante kýlir hann frá. Chante liggur svo eftir og aftur er dæmd aukaspyrna - Blikum til mikillar óánægju.
89. mín Gult spjald: Kristín Dís Árnadóttir (Breiðablik)
Aftur er dæmt á Blika sem skilja ekki neitt. Við í blaðamannastúkunni skiljum ekki neitt heldur.

Kristín Dís lætur í sér heyra og fær gult fyrir vikið.
87. mín
Breiðablik vinnur hornspyrnu. Agla María snýr boltann inn að marki þar sem Chante er í vandræðum og nær ekki til boltans. Boltinn dettur út í teig en þá flautar dómarinn brot.

Aðstoðardómari 1 hafði flaggað mjög hikandi þegar Chante missti af boltanum en virðist eiginlega vera að taka flaggið til baka þegar Ásmundur dæmdi. Skrítið og Blikar alls ekki sáttir.
83. mín
Inn:Alma Mathiesen (Stjarnan) Út:Gyða Kristín Gunnarsdóttir (Stjarnan)
Tvöföld skipting hjá Stjörnunni. Efnilegir og ferskir fætur klára leikinn fyrir gestina.
83. mín
Inn:Úlfa Dís Kreye Úlfarsdóttir (Stjarnan) Út:Hildigunnur Ýr Benediktsdóttir (Stjarnan)
Tvöföld skipting hjá Stjörnunni. Efnilegir og ferskir fætur klára leikinn fyrir gestina.
82. mín
8 mínútur eftir af venjulegum leiktíma. Get Blikar komið til baka gegn þéttum Stjörnukonum?
78. mín
Selma Sól vinnur aukaspyrnu úti hægra megin. Blikar setja boltann fyrir en Stjörnukonur standa vaktina vel til baka og koma boltanum frá!
78. mín
Inn:Þórdís Hrönn Sigfúsdóttir (Breiðablik) Út:Tiffany Janea Mc Carty (Breiðablik)
Tiffany hefur átt betri leiki en í kvöld en samt svolítið sértakt hjá Blikum að taka aðalsenterinn sinn útaf þegar liðið þarf mörk. Við þetta færist Birta upp á topp og Þórdís Hrönn fer á hægri kantinn.
76. mín
Færi!

Birta sendir boltann fyrir markið þar sem að Agla María kemur á fleygiferð en setur hann aðeins yfir.
73. mín
Inn:María Sól Jakobsdóttir (Stjarnan) Út:Katrín Ásbjörnsdóttir (Stjarnan)
Katrín fær hvíld eftir að skila tveimur góðum mörkum. María Sól kemur inná í hennar stað og fer beint í framlínuna.
70. mín Gult spjald: Sædís Rún Heiðarsdóttir (Stjarnan)
Fyrir brot á miðjum vellinum.
69. mín MARK!
Agla María Albertsdóttir (Breiðablik)
Stoðsending: Birta Georgsdóttir
AGLA MARÍA MINNKAR MUNINN!

Agla María hleypir aldeilis spennu í leikinn þegar hún kemur boltanum í netið eftir fyrirgjöf.

Boltinn kom fyrir frá hægri og Chante náði ekki til hans. Birta Georgs var í baráttunni og boltinn fór af henni og á Öglu Maríu sem kom honum yfir línuna.
68. mín
Þetta er ótrúlegur leikur. Blikar höfðu verið með boltann fyrsta korterið í seinni hálfleik en Stjörnukonur þéttar til baka og gera svo vel í að refsa í sinni fyrstu sókn.

Ég veit að ég er ekki ein um það að botna hvorki upp né niður í Blikaliðinu þetta sumarið. Þvílík jójó frammistaða.

Sjáum hvað setur.
65. mín
Inn:Hildur Þóra Hákonardóttir (Breiðablik) Út:Áslaug Munda Gunnlaugsdóttir (Breiðablik)
Þriðja skipting Breiðabliks. Hildur kemur í vinstri bakvörðinn fyrir Áslaugu Mundu.
61. mín MARK!
Katrín Ásbjörnsdóttir (Stjarnan)
Váááá!

Katrín Ásbjörnsdóttir er að koma Stjörnunni í 2-0 með frábæru skoti úr teignum!

Fyrsta alvöru sókn Stjörnunnar í seinni hálfleik. Gyða Kristín fann Katrínu utan teigs. Katrín tók boltann með sér inná teig þar sem hún fékk tíma til að leggja hann fyrir sig og hamra í markið!

Frábærlega gert hjá markaskoraranum en hrikaleg varnarvinna hjá Blikum og Kristínu Dís sem bakkaði frá Katrínu og bauð henni nánast skotið.
56. mín
Tvær Stjörnukonur liggja eftir tvö mismunandi skallaeinvígi. Þær Ingibjörg Lúcía og Anna María. Báðar standa þær upp innan skamms og virðist í lagi með þær.

Það er hart tekist á.
54. mín
Vel varið Chante! Ver fast skot Áslaugar Mundu sem braust upp vinstra megin og bjó sér til þröngt skotfæri vinstra megin í teignum.
53. mín
Þung sókn Blika endar á því að Tiffany á skot í varnarmann. Heimaliðið hefur komið sterkt inn í síðari hálfleikinn og hótar jöfnunarmarki.
50. mín
Við skiptingarnar í hálfleik færði Ásta Eir sig í miðvörðinn, Áslaug Munda niður í vinstri bak. Birta er komin á hægri kantinn og Chloé í holuna.
49. mín
CHLOÉ!

Á hörkuskot sem fer af varnarmanni og aftur fyrir. Fékk boltann frá Karitas sem hafði borið boltann upp á harðaspretti með leikmann Stjörnunnar hangandi í sér.

Ásmundur dómari beitti hagnaði enda stóð Karitas hangsið af sér en hann sleppti því svo að spjalda Stjörnuleikmanninn sem verður að teljast sérstakt í meira lagi.
45. mín
Inn:Birta Georgsdóttir (Breiðablik) Út:Heiðdís Lillýardóttir (Breiðablik)
Tvöföld skipting hjá Blikum í hálfleik. Belgíska landsliðskonan Chloé Nicole Vande Velde spilar sínu fyrstu mínútur fyrir nýja liðið sitt.
45. mín
Inn:Chloé Nicole Vande Velde (Breiðablik) Út:Taylor Marie Ziemer (Breiðablik)
Tvöföld skipting hjá Blikum í hálfleik. Belgíska landsliðskonan Chloé Nicole Vande Velde spilar sínu fyrstu mínútur fyrir nýja liðið sitt.
45. mín
Hálfleikur
Það er kominn hálfleikur og Stjarnan leiðir með einu marki. Gestirnir hafa sett fyrri hálfleikinn vel upp. Þær verjast eins og ein heild og eru svo beinskeyttar fram á við þegar boltinn vinnst.

Blikar eru búnar að fá urmul af hornspyrnum og nokkur fín færi en hafa ekki verið sannfærandi til baka og miðjumenn liðsins ekki að ná að tengja.

Við getum gefið okkur það að framundan er rosalegur síðari hálfleikur.
45. mín
Taylor er komin aftur inná. Gott mál.
44. mín
Úff. Heiða Ragney fer harkalega í Taylor sem steinliggur. Óviljaverk en Taylor virðist hafa fengið höfuðhögg. Ásmundur dómari kallar sjúkraþjálfara Blika inná og ræðir svo við Heiðu í dágóða stund.
42. mín MARK!
Katrín Ásbjörnsdóttir (Stjarnan)
Stoðsending: Anna María Baldursdóttir
MAAAAAARK!

Katrín Ásbjörnsdóttir er búin að koma gestunum yfir með skalla í galopið mark eftir sendingu Önnu Maríu!

Anna María fékk boltann á fjær eftir hornspyrnu og lyfti boltanum svo beint á kollinn á Katrínu sem var klár fyrir framan opið markið og stangaði knöttinn í netið!
42. mín
Stjarnan fær aukaspyrnu hægra megin á miðju vallar helmningi Blika. Ég er ekki frá því að þetta sé fyrsta aukaspyrnan í leiknum.

Gyða Kristín setur boltann inn á teig en Selma Sól skallar frá. Stjörnukonur eru grimmari í bolta tvö og setja boltann í varnarmann og aftur fyrir.

Önnur hornspyrna Stjörnunnar.
37. mín
Áfram halda Blikar að sækja hratt þegar þær vinna boltann en Stjörnukonur standa vaktina vel og hleypa þeim ekki aftur fyrir sig. Blikar eru hinsvegar að fá heilan helling af hornspyrnum eftir þessi upphlaup sín og þurfa að fara að nýta þær.
33. mín
Hinum megin bruna hraðir Blikar strax í sókn og fá enn eitt hornið. Það verður þó ekkert úr því.
32. mín
Kæruleysi í öftustu línu Blika endar á því að Gyða Kristín nær til boltans og reynir skot rétt utan teigs sem fer aðeins yfir!

Gyða sá líklega ekki að það var allt galopið fyrir Betsy vinstra megin og Gyða hefði betur spilað hana í gegn.
27. mín
Chante er í sviðljósinu. Nú var hún að teygja vel úr sér til að stýra föstu skoti Selmu Sólar aftur fyrir!

Blikar fá enn eitt hornið. Agla María tekur og snýr boltann í þverslánna og aftur fyrir!
26. mín
Nú losnar um Gyðu Kristínu sem tekur á rás að marki. Hún hægir þó á sér og reynir skot utan teigs sem flýgur aðeins yfir.

Hefði mögulega átt að reyna að bruna alla leið inná teig og koma sér í betra færi.
24. mín
Áslaug Munda er búin að skipta yfir á vinstri kantinn og var að eiga fasta fyrirgjöf sem Chante gerði vel í að verja.

Arna Dís hefur haft fínar gætur á Öglu Maríu. Spurning hvernig henni tekst til gegn Áslaugu Mundu.
23. mín
CHANTE!

Þvílík varsla hjá Chante. Tiffany fékk frítt skotfæri rétt utan markteigs en Chante sá við henni með geggjaðri viðbragðsvörslu!
22. mín
Þriðja horn Blika. Áslaug Munda skrúfar boltann á fjær en sendingin er aðeins of föst fyrir Kristínu Dís sem reyndi bið boltann en setti hann hátt yfir.
21. mín
Stjörnukonur eru að verjast vel og fljótar að spila fram á við þear þær vinna boltann.

Betsy Hassett var að reyna viðstöðulaust skot eftir sendingu Heiðu Ragneyjar en Betsy setti boltann beint í fangið á Telmu.
17. mín
Örstuttu síðar vinnur Tiffany annað horn fyrir Breiðablik. Agla María setur boltann beint aftur fyrir úr hornspyrnunni.
16. mín
Hinum megin lokar Arna Dís á skot Öglu Maríu og boltinn fer aftur fyrir í horn.

Blikar taka stutt og setja svo fastan bolta fyrir markið sem Chante gerir vel í að kýla frá.
15. mín
AFTUR FÆRI!

Katrín Ásbjörns vinnur boltann af Heiðdísi og sendir Betsy svo eina gegn Telmu. Telma kemur vel út á móti og nær að verja!

Stórhættulegt færi hjá gestunum.
9. mín
DAUÐAFÆRI!

Gestirnir að skapa stórhættu við Blikamarkið!

Fyrst ógnar Hildigunnur inná teig en finnur ekki skot. Katrín Ásbjörns fær stuttu síðar sendingu inná markteig en nær ekki nógu góðu skoti og varnarmenn Blika koma boltanum aftur fyrir í horn.

Telma grípur svo hornspyrnuna og Blikar sækja hratt. Sóknin endar á langskoti Öglu Maríu sem fer beint á Chante.
4. mín
Byrjunarlið Stjörnunnar:

Chante

Arna Dís - Anna María - Sóley - Sædís

Ingibjörg Lúcía - Heiða Ragney

Hildigunnur - Gyða Kristín - Betsy

Katrín Ásbjörns
3. mín
Byrjunarlið Breiðabliks:

Telma

Ásta - Kristín Dís - Heiðdís - Hafrún Rakel

Selma Sól - Karitas - Taylor

Áslaug Munda - Tiffany - Agla María
1. mín
17 sekúndur á klukkuna og Blikar búnar að skapa færi. Agla María átti fyrirgjöf á Tiffany sem var mætt á markteigshornið en náði ekki að stýra boltanum á rammann undir pressu frá varnarmanni.
Fyrir leik
Allt klárt og Katrín Ásbjörnsdóttir sparkar þessu af stað fyrir gestina sem leika í átt að Smáranum.
Fyrir leik
Byrjunarliðin eru klár eins og sjá má hér til hliðar. Vilhjálmur Kári heldur sig við sama lið og sigraði Selfoss 4-0 á útivelli í síðustu umferð.

Stjarnan vann einnig frækinn sigur í síðustu umferð þegar liðið lagði ÍBV 3-0. Kristján Guðmundsson gerir hinsvegar fjórar breytingar sínu byrjunarliði frá þeim leik.

Birta Guðlaugsdóttir er farin til Bandaríkjanna í nám og Chante Sherese snýr aftur í markið. Þá er Málfríður Erna í leikbanni eftir að hafa fengið rautt í síðasta leik, Úlfa Dís er á bekknum og Elín Inga fjarri góðu gamni. Þær Sóley Guðmunds, Arna Dís og Ingibjörg Lúcía koma inn í liðið í þeirra stað.
Fyrir leik
Góða kvöldið,

Velkomin í beina textalýsingu frá viðureign Breiðabliks og Stjörnunnar í 7. umferð Pepsi Max deildarinnar.

Flautað verður til leiks á Kópavogsvelli á slaginu 19:15.
Byrjunarlið:
1. Chante Sherese Sandiford (m)
2. Sóley Guðmundsdóttir
3. Arna Dís Arnþórsdóttir
8. Ingibjörg Lúcía Ragnarsdóttir
10. Anna María Baldursdóttir (f)
11. Betsy Doon Hassett
16. Sædís Rún Heiðarsdóttir
21. Heiða Ragney Viðarsdóttir
23. Gyða Kristín Gunnarsdóttir ('83)
30. Katrín Ásbjörnsdóttir ('73)
31. Hildigunnur Ýr Benediktsdóttir ('83)

Varamenn:
4. Eyrún Embla Hjartardóttir
5. Hanna Sól Einarsdóttir
6. Úlfa Dís Kreye Úlfarsdóttir ('83)
15. Alma Mathiesen ('83)
17. María Sól Jakobsdóttir ('73)
19. Elín Helga Ingadóttir
33. Klara Mist Karlsdóttir

Liðsstjórn:
Kristján Guðmundsson (Þ)
Þórdís Ólafsdóttir
Hugrún Elvarsdóttir
Andri Freyr Hafsteinsson
Rajko Stanisic

Gul spjöld:
Sædís Rún Heiðarsdóttir ('70)

Rauð spjöld: