Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
Vestri
1
2
Selfoss
Pétur Bjarnason '51 1-0
1-1 Gary Martin '56
1-2 Valdimar Jóhannsson '93
24.07.2021  -  14:00
Olísvöllurinn
Lengjudeild karla
Aðstæður: Nokkur vindstig og skýjað
Dómari: Arnar Ingi Ingvarsson
Maður leiksins: Gary Martin
Byrjunarlið:
Daniel Osafo-Badu
Brenton Muhammad
5. Chechu Meneses
10. Nacho Gil
11. Nicolaj Madsen
11. Benedikt V. Warén ('67)
17. Luke Rae ('87)
19. Pétur Bjarnason
20. Kundai Benyu ('67)
22. Elmar Atli Garðarsson (f)
77. Sergine Fall

Varamenn:
1. Steven Van Dijk (m)
15. Guðmundur Arnar Svavarsson ('87)
18. Martin Montipo ('67)
21. Viktor Júlíusson ('67)
25. Aurelien Norest
55. Diogo Coelho

Liðsstjórn:
Jón Þór Hauksson (Þ)
Daníel Agnar Ásgeirsson
Jón Hálfdán Pétursson
Friðrik Rúnar Ásgeirsson
Sigurveig Gunnarsdóttir

Gul spjöld:

Rauð spjöld:
Leik lokið!
ÞETTA ER BÚIÐ!

Hvílík dramatík á Vestfjörðunum! Ótrúlegar lokamínútur.

Ég þakka fyrir mig, skýrsla fylgir innan skamms.
93. mín MARK!
Valdimar Jóhannsson (Selfoss)
Stoðsending: Gary Martin
ÉG TRÚI ÞESSU EKKI!!!!!

Selfoss skorar á 93. mínútu! Gary og Þorlákur með flott 1, 2 spil endar á Gary í teignum sem sér Valdimar á fjær á ferðinni og hann þarf bara að pota boltanum í markið.

ROSALEGT! 2-1!
91. mín
Selfoss kemst í skyndisókn en Elmar bjargar Vestra algjörlega.
89. mín
Horn fyrir Selfyssinga núna.

Pétur skallar frá.
88. mín
Horn fyrir Vestri aftur.
87. mín
Inn:Guðmundur Arnar Svavarsson (Vestri) Út: Luke Rae (Vestri)
86. mín
Pétur brotlegur inná teig, veit ekki með þetta en við treystum Arnari til að dæma rétt.
85. mín
Annar bolti frá Fall nú beint á Martin en touchið hans bregst honum.
84. mín
Fall á góðan bolta inní en boltinn hreisaður frá.
83. mín
Inn:Jón Vignir Pétursson (Selfoss) Út:Atli Rafn Guðbjartsson (Selfoss)
Atli búinn að vera fínn á miðjunni.
82. mín
Fall fær boltann upp við endalínu hægra meginn og reynir að koma honum í þvöguna en sendingin alveg afleit.
80. mín
Martin kemst inn á teiginn en rennur í skotinu sínu. Búinn að koma sterkur inn.
79. mín
Valdimar kemst í frábært færi en klúðrar því með því að reyna að fara á hægri fótinn sinn einn á móti markmanni.
76. mín
Viktor krossar lágt inní og Selfoss verjast vel, horn.
74. mín
Martin kassar boltann frábærlega niður og lætur vaða lengst frá, gott skot en aðeins og hátt.
74. mín
Inn:Þór Llorens Þórðarson (Selfoss) Út:Ingvi Rafn Óskarsson (Selfoss)
73. mín
Luke með krossinn á Pétur en skallinn hans framhjá.
70. mín Gult spjald: Þorsteinn Daníel Þorsteinsson (Selfoss)
68. mín
Hornspyrna fyrir Vestramenn, mjög mikið af hornspyrnum í þessum leik.

Hreinsað burt.
67. mín
Það tók Montipo ekki nema 2 sekúndur að brjóta af sér, er þetta met?
67. mín
Inn:Viktor Júlíusson (Vestri) Út:Kundai Benyu (Vestri)
67. mín
Inn:Martin Montipo (Vestri) Út:Benedikt V. Warén (Vestri)
65. mín
Boltinn fer í horn.

Hreinsað frá.
65. mín
Selfoss eiga aukaspyrnu á ágætum stað.
63. mín
Þorlákur brýtur á Fall, hefði getað fengið gult þarna.
61. mín
Hornspyrna fyrir Selfoss.

Hreinsað frá af Kundai.
59. mín
Brotið á Þorláki, Gary tekur aukaspyrnuna.

Þeir reyna einhverja útfærslu á þessu Gary og Valdimar en Fall fljótur að bregðast við og lokar á þetta.
58. mín
Inn:Þorlákur Breki Þ. Baxter (Selfoss) Út:Aron Einarsson (Selfoss)
58. mín
Inn:Valdimar Jóhannsson (Selfoss) Út:Þormar Elvarsson (Selfoss)
56. mín MARK!
Gary Martin (Selfoss)
MAAAAAARK!

Brenton ver vítið hans gary en boltinn skoppar aftur á hann og þá þarf bara að pota boltanum inn.

1-1!
56. mín
VÍTI!

Fall brýtur á Gary.
55. mín
Nicolaj kemst í gegn og reynir að chippa Stefán en hann hittir hann ekki vel og boltinn yfir.
51. mín MARK!
Pétur Bjarnason (Vestri)
Stoðsending: Benedikt V. Warén
MAAAARK!!!

Algjör shocker, Pétur úr skalla. Hornspyrnan kemur frá Benedikt beint á pönnuna á Pétri sem stýrir honum í fjærhornið framhjá Stefáni.

1-0!
51. mín
Horn fyrir Vestri.
50. mín
Selfoss fær annað horn eftir góða vörslu frá Brenton.

Kenan reynir bakfallsspyrnu en hún er nokkuð vel misheppnuð.
48. mín
Horn fyrir Selfoss.

Elmar bjargar á línu og boltinn í innkast.
47. mín
Stefán kemur úr markinu sínu og hreinsar illa beint á Kundai sem skýtur viðstöðulaust en skotið yfir. Þurfti bara að hitta á markið.
46. mín
Síðari hálfleikurinn er farinn af stað.
45. mín
Hálfleikur
+2

Jæja, einn leiðinlegasti hálfleikur sem ég hef séð að baki. Þetta getur ekki verið leiðinlegri síðari hálfleikur.
45. mín
+2

Boltinn skoppar út á Þormar sem skýtur í varnarmann Vestra og í horn.

Hornið verður að engu.
45. mín
+1

Fall hendir sér fyrir krossinn hans Ingva, hornspyrna.
45. mín
Léleg aukaspyrna hjá Benó skölluð frá. Endar á hægri kantinum þar sem Vestri á aðra sendingu inní á Pétur sem skallar framhjá.
44. mín
Þormar brýtur á Benedikt. Góður séns fyrir heimamenn.
43. mín
Atli liggur eftir, Vestramenn vilja brot þegar Aron fer í bakið á Nacho, ekkert dæmt, það er eitthvað að gerast hérna.
40. mín
Hornspyrna fyrir Vestri.

Stefán öruggur í rammanum og grípur þennan.
40. mín
Benedikt á strangheiðarlega tilraun fyrir utan teig og skotið hans rétt framhjá.
38. mín
Það er kominn smá hiti í þennan leik. Elmar brýtur á Gary og hann öskrar á hann brjálaður.
30. mín
Aron fellur við endalínuna og vilja Selfyssingar aukaspyrnu en ekkert dæmt.
28. mín
Mikið af brotum komin í þennan leik en þó engin spjöld. Nokkur brot svona skærgul en Arnar sparar spjöldin aðeins í dag.
23. mín
NOHHH!!

Loksins fara hlutir að gerast! Vestramenn eiga skalla og skot sem Stefán ver frábærlega. Mjög tæpir Ísfirðingarnir.
23. mín
Luke sleppur í gegn og setur boltann í teiginn á Benedikt sem hittir ekki boltann og fer hann í hornfánann og aftur fyrir.
21. mín
Gary á skot sem fer langt yfir. Besta færi leiksins en samt varla færi.
20. mín
Ég verð nú að viðurkenna, þetta gætu verið leiðinlegustu fyrstu 20 mínútur sem ég hef séð í fótboltaleik.
16. mín
Spilamennskan á Olísvellinum ekki upp á marga fiska fyrir utan tiki taka spil Selfoss áðan.
14. mín
Mjög flott spil Selfyssinga endar í horni.

Brenton slær frá.
11. mín
Það er lítið að gerast hérna hingað til, vona innilega að það bætist aðeins í.
9. mín
Sá ekki alveg hvað gerist þarna en mér sýnist Atli Rafn gefa Kundai olnbogaskot í andlitið. Kundai lá allavega en Arnar dæmir ekki neitt.
7. mín
Benedikt Warén kemst á ferðina og klobbar varnarmann Selfyssinga, kemst inná teiginn en það er varist vel og boltinn í horn.

Ekkert verður úr horninu.
4. mín
Dean aðeins að breyta til í uppstillingunni frá seinustu leikjum sem ég hef séð frá þeim. Aron Einarss kemur í holuna og Þormar á hægri kantinn. Algjörlega ákvarðanir sem ég get verið sammála með.
1. mín
Luke hefur strax fengið eitthvað högg, hann stendur aftur upp en strax komin verkur í hann.
1. mín
Leikur hafinn
Leikurinn er farinn af stað og hefja Selfyssingar leik.
Fyrir leik
Þetta er komið í lag og útsendingin hafin.

Liðin ganga inn á völlinn með fjallagarðinn í bakgrunn. Geggjaður völlur.
Fyrir leik
Það gæti verið smá frestun á lýsingunni minni vegna tæknilegra örðugleika en það stendur á útsendingu leiksins "unsupported media type" í augnablikinu, vonum að þetta kippist í gang.
Fyrir leik
Selfoss

Selfyssingar eru í 10. sæti eftir að þeir töpuðu síðasta leik sínum 0-1 á Selfossi gegn Kórdrengjum. Dean vill færast nær öryggi eftir tap Þróttara gegn Fjölni um daginn og með sigri í dag geta þeir færst 5 stigum frá fallsæti.

Fyrir leik
Vestri

Vestramenn eru í 7. sæti í deildinni eftir 2-1 sigur á Þrótturum í seinasta leik, sá leikur var fyrsti leikur Jóns Þórs, nýs þjálfara Vestra. Í öðrum leik hans þarf hann að mæta sterku Selfoss liði og við sjáum til hvernig hann leggur það upp.

Fyrir leik
Svo er mál með vexti að þessi leikur átti ekki að vera í textalýsingu og átti ég að textalýsa leik Kórdrengja og Aftureldingar en þeim leik var frestað vegna smits í leikmannahópi Kórdrengja. Þess vegna mun ég fylgjast grannt með þessum leik á Lengjudeildin.is þar sem leikurinn er sýndur í beinni útsendingu.
Fyrir leik
Góðan daginn gott fólk og velkomin í beina textalýsingu á leik Vestra og Selfoss í 13. umferð Lengjudeildar karla.
Byrjunarlið:
1. Stefán Þór Ágústsson (m)
Þorsteinn Daníel Þorsteinsson
Atli Rafn Guðbjartsson ('83)
3. Þormar Elvarsson ('58)
6. Danijel Majkic
8. Ingvi Rafn Óskarsson ('74)
10. Gary Martin
13. Emir Dokara
21. Aron Einarsson ('58)
22. Adam Örn Sveinbjörnsson
24. Kenan Turudija

Varamenn:
5. Jón Vignir Pétursson ('83)
7. Aron Darri Auðunsson
14. Aron Fannar Birgisson
17. Valdimar Jóhannsson ('58)
23. Þór Llorens Þórðarson ('74)
45. Þorlákur Breki Þ. Baxter ('58)

Liðsstjórn:
Dean Martin (Þ)
Arnar Helgi Magnússon
Óskar Valberg Arilíusson
Gunnar Geir Gunnlaugsson
Einar Már Óskarsson

Gul spjöld:
Þorsteinn Daníel Þorsteinsson ('70)

Rauð spjöld: