Norðurálsvöllurinn
laugardagur 02. október 2021  kl. 12:00
Mjólkurbikar karla
Aðstæður: Ekki heitasti dagur ársins en ekki alslæmt.
Dómari: Erlendur Eiríksson
Maður leiksins: Gísli Laxdal
ÍA 2 - 0 Keflavík
1-0 Gísli Laxdal Unnarsson ('10)
2-0 Gísli Laxdal Unnarsson ('26)
Davíð Snær Jóhannsson , Keflavík ('71)
Myndir: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Byrjunarlið:
1. Árni Marinó Einarsson (m)
3. Óttar Bjarni Guðmundsson (f)
4. Aron Kristófer Lárusson ('58)
5. Wout Droste
7. Sindri Snær Magnússon ('75)
9. Viktor Jónsson ('58)
10. Steinar Þorsteinsson
17. Gísli Laxdal Unnarsson ('69)
19. Ísak Snær Þorvaldsson
20. Guðmundur Tyrfingsson ('58)
44. Alex Davey

Varamenn:
31. Dino Hodzic (m)
6. Jón Gísli Eyland Gíslason ('58)
18. Elias Tamburini ('58)
19. Eyþór Aron Wöhler ('69)
22. Hákon Ingi Jónsson ('58)
23. Ingi Þór Sigurðsson
24. Hlynur Sævar Jónsson ('75)

Liðstjórn:
Jóhannes Karl Guðjónsson (Þ)
Daníel Þór Heimisson
Skarphéðinn Magnússon
Bjarki Sigmundsson
Fannar Berg Gunnólfsson
Hallur Freyr Sigurbjörnsson

Gul spjöld:
Aron Kristófer Lárusson ('31)
Sindri Snær Magnússon ('40)
Viktor Jónsson ('55)
Hlynur Sævar Jónsson ('94)

Rauð spjöld:
@SEinarsson Sverrir Örn Einarsson
96. mín Leik lokið!
Skagamenn verða í úrslitum Mjólkurbikarsins 2021!!!!!!

Viðtöl og skýrsla væntanleg í dag.
Eyða Breyta
95. mín
Nacho Heras með skot/fyrirgjöf af löngu færi sem Árni slær í slánna og yfir.
Eyða Breyta
94. mín Gult spjald: Hlynur Sævar Jónsson (ÍA)

Eyða Breyta
94. mín Gult spjald: Oliver Kelaart (Keflavík)

Eyða Breyta
93. mín
Þetta er að fjara út í rólegheitunum.

Skagamenn fagna vel og innilega í stúkunni.
Eyða Breyta
91. mín
Eyþór með skot en hárfínt framhjá fer boltinn.
Eyða Breyta
90. mín
Uppbótartími er að minnsta kosti fjórar mínútur.
Eyða Breyta
88. mín Adam Árni Róbertsson (Keflavík) Sindri Þór Guðmundsson (Keflavík)

Eyða Breyta
88. mín
Skagamenn fá hornspyrnu.
Eyða Breyta
86. mín
Keflvíkingar pressa en ná engar opnanir að finna. Leikur Skagamanna verið fagmannlegur í alla staði.
Eyða Breyta
83. mín
Marley Blair með frábær tilþrif en Skagamenn sem fyrr hreinsa frá.
Eyða Breyta
81. mín
Frans með skot yfir markið.
Eyða Breyta
80. mín
Dauðafæri í teig ÍA en á einhvern ótrúlegan hátt ná þeir að bjarga í horn.

Fá annað horn eftir það fyrra.
Eyða Breyta
79. mín
Skagamenn fá horn eftir skot Eyþórs.
Eyða Breyta
78. mín
Jón Gísli með skot hátt yfir.
Eyða Breyta
77. mín
Fátt sem bendir til þess að Keflavík ætli að gera áhlaup. Heimamenn stýra leiknum frá a til ö.
Eyða Breyta
75. mín Hlynur Sævar Jónsson (ÍA) Sindri Snær Magnússon (ÍA)

Eyða Breyta
73. mín
Eyþór Aron kemst upp að endamörkum en nær ekki góðri fyrirgjöf og boltinn afturfyrir.
Eyða Breyta
71. mín Rautt spjald: Davíð Snær Jóhannsson (Keflavík)
Davíð Snær tekur Ísak niður á sprettinum og fær sitt annað gula spjald og þar með rautt!

Ótrúlega misráðin ákvörðun það.
Eyða Breyta
69. mín Eyþór Aron Wöhler (ÍA) Gísli Laxdal Unnarsson (ÍA)

Eyða Breyta
69. mín
Volesky strax í færi en Árni vel á verði.
Eyða Breyta
68. mín Christian Volesky (Keflavík) Helgi Þór Jónsson (Keflavík)
Keflavík bætir í sóknina.
Eyða Breyta
67. mín
Kraftabolti ráðandi þessa stundina og lítið um gott spil og færi.
Eyða Breyta
63. mín Gult spjald: Davíð Snær Jóhannsson (Keflavík)
Davíð orðin ansi heitur hér.
Eyða Breyta
63. mín
Gibbs í hörkufæri í teignum en setur boltann framhjá.
Eyða Breyta
62. mín
Davíð Snær keyrður niður um 30 metra frá marki og Keflavík á aukaspyrnu.
Eyða Breyta
60. mín Oliver Kelaart (Keflavík) Ari Steinn Guðmundsson (Keflavík)

Eyða Breyta
58. mín Hákon Ingi Jónsson (ÍA) Viktor Jónsson (ÍA)

Eyða Breyta
58. mín Elias Tamburini (ÍA) Aron Kristófer Lárusson (ÍA)

Eyða Breyta
58. mín Jón Gísli Eyland Gíslason (ÍA) Guðmundur Tyrfingsson (ÍA)

Eyða Breyta
57. mín
Skagamenn hlaða í þrefalda skiptingu.
Eyða Breyta
55. mín Gult spjald: Viktor Jónsson (ÍA)
Hátt með hendur í skallabolta og fer beint í andlit Nacho sem gerði eins mikið úr þessu og kostur var.
Eyða Breyta
53. mín
Helgi Þór með skot að marki ÍA en vel framhjá.
Eyða Breyta
48. mín
Fer afskaplega rólega af stað hér. Heldur bætt í vind ef eitthvað er og liðin að reyna að fóta sig.
Eyða Breyta
46. mín
Seinni hálfleikur hafinn

Heimamenn hefja leik hér í síðari hálfleik tveimur mörkum yfir. Keflavík þarf að taka sénsa og sækja ætli þeir sér að fara í úrslit.
Eyða Breyta
45. mín Hálfleikur
Flautað til hálfleiks hér á Skaganum. Heimamenn leiða verðskuldað en Keflavíkingar hugsa til leiks liðanna um síðustu helgi þar sem þeir leiddu 2-0 en ÍA kom til baka og vann að lokum 3-2.
Eyða Breyta
45. mín
Nacho hendir sér í grasið eftir viðskipti við Ísak. Gat ekki séð neitt í þessu héðan.

Elli ræðir við menn og þar með er það búið.
Eyða Breyta
44. mín
Marley með skot en Ísak hendir sér fyrir boltann.
Eyða Breyta
44. mín
Ágæt sókn Keflavíkur leiðir af sér hornspyrnu.
Eyða Breyta
43. mín
Gísla langar í þrennuna. Tekur sprettinn upp völlinn og inn á teig Keflavíkur. Á þar skot en Sindri sér við honum.
Eyða Breyta
42. mín
Davíð Snær í hálffæri en Árni ver vel.
Eyða Breyta
41. mín
Ari Steinn með fyrirgjöf en Skagamenn hreinsa.
Eyða Breyta
40. mín Gult spjald: Sindri Snær Magnússon (ÍA)
Brot á miðjum vellinum. Fær sennilega spjaldið fyrir aðstoð við dómgæslu.
Eyða Breyta
37. mín
Ísak Snær með skot af varnarmanni og afturfyrir.
Eyða Breyta
35. mín
Guðmundur Tyrfings með rosalegt skot en Sindri með enn rosalegri markvörslu. Skot af vítateigshorni sem stefnir í samskeytin. Skagamenn ætla að klára þetta hér í fyrri hálfleik.
Eyða Breyta
33. mín
Ísak með skot úr teignum sem stefnir í bláhornið en Sindri ver með glæsibrag í horn.

Færin eru öll heimamanna.

Steinar með skot að marki en boltinn framhjá eftir hornið.
Eyða Breyta
32. mín
Skagamenn sækja hratt, Sindri mætir langt út og hreinsar í innkast.
Eyða Breyta
31. mín Gult spjald: Aron Kristófer Lárusson (ÍA)
Stöðvar skyndisókn og tekur á sig spjald.

Skynsamleg ákvörðun þar sem gestirnir voru að komast í vænlega stöðu.
Eyða Breyta
30. mín
Steinar með lúmskt skot sem fer rétt framhjá.
Eyða Breyta
26. mín MARK! Gísli Laxdal Unnarsson (ÍA), Stoðsending: Steinar Þorsteinsson
Heimamenn bæta við!!!!

Vindurinn hjálpar til. Grípur markspyrnu Sindra sem Skagamenn skalla í átt að teig Keflavíkur. Gísli á tánum og tekur hlaupið sleppur í gegn og setur boltann af öryggi í netið milli fóta Sindra.
Eyða Breyta
26. mín
Leikurinn jafnast töluvert og barátta í fyrirrúmi.
Eyða Breyta
21. mín
Keflvíkingar vinna boltann hátt á vellinum. Marley með boltann og lætur vaða en Árni ver með naumindum í horn.
Eyða Breyta
18. mín
Heimamenn verið sterkari aðilinn út á velli og Keflvíkingum gengur illa að ná takti í sinn leik.
Eyða Breyta
14. mín
Gestirnir fá hornspyrnu.
Eyða Breyta
13. mín
Davíð Snær með skot en sneiðir boltann hátt yfir markið.
Eyða Breyta
10. mín MARK! Gísli Laxdal Unnarsson (ÍA), Stoðsending: Ísak Snær Þorvaldsson
Heimamenn eiga fyrsta höggið

Ísak keyrir upp völlinn og dregur í sig menn. Finnur Gísla í teignum úti til vinstri þar sem Gísli fær tíma og pláss og lætur vaða á markið. Botinn inn á nærstöng. Sindri mjög ósáttur við sjálfan sig þarna.
Eyða Breyta
7. mín
Góð sókn ÍA. Ísak finnur Gísla í teignum en varnarmenn Keflavíkur gera vel að beina Gísla í þröngt færi og Sindri ver í horn.

Óttar Bjarni með skalla yfir eftir hornið.
Eyða Breyta
6. mín
Gísli Laxdal með fyrirgjöf sem dettur ofaná slánna í marki Keflavíkur.
Eyða Breyta
4. mín
Ísak með laglega hælspyrnu inn á Aron Kristófer en fyrirgjöf þess síðarnefnda verulega slök og endar afturfyrir.
Eyða Breyta
2. mín
Marley Blair með fyrsta skot leiksins. Boltinn dettur fyrir hann í D-boganum en boltinn beint á Árna sem handsamar boltann.
Eyða Breyta
1. mín Leikur hafinn
Þetta er farið af stað hér á Norðurálsvellinum. Það eru gestirnir sem hefja hér leik. Framundan 90 mínútur að lágmarki upp á það hvort liðið fer á Laugardalsvöllinn eftir tvær vikur.

Góða skemmtun!
Eyða Breyta
Fyrir leik
Það er vel mætt á völlinn í dag og fólk í góðu stuði þótt leikurinn sé vissulega snemma. Ég er ekki frá því að nokkrir séu búnir með einn ef ekki tvo kalda.
Eyða Breyta
Fyrir leik
Liðin

Jóhannes Karl Guðjónsson gerir eina breytingu á liði ÍA en Guðmundur Tyrfingsson kemur inn fyrir Hákon Inga Jónsson.

Tvær breytingar eru hjá Keflvíkingum. Ástbjörn Þórðarson og Dagur Ingi Valsson eru ekki með í dag. Ingimundur Aron Guðnason og Ari Steinn Guðmundsson koma inn í liðið.

Eyða Breyta
Fyrir leik
Innbyrðis saga

Fimmtán sinnum hafa liðin mæst innbyrðis í bikarkeppni frá upphafi.

ÍA hefur haft sigur í níu viðureignum, Keflavík hefur fimm sinnum borið sigur úr býtum en einu sinni hefur leik lokið með jafntefli en það var í undanúrslitaviðureign liðanna árið 1965. Liðin léku aftur nokkrum dögum síðar þar sem ÍA hafði sigur.

Síðast mættust liðin í 8 liða úrslitum árið 2006 þar sem Keflavík hafði sigur 4-3 í frábærum leik og fór alla leið það sumarið og lyfti bikarnum.


Eyða Breyta
Fyrir leik
ÍA

Heimamenn tryggðu sér 9.sæti deildarinnar með 3-2 sigri á Keflavík í Keflavík og fullkomnuðu þar ótrúlega björgun sína frá falli.
Hvað bikarinn varðar hófu þeir leik gegn gegn liði Fram. Lokatölur þar urðu 3-0 fyrir ÍA. Næst tóku þeir á móti liði FH og höfðu 1-0 sigur. Í 8 liða úrslitum héldu þeir í Breiðholtið og slógu út lið ÍR 3-1 eftir að hafa lent undir snemma leiks.




Eyða Breyta
Fyrir leik
Keflavík

Keflavík endaði í 10.sæti Pepsi Max deildarinnar á þessu tímabili og hélt þar af leiðandi sæti sínu í deildinni.
Leið þeirra í undanúrslit hefur alls ekki verið sú auðveldasta en í 32 liða úrslitum tóku þeir á móti liði Breiðabliks og höfðu þar 2-0 sigur eftir framlengingu. Næst tóku þeir á móti liði KA. 3-1 fyrir Keflavík urðu lokatölur þar. Í 8 liða úrslitum skelltu þeir sér í Kórinn og lögðu lið HK 5-3 í frábærum fótboltaleik. Alvöru bikarrun það!



Eyða Breyta
Fyrir leik
Undanúrslitadagur

Góðan daginn kæru lesendur og verið hjartanlega velkomin í þessa beinu textalýsingu Fótbolta.net frá leik ÍA og Keflavíkur í undanúrslitum Mjólkurbikars karla.



Eyða Breyta
Byrjunarlið:
1. Sindri Kristinn Ólafsson (m)
4. Nacho Heras
5. Magnús Þór Magnússon (f)
7. Davíð Snær Jóhannsson
8. Ari Steinn Guðmundsson ('60)
11. Helgi Þór Jónsson ('68)
16. Sindri Þór Guðmundsson ('88)
23. Joey Gibbs
25. Frans Elvarsson
28. Ingimundur Aron Guðnason
30. Marley Blair

Varamenn:
21. Helgi Bergmann Hermannsson (m)
6. Viðar Már Ragnarsson
7. Rúnar Þór Sigurgeirsson
9. Adam Árni Róbertsson ('88)
17. Axel Ingi Jóhannesson
20. Christian Volesky ('68)
20. Stefán Jón Friðriksson
98. Oliver Kelaart ('60)

Liðstjórn:
Ómar Jóhannsson
Eysteinn Húni Hauksson Kjerúlf (Þ)
Jón Örvar Arason
Gunnar Örn Ástráðsson
Óskar Rúnarsson
Sigurður Ragnar Eyjólfsson (Þ)

Gul spjöld:
Davíð Snær Jóhannsson ('63)
Oliver Kelaart ('94)

Rauð spjöld:
Davíð Snær Jóhannsson ('71)