Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
Víkingur R.
2
0
Leiknir R.
Nikolaj Hansen '30 1-0
Erlingur Agnarsson '36 2-0
25.09.2021  -  14:00
Víkingsvöllur
Pepsi Max-deild karla
Dómari: Ívar Orri Kristjánsson
Maður leiksins: Nikolaj Hansen
Byrjunarlið:
1. Ingvar Jónsson (m)
Sölvi Ottesen
7. Erlingur Agnarsson ('82)
8. Viktor Örlygur Andrason (f) ('67)
10. Pablo Punyed
12. Halldór Smári Sigurðsson
17. Atli Barkarson
20. Júlíus Magnússon (f)
22. Karl Friðleifur Gunnarsson
23. Nikolaj Hansen (f) ('89)
80. Kristall Máni Ingason ('82)

Varamenn:
99. Uggi Jóhann Auðunsson (m)
3. Logi Tómasson ('82)
9. Helgi Guðjónsson ('82)
11. Adam Ægir Pálsson ('89)
27. Tómas Guðmundsson
28. Halldór Jón Sigurður Þórðarson
77. Kwame Quee ('67)

Liðsstjórn:
Arnar Gunnlaugsson (Þ)
John Henry Andrews (Þ)
Ísak Jónsson Guðmann
Einar Guðnason
Guðjón Örn Ingólfsson

Gul spjöld:

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Víkingar eru Íslandsmeistarar!!!!!! (STAÐFEST)

Það verðurn allt geggjað hér á vellinum blys og læti!!!

Við erum farnir út að heyra í mönnum.
92. mín
Kwame með lúmska fyrirgjöf en Guy hirðir boltann.
92. mín
Mínúta eftir og blysin loga í stúkunni.
90. mín
Það eru þrjár mínútur í algjöran trylling hér í Víkinni!
89. mín
Inn:Adam Ægir Pálsson (Víkingur R.) Út:Nikolaj Hansen (Víkingur R.)
Markakóngur Pepsi Max 2021 fer af vell og uppsker mikið klapp!
88. mín
Það stendur hver einasti kjaftur í stúkunni og fólk er tilbúið í risa partý!!!!
87. mín
Emil Berger með skot en langt langt framhjá. Dreif ekki einu sinni í innkast.
84. mín
Octavio með fyrirgjöf en beint í fang Ingvars,
83. mín
Víkingar breyta og leikurinn í jafnvægi sem fyrr. Víkingar að sigla þessu heim.
82. mín
Inn:Helgi Guðjónsson (Víkingur R.) Út:Kristall Máni Ingason (Víkingur R.)
82. mín
Inn:Logi Tómasson (Víkingur R.) Út:Erlingur Agnarsson (Víkingur R.)
81. mín
Inn:Jón Hrafn Barkarson (Leiknir R.) Út:Loftur Páll Eiríksson (Leiknir R.)
81. mín
Inn:Davíð Júlían Jónsson (Leiknir R.) Út:Árni Elvar Árnason (Leiknir R.)
79. mín
Kristall Máni

Alltof gráðugur!!!!!

Gerir frábærlega að tæta vörn Leiknis í sig en dettur í teignum. Niko brjálaður enda í úrvalsfæri.
77. mín
Víkingar í skyndisókn en Leiknismenn komast fyrir fyrirgjöf Karls.

Víkingar vinna boltann strax aftur og á Kwame skot sem Guy ver.
76. mín
Það er minna en korter eftir af þessum leik. Er þetta að gerast? Eru Víkingar af öllum liðum að fara landa þeim stóra?
75. mín
Rólegt yfir þessu hér. Víkingum líður bara ágætlega og Leiknismenn ekki ógnað þeim að ráði.
71. mín
Víkingar fá horn.
67. mín
Inn:Kwame Quee (Víkingur R.) Út:Viktor Örlygur Andrason (Víkingur R.)
66. mín
Víkingar fært lið sitt talsvert neðar á völlinn og Leiknismenn aðeins gengið á lagið.

Víkingar sækja þó hér og vinna horn.
63. mín
Inn:Octavio Paez (Leiknir R.) Út:Birkir Björnsson (Leiknir R.)
Stutt gaman hjá Birki í dag. Lendir í samstuði við Viktor og lýkur leik.
61. mín
Viktor Örlygur skallar saman við Leiknismann við stúkuna og báðir steinliggja.
59. mín
Inn:Birkir Björnsson (Leiknir R.) Út:Hjalti Sigurðsson (Leiknir R.)
Fyrsta skipting leiksins.
58. mín
Viktor og Erlingur með laglegt samspil en fyrirgjöf Viktors beint í fang Guy.
56. mín
Manga Escobar lítið að pæla í Fair play hérna en lætur sér segjast á endanum og skilar boltanum.
55. mín
Leiknismenn að sækja en Víkingar komast fyrir.

Leikur Víkinga verið virkilega góður í dag!
53. mín
Blikar eru komnir yfir í Kópavogi. Kristinn Steindórsson með markið þar.
51. mín
Pablo með stungusendingu inn fyrir á Erling en Guy mætir honum og hirðir boltann.
48. mín
Fer rólega af stað hér í síðari hálfleik. Víkingar þó að halda boltanum betur sem fyrr.
46. mín
Seinni hálfleikur hafinn

Heimamenn hefja leik hér í síðari stuð og stemming framundan.
45. mín
Hálfleikur
Það er eitthvað í loftinu hér!

Víkingar leiða í hálfleik og Víkingar aðeins einum hálfleik frá fyrirheitna landinu!
42. mín
Úff þetta var ljótt. Leiknismenn sækja boltinn inn á teig Víkinga. Víkingar hreinsa en boltinn beint í andlit Bjarka sem steinliggur.
40. mín
Ég ætla rétt að vona að sjónvarpsmyndir nái að skila broti af stemmimnguni hér heim í stofu. Hún er vægast sagt geggjuð.
36. mín MARK!
Erlingur Agnarsson (Víkingur R.)
Stoðsending: Nikolaj Hansen
Víkingar eru í draumaheimi!!!!!!

Slök sending út úr varnarlínu Leiknis, Víkingar keyra á fullu gasi á þá. Boltinn á Niko sem þræðir hann áfram á Erling sem skorar á nærstöngina hjá Guy!
35. mín
Guy Smit í úthlaup og nær til boltans hársbreidd áður en Kristall kemst í hann.

Stemmingin í stúkunni er tryllt!
30. mín MARK!
Nikolaj Hansen (Víkingur R.)
Stoðsending: Kristall Máni Ingason
MAAAAAAAAAARK! HVER ANNAR EN HANSEN!!!

Víkingar taka hér forystuna eftir snarpa sókn! Kristall Máni með frábæra fyrirgjöf og Hansen gjörsamlega aleinn í teignum! Hann á ekki í neinum vandræðum með að stanga boltann inn!!! 1-0.
25. mín
Darraðadans við teig Leiknis en þeir bjarga á síðustu stundu.
22. mín
Erlingur með fyrirgjöf sem fer í hendina á varnarmanni en Ívar segir nei og áfram með leikinn.
21. mín
Aftur fá Víkingar horn.
20. mín Gult spjald: Brynjar Hlöðversson (Leiknir R.)
Soft spjald. Fannst hann taka boltann en Niko fer niður og Ívar spjaldar.
19. mín
Manga að sleppa í gegn en flaggið á loft og það réttilega. Klárar skotið en hittir ekki markið.
18. mín
Víkingar fá fyrsta horn leiksins.

Slakur bolti sem fer yfir allt og alla og afturfyrir.
18. mín
Brotið á Kristal á miðjum vellinum en Loftur sleppur við spjald.
17. mín
Ingvar með úthlaup og setur boltann í Escobar. Karl Friðleifur setur boltann útfyrir.
15. mín
Manga Escobar í vænlegri stöðu en Víkingar komast fyrir og boltinn svo afturfyrir eftir aðra tilraun frá Manga.
10. mín
Atli Barkarson fær aukaspyrnu í fínni fyrirgjafarstöðu.
9. mín
Pressa Víkinga að þyngjast. Atli Barkarson með skot í varnarmann.
7. mín
Erlingur gerir vel úti hægra megin og kemur boltanum fyrir markið en Leiknismenn bjarga.
6. mín
Manga með skotið en í varnarmann fer boltinn.
3. mín
Kraftur í báðum liðum hér í upphafi. Þetta verður eitthvað.
1. mín
Leikur hafinn
Þetta er farið af stað!

Það eru gestirnir sem hefja hér leik.

Allt er undir og hér verður barist!
Fyrir leik
Stúkan hér í Víkinni er að verða troðin. Stemmingin er rosaleg og styttist allsvakalega í leik.

Það verður taumlaus fótboltaveisla hér á Fótbolti.net næstu tvo tíma!
Fyrir leik
Byrjunarliðin eru klár

Liðin eru komin inn hér til hliðar.

Kári Árnason tekur út leikbann vegna fjögurra áminninga. Karl Friðleifur Gunnarsson kemur inn í liðið í hans stað.

Hjá Leikni fer Jón Hrafn Bjarkason út fyrir Loft Pál Eiríksson.
Fyrir leik
Það er aðeins einn Danni Hjalta

Ég hugsaði vel og lengi hvern ég ætti að fá til þess að spá fyrir um leikinn í dag. Margir voru fyrirkallaðir en það var alltaf eitt nafn sem var mér efst í huga. Sumir segja að hann sé jafnvel upphafið að ríg á milli Víkinga og Leiknis en spámaður minn í dag er Víkingsgoðsögnin sem fékk sitt knattspyrnulega uppeldi í Fellunum. Maður er nefndur Daníel Hjaltason!

,,Breiðhyltingar fíla ekki að vera ómarkverðir statistar í annarra manna narratívu og koma til með að vera 111 til mikils sóma eins og þeir hafa verið í allt sumar. Víkingar eru þó komnir of nálægt núna og löngun rauðsvartra í titil mun ríða baggamuninn í leik tveggja ótrúlega vel spilandi líða. Mig langar að óska báðum liðum til hamingju með alvöru tímabil. Það hefur glatt gamalt hjarta að fylgjast með þessu í sumar í Osló. Víkingar klára þetta fyrir Fossvoginn 2-1.''


Fyrir leik
Vinsamleg viðvörun

Til þess að vera fullkomnlega heiðarlegur þá er ég gallharður Víkingur. Ég mun reyna eftir fremsta megni að vera fagmannlegur í minni lýsingu í dag en get ekki útilokað að mínar tilfinningar muni að einhverju leyti skína í gegn í lýsingu minni. Köllum það ástríðu fyrir sportinu sem mun vonandi bara gera leikinn skemmtilegri fyrir þá sem lesa.
Fyrir leik
Leiknir

Ein hindrun stendur í vegi fyrir Víkingum á leið að titlinum. Liðið þarf að leggja lærisveina Sigurðar Höskuldssonar í Leikni. Sýnd veiði en ekki gefin það. Leiknismenn hafa að engu nema stolti að keppa og koma eflaust vel mótiveraðir til leiks enda geta þeir skemmt partýið sem Víkingum langar að halda all svakalega. Gestirnir unnu fyrri leik liðana í sumar en hafa síðan misst sinn besta mann Sævar Atla Magnússon sem gerði bæði mörk liðsins í 2-1 sigri Leiknis á Víkingum fyrr í sumar til Danmerkur.


Fyrir leik
LOKAUMFERÐIN BEINT Á X977

Hitað verður upp frá klukkan 12 þar sem Elvar Geir og Tómas Þór rýna í leikina. Allir leikirnir verða svo flautaðir á klukkan 14 og við verðum með menn á öllum völlum.

Elvar Geir, Benedikt Bóas og Rafn Markús verða í hljóðverinu og heyra í fréttamönnum á völlunum.

Allt í þráðbeinni en hægt er að hlusta á útsendingu Xins með því að smella HÉR

Fyrir leik
Handrit Kára og Sölva

Það er duga engin orð til að lýsa þeirra rosalegu dramatík sem átti sér stað í 21.umferð deildarinnar sem fram fór um síðastliðna helgi og áhrifin sem hún hafði á toppbaráttuna. Breiðablik á toppnum fyrir þá umferð 2 stigum á undan Víkingum og með miklu miklu miklu betri markatölu en Víkingar. Þeir þurftu þó að bíta í það súra epli að tapa 1-0 gegn FH í Hafnarfirði þar sem Árni Vilhjálmsson misnotaði vítaspyrnu. Á svipuðum tíma og flautað var af í Kaplakrika fengu Blikar þá blautu tusku í andlitið að Víkingar væru komnir yfir á Meistaravöllum gegn KR en bæði lið höfðu þar skorað snemma leiks en Helgi Guðjónsson kom Víkingum yfir á 87.mínútu. Taugatrekktir Blikar kættust mjög þegar langt var komið inn í uppbótartíma á Meistaravöllum þegar KR fékk vítaspyrnu en Ingvar Jónsson varði spyrnu Pálma Rafns Pálmasonar glæsilega og gerði slæman dag Blika enn verri. Eftir leik sagði Kári Árnason í viðtali við stöð 2 sport að þetta væri eftir handritinu sem hann og Sölvi hafa verið með í smíðum undanfarin ár.


Fyrir leik
Sagan

Líkt og áður kom fram eru þrjátíu ár síðan lið Víkinga fagnaði síðast Íslandsmeistaratitlinum.
Það gerðist þann 14.september 1991 þegar Víkingar lögðu Víði í Garði 3-1. Þar komust heimamenn í Víði yfir snemma leiks með marki frá Sævari Leifssyni á 6.mínútu leiksins. Það var svo á 63 mínútu sem Helgi Bjarnason jafnaði fyrir Víkinga. Aðeins tveimur mínútum síðar fæddist ódauðleg goðsögn í búningi Víkinga þegar Björn Bjartmars kom Víkingum yfir en hann var síðan aftur á ferðinni örfáum mínútum síðar og tvöfaldaði forskot Víkinga. Þar við sat og 3-1 sigur Víkinga dugði til að að tryggja þeim þann stóra á markatölu.
Fyrir leik
Aðrir leikir

Möguleiki á Evrópu

Á Samsungvellinum í Garðabæ og Greifavellinum á Akureyri fara fram leikir sem munu ráða því hvaða lið endar í þriðja sæti deildarinnar sem gæti skilað sæti í Evrópu verði Víkingar bikarmeistarar. Í Garðabæ tekur Stjarnan á móti KR þar sem Vesturbæingar verða að vinna og treysta á að KA tapi stigum á sama tíma. KA mætir FH á Greifavellinum og tryggir sér þriðja sætið með sigri. Verði jafntefli eða tapi KA þarf KA að treysta á hagstæð úrslit í Garðabæ.

3. KA 39 stig markatala +16
4. KR 38 stig markatala +14

Fallbaráttan flækist saman við baráttu um þann stóra

Í Keflavík taka heimamenn í Keflavík á móti ÍA. Sigur eða jafntefli tryggir heimamönnum áframhaldandi veru í deild þeirra bestu en vinni ÍA þarf Keflavík að treysta á hagstæð úrslit úr leik HK. Ekkert nema sigur dugir ÍA til að halda sæti sínu í deildinni.

Á Kópavogsvell mætast lið Breiðabliks og HK. Breiðablik á enn möguleika á titlinum en þarf að treysta á að Víkingar misstígi sig gegn Leikni. HK kom eigin örlögum í eigin hendur með sigri á Stjörnunni á dögunum en þarf helst að vinna í dag til þess að vera alveg öruggt með sitt sæti. Jafntefli gæti dugað vinni ÍA Keflavík með 2 mörkum eða meira. Tapi HK þurfa þeir að treysta á að Keflavík taki stig af ÍA.

09.Keflavík 21 stig markatala -14
10.HK 20 stig markatala -15
11.ÍA 18 stig markatala -16

Stoltið eitt

Á Wurthvellinum taka fallnir Fylkismenn á móti fráfarandi Íslandsmeisturum Vals. Aðeins er leikið upp á stoltið í Árbæ og bæði lið eflaust staðráðin í að enda vonbrigðatímabil á jákvæðum nótum.
Fyrir leik
Dagarnir verða ekki mikið stærri

Góðan dag kæru lesendur verið hjartanlega velkomin í þessa veislu með okkur hér á Fótbolta.net þar sem fylgst verður með lokaumferð Pepsi Max deildarinnar í knattspyrnu.
Ég er staddur á Heimavelli hamingjunnar í Fossvogi og mun lýsa hér leik Víkinga og Leiknis en með sigri tryggja Víkingar sér þann stóra, sjálfan Íslandsmeistaratitilinn sem félagið vann síðast árið 1991.



Byrjunarlið:
12. Guy Smit (m)
4. Bjarki Aðalsteinsson (f)
5. Daði Bærings Halldórsson (f)
8. Árni Elvar Árnason ('81)
10. Daníel Finns Matthíasson
11. Brynjar Hlöðversson
18. Emil Berger
19. Manga Escobar
20. Hjalti Sigurðsson ('59)
23. Dagur Austmann
24. Loftur Páll Eiríksson ('81)

Varamenn:
1. Viktor Freyr Sigurðsson (m)
3. Ósvald Jarl Traustason
6. Ernir Bjarnason
14. Birkir Björnsson ('59) ('63)
19. Jón Hrafn Barkarson ('81)
21. Octavio Paez ('63)
23. Arnór Ingi Kristinsson
30. Davíð Júlían Jónsson ('81)

Liðsstjórn:
Sigurður Heiðar Höskuldsson (Þ)
Valur Gunnarsson
Gísli Friðrik Hauksson
Hlynur Helgi Arngrímsson
Ágúst Leó Björnsson
Davíð Örn Aðalsteinsson

Gul spjöld:
Brynjar Hlöðversson ('20)

Rauð spjöld: