Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
ÍA
0
2
KR
0-1 Kjartan Henry Finnbogason '14
Guðmundur Tyrfingsson '50 , sjálfsmark 0-2
25.08.2021  -  18:00
Norðurálsvöllurinn
Pepsi Max-deild karla
Aðstæður: Strekkingsvindur, skýjað en þurrt að kalla. Hiti um 13 gráður
Dómari: Einar Ingi Jóhannsson
Maður leiksins: Kjartan Henry Finnbogason
Byrjunarlið:
1. Árni Marinó Einarsson (m)
Gísli Laxdal Unnarsson
3. Óttar Bjarni Guðmundsson (f)
4. Hlynur Sævar Jónsson ('64)
9. Viktor Jónsson
10. Steinar Þorsteinsson ('56)
18. Elias Tamburini ('64)
19. Ísak Snær Þorvaldsson
20. Guðmundur Tyrfingsson
22. Hákon Ingi Jónsson
44. Alex Davey

Varamenn:
31. Dino Hodzic (m)
2. Þórður Þorsteinn Þórðarson ('64)
14. Ólafur Valur Valdimarsson
16. Brynjar Snær Pálsson ('64)
17. Ingi Þór Sigurðsson
18. Haukur Andri Haraldsson
19. Eyþór Aron Wöhler ('56)

Liðsstjórn:
Jóhannes Karl Guðjónsson (Þ)
Daníel Þór Heimisson
Skarphéðinn Magnússon
Bjarki Sigmundsson
Hallur Freyr Sigurbjörnsson

Gul spjöld:
Elias Tamburini ('57)
Alex Davey ('71)

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Ægir Jarl með alvöru sprett og skot sem smellur í þverslánni.
Einar flautar svo leikinn af um leið og boltinn fjarlægist mark ÍA.

4.sætið KRinga en Skagamenn í vondum málum á botninum. Viðtöl og skýrsla væntanleg.
94. mín
Fjarar hægt og rólega út hér á Akranesi.
92. mín
KR að sigla þessu heim í rólegheitum. Fagmannleg frammistaða hjá þeim til þessa í leiknum.
90. mín
Uppbótartími er að lágmarki fimm mínútur.
89. mín
Heimamenn fá horn
88. mín
Hákon Ingi fer niður í teignum og biður um eitthvað. Einar ekki á sama máli.
84. mín
Heimamenn fá horn. Nú eða aldrei fyrir heimamenn?

Eyþór í boltanum en nær ekki að koma honum á markið eftir hornið.
83. mín
Leikurinn stopp. Kennie fær aðhlynningu eftir að hafa fengið högg.
79. mín
Davey í einhverri baráttu og KRingar vilja annað spjald. Lítið í því.

Annars er það einkennandi fyrir sóknarþunga heimamanna að nú rétt áðan tyllti mávur sér á vallarhelming KRinga og hafði það náðugt um stund.
76. mín
Aftur Gísli með fínan bolta í átt að marki en vantar smá ákveðni í menn að keyra á boltann.
75. mín
Gísli Laxadal með fína fyrirgjöf en Skagamenn skrefinu of seinir til að ná til hennar.
73. mín
Inn:Ægir Jarl Jónasson (KR) Út:Kristján Flóki Finnbogason (KR)
Engir sénsar teknir og Kristján Flóki fer af velli.
71. mín Gult spjald: Alex Davey (ÍA)
Brýtur á Kristjáni Flóka off the ball og fær gult.

KRingar í álitlegri skyndisókn sem ekkert verður úr vegna brotsins.

Flóki liggur eftir á vellinum.
70. mín
Rólegt yfir þessu þessar mínútur. KRingar væntanlega bara mjög sáttir enda að fara í 4.sætið verði úrslit leikja dagsins á þann veg sem stefnir í.
68. mín
ÞÞÞ með hörkuskot að marki KR en boltinn í Ísak sem stendur í teig KR. Rangstæður í þokkabót.
65. mín
Gísli með fyrirgjöf en boltinn beint í fang Beitis.
64. mín
Inn:Brynjar Snær Pálsson (ÍA) Út:Hlynur Sævar Jónsson (ÍA)
64. mín
Inn:Þórður Þorsteinn Þórðarson (ÍA) Út:Elias Tamburini (ÍA)
59. mín
Heimamenn fá hornspyrnu.

Einmitt það boltanum spyrnt en svífur langt afturfyrir markið. Bætt heldur í vind hér.
57. mín Gult spjald: Elias Tamburini (ÍA)
Tekur hressilega tæklingu á Óskar Örn sem steinliggur. Klárt spjald.
56. mín
Inn:Eyþór Aron Wöhler (ÍA) Út:Steinar Þorsteinsson (ÍA)
Skagamenn gera sínu fyrstu breytingu.
54. mín
Óskar Örn með skot úr þröngri stöðu í teignum en víðsfjarri markinu.
50. mín SJÁLFSMARK!
Guðmundur Tyrfingsson (ÍA)
Stoðsending: Kjartan Henry Finnbogason
Kennie finnur Kjartan Henry í hlaupi upp völlinn. Skagamenn fáliðaðir til baka, Kjartan rennir boltanum inn á teiginn þar sem Guðmundur með mann í bakinu rennir sér á boltann og sendir hann framhjá Árna í eigið net.
46. mín
Kristján Flóki fellur með tilþrifum og engist um í grasinu eftir viðskipti við Tamburini. Einar flautar ekki en stöðvar leikinn stuttu síðar og ræðir við Flóka sem er fljótur á lappir.
46. mín
Seinni hálfleikur hafinn

Heimamenn hefja leik hér í síðari hálfleik.
45. mín
Hálfleikur
KRingar leiða hér í hálfleik eftir mark Kjartans Henry snemma leiks. KR lék með vindinum í fyrri hálfleik og spurning hvort heimamönnum takist betur að nýta sér blásturinn hér á Akranesi.
45. mín
Viktor Jónsson

Aleinn á fjærstöng í teignum. Fær boltann og hamrar hann í átt að marki en framhjá fer boltinn.
45. mín
Skagamenn fá aukaspyrnu í fyrirgjafarstöðu.
42. mín
Gestirnir stálheppnir, Gísli Laxdal með lúmska fyrirgjöf sem siglir í gegnum markteiginn framhjá öllum og afturfyrir. Vantaði bara eins og eina tá og boltinn hefði legið í netinu.
39. mín
Hákon Ingi í mjög þröngu færi í teig KR. Setur boltann í hliðarnetið.
38. mín
Theodór Elmar með skot í varnarmann og afturfyrir. KR með hornspyrnu.
36. mín
Skagamenn sækja en það vantar einhvern aukakraft í þeirra aðgerðir. KRingar hafa full lítið fyrir því að stöðva þá þegar þeir á annað borð komast fram.
34. mín Gult spjald: Finnur Tómas Pálmason (KR)
Sparkar boltanum í burtu eftir að brot er dæmt.
31. mín
Finnur brýtur á Ísak Snæ og Skagamenn eiga aukaspyrnu á ágætum stað.

Gísli Laxdal með skotið beint í vegginn.
27. mín
Theodór Elmar í teignum en tekur sér alltof langan tíma í að ákveða hvað hann á að gera. Tekur að endingu skot en slappt var það og beint í hendur Árna.
21. mín
Var þessi inni?

Kennie með svakalegt skot úr aukaspyrnunni sem smellur í slánni og niður. KRingar vilja meina að boltinn hafi verið inni en ég er í engri aðstöðu til að sjá það.

Erfitt að sjá úr útsendingu líka en miðað við hvernig boltinn skoppar má færa rök fyrir því að gestirnir hafi eitthvað til síns máls.
20. mín
KR fær aukaspyrnu á hættulegum stað.
18. mín
Gestirnir að stýra leiknum frá A til Ö. Vinna hér horn eftir snarpa sókn.
14. mín MARK!
Kjartan Henry Finnbogason (KR)
Stoðsending: Stefán Árni Geirsson
Gestirnir eru komnir yfir og heimamann alls ekki sáttir.

Stefán Árni fær tíma á boltann úti hægra meginn, nær ágætri sendingu iinn á teiginn þar sem Kjartan Henry mætir. Kjartan þurfti reyndar að ryðja Guðmyndi Tyrfingssyni úr vegi sínum og gerir það. Fannst þetta bakhrinding úr stúkunni séð og Skagamenn ekki sáttir en Einar dæmir markið gott og gilt og þar við situr.
12. mín
Skagamenn sækja. Viktor Jóns með fyrirgjöf sem Finnur skallar afturfyrir.

Held svei mér þá að þetta sé fyrsta alvöru sókn Skagamanna.
11. mín
Fínasta skyndisókn KR. Kennie ber upp boltann, setur hann í fætur á Kristjáni Flóka sem tíar Óskar Örn upp af um 18-20 metra færi en skot Óskars alltaf á uppleið og siglir talsvert yfir markið.
8. mín
Boltinn skallaður framhjá eftir hornið. Sýndist það vera Finnur Tómas.
7. mín
KRingar sjá um að halda boltanum hér fyrstu mínúturnar.
Heimamenn liggja til baka og bíða færis.

Kjartan Henry í hálffæri í teignum en boltinn í varnarmann og afturfyrir.
2. mín
KR fær horn. Stefán Árni með skot af varnarmanni og afturfyrir.

Fékk full mikin tíma til að athafna sig en það slapp fyrir heimamenn.

Boltinn afturfyrir eftir hornspyrnuna.
1. mín
Óskar Örn með fyrsta skot leiksins eftir um 50 sekúndna leik. Nær ekki almennilegum krafti í skotið og Árni ver auðveldlega.
1. mín
Leikur hafinn
Þetta er farið af stað hér á Akranesi. Það eru gestirnir sem hefja hér leik.

Menn heldur seinir að flauta leikinn á.
Fyrir leik
Byrjunarliðin eru komin inn!

Þeir Aron Kristófer Lárusson, Wout Drost og Sindri Snær Magnússon taka út leikbann hjá ÍA í leiknum, þeir byrjuðu allir síðasta leik. Arnþór Ingi Kristinsson fékk að líta rauða spjaldið í síðasta leik KR og er því ekki með í dag.

Í síðustu umferð tapaði ÍA 2-1 gegn Breiðabliki á útivelli. Jóhannes Karl Guðjónsson, þjálfari ÍA, snýr til baka á hliðarlínuna eftir eins leiks bann og gerir fjórar breytingar á sínu liði. Viktor Jónsson, Steinar Þorsteinsson, Alex Davey og Guðmundur Tyrfingsson koma inn í liðið. Brynjar Snær Pálsson sest á bekkinn.

Rúnar Kristinsson, þjálfari KR, gerir þrjár breytingar á sínu liði frá 0-1 útisigrinum gegn HK í síðustu umferð. Pálmi Rafn Pálmason snýr til baka eftir meiðsli og þá koma þeir Arnór Sveinn Aðalsteinsson og Óskar Örn Hauksson inn í liðið. Kristinn Jónsson er ekki í leikmannahópnum og Atli Sigurjónsson tekur sér sæti á bekknum.
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Fyrir leik
Spámaðurinn

Framarinn Valtýr Björn Valtýsson er spámaður umferðarinnar hér á Fótbolta.net. Um leik ÍA og KR sagði hann.

ÍA 1 - 3 KR

Leikir þessara liða í sögunni hafa ávallt verið bráðfjörugir og mikið gengið á. Í fyrri leik liðanna í lok maí, sem KR vann 3-1, kláruðu þeir svart-hvítu leikinn á fyrsta korterinu. Ég held að það verði ekki uppi á tengingnum í þetta skipti. Þrír í banni hjá ÍA og einn hjá KR. Liðin eru að berjast á sitthvorum enda töflunnar, ÍA í neðsta sæti og þarf sigur og ekkert annað og KR í 5.sæti og þarf sigur í baráttunni um evrópusæti. Þvílíkur leikur þetta verður. Mig langar að setja jafntefli en held að piltar Rúnars hafi þetta 0-2 eða eigum kannski að segja 1-3 líkt og fyrri leikurinn.


Fyrir leik
Dómarar

Einar Ingi Jóhannsson heldur er með flautuna í leik kvöldsins. Honum til aðstoða eru Gunnar Helgason og Smári Stefánsson. Arnar Þór Stefánsson er varadómari og eftirlitsmaður KSÍ er Björn Guðbjörnsson.


Fyrir leik
Fyrri viðureignir

Hef lagt það í vana minn að skoða aðeins leiki liða innbyrðis frá aldamótum undanfarið. En þar sem þetta er þessi leikur skulum við skoða leiki liðana í efstu deild frá upphafi.

115 leikir eru skrásettir á milli liðana í efstu deild frá upphafi. Sá fyrsti á skrá fór fram mánudaginn 15. júní árið 1953.Þann dag lagði ÍA lið KR 4-0 á Melavellinum sáluga. Annars er tölfræði liðana yfir þessa 115 leiki merkilega jöfn.

ÍA 45 sigrar og 173 mörk skoruð.

KR 42 sigrar og 163 mörk skoruð.

28 leikjum hefur lokið með jafntefli.
Fyrir leik
ÍA

Tólfta og neðsta sætið með tólf stig fjórum stigum frá öruggu sæti er staða heimamanna fyrir leikinn. Með fimm leiki eftir þarf engan stærðfræðisnilling í að sjá að þótt liðið sé ekki fallið enn þarf liðið nauðsynlega að fara setja þrjú stig á töfluna. Staðan er vissulega þung en vinni liðið sigur á KR í kvöld á liðið innbyrðis viðureignir við nokkur af liðunum fyrir ofan sig eftir og hefur því örlög sín í eigin höndum fari vel hér í kvöld.


Fyrir leik
KR

Fimmta sætið með 29 stig er hlutskipti KR fyrir leik dagsins. Eflaust ekki staðan sem KR ætlaði sér að vera í á þessum tímapunkti í mótinu og sæti í Evrópu fjarlægt sem stendur. Möguleikin er þó til staðar að gestirnir laumi sér bakdyrameginn í baráttu um evrópusæti fari úrslit í leikjum liðanna fyrir ofan þá í þeirra hag. Til þess þurfa KRingar þó líklega að vinna alla sína leiki sem eftir eru og treysta á önnur úrslit líkt og áður sagði.


Fyrir leik
KRÍA

Ég er að slíta barnskónum þegar þessir leikir voru þeir allra mikilvægustu á leiktímabilinu. Úrslitaleikurinn 1996 er mér í fersku minni sem og aðrar hatrammar rimmur milli liðana á þessum árum. Sá tími er þó liðin að úrslit Íslandsmótsins því sem næst ráðist í leikjum liðana en rígurinn milli liðanna er enn til staðar fyrir því. Sennilega fátt sem pirrar bæjarbúa á Skaganum meira en að tapa fótboltaleikjum og þá sérstaklega gegn KR.

Fyrir leik
Komið þið sæl kæru lesendur og verið velkomin í beina textalýsingu Fótbolta.net frá leik ÍA og KR í Pepsi Max deild karla í knattspyrnu.
Byrjunarlið:
1. Beitir Ólafsson (m)
Pálmi Rafn Pálmason
5. Arnór Sveinn Aðalsteinsson
6. Grétar Snær Gunnarsson
7. Finnur Tómas Pálmason
9. Kjartan Henry Finnbogason
9. Stefán Árni Geirsson
10. Kristján Flóki Finnbogason ('73)
11. Kennie Chopart (f)
16. Theodór Elmar Bjarnason (f)
22. Óskar Örn Hauksson (f)

Varamenn:
13. Guðjón Orri Sigurjónsson (m)
8. Emil Ásmundsson
14. Ægir Jarl Jónasson ('73)
18. Aron Bjarki Jósepsson
20. Eiður Snorri Bjarnason
23. Atli Sigurjónsson

Liðsstjórn:
Rúnar Kristinsson (Þ)
Valgeir Viðarsson
Valþór Hilmar Halldórsson
Friðgeir Bergsteinsson
Sigurður Jón Ásbergsson
Hrafn Tómasson
Sigurvin Ólafsson
Aron Bjarni Arnórsson

Gul spjöld:
Finnur Tómas Pálmason ('34)

Rauð spjöld: