HS Orku völlurinn
þriðjudagur 06. júlí 2021  kl. 18:00
Pepsi-Max deild kvenna
Dómari: Guðmundur Páll Friðbertsson
Maður leiksins: Colleen Kennedy
Keflavík 1 - 2 Þór/KA
0-1 Jakobína Hjörvarsdóttir ('21)
0-2 Margrét Árnadóttir ('65)
1-2 Amelía Rún Fjeldsted ('89)
Byrjunarlið:
1. Tiffany Sornpao (m)
0. Anita Lind Daníelsdóttir ('72)
3. Natasha Moraa Anasi (f)
9. Marín Rún Guðmundsdóttir ('83)
10. Dröfn Einarsdóttir
14. Celine Rumpf ('72)
15. Arndís Snjólaug Ingvarsdóttir ('94)
16. Ísabel Jasmín Almarsdóttir
17. Elín Helena Karlsdóttir
26. Amelía Rún Fjeldsted
33. Aerial Chavarin

Varamenn:
12. Katrín Hanna Hauksdóttir (m)
4. Eva Lind Daníelsdóttir ('83)
5. Berta Svansdóttir
6. Ástrós Lind Þórðardóttir ('94)
11. Kristrún Ýr Holm
21. Birgitta Hallgrímsdóttir ('72)
22. Jóhanna Lind Stefánsdóttir ('72)
28. Brynja Pálmadóttir

Liðstjórn:
Soffía Klemenzdóttir
Hjörtur Fjeldsted
Örn Sævar Júlíusson
Óskar Rúnarsson
Gunnar Magnús Jónsson (Þ)

Gul spjöld:
Gunnar Magnús Jónsson ('63)
Arndís Snjólaug Ingvarsdóttir ('86)

Rauð spjöld:
@SEinarsson Sverrir Örn Einarsson
98. mín Leik lokið!
Það er Þór/KA sem fer með sigur af hólmi hér í Keflavík og heldur með 3 stig í farteskinu norður í land.
Eyða Breyta
96. mín
Eva Lind með skot að marki en framhjá.
Eyða Breyta
95. mín
Höfuðmeiðsli á miðjum vellinum og tíminn stopp.
Eyða Breyta
94. mín Ástrós Lind Þórðardóttir (Keflavík) Arndís Snjólaug Ingvarsdóttir (Keflavík)

Eyða Breyta
93. mín
Keflavík sækir en tekst ekki að skapa afgerandi færi. Natasha með skalla afturfyrir sig beint á Hörpu.

Tíminn að renna út.
Eyða Breyta
91. mín Rakel Sjöfn Stefánsdóttir (Þór/KA) Colleen Kennedy (Þór/KA)

Eyða Breyta
89. mín MARK! Amelía Rún Fjeldsted (Keflavík), Stoðsending: Aerial Chavarin
Glæsilegt mark hjá Amelíu sem skrúfar boltann í markhornið frá vinstra vítateigshorni.

Líflína hjá Keflavík en er þetta of seint?
Eyða Breyta
88. mín
Darraðadans í teig Keflavíkur en Natasha nær að lokum að hreinsa.
Eyða Breyta
86. mín Gult spjald: Arndís Snjólaug Ingvarsdóttir (Keflavík)
Togar í Colleen á sprettinum.
Eyða Breyta
86. mín Agnes Birta Stefánsdóttir (Þór/KA) Karen María Sigurgeirsdóttir (Þór/KA)

Eyða Breyta
83. mín Eva Lind Daníelsdóttir (Keflavík) Marín Rún Guðmundsdóttir (Keflavík)

Eyða Breyta
82. mín
Gestirnir fá hornspyrnu.
Eyða Breyta
80. mín
Aerial með skot að marki eftir fyrirgjöf Drafnar en hittir boltann illa sem rúllar á Hörpu í markinu.
Eyða Breyta
79. mín
Heimakonur að setja mikla orku í að sækja en gengur afar illa að skapa færi.
Eyða Breyta
76. mín
Karen María með fast skot að marki en Tiffany ver vel.
Eyða Breyta
73. mín
Darraðadans í teignum eftir hornið en boltinn endar að lokum í höndum Hörpu.
Eyða Breyta
73. mín
Aerial sækir hornspynu.
Eyða Breyta
72. mín Jóhanna Lind Stefánsdóttir (Keflavík) Anita Lind Daníelsdóttir (Keflavík)
Gunnar gerir tvöfalda breytingu.
Eyða Breyta
72. mín Birgitta Hallgrímsdóttir (Keflavík) Celine Rumpf (Keflavík)
Gunnar gerir tvöfalda breytingu.
Eyða Breyta
71. mín Hulda Ósk Jónsdóttir (Þór/KA) Margrét Árnadóttir (Þór/KA)

Eyða Breyta
71. mín
Heimakonur slegnar út af laginu eftir annað mark Þórs/KA, Verið að vinna sig inn í leikinn en fá blauta tusku í andlitið.
Eyða Breyta
65. mín MARK! Margrét Árnadóttir (Þór/KA), Stoðsending: Colleen Kennedy
Colleen fer illa með varnarmenn Keflavíkur úti hægra meginn, Tiffany mætir henni og boltinn hrekkur af henni í varnarmann og beint fyrir fætur Margrétar sem skorar í tómt markið.

Get ekki annað en skráð stoðsendingu á Colleen fyrir þessa takta sömuleiðis.
Eyða Breyta
63. mín Gult spjald: Gunnar Magnús Jónsson (Keflavík)
Eitthvað ósáttur og lætur Guðmund heyra það. Uppsker gult spjald fyrir það.
Eyða Breyta
62. mín
Natasha Anasi með skalla í slá!!!

Frákastið berst út í teig en skot Keflavíkur úr pakkanum yfir markið.
Eyða Breyta
61. mín
Keflavík fær hornspyrnu.
Eyða Breyta
58. mín
Tempóið dottið rosalega niður og lítið sem ekkert í gangi í þessum leik.
Eyða Breyta
55. mín
Leikurinn jafnast á ný eftir sterka byrjun Keflavíkur.
Eyða Breyta
49. mín
Amelía Rún í færi í teig Þór/KA eftir fyrirgjöf Aerial en setur boltann framhjá.
Eyða Breyta
48. mín
Heimakonur hefja hálfleikinn af miklum þunga en engin færi litið dagsins ljós.
Eyða Breyta
46. mín
Seinni hálfleikur hafinn
Eyða Breyta
45. mín Hálfleikur
Flautað til hálfleiks hér í Keflavík eftir 44:57!

Gestirnir leiða með einu marki eftir frábæra aukaspyrnu Jakobinu Hjörvarsdóttir.
Eyða Breyta
44. mín
Natasha Anasi með skot að marki en yfir fer boltinn.
Eyða Breyta
40. mín
Aníta Lind setur hornspynu beint í stöngina, Varnarmenn henda sér fyrir skot Drafnar í kjölfarið.

Þór/KA snýr vörn í sókn og vinnur hornspyrnu.
Eyða Breyta
37. mín
Celine Rumpf með skrýtin skalla til baka, Tiffany langt frá markinu og þarf að hlaupa til baka og rétt nær að slá boltann fram hjá stönginni.
Eyða Breyta
35. mín
Keflavík fær horn.
Eyða Breyta
32. mín
Heimakonur aðeins að ná vopnum sínum á ný en gestirnir hættulegri þó.
Eyða Breyta
27. mín
Þór/KA fær hornspyrnu.
Eyða Breyta
25. mín
Liggur þungt á liði Keflavíkur sem á í mesta basli við að halda boltanum.
Eyða Breyta
21. mín MARK! Jakobína Hjörvarsdóttir (Þór/KA), Stoðsending: Colleen Kennedy
Jakobínu er alveg sama hvort ég hafi haldið að þetta væri fyrirgjafarstaða og lætur bara vaða á markið yfir Tiffany og boltinn steinliggur í netinu,

Virkilega fallegt mark og frábær spyrna en verð að setja spurningamerki við Tiffany þar sem skotgeirinn var þröngur.
Eyða Breyta
20. mín
Colleen Kennedy fer illa með Celine Rumpf sem brýtur á henni og gestirnir eiga aukaspyrnu á prýðilegum stað til fyrirgjafar.
Eyða Breyta
18. mín
Karen María fer niður í teig Keflavíkur en Guðmundur gefur lítið fyrir það og það líklega réttilega.

Gestirnir halda pressunni og koma boltanum að nýju inn á teig Keflavíkur þar sem Margréti Árnadóttir bregst bogalistin í úrvalsfæri inná markteig!

Eyða Breyta
14. mín
Natasha Anasi með alvöru tilþrif. Kassar boltann niður við vítateigshornið vinstra megin og hamrar boltanum að marki en rétt fram hjá markvinklinum.

Það er líf í báðum liðum.
Eyða Breyta
13. mín
Aerial Chavarin í færi í teig Þór/KA en týnir hreinlega markinu í einum af mörgum snúningum og nær ekki skoti á markið.
Eyða Breyta
13. mín
Karen María Sigurgeirsdóttir með skot að marki Keflavíkur en laust er það og Tiffany grípur boltann af öryggi.
Eyða Breyta
11. mín
Verður áhugavert að fylgjast með Örnu Sif í vörn Þór/KA berjast við Aerial Chavarin í framlínu Keflavíkur. Báðar búa þær yfir gríðarlegum líkamlegum styrk og munu ekkert gefa eftir hvor gegn annari.
Eyða Breyta
8. mín
Keflavík í færi í teignum en Guðmundur Páll flautar brot.
Eyða Breyta
7. mín
Amelía Rún Fjeldsted sækir horn fyrir Keflavík.
Eyða Breyta
6. mín
Gestirnir að ná upp þungri pressu á vörn Keflavíkur en ná ekki að skapa sér færi.
Eyða Breyta
4. mín
Colleen Kennedy gerir vel úti á hægri væng og vinnur sig í vænlega stöðu en heldur boltanum einum of lengi og Keflavík hreinsar.
Eyða Breyta
2. mín
Orrahríð að marki gestanna en varnarmenn henda sér fyrir og koma að endingu boltanum frá.
Eyða Breyta
2. mín
Keflavík með fyrsta horn leiksins.
Eyða Breyta
1. mín Leikur hafinn
Þetta er farið af stað hér í Keflavík. Það eru gestirnir sem hefja hér leik og sækja í átt frá Blue-höllinni.
Eyða Breyta
Fyrir leik
Styttist í leik

Liðin ganga til búningsherbergja eftir kröftuga upphitun og ráða ráðum sínum í síðasta sinn áður en leikur hefst. Vonumst að sjálfsögðu eftir hröðum og skemmtilegum leik með nóg af mörkum.
Eyða Breyta
Fyrir leik
Fyrri viðureignir í efstu deild

Liðin hafa leikið alls 10 leiki innbyrðis í efstu deild. Gestirnir hafa unnið sex leiki en Keflavík haft sigur í fjórum.
Þór/KA vann báða leiki liðanna sumarið 2019 er Keflavík var síðast í efstu deild. 2-1 í Keflavík og 3-1 á Akureyri en leita þarf allt aftur til ársins 2007 til að finna síðasta sigurleik Keflavíkur á Þór/KA þar sem Danka Podovac skoraði bæði mörk Keflavíkur í 2-1 sigri á Þór/KA þann 2.ágúst.Eyða Breyta
Fyrir leik
Keflavík

Heimakonur í Keflavík sitja fyrir leik kvöldsins í 7.sæti deildarinnar með 9 stig. Tveir sigrar, tvö töp og eitt jafntefli er niðustaða síðustu fimm leikja hjá Bítlabæjarliðinu.
Síðasti leikur Keflavíkur var gegn Val að Hlíðarenda þar sem Valskonur unnu þægilegan 4-0 sigur.Eyða Breyta
Fyrir leik
Þór/KA

Gestirnir frá Akureyri sitja fyrir leik kvöldsins í 9.sæti deildarinnar með 8 stig. 1 sigurleikur, tvö töp og tvö jafntefli er uppskera liðsins úr síðustu fimm leikjum sínum en síðasti sigur liðsins var í norðurlandsslag gegn Tindastól 27.maí síðastliðin. Síðasti leikur liðsins var gegn Fylki á Akureyri en lokatölur þar urðu 0-0.Eyða Breyta
Fyrir leik
Velkomin til leiks kæru lesendur og verið hjartanlega velkomin í beina textalýsingu Fótbolta.net frá leik Keflavíkur og Þórs/KA í Pepsi Max deild kvenna.
Eyða Breyta
Byrjunarlið:
1. Harpa Jóhannsdóttir (m)
6. Karen María Sigurgeirsdóttir ('86)
7. Margrét Árnadóttir ('71)
8. Snædís Ósk Aðalsteinsdóttir
9. Saga Líf Sigurðardóttir
11. Arna Sif Ásgrímsdóttir (f)
13. Colleen Kennedy ('91)
16. Jakobína Hjörvarsdóttir
17. María Catharina Ólafsd. Gros
22. Hulda Karen Ingvarsdóttir
24. Hulda Björg Hannesdóttir

Varamenn:
25. Sara Mjöll Jóhannsdóttir (m)
15. Hulda Ósk Jónsdóttir ('71)
18. Rakel Sjöfn Stefánsdóttir ('91)
19. Agnes Birta Stefánsdóttir ('86)
20. Arna Kristinsdóttir
26. Ísfold Marý Sigtryggsdóttir

Liðstjórn:
Bojana Besic
Ingibjörg Gyða Júlíusdóttir
Andri Hjörvar Albertsson (Þ)
Perry John James Mclachlan

Gul spjöld:

Rauð spjöld: