Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
Í BEINNI
Úrslitaleikur Lengjubikars kvenna
Valur
66' 2
1
Breiðablik
Afturelding
2
1
Grótta
0-1 Júlí Karlsson '22
Arnar Þór Helgason '27
Kristján Atli Marteinsson '45 1-1
Pedro Vazquez '94 2-1
01.07.2021  -  19:15
Fagverksvöllurinn Varmá
Lengjudeild karla
Dómari: Arnar Ingi Ingvarsson
Maður leiksins: Pedro Vazquez
Byrjunarlið:
12. Sindri Þór Sigþórsson (m)
5. Oliver Beck Bjarkason
6. Aron Elí Sævarsson (f)
8. Kristján Atli Marteinsson ('71)
10. Kári Steinn Hlífarsson
14. Jökull Jörvar Þórhallsson ('56)
23. Pedro Vazquez
25. Georg Bjarnason
28. Valgeir Árni Svansson ('83)
32. Kristófer Óskar Óskarsson ('46)
34. Oskar Wasilewski

Varamenn:
13. Jóhann Þór Lapas (m)
3. Ísak Atli Kristjánsson ('56)
7. Hafliði Sigurðarson ('83)
11. Gísli Martin Sigurðsson
11. Arnór Gauti Ragnarsson ('46)
19. Gylfi Hólm Erlendsson
26. Anton Logi Lúðvíksson ('71)
33. Alberto Serran Polo
34. Patrekur Orri Guðjónsson

Liðsstjórn:
Magnús Már Einarsson (Þ)
Aðalsteinn Richter
Þórunn Gísladóttir Roth
Enes Cogic
Sævar Örn Ingólfsson

Gul spjöld:
Jökull Jörvar Þórhallsson ('53)
Valgeir Árni Svansson ('54)
Arnór Gauti Ragnarsson ('80)

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Vá. Skýrsla og viðtöl á leiðinni.
94. mín MARK!
Pedro Vazquez (Afturelding)
Stoðsending: Anton Logi Lúðvíksson
FLAUTUMARK!!!!!!

ÞVÍLÍK DRAMATÍK HÉR Í MOSFELLSBÆ!!! SLEPPA Í GEGN OG ANTON RENNIR HONUM Á PEDRO!!!!
92. mín
DAUÐAFÆRI HJÁ ARNÓRI!!!
90. mín
Arnór Gauti með skalla yfir markið eftir fyrirgjöf frá Pedro.
90. mín
90 mínútur á klukkunni. Sé því miður ekki uppbótartímann.

Jú, 4 mínútum bætt við.
90. mín
Heimamenn fá hornspyrnu. Eru fleiri mörk í þessu?
89. mín Gult spjald: Axel Sigurðarson (Grótta)
88. mín
Georg með skot í varnarmann og svo aftur skot en það er framhjá markinu.
86. mín
Pétur á skalla yfir markið.
85. mín
Gestirnir eiga hornspyrnu.
84. mín
BOLTINN Í SLÁNNA OG YFIR! HEIMAMENN STÁLHEPPNIR!

Fyrirgjöf og mér sýndist Pétur eiga snertinguna. Boltinn í slá og yfir. Senur.
83. mín
Inn:Hafliði Sigurðarson (Afturelding) Út:Valgeir Árni Svansson (Afturelding)
80. mín Gult spjald: Arnór Gauti Ragnarsson (Afturelding)
Fyrir mótmæli.
79. mín
Inn:Axel Sigurðarson (Grótta) Út:Gunnar Jónas Hauksson (Grótta)
78. mín
DAUÐAFÆRI AFTUR HJÁ GRÓTTU

Georg missir boltann klaufalega og Gróttumenn sleppa tveir gegn einum. Pétur fær boltann einn gegn Sindra vinstra meginn í teignum en skotið vont og Sindri ver. Boltinn síðan skallaður framhjá markinu.
74. mín
Heimamenn skora eftir hornspyrnu en Arnar Ingi dómari leiksins dæmir brot í teignum. Markið telur ekki.
73. mín
DAUÐAFÆRI!!

Pétur hittir ekki boltann inn í teig Aftureldingar! Gæti verið dýrt!

71. mín
Inn:Anton Logi Lúðvíksson (Afturelding) Út:Kristján Atli Marteinsson (Afturelding)
Nýr leikmaður Aftureldingar kemur hér inn.
70. mín
Afturelding mun meira með boltann en það vantar aðeins upp á.
68. mín
Gróttumenn vilja víti eftir viðskipti Sindra við Gunnar Jónas. Það var ekki mikið þarna sýndist mér.

Grótta fær hornspyrnu.
65. mín
Hætta í vítateig Gróttu en þetta er hreinsað burt. Arnór Gauti nálægt því að skora!
63. mín
Kári með skot hátt yfir eftir sendingu út frá Valgeiri af kantinum.
61. mín
Oliver dæmdur brotlegur fyrir litlar sakir. Grótta fær aukaspyrnu úti vinstra meginn.
60. mín
Grótta fær hornspyrnu.
57. mín
Það er líf í Gróttumönnum núna. Eru að tengja sendingar og komast í fínar stöður.
56. mín
Inn:Ísak Atli Kristjánsson (Afturelding) Út:Jökull Jörvar Þórhallsson (Afturelding)
54. mín Gult spjald: Valgeir Árni Svansson (Afturelding)
54. mín
Pétur með skot rétt framhjá! Ekki galin tilraun. Gestirnir fá síðan hornspyrnu.
53. mín Gult spjald: Jökull Jörvar Þórhallsson (Afturelding)
52. mín
Arnór Gauti með skalla eftir fyrirgjöf frá Valgeiri. Boltinn vel framhjá markinu.
50. mín
Aron Elí með brot á Patrik Orra. Gróttumenn heimta spjald og það er eitthvað til í því hjá þeim.
48. mín
Kristján Atli með fyrstu tilraun seinni hálfleiks. Skotið hátt yfir.
46. mín
Inn:Patrik Orri Pétursson (Grótta) Út:Kjartan Kári Halldórsson (Grótta)
46. mín
Inn:Arnór Gauti Ragnarsson (Afturelding) Út:Kristófer Óskar Óskarsson (Afturelding)
46. mín
Seinni hálfleikur er hafinn
45. mín
Hálfleikur
Jæja kominn hálfleikur! 1-1 er staðan hér í Mosfellsbæ! Kaflaskiptur leikur og þar skiptir rauða spjaldið miklu máli.

Komum aftur eftir smá.
45. mín MARK!
Kristján Atli Marteinsson (Afturelding)
Stoðsending: Kristófer Óskar Óskarsson
HEIMAMENN JAFNA!!!

Gott spil og endar á bolta á Kristófer inn í teiginn. Hann leggur boltann út á Kristján sem á skot í varnarmann og í markið!
44. mín
Valgeir leggur boltann út á Georg eftir flotta skiptingu. Georg á skot hátt yfir markið.
40. mín
HÆTTA VIÐ MARK GRÓTTU!

Gott spil heimamanna endar á fyrirgjöf frá Aron Elí. Boltinn hrekkur út í teiginn og þar er Kári mættur og á skot rétt yfir markið!
38. mín
Jökull með skalla hátt yfir markið eftir fyrirgjöf frá Aron Elí. Heimamenn mun meira með boltann efti að þeir urðu einum fleiri. Grótta liggur djúpt.
36. mín
Kári með skot fyrir utan teig sem Hákon í marki Gróttu grípur auðveldlega.
35. mín
Kristófer Óskar hársbreidd frá því að komast í dauðafæri en frábær tækling í vítateig gestanna.
32. mín
Gróttumenn fá aukaspyrnu á vallarhelming Aftureldingar en spyrnan er slök og fer aftur fyrir.
31. mín
ÉG SKAL SEGJA YKKUR ÞAÐ! ÓTRÚLEGT AÐ STAÐAN SÉ EKKI 1-1

Valgeir fær frábæra sendingu inn í teig. Kemur sér í skotfæri og boltinn í stöngina. Kári tekur frákastið og Gróttumenn bjarga á línu!!
29. mín
Aukaspyrnan í vegginn og heimamenn fá hornspyrnu.
29. mín
Aukaspyrna á vítateigslínunni. Pedro.
27. mín Rautt spjald: Arnar Þór Helgason (Grótta)
RAUTT SPJALD!!!

Brýtur á Kára sem var sloppinn einn í gegn. Sýndist þetta vera réttur dómur!
26. mín
Heimamenn fá hornspyrnu. Kemur ekkert út henni og fá svo aðra hornspyrnu í kjölfarið.
22. mín MARK!
Júlí Karlsson (Grótta)
Stoðsending: Kjartan Kári Halldórsson
ÞAÐ ER KOMIÐ MARK Í LEIKINN!!

Grótta tekur hornspyrnuna og boltinn er skallaður út. Kjartan tekur skot sem fer á fjærstöngina og þar er Júlí einn á auðum sjó og klárar auðveldlega. 0-1 í Mosfellsbæ!!
21. mín
Grótta fær hornspyrnu.
19. mín
Þetta er rosa mikið næstum því í gangi. Gróttumenn hafa fengið eitt færi og tvö föst leikatriði en lítið annars að frétta.

Ennþá sama vandamál hjá Aftureldingu. Þeir halda þokkalega í boltann en skapa lítið fram á við.
7. mín
Afturelding búnir að halda vel í boltann þessar fyrstu mínútur án þess að komast upp á síðasta þriðjung.
2. mín
Gróttumenn byrja leikinn af miklum krafti og ætla að pressa heimamenn. Afturelding gera hinsvegar virkilega vel og leysa pressuna með hröðu spili. Kristófer sleppur í gegn að lokum en þetta rennur út í sandinn.
1. mín
Leikur hafinn
Heimamenn byrja með boltann.
Fyrir leik
Styttist í leik. Liðin hafa lokið sinni upphitun og halda til búningsklefa. Vonandi fáum við markaleik!

Góða skemmtun.
Fyrir leik
GUNNI GISKAR

Virtasti íþróttafréttamaður þjóðarinnar ætlar að spá fyrir um úrslit í þessum leik. Gefum Gunnari orðið.

,,2-2. Alltaf miklir markaleikir á Fagverksvellinum. Gróttumenn mæta sofandi til leiks og Eldingin nýtir ser það. Gróttan nær svo að jafna, gera það vel imo, og bæði lið þiggja puntkinn" Sagði Gunnar Birgisson.



Fyrir leik
Aðstæður hér í Mosfellsbæ eru alveg upp á 10! Logn, 14° stiga hiti og vel vökvaður völlur.

Mikilvægur leikur fyrir bæði lið sem vilja slíta sig frá botninum.
Fyrir leik
Byrjunarliðin eru klár og má sjá hér til hliðar.

Arnór Gauti Ragnarsson bíður enn eftir sínum fyrsta byrjunarliðsleik. Arnór kom inn á í síðasta leik gegn Þrótti og skoraði gott mark. Arnór hefur verið að jafna sig af erfiðum meiðslum en eflaust stutt í 90 mínútur hjá honum.
Elvar Geir Magnússon
Fyrir leik
Það er heil umferð leikin í kvöld.

Lengjudeild karla
18:00 Þór-Vestri (SaltPay-völlurinn)
18:00 ÍBV-Selfoss (Hásteinsvöllur)
19:15 Víkingur Ó.-Þróttur R. (Ólafsvíkurvöllur)
19:15 Fjölnir-Kórdrengir (Extra völlurinn)
19:15 Fram-Grindavík (Framvöllur)
19:15 Afturelding-Grótta (Fagverksvöllurinn Varmá)
Elvar Geir Magnússon
Fyrir leik
Velkomin með okkur í beina textalýsingu frá leik Aftureldingar og Gróttu í 9. umferð Lengjudeildarinnar. Arnar Ingi Ingvarsson flautar leikinn á klukkan 19:15 í Mosfellsbænum, sumir kalla það pizzabæ.



Afturelding er í áttunda sæti en liðið vann sannfærandi og mikilvægan sigur gegn Þrótti í Laugardalnum um síðustu helgi.



Grótta, sem lék í Pepsi Max-deildinni á síðasta ári, er í frjálsu falli og er í níunda sætinu eftir þrjá tapleiki í röð. Liðið hefur ekki unnið leik síðan í fjórðu umferð.
Elvar Geir Magnússon
Byrjunarlið:
1. Hákon Rafn Valdimarsson (m)
Pétur Theódór Árnason
2. Arnar Þór Helgason
3. Kári Daníel Alexandersson
6. Sigurvin Reynisson (f)
7. Kjartan Kári Halldórsson ('46)
8. Júlí Karlsson
10. Kristófer Orri Pétursson (f)
17. Gunnar Jónas Hauksson ('79)
19. Kristófer Melsted
29. Óliver Dagur Thorlacius

Varamenn:
1. Jón Ívan Rivine (m)
5. Patrik Orri Pétursson ('46)
6. Ólafur Karel Eiríksson
9. Axel Sigurðarson ('79)
12. Gabríel Hrannar Eyjólfsson
14. Björn Axel Guðjónsson
20. Sigurður Hrannar Þorsteinsson
25. Valtýr Már Michaelsson

Liðsstjórn:
Ágúst Þór Gylfason (Þ)
Chris Brazell (Þ)
Halldór Kristján Baldursson
Þór Sigurðsson
Jón Birgir Kristjánsson
Ástráður Leó Birgisson

Gul spjöld:
Axel Sigurðarson ('89)

Rauð spjöld:
Arnar Þór Helgason ('27)