Fylkir
0
3
Víkingur R.
0-1 Kristall Máni Ingason '9
0-2 Kristall Máni Ingason '46
0-3 Kwame Quee '85
16.08.2021  -  19:15
Würth völlurinn
Pepsi Max-deild karla
Aðstæður: Rennislétt og blautt teppi, hægur andvari sem engu mun breyta í leiknum og tíu stiga hiti. Fullkomnar fótboltaaðstæður.
Dómari: Jóhann Ingi Jónsson
Áhorfendur: 561
Maður leiksins: Kristall Máni Ingason
Byrjunarlið:
1. Aron Snær Friðriksson (m) ('82)
Daði Ólafsson
2. Ásgeir Eyþórsson
3. Unnar Steinn Ingvarsson
8. Ragnar Bragi Sveinsson (f)
10. Orri Hrafn Kjartansson
11. Þórður Gunnar Hafþórsson ('66)
22. Dagur Dan Þórhallsson ('66)
25. Ragnar Sigurðsson ('83)
28. Helgi Valur Daníelsson
33. Guðmundur Steinn Hafsteinsson ('83)

Varamenn:
1. Ólafur Kristófer Helgason (m) ('82)
4. Arnór Gauti Jónsson
5. Orri Sveinn Stefánsson ('83)
6. Torfi Tímoteus Gunnarsson
9. Jordan Brown ('83)
17. Birkir Eyþórsson ('66)
21. Malthe Rasmussen ('66)

Liðsstjórn:
Ólafur Ingi Stígsson (Þ)
Atli Sveinn Þórarinsson (Þ)
Björn Metúsalem Aðalsteinsson
Óðinn Svansson
Ólafur Ingvar Guðfinnsson
Halldór Steinsson
Ágúst Aron Gunnarsson

Gul spjöld:
Orri Hrafn Kjartansson ('16)
Unnar Steinn Ingvarsson ('56)
Daði Ólafsson ('61)

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Leik lokið með öruggum Víkingssigri.

Viðtöl og skýrsla á leiðinni.
90. mín
+2

Logi með sprett upp hægri vænginn og með skot en langt yfir.
90. mín
Uppbótartíminn er 4 mínútur.
90. mín
Helgi sá næsti til ð sleppa í gegn en missti boltann of langt frá sér og Ólafur nær honum.
89. mín
Hér er mættur sjúkrabíll til að sækja Aron markvörð.

Sendum kappanum alla okkar strauma, hugrekki er lykilþáttur hjá markmanni og þá á köflum henda hlutir eins og við sáum hér.
87. mín
Ólafur heldur merki Arons á lofti, ver hér úr teignum.
85. mín MARK!
Kwame Quee (Víkingur R.)
Stoðsending: Logi Tómasson
GAME OVER!

Sama sókn og lengi hefur verið í síðari hálfleik, svæðin aftan við vörn Fylkis eru stór og Helgi tékkar inn á teig á Loga sem er að skjóta að marki en boltinn hrekkur af varnarmanni Víkinga á Quee sem á einfalt verk fyrir höndum.
85. mín
Inn:Logi Tómasson (Víkingur R.) Út:Erlingur Agnarsson (Víkingur R.)
84. mín
Fylkismenn voru að gera klárt í þrefalda skiptingu þegar Aron meiddist...en hættu við að etja Arnór Gauta inná.

Eg held þó að þeir hefðu mátt það þar sem skipting Arons kom svo sannarlega til út af höfuðhöggi.
83. mín
Inn:Jordan Brown (Fylkir) Út:Guðmundur Steinn Hafsteinsson (Fylkir)
83. mín
Inn:Orri Sveinn Stefánsson (Fylkir) Út:Ragnar Sigurðsson (Fylkir)
82. mín
Inn:Ólafur Kristófer Helgason (Fylkir) Út:Aron Snær Friðriksson (Fylkir)
Aron borinn af velli, vonum að þetta fari vel
80. mín
PÚFFFFFFF!!!!

Aron steinliggur eftur enn eina vörsluna, Erlingur kominn í gegn og á skot sem hann ver en sóknarmaðurinn dettur og hnéð virðist fara beint í andlit Arons.

Þetta leit afar illa út!
77. mín
ARON ENN Á NÝ!

Sama uppskrift og áðan nema nú var það Erlingur sem komst einn gegn Aroni sem ver enn og aftur og enn hanga heimamenn á bláþræðinum og í séns.
75. mín
Rasmussen nálægt því að komast í færi í teignum en tekur auka snertingu og Víkingar komast fyrir.
72. mín
SLÁIN!

Kristal langar í þrennu hér í dag, fær sendingu út í teiginn vinstra megin tékkar út og neglir í slána.
71. mín
Kristall er kominn á miðjuna hjá Víkingi og Helgi fór upp á topp.

Rassmusen leysir Dag af á vinstri kantinum og Birkir fer í stöðu Guðmundar Steins sem er kominn upp á topp.
69. mín
ENN ARON!

Aron er að halda heimamönnum í þessum leik. Nú ver hann frá Helga úr góðu færi í teignum, var snöggur að loka á hann og ver með fótunum.
68. mín
DAUÐAFÆRI!!!

Hér fékk Kristall dauðafæri til að klára þrennuna! Fylkismenn eru að reyna að komast ofar á völlinn og skilja eftir stór svæði á bakvið sig, stunga á Kristal sem er einn gegn Aroni, sá lokar vel og Kristall vippar rétt framhjá!
66. mín
Inn:Malthe Rasmussen (Fylkir) Út:Dagur Dan Þórhallsson (Fylkir)
66. mín
Inn:Birkir Eyþórsson (Fylkir) Út:Þórður Gunnar Hafþórsson (Fylkir)
66. mín
Inn:Helgi Guðjónsson (Víkingur R.) Út:Júlíus Magnússon (Víkingur R.)
63. mín
Jæja, Fylkismenn eru aðeins komnir nær því að búa til ógn, sendingar komnar inn í teig sem vörn Víkings þarf að díla við og smá hasar í kringum það.

Þeir þurfa mark í þennan leik.
62. mín
Hér kemur spjald á bekk Víkinga, sáum ekki hver það var sem fékk það..
61. mín Gult spjald: Daði Ólafsson (Fylkir)
Menn eru svolítið að reyna að nappa treyjum hérna í kvöld!

Peysutog hjá Daða á Kristal.
60. mín Gult spjald: Júlíus Magnússon (Víkingur R.)
Uppsafnað líklega...
59. mín
Fylkismenn að reyna að búa til sóknarógn en það er veruleg deyfð yfir þeim núna, sendingar ómarkvissar og ekki líklegir til að skapa hættu.
56. mín Gult spjald: Unnar Steinn Ingvarsson (Fylkir)
Fylkismenn tapa boltanum illa á miðjunni og Unnar stoppar skyndisókn gestanna.
54. mín
Vel varið Aron!

Viktor fær skotfæri í teignum, boltinn fer af Ragnari og Aron þarf að taka þennan með fótunum sem hann gerir vel og ver út í teiginn.
53. mín
Fylkismenn ná að koma ofar á völlinn og eru nálægt því að komast í alvöru færi.

Tapa boltanum og löng sending á Erling sem vinnur sig inn í teiginn en skotið er laust og beint á Aron.
50. mín
Víkingar alveg að taka þennan leik yfir.
46. mín MARK!
Kristall Máni Ingason (Víkingur R.)
Stoðsending: Pablo Punyed
Velkomin til leiks bara!

Pablo fær frið á miðjunni og á geggjaða sendingu milli Ragnaranna á Kristal sem er afar yfirvegaður þegar hann sendir boltann örugglega í fjærhornið.

Nú þurfa heimamenn átak!
46. mín
Leikur hafinn
Aftur af stað í Árbæ.
45. mín
Hálfleikur
Frekar rólegt yfirbragð á þessum leik, Víkingar tóku eitt af sínum færum en heimamenn hafa ekki nýtt sín.

Þar skilur á milli.
45. mín
DAUÐAFÆRI!!!

Upp úr engu, boltinn hrekkur í teignum af Ragnari Braga og Erlingur er skyndilega einn í markteignum og snýr en Aron er tilbúinn þarna. Erlingur fékk þennan ansi óvænt en hefði getað farið langt með að klára leikinn.

Fylkismenn fara beint upp völlinn og Þórður á sendingu...á Guðmund Stein enn á ný. Hann skallar framhjá og flautað til hálfleiks.
45. mín
Leikurinn hefur fjarað duglega út hér síðustu 10 mínútur hans.

Einhvern veginn ná heimamenn ekki að nýta sér það að vera meira með boltann en skyndisóknir gestanna eru máttlitlar.
43. mín
Raggi Sig enn með hraðann með sér, stunga innfyrir og hann vinnur kapphlaup við Kristal og hreinsar.
40. mín
Löng sending upp hægri vænginn, Aron hleypur "út í skóg" og Erlingur reynir að nýta sér það en boltinn hátt yfir og framhjá.
39. mín
Enn Guðmundur Steinn í boltanum.

Nú sending frá Daða frá vinstri en boltinn frekar hár og skallinn fer beint upp í loftið og yfir.
37. mín
Inn:Kwame Quee (Víkingur R.) Út:Nikolaj Hansen (Víkingur R.)
Hansen einfaldlega bara verið hálfur maður í mesta lagi frá atvikinu í byrjun.

Kwame fer vinstra megin og Kristall á toppinn.
35. mín Gult spjald: Karl Friðleifur Gunnarsson (Víkingur R.)
Brýtur á Orra úti á vængnum.
34. mín
Þarna færast heimamenn nær. Orri kemst framhjá Karli og sendir inn í teig. Enn er það Guðmundur Steinn sem er í boltanum en er aðþrengdur og Fylkismenn komast fyrir skotið og hreinsa.
29. mín
Fylkismenn sjá miklu meira af boltanum þessa stundina en eru enn frekar bitlitlir á fremsta þriðjungi.
25. mín
Dagur og Orri hafa skipt um vængi, klárlega meira farið fram á vallarhelmingi Víkinga núna undanfarið en enn eru gestirnir yfir.

Hansen virðist vera að hrista af sér meiðslin.
23. mín
VARSLA!!!

Júlíus í frábæru færi í teignum í annarri bylgju eftir horn, Aron ver virkilega vel með fótunum og Fylkismenn hreinsa.
19. mín
FÆRI!

Nú eru það Orri og Guðmundur Steinn saman. Orri kemst framhjá Atla í teignum og neglir fastri sendingu inn í markteiginn en skalli Steina fer yfir.
17. mín
BJARGAÐ Á LÍNU!!!!

Skrýtið skopp af leikmanni Víkings og skyndilega er Guðmundur Steinn einn gegn Ingvari. Vippið hans er flott og á leið í markið en Sölvi finnur spretthraðann sinn og bjargar á línu.
16. mín Gult spjald: Orri Hrafn Kjartansson (Fylkir)
Teikaði Punyed, hárrétt.
14. mín
Fylkismenn koma hér ákafar inn í allar aðstæður, Guðmundur Steinn skýtur hátt yfir úr teignum og stuttu síðar er Orri nálægt því að komast í gegn en Víkingar bjarga í horn.
13. mín
Hansen er enn að hlaupa hérna en hann bara er enn haltur satt að segja.
10. mín
Víkingar stilla upp í 433

Ingvar

Karl - Sölvi - Halldór Smári - Atli

Viktor - Punyed - Júlíus

Erlingur - Hansen - Kristall
9. mín MARK!
Kristall Máni Ingason (Víkingur R.)
Stoðsending: Nikolaj Hansen
Upp úr engu!

Aron sendir á Ásgeir í markspyrnu en sá missir boltann klaufalega, Hansen fær boltann rétt utan D-bogans, hann rekur boltann áfram og leggur á Kristal sem að gerir vel og klárar örugglega.
8. mín
Dagur fékk að taka þessa og laus æfingabolti beint á Ingvar.

Hansen er utan vallar og haltrar þar...
6. mín
Unnar Steinn vinnur boltann á miðjunni og rýkur upp völlinn þar til að brotið er á honum svona rúmlega í skotfæri.

Nicolaj Hansen fékk byltu og liggur á vellinum.
4. mín
Víkingar koma grimmir inn í leikinn.

Hafa komið sér vel inn í teiginn en eru ekki enn komnir í færi.
3. mín
Fylkismenn spila 4-4-1-1

Aron

Ragnar Bragi - Ragnar Sig - Ásgeir - Daði

Orri - Helgi Valur - Unnnar - Dagur

Guðmundur Steinn

Þórður
1. mín
Leikur hafinn
Lagt af stað í Árbæ
Fyrir leik
Fylkismenn eru í sínum alvanalega órans-svart-órans búningi.

Víkingar eru alhvítir. Dómararnir eru að sjálfsögðu í hinum eina sanna búningi, alsvartir.
Fyrir leik
Þá er bara beðið eftir að liðin komi upp stigann frá Fylkishöllinni.

Lokasprauturnar af vatni koma á meðan upp úr teppinu og dæla og dæla.
Fyrir leik
Fólk farið að mæta í stúkuna enda upplagt að horfa á fótbolta á mánudagskvöldi.

Sýnist flestir vera að muna eftir því að gríma er skylda í stúkunni. Stuðningssveitin er heldur betur mætt og strax farin að hvetja heimamenn.
Fyrir leik
Að venju getur fólk hjálpað til við lýsingu leiksins á einfaldan hátt.

Henda #fotboltinet í skráningu á tístinu sínu og ég gríp það inn í leikþráðinn sem gæti verið skemmtilegt að hafa með.
Fyrir leik
Það er býsna sögulegur dagur fyrir áhangendur Fylkis sem sjá nú Ragnar Sigurðsson aftur í Fylkistreyjunni á þeirra heimavelli.

Síðast lék hann hér sem Fylkismaður þann 16.september 2006 í 1-1 jafntefli við Breiðablik. Vikuna á undan, þann 10.septembar það ár skoraði hann síðast á Árbæjarvelli.

Nú er að sjá hvað kappinn gerir til að halda uppá heimkomu eftir 15 ára fjarveru!
Fyrir leik
Dómarateymið liggur fyrir.

Jóhann Ingi Jónsson flautar leikinn. Honum til aðstoðar með flögg og í eyra eru Oddur Helgi Guðmundsson og Eystein Hrafnkelsson.

Varadómarinn er Arnar Ingi Ingvarsson og eftirlitinu sinnir Þórhallur Dúi Gunnarsson.
Fyrir leik
Þegar við horfum til þeirra leikmanna sem eiga tengsl við hitt félagið þá er bara einn leikmaður í hvoru liði sem hafa leikið í báðum liðum.

Sá Víkingur sem á leiki með Fylki er Pablo Punyed lék í Árbænum sumarið 2013 og Fylkismaðurinn með leiki fyrir Víkinga er Ragnar Bragi Sveinsson sem var í Fossvoginum 2017.


Fyrir leik
Liðin eiga að baki 25 leiki sín á milli í efstu deild.

Þar hallar töluvert á gestina, Fylkismenn hafa unnið 14 þessara leikja en Víkingar einungis 5 talsins. Jafnteflin eru 6 og markatalan 36 - 25 fyrir Fylki.

Af síðustu 10 viðureignum hafa Fylkismenn unnið 4 og Víkingar 2. Síðasti sigur Víkinga á Fylki var í júlí 2018, síðan þá eru fimm viðureignir að baki.
Fyrir leik
Bæði lið gerðu jafntefli í síðustu umferð.

Víkingar 2-2 heima gegn KA og Fylkismenn gerðu 1-1 jafntefli í Keflavík.

Fylkismenn hafa nú leikið í rúman mánuð án sigurs, sá síðasti kom hér í Lautinni 13.júlí gegn KA. Víkingar vilja líka komast á sigurbraut, á undan jafnteflinu við KA var tap gegn Breiðablik.
Fyrir leik
Við fáum í kvöld að sjá markahæsta leikmann deildarinnar á fullri ferð.

Nicolaj Hansen hefur gert 13 mörk og hefur 6 leiki til að ná markameti deildarinnar sem er jú 19 mörk og sameign fimm leikmanna.
Fyrir leik
Með stigi eða stigum í dag lyfta gestirnir úr Víkingi sér upp í 2.sæti deildarinnar en tap gæti þýtt að þeir lyki deginum í 4.sætinu.

Fylkismenn sitja í 10.sæti deildarinnar, sigur myndi lyfta þeim upp í 8.sæti en tap gæti sett þá í fallsæti í lok dags.

Það er því býsna mikilvægur leikur sem hér fer fram!
Fyrir leik
Leikurinn er liður í 17.umferð Pepsi Max deildarinnar.

Fyrri leik þessara liða í sumar lauk með 2-2 jafntefli þar sem þrjú mörk voru skoruð á síðustu 9 mínútum leiksins.

Vonandi fáum við svipað fjör í dag.
Fyrir leik
Góðan og blessaðan daginn og velkomin í beina textalýsingu úr Árbænum þar sem heimamenn í Fylki taka á móti nágrönnum sínum vestan Elliðaár, Víkingum.
Byrjunarlið:
1. Ingvar Jónsson (m)
Sölvi Ottesen
7. Erlingur Agnarsson ('85)
8. Viktor Örlygur Andrason (f)
10. Pablo Punyed
12. Halldór Smári Sigurðsson
17. Atli Barkarson
20. Júlíus Magnússon (f) ('66)
22. Karl Friðleifur Gunnarsson
23. Nikolaj Hansen (f) ('37)
80. Kristall Máni Ingason

Varamenn:
16. Þórður Ingason (m)
3. Logi Tómasson ('85)
9. Helgi Guðjónsson ('66)
11. Adam Ægir Pálsson
27. Tómas Guðmundsson
28. Halldór Jón Sigurður Þórðarson
77. Kwame Quee ('37)

Liðsstjórn:
Arnar Gunnlaugsson (Þ)
Þórir Ingvarsson
Ísak Jónsson Guðmann
Hajrudin Cardaklija
Einar Guðnason
Kári Árnason
Guðjón Örn Ingólfsson

Gul spjöld:
Karl Friðleifur Gunnarsson ('35)
Júlíus Magnússon ('60)

Rauð spjöld: