Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
Í BEINNI
Besta-deild karla
Stjarnan
LL 1
0
Valur
Grótta
2
1
Fjölnir
1-0 Guðmundur Karl Guðmundsson '65 , sjálfsmark
Kristófer Melsted '81 2-0
2-1 Helgi Snær Agnarsson '90
15.07.2021  -  19:15
Vivaldivöllurinn
Lengjudeild karla
Aðstæður: Þvílíka leiðindaveðrið, óþægilegur kuldi og mikill vindur
Dómari: Sigurður Hjörtur Þrastarson
Maður leiksins: Sigurvin Reynisson
Byrjunarlið:
1. Jón Ívan Rivine (m)
Pétur Theódór Árnason
3. Kári Daníel Alexandersson
5. Patrik Orri Pétursson
6. Sigurvin Reynisson (f)
8. Júlí Karlsson
10. Kristófer Orri Pétursson (f) ('83)
14. Björn Axel Guðjónsson ('62)
17. Gunnar Jónas Hauksson ('62)
19. Kristófer Melsted
29. Óliver Dagur Thorlacius ('83)

Varamenn:
6. Ólafur Karel Eiríksson ('83)
7. Kjartan Kári Halldórsson ('62)
9. Axel Sigurðarson ('62) ('93)
11. Sölvi Björnsson
12. Gabríel Hrannar Eyjólfsson
20. Sigurður Hrannar Þorsteinsson ('93)
25. Valtýr Már Michaelsson ('83)

Liðsstjórn:
Magnús Örn Helgason (Þ)
Ágúst Þór Gylfason (Þ)
Chris Brazell (Þ)
Halldór Kristján Baldursson
Þór Sigurðsson
Jón Birgir Kristjánsson
Ástráður Leó Birgisson

Gul spjöld:

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Leik lokið á Nesinu, 2-1 sigur staðreynd.

Ég þakka fyrir mig, viðtöl og skýrsla fylgja innan skamms.
93. mín
Inn:Sigurður Hrannar Þorsteinsson (Grótta) Út:Axel Sigurðarson (Grótta)
Soutgate taktikin, tóku mann sem kom inná útaf.
93. mín
Lúkas reynir að chippa boltanum inn fyrir á Bakare en sendingin aðeins of löng og Jón tekur hann.
90. mín MARK!
Helgi Snær Agnarsson (Fjölnir)
Stoðsending: Viktor Andri Hafþórsson
LÍFSNAUÐSYNLEGT!!

Viktor sprettir upp vinstri kantinn og á lága sendingu inní en þar kemur Helgi á ferðinni og setur hann í fjærhornið.

2-1!!
88. mín
Spyrnan beint á Jón Ívan sem missir hann en nær svo að grípa hann eftir á. Heppinn þarna.
88. mín
Hornspyrna fyrir Fjölnismenn.
85. mín
Það kemur kross frá Arnóri og Júlí kixar boltann en Jón Ívan gerir vel og á þennan niðri.
83. mín
Inn:Helgi Snær Agnarsson (Fjölnir) Út:Sigurpáll Melberg Pálsson (Fjölnir)
83. mín
Inn:Viktor Andri Hafþórsson (Fjölnir) Út:Hilmir Rafn Mikaelsson (Fjölnir)
83. mín
Inn:Valtýr Már Michaelsson (Grótta) Út:Óliver Dagur Thorlacius (Grótta)
83. mín
Inn:Ólafur Karel Eiríksson (Grótta) Út:Kristófer Orri Pétursson (Grótta)
81. mín MARK!
Kristófer Melsted (Grótta)
MAAAAAARK!! OG MEÐ HÆGRI!!

Melsted fær boltann eftir að Alexander tæklar Kjartan, tekur hann viðstöðulaust með HÆGRI og í nærhornið.

Frábærlega klárað, 2-0!
80. mín
Hallvarður fær frábæra háa sendingu á sig en touchið hans ennþá betra, prime Dimitar Berbatov.
79. mín Gult spjald: Arnór Breki Ásþórsson (Fjölnir)
Brýtur á Óliver sem var að fara á skeið.
77. mín
Fjölnismenn skapa fullt núna, Lúkas rangstæður eftir sendingu hjá Bakare. Gróttumenn munu þurfa að verjast.
76. mín
Flottur bolti hjá Arnóri á Michael sem kassar hann fullkomnlega niður en seinna touchið bregst honum og Melsted hreinsar.
74. mín
Inn:Lúkas Logi Heimisson (Fjölnir) Út:Andri Freyr Jónasson (Fjölnir)
74. mín
Inn:Hallvarður Óskar Sigurðarson (Fjölnir) Út:Ragnar Leósson (Fjölnir)
74. mín
Alveg eins spyrna og varsla og í fyrri hálfleik þegar Kristófer Orri tók.
73. mín
Aukaspyrna fyrir Gróttu á frábærum stað.
73. mín
Kjartan keyrir upp hægri kantinn og kemur með góðan kross á Pétur en skotið hans á nærstöngina og Grjóni ver frábærlega.
71. mín Gult spjald: Sigurpáll Melberg Pálsson (Fjölnir)
SVAKALEGT BROT!

Sigurpáll kemur með karate spark í Melsted og í mínum huga alltaf rautt spjald.
70. mín
Markið hefur kveikt aðeins í gestunum. Þeir færast ofar og hlaupa miklu meira núna.
65. mín SJÁLFSMARK!
Guðmundur Karl Guðmundsson (Fjölnir)
SJÁLFSMARK MAÐUR!!

Axel Sig krossar boltanum inní og hann skoppar í gegnum allan pakkan í Guðmund sem sendir boltann í nærhornið. Grjóni nær hendinni á boltann en hann lekur inn.

Virkilega leiðinlegt fyrir Fjölni, 1-0!
62. mín
Inn:Kjartan Kári Halldórsson (Grótta) Út:Björn Axel Guðjónsson (Grótta)
62. mín
Inn:Axel Sigurðarson (Grótta) Út:Gunnar Jónas Hauksson (Grótta)
58. mín
Jón Ívan neglir boltanum fram og hann endar hjá Pétri sem tekur touchið og lætur vaða utan af velli en þetta er auðvelt fyrir Sigurjón. Hefði verið skemmtilegt að sjá Jón Ívan stoðsendingu.
55. mín
Bakare fær eitthvað högg á fótinn og haltrar aðeins. Vonandi fyrir Fjölni helst hann heill en hann er allavega ekki að biðja um neina skiptingu.
53. mín
Loksins gerist eitthvað.

Bakare fær boltann á miðjunni og klobbar Júlí og tekur af stað, er með Hilmi í hjálp og notar hann. Hilmir reynir að senda niður á Andra sem kemur í þriðja hlaupið en Patrik setur boltann í horn.
46. mín
Leikurinn er hafinn á ný og eru það heimamenn sem koma honum af stað.
45. mín
Hálfleikur
Hálfleikur á Nesinu, 0-0 er staðan.

Vonumst eftir aðeins fjörugri síðari hálfleik.
44. mín
Bakare með frábæran bolta í gegn á Andra sem á skot sem skoppar af Patrik og á slánna í horn.
40. mín
GUÐMUNDUR KARL BJARGAR!

Pétur kemst aleinn í gegn og fer framhjá Sigurjóni í markinu, þarf bara að setja boltann á markið en þá kemur Guðmundur uppúr engu og rennir sér fyrir boltann. Mikilvæg tækling hjá Guðmundi.
39. mín
TÆPT!

Andri Freyr fær boltann í teignum og fer framhjá Patrik og skýtur en Júlí fyrir skotinu, boltinn skoppar samt rétt framhjá stönginni og í horn.
36. mín
Bakare með virkilega skemmtilegan klobba á Melsted. Þetta er greinilega leikmaður.
34. mín
Flott sókn hjá Fjölni. Bakare fer framhjá Kára Daníel á hægri kantinum og á sendingu inní en Gussi skallar í innkast á fjærstönginni.
32. mín
Kári á frábæra stungu á Pétur úr vörninni, Pétur sendir út á Ólíver en Orri stendur fyrir skotinu hans.
30. mín
Jón Ívan, VÁ!

3 skot frá Andra Frey en Jón ver þau öll og bjargar Gróttunni alveg.

Bestu færi leiksins litið dagsins ljós.
27. mín
Gussi bjargar boltanum frábærlega frá því að fara útaf og fer síðan framhjá 4 leikmönnum Fjölnis og chippar boltanum í gegn á Ólíver en hann ekki alveg nógu fljótur fyrir þennan bolta og Grjóni á þennan.
26. mín
Smá hiti hjá varamannabekk Fjölnis eftir að dómarinn dæmir brot á Andra Frey. Einhver orðaskipti á milli Kára Daníels og Ása Arnarss.
24. mín
Guðmundur Karl sendir hann út á Ragnar sem á geggjað skot yfir Jón Ívan og boltinn í slánna. Frábært skot.
23. mín
Kristófer Orri brýtur klaufalega á Melberg á milli vítateigs og hornfána.
18. mín
Andri Freyr á flotta innísendingu á Bakare en boltinn strýkur á honum hausinn og boltinn í innkast. Fyrsta færi gestanna í smá tíma.
17. mín
Frábær varsla hjá Grjóna í markinu. Aukaspyrnan yfir vegginn og í hægra hornið en Grjóni flýgur á þennan og setur hann framhjá.
16. mín
Aukaspyrna fyrir Gróttu á frábærum stað fyrir Kristófer Orra. Hann getur sett þennan.
15. mín
Vindurinn að hafa mikil áhrif á spil liðanna, boltinn fýkur oft útaf í háu boltunum.
14. mín
Pétur Theodór á skot inní teig en skotið hans framhjá.
13. mín
Pétur brýtur á Baldri í hornspyrnunni.
12. mín
Frábær sending í gegnum vörn Fjölnis hjá Kristófer á Melsteð sem reynir krossinn og boltinn fer af Alexander og aftur fyrir. Horn.
11. mín
Gussi (Gunnar Jónas) kemst upp hægri kantinn og kemst inn í teig en skotið hans yfir.
9. mín
Hilmir Rafn kemst í gegn en Júlí verst vel, sóknin heldur áfram en endar í engu.

Hilmir búinn að vera flottur frammi þessar fyrstu mínútur.
7. mín
Mikið af brotum alveg í byrjun, hef talið 5 eða 6 brot strax.
5. mín
Góður bolti úr horninu á Pétur en skallinn hans hátt yfir.
5. mín
Grótta uppsker hornspyrnu.
1. mín
Sterk byrjun hjá Bakare á Íslandi, sprettir framhjá Patrik og sendir góðan bolta inní en Kári flugskallar frá.
1. mín
Leikur hafinn
Leikurinn er farinn af stað og byrja gestirnir með boltann.
Fyrir leik
Liðin ganga inn á völl með dómurum. Það eru því miður mjög fáir í stúkunni og ætla ég ekki að búast við fullri stúku á Seltjarnarnesinu en við vonum að sjá fleiri.
Fyrir leik
Byrjunarliðin eru komin inn

Í dag er fyrsti leikur Gróttu eftir brottför Hákonar Rafns svo Jón Ívan Rivine tekur ramman í stað hans, þá verður framherjinn Sölvi Björnsson varamarkmaður liðsins en hann var markmaður á sínum yngri árum í KR. Annars er ein önnur breyting frá sigrinum í Eyjum en þá kemur Axel Sigurðarson út og Ólíver Dagur Thorlacius fær sætið hans.

Michael Bakare nýji framherji Fjölnis kemur beint inn í byrjunarliðið á meðan Hallvarður Óskar Sigurðarson dettur á bekkinn. Jóhann Árni Gunnarsson er ekki með í kvöld og kemur þá Sigurpáll Melberg Pálsson inn fyrir hann.
Fyrir leik
Spáin

Ísak Snær Þorvaldsson leikmaður Norwich á láni hjá ÍA er spámaður Fótbolta.net fyrir 12. umferð Lengjudeildarinnar. Hann spáði því fyrir þessum leik og spáði hann því svona.

Grótta 1 - 1 Fjölnir
,,Verður ekki mikið af færum í þessum leik en Jóhann Árni setur hann beint úr aukaspyrnu."

Fyrir leik
Fjölnir hafa eins og áður kom fram ekki verið mikið í mörkunum þetta sumarið en þeir hafa nælt sér í sóknarmann að nafni Michael Bakare og er hann 34 ára enskur sóknarmaður sem spilaði seinast fyrir Hereford í National League North, deild sem Football Manager félagar mínir þekkja eflaust vel en deildin er sú 6. hæsta á Englandi. Þar skoraði hann 1 mark í 1 leik en hann skrifaði þar undir það sem bretinn kallar "short term deal".

Fyrir leik
Á dögunum var valið úrvalslið 1-11 umferðar í Lengjudeildinni og var aðeins einn leikmaður sem spilar þennan leik valinn og kemur ekkert á óvart að það sé hann Pétur Theodór Árnason.
Fyrir leik
Dómararnir

Dómari kvöldsins er hann Sigurður Hjörtur Þrastarson og með honum verða Bryngeir Valdimarsson og Bergur Daði Ágústsson. Eftirlitsmaður er hann Ingi Jónsson.

Fyrir leik
Fjölnir

Fjölnir eru í 5. sæti í deildinni eins og er en geta skotist upp í 3. sæti með sigri í kvöld. Fjölnir hafa átt erfitt uppdráttar upp á síðkastið og hafa aðeins fengið 4 stig úr seinustu 5 leikjum í deildinni. Fjölnir hafa skorað fæst mörk í deildinni hingað til með aðeins 13 mörk sem er jafn mikið og Pétur Theodór hefur skorað einn. Þeir unnu seinasta leik sinn gegn Selfoss 2-1 á heimavelli.

Fyrir leik
Grótta

Gróttumenn sitja í 8. sæti með 14 stig en Grótta unnu seinasta leik sinn 0-1 á útivelli gegn ÍBV eftir sigurmark frá Axel Sigurðarsyni. Grótta eru í augnablikinu með markahæsta leikmann deildarinnar, Pétur Theódór Árnason og er hann með 13 mörk í 11 leikjum á tímabilinu. Ruglaðar tölur!

Sögur hafa farið af því að Pétur sé á förum frá Gróttu en fyrr í dag komu fregnir af því að Kórdrengir ku hafa gert tilboð í hann en því hafi verið hafnað.

Nánar um þá frétt ef þið ýtið á myndina hér að neðan:

Provided by Fótbolti.net
Fyrir leik
Leikurinn hefst á slaginu 19:15 á þriðja fallegasta velli landsins, Vivaldivellinum á Seltjarnarnesi einnig þekktur af Vivaldi loyals sem Estádio do Vivaldi.

Tel sjálfur að Villa Park og Skallagrímsvöllur taki efstu sætin.
Fyrir leik
Gott og blessað veri það, velkomin í beina textalýsingu á stórleik Gróttu og Fjölnis í Lengjudeild karla!
Byrjunarlið:
25. Sigurjón Daði Harðarson (m)
4. Sigurpáll Melberg Pálsson ('83)
6. Baldur Sigurðsson
7. Michael Bakare
8. Arnór Breki Ásþórsson
9. Andri Freyr Jónasson ('74)
15. Alexander Freyr Sindrason
16. Orri Þórhallsson
19. Hilmir Rafn Mikaelsson ('83)
22. Ragnar Leósson ('74)
29. Guðmundur Karl Guðmundsson

Varamenn:
10. Viktor Andri Hafþórsson ('83)
11. Hallvarður Óskar Sigurðarson ('74)
11. Dofri Snorrason
17. Lúkas Logi Heimisson ('74)
18. Kristófer Jacobson Reyes
20. Helgi Snær Agnarsson ('83)
28. Hans Viktor Guðmundsson
33. Eysteinn Þorri Björgvinsson

Liðsstjórn:
Ásmundur Arnarsson (Þ)
Gunnar Sigurðsson
Steinar Örn Gunnarsson
Kári Arnórsson
Einar Haraldsson
Sigurður Frímann Meyvantsson

Gul spjöld:
Sigurpáll Melberg Pálsson ('71)
Arnór Breki Ásþórsson ('79)

Rauð spjöld: